Showing 656 results

Authority record
Sauðárkrókur

Rósa Petra Jensdóttir

  • IS-HSk
  • Person
  • 1929-1993

Rósa Petra Jensdóttir var fædd á Sauðárkróki þann 11. maí 1929. Foreldrar hennar voru Jens Pétur Erikssen kaupmaður á Sauðárkróki og Sigríður Amalía Njálsdóttir, þau bjuggu á Suðurgötu 18, húsið var lengi vel kallað Jenshús eða Jensahús. Rósa tók gagnfræðapróf á Akureyri og var við nám í Húsmæðraskólann á Löngumýri 1948 - 1950. Rósa hóf störf sem talsímavörður hjá Pósti og síma á Sauðárkróki árið 1944, þar starfaði hún í rúm tvö ár og fluttist svo til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum, hún hóf svo störf hjá langlínumiðstöðinni í Reykjavík og starfaði þar af og til á tímabilinu 1949-1960, en óslitið frá 1964 - 1974 og yfir sumartímann á árunum 1980-1982. Frá 25.júlí 1988 starfaði Rósa óslitið hjá langlínumiðstöðinni, eða þar til hún lét af störfum árið 1993, hún lést síðla það sama ár.

Útgerðarfélagið Hegri h/f

  • S03764
  • Association
  • 1946-1951

Laugardaginn 18. maí 1946 var haldinn stofnfundur félags sem fékk nafnið Útgerðarfélagið Hegri h/f. Frumvarp fyrir félagið lá fyrir til samþykktar og var borin undir atkvæði og var samþykkt svohljóðandi; Félagið heitir Hegri h/f, heimili þess og varnarþing er á Sauðárkróki. Tilgangur félagsins er útgerð eigin- og leiguskipa til fisk- og síldveiða. Stjórn félagsins skipa þrír menn, kosnir á aðalfundi, í fyrsta skipti á stofnfundi.
Fyrsta stjórn félagsins skipaði þeim Eysteini Bjarnasyni, Steindóri Jónssyni og Haraldi Júlíussyni. Félagið starfaði í nokkur ár, á fundi 7. nóvember 1951, mættu 5 hluthafar í félaginu og samþykktu að slíta félaginu og voru kosnir tveir fulltrúar í skilanefnd sem ættu að sjá um félagslitin.

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

  • S01866
  • Organization
  • 1930-

Verkakvennafélagið Aldan var stofnað þann 9. janúar 1930 á Sauðárkróki. Stofnendur voru 21 talsins. Ástríður Stefánsdóttir ljósmóðir átti frumkvæði að stofnun félagsins. Í félagslögum segir m.a.: „Tilgangur félagsins er sá að styðja og efla hag félagskvenna og menningu á þann hátt, sem kostur er, meðal annars með því að ákveða vinnutíma og kaupgjald og stuðla að því, að verkalýðurinn taki sjálfstæðan þátt í stjórnmálum lands og bæjarfélags.“
Fyrstu stjórn skipuðu: Ástríður Stefánsdóttir, formaður, Sigríður A.N. Eiriksen, ritari og Pálína Bergsdóttir.
Varastjórn skipuðu: Sigurrós J. Sigurðardóttir, Helga Jóhannsdóttir og Ingunn Magnúsdóttir.
Tvo meðráðamenn kaus félagið sér til halds og trausts úr Verkamannafélaginu Fram: Friðrik Hansen og Pétur Sigurðsson.
Verkakonur á Sauðárkróki töldu rétt að bindast samtökum um kaup og kjör, en fiskvinna, einkum síldarvinna, var nokkur og fór vaxandi.
Hver sú kona sem var orðin 16 ára að aldri og var fær til algengrar vinnu gat fengið inntöku í félagið. Varð hún að senda formanni skriflega inntökubeiðni en formaður bar umsóknina undir atkvæði á félagsfundi.
Aðalstörf félagsins snérust um að bæta kjör vinnandi kvenna, sérstaklega á meðan mikið atvinnuleysi var í landinu. Árið 1931 voru t.d. konurnar neyddar til að lækka þágildandi taxta félagsins til að hægt væri meðal annars að láta verka saltfisk á Sauðárkróki. En konurnar settu fram nokkur skilyrði gegn lækkun taxtans og meðal þeirra skilyrða var að félagar Öldunnar sætu fyrir vinnu, að konur við fiskþvott hefðu skýli og að þeim yrði lögð til áhöld.
Þeim konum sem mest beittu sér fyrir síldarsöltun á Sauðárkróki sumarið 1934 var neitað um vinnu á staðnum.
Aldan stéttarfélag, varð síðar til við sameiningu Verkalýðsfélagsins Fram og Verkakvennafélagsins Öldunnar. Sameinað félag tók til starfa í ársbyrjun 2001. Stofnfélagar voru um 820 manns, félagið á sér merkilega fortíð í sögu þessara félaga og forvera þeirra.

Skátafélagið Eilífsbúar

  • S03761
  • Association
  • 1929-

Árið 1929 var skátafélag var stofnað á Sauðárkróki, félagið fékk nafnið Andvarar, það félag var eingöngu fyrir drengi, í kjölfarið var stofnað kvenskátafélag sem nefnt var Ásynjur, þessi félög sameinuðust fyrir rest og störfuðu í nokkurn tíma en svo lognaðist starfsemi þeirra út út af en ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi það var.
Árið 1972 var svo Skátafélagið Eilífsbúar stofnað út frá grunni félaganna tveggja og er Skátafélagið Eilífsbúar ennþá starfandi, félagsforingi Eilífsbúa er Hildur Haraldsdóttir
Árið 1989 voru í Skátafélaginu Eilífsbúum 90 skátar á aldrinum 10-16 ára, bæði stelpur og strákar en stelpur voru í miklum meirihluta. Flokkarnir voru 7 talsins auk dróttskátasveitar. Flokksforingjar voru á þessum tíma 15 talsins, en engir sveitar- eða deildarforingjar voru í félaginu.
Skátafélagið hélt veglegt afmælishóf í apríl 1989, í hófinu var Franch Michelsen gerður að fyrsta heiðursfélaga Eilífsbúa fyrir brautryðjendastarf hans í þágu skátahreyfingarinnar á Sauðárkróki. Hann var einn af stofnendum Skátafélagsins Andvarar og var félagsforingi á árunum 1931-1935 og 1940-43. Franch ritstýrði fyrsta félagsblaðinu, Hegranum og stofnaði og ritstýrði Skátablaðinu. Franch hefur auk þess setið í stjórn Bandalagi íslenskra Skáta og hann var ötull í skátastarfinu á Sauðárkróki, hann kom að stofnun þess og var formaður félagsins á fyrstu árum þess. Fyrsti félagsforingi Skátafélagsins Andvara og sem síðar fékk nafnið Skátafélagið Eilífsbúar var Kristján C. Magnússon, auk hans hafa Franch Michelsen, sr. Helgi Konráðsson, Lúðvig Halldórsson, Sigmundur Pálsson, Sigurður Helgi Guðmundsson, Valur Ingólfsson, Sigurður Jónsson, Gunnar Guðjónsson, Hreinn Hreinsson og Inga H. Andreassen verið félagsforingjar skátastarfssins.

Verkamannafélagið Fram

  • S03759
  • Association
  • 1915-2000

Verkamannafélagið Fram var stofnað 9. janúar árið 1915 en þá var haldinn fundur af verkamönnum á Sauðárkróki í Sýslufundarsalnum. Fundinn setti Ólafur Jóhannesson, fundarstjóri var Páll Friðriksson og ritari Sigurður Jakobsson.
Fundarstjóri skýrði frá því að hér hefði áður verið starfandi verkamannafélag, hefði það heitið "Fram". Á fundinum kom fram að það félag hefði verið hætt að starfa og ekki verið starfandi í nokkurn tíma, á meðan félagið lá í dvala þá hefðu með einhverjum hætti glatast allar bækur, lög, sjóður og öll skilríki félagsins hjá þáverandi formanni þess.
Á meðal félagsmanna var um það rætt hvort mynda ætti nýtt verkamannafélag eða halda áfram með það gamla. Í ljós kom að nokkrir félagsmenn hefðu greitt tillög og að einn fundur hefði verið haldinn. Því var ákveðið að halda áfram með gamla félagið auk þess að halda nafninu. Þrír menn voru kosnir í nefnd til að hrinda málinu í framkvæmd og semja ný lög og áttu þessir þrír menn að ljúka starfi sínu svo fljótt sem auðið var svo hægt yrði að boða til fundar.
Á fundi sem Verkamannafélagið Fram hélt 15. janúar 1915 í Góðtemplarahúsinu á Sauðárkróki ræddu fundarmenn breytingartillögu á lögum félagsins. Halda þurfti framhaldsfund til að klára umræður um breytingartillögur og síðan var ný stjórn kosin. Kosning fór þannig að Magnús Guðmundsson var kosinn formaður, Snæbjörn Sigurgeirsson varaformaður Eggert Kristjánsson ritari, vararitari var kosinn Ólafur Jóhannesson, á fundinum var Jóhannes Björnsson kosinn féhirðir en varaféhirðir Björn Magnússon. Endurskoðendur reikninga voru kosnir Daníel Daníelsson og Árni Daníesson.

Samkvæmt fyrstu lögum félagsins var tilgangur þess að efla hag og rétt verkamanna gagnvart atvinnuveitendum, koma á reglubundnu kaupagjaldi, relgumundnum vinnutíma og mynda sjóð til eflingar félagsskapnum. Ennfremur að hrinda í framkvæmd ýmsum arðvænlegum fyrirtækjum og styrkja þau með ráð og dáð. Í félagið skulu allir hafa aðgang, bæði karlar og konur sem náð hafa 16 ára aldri án tillits til starfs eða stéttar. Karlmenn er náð hafa 18 ára aldri skulu greiða full árstillög.

Með seinni breytingum sem er dagsett 22. janúar 1921 féllu eldri lög félagsins úr gildi þegar í stað og við tóku ný lög þá sem hljóða á þessa leið.
Tilgangur félagsins er að efla hag verkamanna með því

  1. Að þeir fái viðunanlegt kaup fyrir vinnu sína, og styðja þá til hagfeldrar verslunar með vinnulaun sín.
  2. Að útvega félagsmönnum vinnu þegar tök eru á.
  3. að hvetja félagsmenn til að tryggja sig gegn sjúkdómskostnaði með því að vera í sjúkrasamlagi og styrkja þá ef slys eða önnur óhöpp bera þeim að höndum, sem gjöra þeim ómögulegt að vera sjálfbjarga. Þó skal styrkveiting veitt af frjálsum vilja frá hverjum einstökum félagsmanni.
  4. Að mynda sjóð til eflingar félagsskapnum.
  5. Að hafa fundi félagsins fræðandi og skemmtilega.
  6. Að hrinda í framkvæmd fyrirtækjum sem arðvænleg eru fyrir félagið og einstaklinga þess.
    Í 4.gr. laga félagsin frá 1921 segir ennfremur.
    Í félagið geta allir verkamenn fengið inngöngu. Sjórn félagsins ræður hvort þei menn skuli teknir í félagið sem vafi er á hvort tilheyri verkamannastéttinni. Í félagið fá ekki inngöngu hjú þeirra manna sem ekki vilja skilyrðislaust gefa þeim skriflegt og vottfest leyfi til að hlýða lögum og reglum félagsins.
    Verkamannafélagið Fram sameinaðist Verkakvennafélagi Öldunnar, og fékk hið nýja stéttarfélag nafnið Aldan Stéttarfélag, það félag tók til starfa í ársbyrjun 2001. Aldan Stéttarfélag á sér merkilega og langa fortíð í sögu þessara tveggja félaga. Talið er að Verkamannafélagið Fram hafi upphaflega verið stofnað 1902 eða 1903, en Aldan var stofnuð um 1930.

Sláturfélag Skagfirðinga

  • S03756
  • Association
  • 1910 - 1920

Eins og segir í Saga Skagafjarðar, síðari hluti 2. bls. 34.: Sláturhúsi Skagfirðinga hafði verið komið á laggirnar að tilhlutan ýmissa félagsmanna K.S. eins og fyrr er getið (sjá I. b, bls. 156). og átti K. S. hluta í því og stóð það í nánum tengslum við Kaupfélagið fram yfir 1920, þótt sjálfseignastofnun væri. Þegar hin pólítíska óöld hófst, misstu kaupfélagsmenn undirtökin í sláturfélagi, kaupmenn og fylgismenn þeirra máttu sín meir. Þeir munu hafa séð að verslunaraðstöðu þeirra hrakaði ef þeir misstu tökin á stjórnartaumunum þar. Því hófst langvinn rimma um notkun sláturhússins og framtíð þess er freðkjötsmarkaðurinn hófst til vegs.
Látið er staðarnumið í sögu félagsins hér því fundargerðabók nær til ársins 1920 en vísa í heimildina Saga Skagafjarðar, Kristmundur Bjarnason. LVJ.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

  • S03755
  • Association
  • 1927-1963

Búnaðarfélag Sauðárkróks var stofnað 3. október árið 1927.
Stofnfundarfélagar voru 17, meðal þeirra voru Kristján Gíslason, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, Snæbjörn Sigurgeirsson, Arnljótur Kristjánsson, Friðrik Hansen, Óskar Stefánsson, Guðmundur Sveinsson, Magnús Bjarnason, Halldór M. Vídalín, Magnús Halldórsson, Kristján Hansen, Ísleifur Gíslason, Haraldur Sigurðsson, Kr. P. Briem, Sigurgeir Daníelsson og Valgard Blöndal.
Þessir aðilar héldu með sér fund um stofnun Búnaðarfélags fyrir Sauðárkrókskauptún. Á fundinn var ennfremur mættur Vigfús Helgason búnaðarskólakennari og var fundarmönnum til leiðbeiningar og aðstoðar og var kosinn fundarstjóri. Hann lagði einnig fram frumvarp til laga fyrir félagið sem var að lokum samþykkt.
Í fyrstu stjórn Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps voru; Kr. P. Briem (formaður), Pétur Hannesson (gjaldkeri), Valgard Blöndal (ritari).
Alls 31 maður skrifaði undir þessi fyrstu lög Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps.
Samkvæmt lögum búnaðarfélagsins á stofnári þess var tilgangur félagsins að fá þá sem á félagssvæðinu búa til að bindast samtökum á grundvelli laga félagsins um að vinna að umbótum á öllum sviðum landbúnaðarins og vernda réttindi þeirra sem að því vinna. Félagið taldi sér einnig skylt að vinna að trjárræktar tilraunum innan sveitarfélagsins. Ennfremur vill félagið ná með því að vekja áhuga, styðja starfsemi og viðurkenna framkvæmdir með þvi að rækta jörðina með þeim aðferðum, tækjum og vinnubrögðum sem svara kröfum tímans og rannsóknir og tilraunir sýna að gefa bestann arð enda styrki félagið viðleitni félagsmanna í þá átt eftir föngum.
Að efla búfjárræktina með samtökum um kynbætur, búfjársýningar, tryggan ásetning og góða hirðingu búfjár.
Að vanda landbúnaðarafurðir, auka þekkingu á geymslu þeirra og hagnýtingu og vinna að því að auka gengi þeirra á markaðnum.
Að efla trjárækt og áhuga fyrir henni meðal félagsmanna, en einkum miði að því að fegra og prýða kauptúnið og umhverfi þess.
Að auka búnaðarþekkingu og menningu félagsmanna með öflum góðra bóka og fyrirlestru valinna manna.
Að ráða hæfa menn í þjónustu sína.
Búnaðarfélagið beitti sér fyrir að glæða áhuga bæjarbúa á matjurtarækt og grasrækt. Félagið keypti dráttarvél með jarðvinnslutækjum sem félagsmenn fengju lánað. Einnig beitti félagið sér fyrir byggingu kartöflugeymslu sem er í Kirkjuklaufinni á Sauðárkróki og var tekin í notkun 1937.

Kaupmannafélag Sauðárkróks

  • S03754
  • Association
  • 1966-172

Ár 1966, föstudag 29.julí var stofnfundur Kaupmannafélags Sauðárkróks haldinn í samkomuhúsinu Bifröst, Sauðárkróki. Mættir til fundar voru 12 stofnendur og að auki frá Kaupmannasamtökunum Íslands þeir, Sigurður Magnússson, formaður K.Í. Knútur Briem, framkvæmdastjóri K.Í. og Jón I. Bjarnason. Sigurður Magnússon setti fundinn og stjórnaði honum og skipaði fundarritarar Jón I. Bjarnason. Tillaga að lögum var lögð fram en þar segir m.a. Tilgangur félagsins er að efla samstarf kaupmanna á staðnum, vinna að menningu, hag og sóma stéttarinnar , stuðla að heilbrigðum verslunnarháttum og bættri þjónustu. Félagið skal eftir megni leita samstarfs við öllum kaupmannafélög og kaupmenn landsins til hagsbóta fyrir stéttina í heild m.a. með þáttöku í Kaupmannasamtökum Íslands.
Í safni þessu liggur bréf frá Kaupmannasamtökum Íslands, þar segir: Hafi mér ekki borist skilagrein fyrir 20.04.1970, leyfi ég mér að líta þannig á að þið óskið ekki eftir áframhaldandi aðild að Kaupmannasamtökum og í framhaldi af því mundi Kaupmannafélag Sauðárkróks og meðlimir þess verða teknir hér út af félagaskrá, svo sem lög samtakanna gera ráð fyrir. Undirritun. Sigurður Magnússon.
í safni þessu liggur Gjafabréf þar segir að stjórn Kaupmannafélags Sauðárkróks samþykkir hér með að fundargjörða og bréfabækur svo og önnur skjöl Verslunnarmannafélags Skagfirðinga og Húnvetninga skuli afhent til varðveislu í Héraðsskjalasafni á Sauðárkróki, einnig samþykkir stjórnin að sjóðir félagsins ( styrktatsjóður og framkvæmdasjóður) samtals að upphæð 14.558, 20, verði afhentir Hérðasskjalasafninu að gjöf. Sauðárkróki, 27. okt. 1971. Undirritun. Haraldur Árnasson, Árni Blöndal.
Þakkarbréf liggur í safni frá Héraðsskjalasafni Sauðárkróki, 12. janúar. 1972. Undirritun Kári Jónsson.

Karlakór Sauðárkróks ( 1935 - 1965 )

  • S03753
  • Association
  • 1935 - 1965

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að halda uppi og efla karlakórsöng og sönglífi á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu.

Karlakór Sauðárkróks (1963-2012)

  • S01237
  • Organization
  • 1963 - 2012

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að halda uppi og efla karlakórsöng og sönglífi á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu.

Hrossaræktarsamband Norðurlands

  • S03745
  • Public party
  • 1958 - 1969

Fimmtudaginn 15. maí 1958 komu stjórnir hestamannafélaganna í Skagafirði, Akureyri og Blönduósi saman til fundar í Varmahlíð. Egill Bjarnason, ráðunautur setti fundinn og fól Haraldi Árnasyni ráðunaut fundarstjórn en Magnúsi á Frostastöðum að rita fundargjörð. Tilefni fundarins var að ræða um stofnun hrossaræktarsambands fyrir Norðlendinga - fjórðung. Forsaga málsins er sú að hinn 8. maí s.l. kvaddi stjórn B.S.S. stjórnar hestamannafélaganna í Skagafirði á fund í Varmahlíð og skýrði þeim frá því, að ef af stofnun áminnsts hrossaræktarsambands yrði, þá myndi hún leggja til við næsta aðalfund Búnaðarsambandssins að það afhendi hinu væntanlega hrossaræktarsambandi endurgjaldslaust þá 3. stóðhesta er það nú á, svo og þann sjóð er það hefur undir höndum til styrktar. hrossaræktarstarfseminni.
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Norðurlands haldinn á Hótel KEA Akureyri 14.09.1969 samþykkir að leysa sambandið uoo með það fyrir augum að stofnuð verði þrjú sjálfstæð sambönd á núverandi sambandssvæði. Sú tillaga var felld með 15 atkvæðum gegn 8. Þá kom fram tillaga frá hestamannafélaginu Stíganda, flutningsmaður Sveinn Jóhannsson, að aðalfundurinn leggur til að Hrossaræktarsambandið Norðurlands verði skipt í þrjár deildir með undirstjórnum og ein yfirstjórn. 1. Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýsla. 2. Skagafjarðarsýsla. 3. Húnavatnssýslur. ( tekið frá fundagerðabók).

Skagfirðingur H/F

  • S03742
  • Association
  • 1959 - 1963

Ár 1959, laugardag 1. ágúst komu fulltrúar kjörnir af Sauðárkróksbæ, Fiskiðju Sauðárkróks h/f og Fiskveri Sauðárkróks h/f á stofnfund hlutafélags þessarra aðila um útgerð, til fundar i bæjarsalnum á Sauðárkróki. Þessir voru mættir á fundinn, fyrir hönd Sauðárkróksbæjar Rögnvaldur Finnbogason bæjarstjóri og varamaður hans Guðjón Sigurðsson forseti bæjarstjórnar. Fyrri hönd Fiskiðju Sauðárkróks h/f Marteinn Friðriksson framkvæmdarstjóri og fyrir hönd Fiskiveri Sauðárkróks h/f, þeir Árni J. Þórðarson framkvæmdarstjóri, og Guðjón Ingimundarson. Páll J. Þórðason tók að sér framkvæmdarstjórn Skagfirðings h/f. Hlutafé félagsins er kr: 400.000.00.
Hinn 26. apríl 1965 hélt Fiskiver Sauðárkróks uppboð á lausafjármunum. Á þessu uppboði keypti Hróðmar Hjörleifsson, Kimbastöðum skifborð fyrir 2012 krónur. Skrifborðið var læst en lykill fyrirfannst enginn. Vitað var að þessi fundargerðarbók var innilokuð í borðinu. Seljendur sögðu Hróðmari að hann yrði að skila því sem læst væri inn í borðskúffunni, en Hróðmar svarðai því til að þeir yrðu að sækja það til sín en það hafa þeir ekki gert. Og nú 30. janúar 1974 vill Hróðmar afhenda þessa bók til Skjalasafns Skagafjarðarsýslu og tek ég nú við þessari bók fyrir hönd safnsins. Kimbastöðum 30. jan. 1974. Björn Egilsson.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

  • S02634
  • Organization
  • 1907-

Ungmennafélagið Tindastóll (U.M.F.T.) er íþróttafélag á Sauðárkróki stofnað 23. október 1907 í kjölfar þess að auglýst var á Sauðárkróki að fyrirhugað væri að stofna ungmennafélag er tæki yfir Skarðs- og Sauðárkrókshrepp. Auglýsing þessi var undirrituð af fjórum búfræðingum frá Hólaskóla, þeim Sigurði Á. Björnssyni og Þorbirni Björnssyni frá Veðramóti, Pétri Jakobssyni frá Skollatungu og Kristjáni Sigurðssyni á Sauðárkróki. Í kjölfar auglýsingarinnar var haldinn fundur á Sauðárkróki þann 26. október 1907. Á fundinum var rætt um þessa nýju félagshreyfingu og lýst starfstefnum ungmannafélaga hér á landi og gildi þeirra fyrir komandi kynslóð. Á fyrsta fundinum voru sambandslög fyrir ungmennafélög Íslands lesin upp ásamt skuldbindingaskrá, skrá þessi var lögð fram til undirritunar þeirra er vildu stofna hér ungmennafélag. Fjórtán manns rituðu nafn sitt undir skuldbindingaskrána þar með var Ungmennafélagið Tindastóll myndað. Ákveðið var að fresta fundinum um nokkra daga til að hægt væri að kjósa stjórn í félagið þar að eru svo fáir félagar höfðu skráð sig, en þeir sem þegar gengu í félagið höfðu tíma til að safna sem flestum stofnendum fyrir næsta fund. Tillagan var svo greidd með öllum greiddum atkvæðum. Fundarstjóra var síðan falið á fundinum að hafa samband við sambandsstjórnar ungmennafélaga á Akureyri að fá upplýsingar um atriði er félagið varðaði.
Í fyrstu lögum félagsins segir að tilgangur þess sé a) Að reyna að alefli vekja löngun hjá æskulýðnum, að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land sitt og þjóð. b) Temja sér að beita starfskröftum sínum í félagi og utan félags. c) Allir félagar kappkostist við að efla andlegt trúarlíf meðal þjóðarinnar, einnig styðja og viðhalda öllu því sem þjóðlegt og rammíslenskt er viðhalda og halda móðurmálinu hreinu.

Halldór Hafstað (1924-

  • S02856
  • Person
  • 21. maí 1924

Sigmar Halldór Árnason Hafstað f. á Sauðárkróki 14.05.1924. Foreldrar: Árni Jónsson Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir. Bóndi í Útvík í Skagafirði, maki: Solveig Arnórsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

  • Association
  • 17.06.1918-1975

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar var stofnað 17. júní 1918 af Jóni Þ. Björnsyni, þáverandi skólastjóra á Sauðárkróki og var hann í stjór þess fyrstu árin. Stofnfélagar voru 50. Tilgangur félagsins, eins og segir í lögum félagsins þess sé að vernda dýrin gegn illri meðferð og glæða hugsun og tilfinningu almennings fyrir skyldum mannsins við þau og stuðla að bættri meðferð dýra og að eftirlit sé haft með þeim. Félagsmenn höfðu skyldu að láta vita ef þeir yrðu varir við illa meðferð á skepnum.
Ef félagsmaður varð sjálfur uppvís af illri meðferð á skepnum eða lét líða hjá að tilkynna brot sem hann varð vitni af, þá varð hann brottrækur úr félaginu.
Fyrsta baráttumál félagsins var að bæta aðstöðu og meðferð á hrossum ferðamanna í Sauárkrókskaupstað, þar sem lítil sem engin aðstaða var fyrir hross aðkomumanna og þau oft látin standa næturlangt án viðunandi skýlis. Tók formaður oft að sér að skýla hrossin og haustið 1918 samdi sýslunefnd við hann um leigu á peningshúsi hans undir „hesthús til almenningsnota“ og sá Jón sjálfur um hrossin.
Starfsemi Dýraverndunarfélag Skagafjarðar lá niðri á tímabilinu 1930 – 1939 en félagið var síðan endurvakið 7.2.1939.

Ingvar Gýgjar Jónsson (1930-

  • S02475
  • Person
  • 27. mars 1930-

Fæddur í Skagafirði. Sonur hjónanna Olgu Sigurbjargar Jónsdóttur og Jóns Jónssonar frá Hafsteinsstöðum, síðar á Gýgjarhóli í Staðarhreppi í Skagafirði. Kvæntist Sigþrúði Sigurðardóttur, þau eignuðust fimm börn. Býr á Sauðárkróki.

Hestamannafélagið Léttfeti (1933-2016)

  • S03641
  • Association
  • 1933-2016

Hestamannafélagið Léttfeti var stofnað árið 1933. Starfssvæði félagsins var Sauðárkrókur og nágrenni. Árið 2016 voru hestamannafélögin Léttfeti, Stígandi og Svaði sameinuð í eitt félag sem fékk nafnið Hestamannafélagið Skagfirðingur.

Guðný Jónasdóttir (1866-1943)

  • S01003
  • Person
  • 11.08.1866-16.06.1943

Fædd á Skottastöðum í Svartárdal, Au-Hún. Guðný vann mikið og merkilegt starf fyrir Góðtemplararegluna á Sauðárkróki. Kvæntist Magnúsi Benediktssyni, þau bjuggu á Sauðárkróki og eignuðust sex börn.

Ágústa Jónasdóttir (1904-2006)

  • S03585
  • Person
  • 01.08.1904-08.12.2006

Ágústa Jónasdóttir, f. á Merkigili 01.08.1904, d. 08.12.2006. Foreldrar: Jónas Steindór Kristjánsson og Stefanía Sigurðardóttir. Foreldrar Ágústu voru í húsmennsku á Merkigili þegar hún fæddist og tveggja ára var henni komið í fóstur til Jóns Guðmundssonar, sem síðar bjó á Hofi í Vesturdal og komu hans, Margrétar Jóhannesdóttur. Ólst hún upp hja´þeim á Minni-Ökrum, Tyrfingsstöðum og Stekkjarflötum. Hún fór vinnkonu að Héraðsdal árið 1921 og giftist Sigtryggi, sem þar hóf búskap árið áður. Ágústa stundaði heimilisstörf í Héraðsdal en þegar þú hjón fluttu til Sauðárkróks fór hún að vinna við þríf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þau bjuggu í Lindargötu 5 (Borgarey).
Þess er sérstaklega getið í æviskrám að Ágústa hafi sundriðið Héraðsvötn til að fæða sonstinn í umsjón ljósmóður sem var búsettt í Sólheimagerði.
Maki: Sigtryggur Einarsson bóndi í Héraðsdal (1886-1955). Þau eignuðust sex börn.

Helgi Rafn Traustason (1937-1981)

  • S01655
  • Person
  • 18. apríl 1937 - 21. des. 1981

Helgi Rafn Traustason fæddist á Patreksfirði 18. apríl 1937. Foreldrar hans voru Trausti Jóelsson og kona hans Rannveig Jónsdóttir.
Helgi Rafn stundaði nám í gagnfræðaskólanum í Reykjavík, á Laugarvatni og Akureyri. Hann lauk gagnfræðaprófi með ágætum frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Veturinn 1954-1955 nam hann við Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk hann prófi úr þeim skóla árið 1955. Sama ár flutti skólinn að Bifröst í Borgarfirði. Hann vann við hreingerningar í Samvinnuskólanum er hann var við nám þar og hóf störf hjá Samvinnutryggingum mánuði áður en hann lauk þar námi. Þá vann hann nokkur sumur hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar og í fjármáladeild Sambandsins sumarið 1954. Hann var aðalbókari hjá Samvinnutryggingum 1955-1960, kaupfélagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna 1960-1963, fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga 1963-1972 og kaupfélagsstjóri KS 1972-1981. Helgi Rafn var frumkvöðull körfuboltans á Sauðárkróki.
Kona hans: Inga Valdís Tómasdóttir (1937-). Þau kvæntust árið 1957.

Jón Sigurður Eiríksson (1929-

  • S01859
  • Person
  • 08.01.1929-

Jón er fæddur á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og kona hans, Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, fyrst á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði jafnframt fuglveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 40 ár. Þá hefur hann einnig lengi siglt með ferðamenn til Drangeyjar frá Reykjum. Búsettur á Sauðárkróki.
Maki 1: Sigríður Viggósdóttir, þau eignuðust fimm börn. Jón og Sigríður slitu samvistir.
Maki 2: Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir, f. 6. september 1944, d. 13. október 1997, þau eignuðust fimm börn.

Kristján Ingólfur Sigtryggsson (1906-1982)

  • S03632
  • Person
  • 27.10.1906-11.01.1982

Kristján Ingólfur Sigtryggsson, f. á Giljum í Vesturárdal í Skagafirði 27.10.1906, d. 11.01.1982 í Reykjavík. Foreldrar: Sigtryggur Friðfinnsson bóndi á Giljum og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir húsfreyja. Kristján ólst upp í foreldrahúsum og vann ýmis störf, greip m.a. í bókband með föður sínum. Hann nam húsgagnasmíði hjá Steindóri Jónssyni á Sauðárkróki og setti þar upp verkstæði að námi loknu. Kristján bjó lengst af á Siglufirði. Þar starfaði hann að félagsmállum. Gekk í Siglufjarðardeil Kommúnistaflokksins, átti sæti í stjórn og fulltrúaráði Sósóalistafélags Siglufarðar og starfaði einnig nokkur í Alþýðubandalaginu. Þá starfaði hann nokkuð að tónlistarmálum og var í stjórnum Iðnaðarmannafélagsins og Trésmíðafélagsins.
Maki: Aðalbjörg Pálsdóttir. frá Siglufirði. Þau eignuðust fimm börn.
Móðir: Ingibjörg Pálsdóttir (1868-1930).

Ása Þorvaldsdóttir Baldurs (1930-2021)

  • S03629
  • Person
  • 27.11.1930-19.04.2021

Ása Þorvaldsdóttir Baldurs, f. á Þóroddsstöðum í Hrútafirði 27.11.1930, d. 19.04.2021. Foreldrar: Þorvaldur Böðvarsson bóndi og hreppsstjóri á Þóroddsstöðum og kona hans Gróa María Oddsdóttir húsfreyja. Ása ólst upp í stórum systkinahópi. Hún stundaði nám við Reykjaskóla og síðar Kvennaskólann á Blönduósi. Hún starfaði á símstöðinni á Borðeyri í Hrútafirði, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá Langlínumiðstöð Landssímans í Reykjavík. Lengst af starfaði Ása þó hjá Landssambandi vörubifreiðarstjóra. Ása og Jóhann bjuggu lengst af að Urðarbraut 9 í Kópavogi. Ása var virk í félagsstarfi Kvenfélags Kópavogs, Sinawik og ITC.
Maki: Jóhann Frímann Baldurs (1926-2014). Þau eignuðust þrjá syni.

Árni Rögnvaldsson (1891-1968)

  • S03621
  • Person
  • 06.02.1891-05.04.1968

Árni Rögnvaldsson, f. á Ríp í Hegranesi 06.02.1891, d. 05.04.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Rögnvaldur Jónasson, b. síðast á Þröm á Langholti og sambýliskona hans Sigurlaug Þorláksdóttir húsfreyja.
Árni ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Rein, Steini, Jaðri og síðast á Þröm á Langholti frá 1910-1916, en þá fluttu þau með Árna að Hólkoti (nú Birkihlíð). Árni bjó í Hólkoti frá 1916-1920, á Hafragili í Laxárdal 1920-1921 og á Selnesi á Skaga 1921-1923. Þegar hann hætti búskap fluttist hann til Sauðárkróks ásamt konu sinni og bjó þar til æviloka. Þar stundaði hann sjómennsku og daglaunavinnu sem gafst þess á milli. Auk þess áttu þau hjónin oftast nokkrar skepnur.
Maki: Margrét Jónasdótir (1883-1972). Þau eignuðust eina dóttur

Árni Jónsson (1851-1897)

  • S03620
  • Person
  • 1851-1897

Árni Jónsson, f. í Vatnsdalshólum 1851, d. 1897 á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Forledrar: Jón Jónsson bóndi og trésmiður í Vatnsdalshólum og kona hans Björg Þórðardóttir.
Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og var fermdur frá þeim. Sama ár fór hann til Magnúsar föðurbróður síns, sem kenndi honum undir skóla og var hjá honum á Hofi á Skagaströnd 1866-1868 og á Skorrastað í Norðfirði 1868-1869. Árni var við nám í Reykjavík næstu ár og lauk þar stúdentsprófi 1875. Hann varð cand. phil. í Reykjavík 1876 og cand. med. frá Læknaskólanum 1878. Hann starfaði á fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn 18788-187 en var skipaður héraðslæknir 1879. Sat hann á Sauðárkróki 1879-1880, á Sauðá 1880-1881, í Glæsibæ 1881-1892 og hafði jafnframt búrekstur þar 1881-1883 og 1887-1892. Árið 1892 var hann skipaður héraðslæknir í Vopnafirði.
Maki: Sigríður Jóhannesdóttir (1851-1890) Þau eignuðust 4 börn. Tvö þeirra dóu á fyrsta ári.
Maki 2: Sigurveig Ósk Friðfinnsdóttir (1865-1946). Þau eignuðust fjögur börn. Seinni maður Sigurveigar var Jón Benediktsson (1873-1946). Þau eignuðust tvö börn.

Ingvar Bjarni Sighvats (1948-

  • S02886
  • Person
  • 17. mars 1948-

Foreldrar: Sighvatur Pétursson Sighvats (1915-1991) á Sauðárkróki og Herdís Pálmadóttir frá Reykjavöllum. Rafvirki á Sauðárkróki. Var formaður Ferðafélags Skagfirðinga. Maki: Elsa Sigurjónsdóttir.

Hilmar Hilmarsson (1949-)

  • S02900
  • Person
  • 20. maí 1949-

Foreldrar: Hulda Gísladóttir og Hilmari Jónssyni frá Tungu í Fljótum. Alinn upp á Sauðárkróki. Kjötiðnaðarmaður. Maki: Kristbjörg Óladóttir. Þau eiga þrjú börn og eru nú búsett í Reykjavík.

Hulda Gísladóttir (1913-1993)

  • S03611
  • Person
  • 08.08.1913-14.08.1993

Hulda Gísladóttir, f. á Bólstað í Svartárdal 08.08.1913, d. 14.08.1993. Foreldrar: Gísli Ólafsson og Jakobína Þorleifsdóttir. Um tvítugt fluttist Hulda til Siglufjarðar. Þar starfaði hún m.a. við síldarsöltun. Hún giftist fyrri manni sínum þar. Þegar seinni maður hennar lést árið 1954 flutti hún til Sauðárkróks og bjó þar síðan. Hún starfaði sem matráðskona hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.
Maki: Anton Ingimarsson. Þau slistu samvistir. Þau eignuðust fjögur börn.
Maki 2: Hilmar Jónsson frá Tungu í Fljótum.

Hauður Sigrún Haraldsdóttir (1932-)

  • S03607
  • Person
  • 10.03.1932-

Hauður Sigrún Haraldsdóttir, f. 10.03.1932. Forldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki (1882-1963) og Ólöf Sesselja Bjarnadóttir (1904-1984).
Búsett í Reykjavík, starfaði við veirurannsóknir. Ógift.

Guðný Þórðardóttir (1937-2018)

  • S03605
  • Person
  • 08.06.1937-21.07.2018

Guðný Þórðardóttir, f. 08.06.1937, d. 21.07.2018. Lést af í bílslysi. Foreldrar: Þórður Sighvatsson (1909-1993) og María Njálsdóttir (1917-2003). Guðný ólst upp á Sauðárkróki, Siglufirði og Akranesi. Hún varð gagnfræðingur frá gagnfræðaskólanum á Akranesi og var einn vetur í húsmæðraskóla á Löngumýri. Hún hóf störf hjá Landssímanum 1951 og starfaði þar allan sinn starfsferil, nema með hléum vegna náms Grétars í Skotlandi. Hún nam ensku einn vetur í verslunarháskóla í Aberdeen en hóf aftur störf hjá Pósti og síma. Nokkrum árum síðar var hún skipuð yfirumsjónarmaður Talsambands við útlönd og gengdi þeirri stöðu rúm 20 ár. Guðný og Grétar voru lengst af búsett í Reykjavík og síðar á Selstjarnarnesi en eftir ða þau fóru á eftirlaun settust þau að á jörð sinni Hvammkoti í Lýtingsstaðahreppi. Stunduðu þau skógrækt þar.
Maki: Grétar Magni Guðbergsson (1934-2013) jarðfræðingur. Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Grétar einn son.

Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984)

  • S03600
  • Person
  • 27.05.1897-22.02.1984

Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S03599
  • Person
  • 24.03.1915-27.10.1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen, f. á Mælifelli í Skagafirði 24.03.1915 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Sigfússon (1892-1957) og Jórunn Hannesdóttir (1914-1978).
Maki 1: Sveinn Steindórsson garðyrkjumaður í Hveragerði. Þau eignuðust stúlku sem lést samdægurs. Þau bjuggu saman í Hveragerði. Sveinn lést í bruna á Hótel Íslandi 1944.
Maki 2: Marteinn Sívertsen húsasmíðameistari og kennari Í Reykjavík. Þau eignuðust ekki börn en Marteinn átti einn son fyrir. Þau bjuggu engst af í Litlagerði 7.

Evert Skagfjörð Þorkelsson (1918-1991)

  • S03596
  • Person
  • 23.07.1918-27.01.1996

Evert Þorkelsson, f. 23.07.1918, d. 27.01.1996. Foreldrar: Þorkell Friðriksson og Jóhanna Evertsdóttir.
Maki: Sigrún Ólöf Snorradóttir (f. 1913). Þau eignuðust sex börn.

Sigurbjörn Þorleifsson (1944-2011)

  • S03590
  • Person
  • 02.07.2011-23.09.2011

Sigurbjörn Þorleifsson, f. í Langhúsum í Fljótum 02.07.1944, d. 23.09.2011 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorleifur Þorláksson (1914-2010) og Ríkey Sigurbjörnsdóttir (1922-2008). Sigurbjörn var elstur þriggja systkina. Bjössi ólst upp í Langhúsum hjá foreldrum sínum. Hann og Bryndís hófu búskap með þeim en tóku síðan við búinu. Þau fluttu á Sauðárkrók 2007. Samhliða bústörfum stundaði Sigurbjörn ýmsa vinnu, svo sem í sláturhúsinu á haustin, við snjómokstur á veturna eða til sjós. Hann var alla tíð virkur í félagsstörfum. Síðustu árin helgaði hann sig hestamennskunni sem var hans stærsta áhugamál.
Maki: Bryndís Alfreðsdóttir (f. 1947). Þau eignúst fjögur börn.

Jakobína Ragnheiður Ingadóttir (1942-)

  • S03588
  • Person
  • 01.02.1942-

Jakobína Ragnheiður Ingadóttir, f. 01.02.1942. Foreldrar: Ingi Gests Sveinsson og Guðrún Sigríður Gísladóttir.

Björn Ingi Ingason (1950-2002)

  • S01336
  • Person
  • 30.11.1950-05.05.2002

Björn Ingi Ingason fæddist á Sauðárkróki 30. nóvember 1950. Foreldrar hans voru Ingi Gests Sveinsson verkstjóri fartækjaverkstæðis í Straumsvík, og kona hans Guðrún Sigríður Gísladóttir. Björn gekk í barnaskóla á Sauðárkróki en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1963. Flugvélstjóri. Gagnfræðapróf frá Lindagötu 1966. Vann um tíma í Straumsvík. Árið 1970 fór hann til náms í Tulsa í Bandaríjkunum og lauk þaðan flugvirkjanámi 21.04.1972. Áður hafði hann lokið einkaflugmannsnámi. Hóf störf hjá Cargolux strax að námi loknu sem flugvélstjóri. Réðst til Flugleiða 1982 og fór jafnframt í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og lauk þaðan prófi í blindflugi og atvinnuflugi. Skömmu síðar fór hann til Danmerkur og starfaði hjá Sterling, Conair, Articair, Boeing ofl. Árið 1988 hóf hann síðasta starf sitt sem flugvélstjóri og umsjónarmeður DC-8 þotu í eigu Kerry Packer í Sidney, Ástralíu. Síðast búsettur í Ástralíu.

Guðrún Sigríður Gísladóttir (1918-1988)

  • S01678
  • Person
  • 26. des. 1918 - 17. feb. 1988

Foreldrar: Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum, verkmaður á Sauðárkróki og k.h. Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Bergsstöðum, síðan á Fjósum árin 1919-1920, þá á Hólabæ í Langadal 1920-1924, á Blönduósi 1924-1928 og síðan á Sauðárkróki. Á unglingsárunum var hún í síld á Siglufirði. Átján ára fór hún til Reykjavíkur og vann þar í Hampiðjunni. Árið 1941 kvæntist hún Inga Gests Sveinssyni, þau fluttu á Neskaupsstað, síðan á Sauðárkrók og til Reykjavíkur 1963. Þau slitu samvistir 1968. Á Neskaupsstað var Guðrún formaður Slysavarnarfélags kvenna og söng í Samkór Neskaupsstaðar. Á Sauðárkróki tók hún mikinn þátt í starfi Kvenfélags Sauðárkróks. Guðrún var söngelsk og lék á ýmis hljóðfæri. Jafnframt var hún hagmælt og eftir hana liggur töluvert af lausavísum. Árið 1978 gaf hún út tvö ljóðakver; Skagfirskar glettur og Norðfjarðarlofsöng. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur árið 1963 rak hún söluturn um tíma og vann svo við matargerð á veitingahúsum. Seinni maður Guðrúnar var Þórður Þorkelsson frá Seyðisfirði.
Guðrún og Ingi eignuðust fjögur börn.

Ingi Gests Sveinsson (1919-2000)

  • S03587
  • Person
  • 04.11.1919-12.5.2000

Ingi Gests Sveinsson, f. í Reykjavík 04.11.1919, d. 12.05.2000 í Hafnarfirði. Foreldrar: Sveinn Helgason frá Ketilsstöðum á Kjalarnesi og kona hans Björg Sigríður Þórðardóttir frá Sperlahlíð í Arnarfirði. Ingi ólst upp hjá foreldrum sínum i Reykjavík. Hann vann sem sendill, m.a. hjá O. Johnson og Kaaber. Árið 1941 lauk hann sveinsprófi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Síðan lærði hann vélvirkjun og bifvélarvirkjun. Árið 1945 flutti hann í Neskuapsstað og sáum byggingu slippsins þar. Árið 1948 kom hann á Sauðárkrók og tók við formennsku á Bifreiða- og vélaverkstæði KS. Þar vann hann til 1958, að hann byggði eigið verkstæði, Vélaverkstæði Inga Sveinssonar. Sumrin 1958 og 1959 vann hann á skurðgröfu hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga. Verkstæði rak hann til 1963 en þáfluttist hann til Reykjavíkur. Gerðist hann vélstjóri á olíuflutningaskipinu Hamrafelli og 1964-1966 vann hann við Búrfellsvirkjun. Árið 1967 hóf hannstörf hjá Íslenska álfélaginu þear það hóf göngu sína. Ingi var mikill sundmaður og tók átt í ýmsum keppnum og átti mörg Íslandsmet. Ingi var radíóamatör og á Sauðárkróki byggði hann fyrstur manna loftnetsturn með snúanlegu stefnuvirku loftneti. Hann var eini Íslendingurinn og einn örfárra manna á heimsvísu sem hafði komið á staðfestu radíósambandi í öll lönd veraldar. Hann var heiðursfélagi í íslenska radíóamatörafélaginu. Á Sauðárkróki kenndi Ingi eðlis- og efnafræði við Iðnskólann um tíma og tók virkan þátt í starfi Rótarýklúbbsins.
Maki 1: Guðrún Sigríður Gísladóttir (1941-1988). Þau eignuðust fjögur börn. Þau slitu samvistir 1968.
Maki 2: Lilja Eygló Karlsdóttir (191-2010). Lilja átti fimm börn af fyrra hjónabandi.

Erla Einarsdóttir (1930-2008)

  • S03584
  • Person
  • 04.03.1930-11.09.2008

Erla Einarsdóttir, f. í Vík í Mýrdal 04.03.1930, d. 1109.2008 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Erlendsson skrifstofumaður og Þorgerður Jónsdóttir Húsmóoðir. Erla ólst upp í Vík í Mýrdal. Hú stundaði nám við Barna- og unlignaskólann þar, Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem íþróttakennari frá Laugarvatni 1950. Erla og Gísli bjuggu fyrstu tvö búskaparárin á Dalvík en fluttu þaðan til Sauðárkróks 1954 og bjuggu þar síðan. Erla vann sem íþróttakennari fyrstu árin á Sauðárkróki, auk þess ða kenna á sundnámskeiðum á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Árið 1970 hóf hún störf á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga og vann þar til ársins 1997.
Maki: Gísli Felixsson. Þau eignuðust tvö börn.

Runólfur Kristinn Lárusson (1934-2011)

  • S03581
  • Person
  • 05.05.1934-02.08.2011

Runólfur Lárusson, f. 05.05.1934, d. 02.08.2011. Foreldrar: Lárus Runólfsson (1903-1981) sjómaður og hafnarvörður á Sauðárkróki og Ellen Guðlaugsdóttir (1905-1961).
Runólfur fékk heilablóðfall um tuttugu árum áður en hann lést og dvaldi eftir það á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og var bundinn við hjólastól.

Bragi Þór Jósafatsson (1930-2018)

  • S03580
  • Person
  • 10.02.1930-02.12.2018

Bragi Þór Jósafatsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 10.02.1930, d. 02.12.2018 í Borgarnesi. Foreldrar: Jóhanna Sigríður Jónsdóttir (1907-2000) og Jósafat Sigfússon (1902-1990).
Þegar Bragi var á fimmta ári fluttist fjölskyldan að Sælandi á Hofsósi og þaðan til Sauðárkroks 1947. Hann lærði húsgagnasmíði hjá föður sínum og 1954 stofnaði hann Trésmiðjuna Hlyn ásamt æskuvini sínum, Birni Guðnasyni og fleirum. Bragi lék á harmónikku og spilaði fyrir dansi vítt og breitt um Skagafjörð með Jóni bróður sínum sem lék á trommur. Árið 1971 fluttist fjöldskyldan í Borgarnes. Þar fór Bragi í samstarf með mági sínum, Birni Arasyni, við verslunarrekstur. Þeir ráku Stjörnuna og Húsprýði þar. Bragi tók virkan þátt í stafi sjálfstæðisflokksins og var félagi í Lions og Frímúrarareglunni.
Maki: María Guðmundsdóttir (f. 1936). Þau eignuðust fjögur börn.

Sigurður Nataníel Brynjólfsson

  • S03578
  • Person
  • 20.02.1912-15.06.1993

Sigurður N. Brynjólfsson f. á Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum 20.02.1912, d. 15.06.1993.
Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir og Brynjólfur Jónsson. Tveggja ára fór Sigurður í fóstur til Guðlaugs Sigurðssonar og Ingveldar Guðmundsdóttur á Lækjahvammi í sömu sveit. Þar ólst hann upp ásamt Ágústi syni þeirra. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og lauk skyldunámi, auk þess að vera einn vetur í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal.
Sigurður stundaði sjómennsku og daglaunavinnu í Reykjavík og síðan lögreglustörf á Sauðárkróki. Einnig var hann lögregluþjónní Keflavík. Eftir að hann lét af störfum í lögreglunni stundaði hann oftast almenna verkamannavinnu. Síðustu árin var hann húsvörður við íþróttahús barnaskólans í Keflavík. Hann var einn af stofnendum Alþýðubandalags Keflavíkur og formaður þess um tíma. Einnig var hann virkuur félagi í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og var um árabil í stjórn Kaupfélags Suðurnesja. Þá tók hann virkan þátt í íþrótta- og ungmennafélagsstarfi og var formaður Héraðssambands Skagafjarðar meðan hann var á Sauðárkróki. Sigurður var mikil íþróttamður, einkum glímumaður. Hann stundaði glímkennslu víða.
Maki: Pálína Ragnhildur Rögnvaldsdóttir (1918-1992). Þau eignuðust sjö börn, eitt þeirra dó samdægurs.

Jón Stefánsson (1897-1994)

  • S01931
  • Person
  • 18. mars 1897 - 28. jan. 1994

Sonur Stefáns Bjarnasonar b. á Halldórsstöðum og k.h. Aðalbjargar Magnúsdóttur. Bóndi í Glæsibæ 1930. Síðar bóndi í Geldingaholti. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Margréti Jóhannsdóttur.

Erla Gígja Þorvaldsdóttir (1939-)

  • S01743
  • Person
  • 13. feb. 1939

Dóttir Þorvaldar Þorvaldssonar verslunarmanns á Sauðárkróki og k.h. Huldu Jónsdóttur. Lagahöfundur. Kvænt Jónasi Þór Pálssyni málara, búsett á Sauðárkróki.

Stefán Guðmundsson Íslandi (1907-1994)

  • S02633
  • Person
  • 6. okt. 1907 - 1. jan. 1994

Stefán Íslandi eða Stefano Islandi (Stefán Guðmundsson) var íslenskur söngvari. Foreldrar: Guðmundur Jónsson frá Nesi í Flókadal og k.h. Guðrún Stefánsdóttir frá Halldórsstöðum. Þau bjuggu í Krossanesi 1906-1911 en síðan á Sauðárkróki. ,,Faðir Stefáns drukknaði í Gönguskarðsá þegar Stefán var tíu ára en þá fór hann í fóstur til hjónanna í Syðra-Vallholti í Skagafirði. Stefán þótti snemma mjög efnilegur tenórsöngvari. Fyrstu tónleika sína hélt hann á Siglufirði 17 ára að aldri. Haustið 1926 hélt hann til Reykjavíkur og starfaði þar fyrst í Málaranum en hóf síðar nám í rakaraiðn. Hann söng jafnframt í Karlakór Reykjavíkur og stundaði söngnám hjá Sigurði Birkis. Hann hélt tónleika og söng við ýmis tækifæri, meðal annars á kvikmyndasýningum, og vakti mikla athygli fyrir sönghæfileika sína. Úr varð að Richard Thors, forstjóri útgerðarfélagsins Kveldúlfs, styrkti hann til náms á Ítalíu. Stefán hóf söngnám í Mílanó á Ítalíu árið 1930 og lærði lengst af hjá barítónsöngvaranum Ernesto Caronna. Árið 1933 söng Stefán fyrst á sviði á Ítalíu og tók skömmu síðar upp listamannsnafnið Stefano Islandi. Hann söng á Ítalíu um tíma en var síðan á faraldsfæti um skeið, söng bæði heima á Íslandi og á Norðurlöndum og tók upp fyrstu tvær hljómplötur sínar. Árið 1938 söng hann svo hlutverk Pinkertons í óperunni Madame Butterfly við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn við þvílíkar vinsældir að hann settist að í Danmörku, fékk fastráðningu við leikhúsið 1940 og varð það aðalstarfsvettvangur hans allt þar til hann fluttist heim til Íslands. Hann naut mikilla vinsælda í Danmörku og söng fjölda þekktra óperuhlutverka. Hann var útnefndur konunglegur hirðsöngvari 1949. Hann var einnig söngkennari við óperuna og prófdómari við Konunglega tónlistarskólann um skeið. Stefán flutti til Íslands árið 1966 og sneri sér að söngkennslu. Á Kaupmannahafnarárunum kom hann oft heim og hélt tónleika eða söng sem gestur, söng meðal annars Rigoletto í fyrstu íslensku óperuuppfærslunni í Þjóðleikhúsinu 1951."
Maki 1: Else Brems, dönsk óperusöngkona. Þau skildu.
Maki 2: Kristjana Sigurz frá Reykjavík.
Stefán eignaðist fimm börn.

Rögnvaldur Elfar Finnbogason (1925-2010)

  • S01377
  • Person
  • 13.05.1925-01.02.2010

Rögnvaldur Elfar Finnbogason fæddist á Eskifirði, sonur Finnboga Þorleifssonar, útgerðarmanns og skipstj. á Eskifirði og Dórótheu Kristjánsdóttur. ,,Rögnvaldur ólst upp á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og stundaði nám við Háskóla Íslands veturinn 1945-46. Hann vann við skrifstofustörf á Siglufirði árin 1947-1948 eða uns þau hjónin fluttust til Sauðárkróks, þar sem hann var gjaldkeri bæjarsjóðs á árunum 1948-1958. Hann gegndi starfi bæjarstjóra á Sauðárkróki árin 1958-1966. Rögnvaldur var skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar fyrir Austurland á árunum 1966-1970 og bjó fjölskyldan þá á Seyðisfirði. Árið 1971 lá leiðin til Reykjavíkur og hóf Rögnvaldur þá störf á skattstofunni. Þar starfaði hann til 1976. Hann gegndi starfi bæjarritara í Garðabæ frá 1976-1983 og var forstjóri Sjúkrasamlags Garðabæjar á árunum 1983-1990. Rögnvaldur starfaði lengi fyrir Brunabótafélagið, síðar VÍS, og gegndi fjölda opinberra trúnaðarstarfa bæði á Sauðárkróki og víðar." Rögnvaldur kvæntist árið 1947 Huldu Ingvarsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Birna Sigurbjörg Guðjónsdóttir (1943-

  • S02875
  • Person
  • 29. ágúst 1943-2021

Foreldrar: Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980) og Guðjón Sigurðsson (1908-1986) bakari á Sauðárkróki. Fædd og uppalin á Sauðárkróki.
Maki: Björn Björnsson fv. skólastjóri, þau eignuðust þrjár dætur.

Arna Björnsdóttir (1975-)

  • S03542
  • Person
  • 19.08.1975

Arna Björnsdóttir, f. 19.08.1975.
Foreldrar: Björn Björnsson og Birna Sigurbjörg Guðjónsdóttir (1943-2021).

Sigurlaug Pálsdóttir (1934-2020)

  • S00406
  • Person
  • 10.06.1934-22.11.2020

Sigurlaug Pálsdóttir frá Laufskálum/Brekkukoti í Hjaltadal, foreldrar hennar voru Páll Jónsson og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Maður hennar var Sighvatur Fanndal Torfason (1936-2004), þau eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hvítadal og á Neðri Brekku í Saurbæ í Dalasýslu til ársins 1966 er þau fluttust til Sauðárkróks.

Kristbjörg Guðbrandsdóttir (1934-2009)

  • S03504
  • Person
  • 15.06.1934-03.12.2009

Kristbjörg Guðbrandsdóttir, f. í Ólafsvík 15.06.1934, d. 03.12.2009 á Sauðárkróki. Foreldrar: Guðbrandur Guðbjartsson og Kristjana Sigþórsdóttir. Kristbjörg giftist Magnúsi H. Sigurjónssyni árið 1954. Á Sauðárkróki vann hú ýmis störf. M.a. í Landssímastöðinni, kenndi handavinnu við barnaskóla Sauðárkróks, leiðbeindi í skólagörðum bæjarins og starfaði um árabil við verslun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hún var mikil hannyrðakona. Stofnaði kvenfata- og snyrtivöruverslunina Ísafold árið 1988 og rak í tæp tuttugu ár. Kristbjörg var félagi í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.

Maki. Magnús Heiðar Sigurjónsson, f.v. verslunarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Stefán Leó Holm (1930-2018)

  • S02909
  • Person
  • 22. nóv. 1930 - 22. júlí 2018

Foreldrar: Fanney Margrét Árnadóttir Holm (1899-1969) og Bogi Thomsen Holm (1873-1948).
Maki 1: Björg Þóra Pálsdóttir, f. 1937. Þau eignuðust 7 börn.
Maki 2: Guðrún Sigurbjörg Stefánsdóttir (1938-2006). Þau eignuðust 1 barn. Þau giftu sig árið 1980 og bjuggu fyrstu árin á Sauðárkróki, svo á Stokkseyri og í Reykjavík en fluttu árið 1985 á Blönduós.

Elías Björn Halldórsson (1930-2007)

  • S03479
  • Person
  • 02.12.1930-02.05.2007

Elías Björn Halldórsson, f. á Snotrunesi í Borgarfirði eystra 02.12.1930, d. 02.05.2007. Foreldrar: Halldór Ármannsson bóndi og Gróa Björnsdóttir.
Maki. Ásthildur Ísidóra Sigurðardóttir frá Sólbakka í Borgarfirði. Þau eignuðust þrjá syni. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1963-1986 n fluttu þá til Reykjavíkur og þaðan í Kópavog.
Elías ólst upp í Snotrunesi. Hann nam í Eiðaskóla 1946-1950. Hann fór til náms í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1955-1958. Framhaldsnám í Listaháskólanum í Stuttgart 1959 og á Konunglegu akademíunni í Kaupmannahöfn 1961. Hann hélt rúmlega 50 einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga.

Jónas Guðvarðarson (1932-1997)

  • S03477
  • Person
  • 17.10.1932-29.11.1997

Jónas Guðvarðarson, f. á Sauðárkróki 17.10.1932, d. 29.11.1997. Foreldrar: Guðvarður Steinsson bílstjóri, vélstjóri og ´siðar bóndi á Selá og Kleif á Skaga og kona hans Bentína Þorkelsdóttir.
Maki. Halldóra Guðmundsdóttir fararstjóri og húsmóðir. Þau eignuðust þrjú börn.
Jónas varð gagnfræðingur árið 1949 frá Flensborg. Hann lauk meiraprófi bílstjóra 1957, var við myndlistarnám í myndlistarskóla Reykjavíkur 1963-1968 og Escuela massana í Barcelona 1968-1969. Hann var skrifstofustjóri hjá Sölunefnd Varnaliðsins 1961968, fararstjóri á Mallorca árið 1969-1971 og fararstjóri hjá Úrval 1971-1977. Jafnframt var hann fararstjóri hjá Flugfélagi Íslands og síðan Flugleiðum til 1978.

Eiríkur Haukur Stefánsson (1933-1992)

  • S03430
  • Person
  • 24.08.1938-17.07.1992

Eiríkur Haukur Stefánsson, f. á Hjaltastöðum í Blönduhlíð 24.08.1938, d. 17.07.1992. Foreldrar: Stefán Vagnsson og Helga Jónsdóttir, Hann ólst upp á Hjaltastöðum fyrstu æviárin en þegar hann var enn á barnsaldri fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Hann dvaldi þó áfram á sumrin í Hjaltastaðakoti. Hann hélt til Kanda ásamt vini sínum, Kára Jónssyni frá Sauðárkróki að snemma á sjötta áratugnum. Valdi hann þar, aðallega í Winnipeg, í hálft annað ár við ýmis störf. Heim kominn lærði hann málaraiðn og starfaði við það á Sauðárkróki. Síðar var hann við skrifstofustörf hjá Saumastofunni Vöku. Lengst af bjuggu hann og Minný á Víðigrund 13. Þau eignuðust ekki börn en Minný átti tvö börn fyrir.
Maki: Minný Leósdóttir.

Sigurgeir Sigurðsson (1934-2017)

  • S03439
  • Person
  • 14.12.1934-03.10.2017

Sigurgeir Sigurðsson, f. á Sauðárkróki 14.12.1934, d. 03.10.2017. Foreldrar: Ingibjörg Eiríksdóttir og eiginmaður hennar, Sigurður P. Jónsson, kaupmaður á Sauðárkróki. Hann ólst upp á Sauðárkróki og lauk þar gagnfræðaprófi 1951. Flutti hann þá til Reykjavíkur og lauk þremur árum í Verslunarskólanum. Fór eftir það á síld en hóf síðan störf á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar í þrjú ár. Hann var starfsmaður Landsbankans 1955, starfaði hjá Varnarliðinu 1956-1959 og sem sölumaður hjá Kr. Kristjánsson 1960-1964. Hann var sveitarstjóri á Seltjarnarnesi 1965-1974 og bæjarstjóri 1974-2002. Var í sveitar-og bæjarstjórn þar og einnig varaþingmaður Reykvíkinga. Hlaut heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að sveitarstjórnarmálum árið 2000.
Maki: Sigríður Gyða Sigurðardóttir myndlistarkona. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Sigurgeir soninnn Hörð, barnsmóðir Matthildur Sonja Matthíasdóttir.

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson (1968-)

  • S03455
  • Person
  • 11.04.1968-

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson, f. 11.04.1968. Foreldrar: Jóhannes Sigmundsson bóndi í Brekkukoti og kona hans Halldóra Kristín Guðrun Magnúsdóttir.
Bifvélavirki á Sauðárkróki.

Rafveita Sauðárkróks

  • S03460
  • Corporate body
  • 1950-2004

Rafveita Sauðárkróks var fyrirtæki sem bæjarstjórn Sauðárkróks starfrækti í þeim tilgangi að veita raforku um bæinn og selja hana til heimilisnotkunar, iðnaðar og annarra þarfa. Rafveitan var eign Sauðárkróksbæjar, en skyldi rekin sem sjálfstætt fyrirtæki með nafninu: Rafveita Sauðárkróks, og hafa sérstakt reikningshald. Meginhlutverk Rafveita Sauðárkróks var að veit raforku um bæinn og selja hana til heimilisnotkunar, iðnaðar og annarra þarfa. Fyrirtækið var selt til Rafmagnsveitu ríkisins árið 2004.

Iðnskóli Sauðárkróks (1946-1979)

  • S03457
  • Public party
  • 1946-1979

Iðnskólinn á Sauðárkróki var starfræktur frá 1946 til 1979. Þá var Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var stofnaður og færðist kennsla í iðngreinum þangað.

Heimilisiðnaðarfjelag Sauðárkróks (1919-1959)

  • S03432
  • Organization
  • 1919-1959

Heimilisiðnaðarfjelag Sauðárkróks var stofnað 23. mars 1919 á vegum kvenna úr Kvenfélagi Sauðárkróks með því markmiði að glæða hjá almenningi áhuga fyrir heimilisiðnaði. Félagið starfaði til ársins 1959. Á fyrstu árum félagsins var blómleg starfssemi í kennslu og margskonar leiðbeiningum í heimiliðsiðnaði, en varð með árunum einhæfari og að lokum hætti starfssemin.

Viggó Sigurjónsson (1905-1997)

  • S01323
  • Person
  • 27.04.1905-10.10.1997

Sonur Sigurjóns Jónassonar b. og oddvita, síðast á Skefilsstöðum á Skaga og k.h. Margrétar Stefánsdóttur. Bóndi, síðar smiður á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Sigtryggsdóttur.

Anna Þorkelsdóttir (1907-1978)

  • S03419
  • Person
  • 01.04.1907-11.09.1978

Anna Þorkelsdóttir, f. 01.04.1907, d. 11.09.1978. Foreldrar: Anna Sigríður Jónsdóttir (1879-1959) og Þorkell Jónsson (1876-1929) á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Anna ólst þar upp. Hún var verkakona, búsett á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus. Var ráðskona Friðvins Þorsteinssonar. Fóstursonur þeirra var Guðni Friðriksson.

Sigurlaug Þorkelsdóttir (1913-2005)

  • S03418
  • Person
  • 05.05.1913-18.05.2005

Sigurlaug Þorkelsdóttir, f. á Daðastöðum á Reykjaströnd 05.05.1913, d. 18.05.2005. Foreldrar: Anna Sigríður Sigurðardóttir og Þorkell Jónsson á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Sigurlaug ólst upp á Daðastöðum á Reykjaströnd. Sigurlaug var lengst af búsett á Bárustíg á Sauðárkróki og starfaði hjá Skildi. Síðustu árin bjó hún á dvalarheimilinu á Sauðárkróki.
Maki: Friðrik Friðriksson. Þau eignuðust fjögur börn, en fyrir átti Sigurlaug eina dóttur.

Margeir Aðalsteinn Valdimarsson (1930-2008)

  • S03393
  • Person
  • 02.03.1930-26.09.2008

Margeir Aðalsteinn Valdimarsson, f. 02.03.1930, d. 26.09.2008. Foreldrar: Valdimar Konráðsson (1900-1986) og Ingibjörg Jóhannsdóttir (1904-1955).
Hann var bifvélavirki og bjó m.a. í Hafnarfirði.
Maki: Sigríður Björgvinsdóttir (1932-). Þau eignuðust þrjú börn.

Bjarni Haraldsson (1930-2022)

  • S00054
  • Person
  • 14.03.1930-17.01.2022

Bjarni Haraldsson fæddist 14.03.1930 á Sauðárkróki og var annað tveggja barna Haraldar Júlíussonar verslunarmanns og Guðrúnar Ingibjargar Bjarnadóttur. Bjarni giftist Ásdísi Kristjánsdóttur og eiga þau saman einn son, fyrir átti Bjarni tvær dætur og Dísa þrjú börn. Bjarni starfaði við akstur stóran hluta ævi sinnar, frá 1950-1954 ók hann norðurleiðarrútu fyrir Norðurleið. hf á leiðinni Akureyri – Reykjavík. Árið 1954 stofnaði hann fyrirtækið Vöruflutningar Bjarna Haraldssonar og tók að sér flutninga á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur á Bens bifreið. Eftir því sem árin liðu stækkuðu bílarnir og útgerðin jókst. Bjarni seldi flutningafyrirtækið árið 2001 eftir farsælan rekstur. Bjarni tók við rekstri verslunar Haraldar Júlíussonar árið 1973 en hann tók fyrir alvöru að vinna innanbúðar með föður sínum árið 1959. En verslunin hefur starfað óslitið frá 1919 og að mestu óbreytt frá 1930 þegar húsið sem hún er í nú var reist. Það ár hóf Olíuverslun Íslands BP samvinnu um eldsneytissölu við verslunina. Verslun Haralds Júlíussonar, sem í daglegu tali er nú oft kölluð verslun Bjarna Har. er fyrir löngu orðin mikilvægur þáttur í menningarlífi Sauðárkróks og í ímynd allra Skagfirðinga sem dregur ferðamenn að, enda fáar ef nokkrar búðir sem hans eftir á Íslandi. Alkunnur er húmor Bjarna og tilsvör hans orðin landsþekkt, en Bjarni er með ríka þjónustulund og hefur gaman af því að spjalla við fólk og greiða götur þess.
Bjarni var sæmdur heiðursborgara titli af Sveitarfélaginu Skagafirði sumarið 2019 fyrir framlag hans til verslunar- og þjónustureksturs til íbúa sveitarfélagsins og gesta í um 70 ár og fyrir að gera skagfirskt samfélag enn betra.

Kristján Jónasson (1914-1947)

  • S03010
  • Person
  • 12. maí 1914 - 27. júlí 1947

Foreldrar: Jónas Kristjánsson læknir og k.h. Hansína Benediktsdóttir. Námsmaður á Akureyri 1930. Seinna læknir í Reykjavík.

Jón Hallgrímur Stefánsson (1881-1962)

  • S01344
  • Person
  • 22.02.1881-19.11.1962

Jón Stefánsson var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Stefáns Jónssonar kaupmanns þar og f.k.h. Ólafar Hallgrímsdóttur. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1900, hóf verkfræðinám við Háskólann í Kaupmannahöfn, lauk cand.phil. prófi þar 1901 og las verkfræði í þrjú ár en sneri þá við blaðinu og gerði listmálun að ævistarfi sínu. Hann stundaði myndlistarnám við Teknisk Selskabs Skole 1903-1905, við einkaskóla Kristians Zahrtmann til 1908 og fór síðan til Parísar þar sem hann stundaði nám við einkaskóla Henri Matisse 1908-1910. Jón var tvíkvæntur en átti börn með hvorugri konu sinni en eignaðist dóttur með Sigríði Zoëga. Jón var lengi búsettur erlendis, lengst af í Kaupmannahöfn, en flutti alkominn heim 1946. Meginviðfangsefni Jóns var íslenskt landslag en hann málaði auk þess portrettmyndir og uppstillingar. Hann var undir sterkum áhrifum frá Cézanne og Matisse en stíll hans einkennist af strangri, rökrænni formfestu og samræmdri, hófsamri litameðferð. Jón var í hópi brautryðjenda íslenskrar myndlistar á 20. öld og helsti frumkvöðull módernismans í myndlist hér á landi.

Konráð Þorsteinsson (1914-1973)

  • S02590
  • Person
  • 26.03.1914 - 8.10.1973

Konráð Þorsteinsson, f. 26.03.1914, d. 08.10.1973. Alinn upp með foreldrum sínum á Árskógsströnd. Flutti til Sauðárkróks og þaðan til Vestmannaeyja 1939, til Hafnarfjarðar 1942. Missti hús sitt í bruna og fyrri konu sína skömmu síðar (1943). Bjó með seinni konu sinni á Sauðárkróki, Ísafirði og síðustu tíu árin í Reykjavík. Var vélstjóramenntaður og lauk einnig kennaraprófi nær sextugur. Skólastjóri í Seljavallaskóla V-Eyjafjöllum. Var virkur í hvítasunnusöfnuðinum og tók þátt í bæjarstjórnarmálum á Sauðárkróki.

Fyrri kona: Kristín María Sigurðardóttir frá Sumarliðabæ og Hvammi í Holtum (1915-1943), þau eignuðust fimm börn saman, það yngsta varð kjörbarn Skúla Guðmundssonar alþingismanns og ráðherra.

Síðari kona: Sigríður Helga Skúladóttir (1911-1996), þau eignuðust sex börn saman, fyrir átti Sigríður Helga eitt barn, þau ólu einnig upp dótturson.

Sveinn Ingimundarson (1865-1956)

  • S03111
  • Person
  • 24. sept. 1865 - 4. maí 1956

Sveinn Ingimundarson, f. á Gunnsteinsstöðum í Langadal24.09.1865, d. 04.05.1956. Foreldrar: Ingimundur Sveinsson b. og smáskammtalæknir á Tungubakka í Laxárdal fremri og Júlíana Ingibjörg Ólafsdóttir. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum en fór ungur í vinnumennsku á ýmsa bæi í Húnaþingi. Flutti til Sauðárkróks um 1920 og bjó þar til lokadags. Fyrstu árin stundaði hann sjómennsku en varð að hætta störfum vegna blindu og um sextugt var hann orðinn öryrki af þeim sökum. Sveinn var ókvæntur og barnlaus.

Héðinn Sveinn Ásgrímsson (1930-1987)

  • S03330
  • Person
  • 24.03.1930-28.07.1987

Héðinn Ásgrímsson, f. 24.03.1930. d. 28.07.1987. Foreldrar: Ásgrímur Árnason (1896-1933) bóndi á Mallandi á Skaga og kona hans, Sigríður Sigurlína Árnadóttir (1905-1985).
Héðinn var húsasmiður og búsettur á Sauðárkróki.
Maki: Hjörtína Ingibjörg Steinþórsdóttir (1940-2001) frá Þverá í Blönduhlíð.

Fjóla B. Bárðdal (1929-2011)

  • S03312
  • Person
  • 12.05.1929 - 10.01.2011

Fædd 12. maí 1929 á Fossi í Blönduhlíð í Skagafirði. Látin 10. janúar 2011 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Fjóla var í sambúð með Sigurþóri Hjörleifssyni, f. 15.06.1927.
Fjóla ólst upp á Sauðárkróki. Hún fór ung í vist á Sauðárkróki og vann síðar við ýmis störf svo sem fiskvinnu og saumaskap.
Haustið 1967 tók Fjóla að sér heimilið í Messuholti og þrjár ungar dætur Sigurþórs og Guðbjargar Hafstað sem lést 02.07.1966. Fjóla tók virkan þátt í Kvenfélagi Skarðshrepps og var ein af stofnendum þess. Í mörg ár voru börn í sumardvöl hjá Fjólu og önnur til lengri tíma. Einnig var hún dagmamma um árabil.

Ólafur Gíslason (1916-1999)

  • S03301
  • Family
  • 18.03.1916-22.02.1999

Ólafur Gíslason f. á Fjósum í Svartárdal 18.03.1916, d. 22.02.1999. Var á Sauðárkróki 1930. Foreldrar: Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir (29.06.1890, d. 29..05.1968) og Gísli Ólafsson, (02. 01.1885-14.01.1967). Þegar Ólafur fæddist voru þau í húsmennsku á Fjósum í Svartárdal, en árið eftir fóru þau að Leifsstöðum í sömu sveit og voru þar eitt ár, þá eitt ár á Bergstöðum og loks eitt ár á Fjósum. Þá fengu þau jarðnæði og reistu bú í Hólabæ í Langadal og bjuggu þar til 1924 en fluttu þá til Blöndúóss. Fjórum árum seinna, eða 1928. fluttu þau á Sauðárkrók. Ólafur starfaði sem bifreiðastjóri á Akureyri og Sauðárkróki. Einnig vann hann við afgreiðslustörf á Sauðárkróki og síðast sem póstfulltrúi.
Maki: Guðrún Ingibjörg Svanbergsdóttir (17.08.1927-25.05.2015) frá Hrappstöðum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Þau eignuðust þrjá syni.
Var bifreiðastjóri á Akureyri er hann kynntist Guðrúnu. Þau bjuggu fyrstu árin saman á Akureyri en fluttu svo til Sauðárkróks árið 1948. Þau leigðu um tíma læknishúsið á Sauðárkróki og ráku húsgagnaverslun sem þar var í nokkur ár, frá 1967. Guðrún rak verslunina til 1996. Hún flutti til Akurerar 2005 og bjó þar síðustu æviárin.

Guðjón Agnar Hermannsson (1933-2014)

  • S03295
  • Person
  • 03.09.1933-09.06.2014

(Guðjón) Agnar Hermannsson, f. að Fjalli í Kolbeinsdal 03.09.1933, d. 09.06.2014 í Reykjavík. Foreldrar: Hermanns Sigurvin Sigurjónsson (1901-1981) bóndi á Lóni í VIðvíkursveit og kona hans, Rósa Júlíusdóttir (1897-1988) húsmóðir. Agnar ólst upp hjá foreldrum sínum á nokkrum bæjum í Hólahreppi til 1938, að hann fluttist með þeim að Lóni í Viðvíkursveit þar sem hann átti heima í 25 ár. Þar stofnaði hann sitt heimili en fluttist með fjölskyldu sína til Sauðárkróks árið 1963 þar sem þau hjón reistu sér íbúð að Hólavegi 28 og þar átti Agnar heimili sitt til æviloka. Sumarið 1963 hóf Agnar störf sem ýtumaður hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga og var þar óslitið til 1974 en það sumar stofnaði hann ýtufyrirtæki með starfsfélaga sínum Hjalta Pálssyni, og keyptu þeir litla ýtu, Caterpillar D-3, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Árið 1980 keypti hann vélina alla og rak síðan fyrirtæki sitt, Agnar og Hjalta, í mörg ár, seinna í félagi við Hermann son sinn. Agnar vann á jarðýtum samtals fjóra áratugi. Í fjölmörg ár stundaði hann einnig sauðfjársæðingar á vegum Búnaðarsambands Skagfirðinga.
Maki: Anna Lilja Leósdóttir frá Hvalnesi á Skaga (1941-). Þau eignuðust þrjú börn.

Anna Friðriksdóttir (1909-1993)

  • S01357
  • Person
  • 22. desember 1909 - 2. janúar 1993

Anna Friðriksdóttir, f. 22.12.1909, d. 02.01.1993. Fædd og uppalinn á Akureyri. Móðir: Þorbjörg Sigurgeirsdóttir (1879-1970). Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Kvæntist Jóni Nikódemussyni hitaveitu- og vatnsveitustjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust fimm börn.

Alfreð Jónsson (1921-2011)

  • S02758
  • Person
  • 5. ágúst 1921 - 22. mars 2011

Alfreð Jónsson, f. að Stóru-Reykjum í Fljótum. Foreldrar: Jóns Guðmundsson, f. 1900 og Helga Guðrún Jósefsdóttir, f. 1901. Alfreð var elstur 13 barna þeirra. Maki: Viktoría Lilja Guðbjörnsdóttir, f. 20.10.1924. Þau eignuðust sex börn, en eitt dó í fæðingu. Alfreð ólst upp í foreldrahúsum í Fljótum. Fyrstu árin í Neðra-Haganesi, þá í Dæli og árið 1929 fluttist fjölskyldan í Móskóga. Vorið 1940 flutti hann með foreldrum sínum að Molastöðum. Hann fór ungur að vinna fyrir sér og aðstoða á heimili foreldra sinna. Alfreð og Lilja hófu búskap á Reykjarhóli 1944 og bjuggu þar til 1973, er Guðmundur sonur þeirra tók við búinu. Meðfram búskapnum stundaði Alfreð ýmis störf til sjós og lands, átti m.a. vörubíl sem hann vann á við gerð Skeiðsfossvirkjunar. Eftir að þau hættu að búa fluttu þau að Nýrækt í Fljótum og þaðan til Siglufjarðar en Alfreð vann þá hjá Vegagerð ríkisins á sumrin og var til sjós á veturna. Hann vann áfram hjá Vegagerðinni eftir að þau fluttu á Sauðárkrók 1978 og sigldi á millilandaskipum Sambandsins nokkra vetur. Einnig átti hann trillu eftir að hann hætti störfum vegna aldurs. Alfreð starfaði talsvert að félagsmálum, sat m.a. í hreppsnefnd Holtshrepps og var í stjórn Landssambands smábátaeigenda um tíma. Á efri árum sat hann við skriftir og skrifaði þætti í Skagfirskar æviskrár og endurminningaþætti sem sumir birtust í Skagfirðingabók. Einnig lauk hann við að rita endurminningar sínar og gefa út fyrir fjölskyldu og vini. Þegar Alfreð og Lilja fluttu á Sauðárkrók byggði hann hús að Fornósi 9 og bjó þar til dánardags.

Alda Valdimarsdóttir (1911-1970)

  • S01581
  • Person
  • 01.07.1911-02.02.1970

Alda Valdimarsdóttir, f. 01.07.1911, d. 02.02.1970. Faðir: Valdimar Jónsson sjómaður á Sauðárkróki. Öldu átti hann áður en hann giftist Guðrún Ólafía Frímannsdóttir.
Maki: Magnús Bjarnason (1914-1995). Voru búsett á Stokkseyri.

Results 1 to 85 of 656