Showing 6 results

Authority record
Ysta-Grund í Akrahreppi

Gísli Þorláksson (1845-1903)

  • S01476
  • Person
  • 1845-04.06.1903

Gísli fæddist að Ystu-Grund í Blönduhlíð, sonur Þorláks Jónssonar b. á Ystu Grund og k.h. Sigríðar Hannesdóttur. ,,Gísli ólst upp hjá foreldrum sínum á Ystu-Grund og byrjaði búskap á hálfri jörðinni við fráfall föður síns á móti Hannesi bróður sínum. Bóndi á Ystu-Grund 1865-72, Hjaltastöðum 1872-88, Frostastöðum 1888-1903. Hreppstjóri í Akrahreppi 1881-1903. Fyrsti hreppsnefndaroddviti Akrahrepps 1875-78 og um langt árabil í hreppsnefnd Akrahrepps." Gísli kvæntist Sigríði Magnúsdóttur (1837-1926) árið 1865, saman eignuðust þau einn son.

Jón Jónsson (1883-1950)

  • S03029
  • Person
  • 6. okt. 1883 - 2. okt. 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi og oddviti á Skúfsstöðum í Hjaltadal og barnsmóðir hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir, þá ógift vinnukona í Hofstaðaseli. Jón ólst upp hjá föður sínum á Skúfsstöðum og naut barnafræðslu í heimahúsi. Snemma fór hann að heiman í vinnumennsku á ýmsum bæjum. 1908-1909 bjó Jón í Viðvík með unnustu sinni, Fanneyju Sigfúsdóttur. Þaðan fluttu þau í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit til foreldra hennar. Þar var Jón eitt ár en þá skildu leiðir. Jón fór í vinnumennsku, fyrst í Skúfsstaði, síðan í Ingveldarstaði í Hjaltadal og árið 1913 í sjálfsmennsku að Keldulandi á Kjálka. Áður hafði Fanney dáið frá tveimur ungum börnum þeirra og var sonur þeirra komin til fósturs í Kelduland en dóttir þeirra ólst að mestu upp hjá móðursystur sinni á Bjarnastöðum í Bönduhlíð. Næstu árin var Jón á Keldulandi, ýmist í sjálfsmennsku eða vinnumennsku. Jón var svo vinnumaður í Tungukoti 1917-1918. Um nokkurra ára skeið var ráðskona hans Anna Einarsdóttir. Þau eignuðust saman son. Bóndi í Bólu í Blönduhlíð 1922-1923, á Fossi í sömu sveit 1923-1924, á Kúskerpi 1924-1925. Árið 1926 kvæntist hann Jónínu Ólafsdóttur og voru þau eitt ár á Miklabæ og annað í Axlarhaga, sem vinnujú. Bjuggu á Ystu-Grund 1929-1932, í Grundarkoti 1933-1947 og í Litladal í Blönduhlíð 1947-1950. Jón og Jónína eignuðust þrjú börn.

Magnús Halldór Gíslason (1866-1952)

  • S01475
  • Person
  • 26. maí 1866 - 25. sept. 1952

Magnús Halldór Gíslason, bóndi og hreppstjóri Frostastöðum í Blönduhlíð. Foreldrar: Gísli Þorláksson (1843-1903), bóndi á Ystu-Grund og k.h. Sigríður Magnúsdóttir (1837-1926). Magnús ólst upp með foreldrum sínum á Ystu-Grund og Hjaltastöðum. Árið 1888 fluttust þau að Frostastöðum. Magnús gerðist snemma fjáraflamaður og tók að kaupa jarðir og var um langan tíma einn af mestu jarðeignamönnum í Skagafirði. Magnús tók við búi á Frostastöðum við fráfall föður síns. Hann var talinn bæði framkvæmdaglaður og nýungagjarn bóndi. Við lát hans var svo að orði komist í eftirmælum, að hann hefði verið einhver mesti bústólpi á Norðurlandi ...,,Fyrir þetta brautryðjendastarf var hann sæmdur heiðursverðlaunum úr styrktarsjóði Kristjáns IX árið 1909." Magnús sat í hreppsnefnd Akrahrepps í mörg ár og var hreppstjóri 1903-1929. Árið 1929 hætti Magnús búskap og fluttist til Gísla sonar síns í Eyhildarholti þar sem hann átti lengst af heimili síðan. Magnús giftist Kristínu Guðmundsdóttur (1862-1955), þau eignuðust tvö börn.

Ólafur Jóhannsson (1889-1941)

  • S02851
  • Person
  • 22. ágúst 1889 - 13. feb. 1941

Ólafur Jón Jóhannsson, f. 22.08.1889 í Bjarnastaðagerði í Unadal. Foreldrar: Jóhann Símonarson bóndi í Bjarnastaðagerði og kona hans Anna Guðrún Ólafsdóttir. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára. Hann fór í vinnumennsku í Blönduhlíð er hann var kominn á þrítugsaldurinn og árið 1915 var hann í húsmennsku á Frostastöðum og þar var hann fram til 1922, er hann flutti ásamt fjölskyldu sinni að Hofi í Vesturdal og hóf þar sjálfstæðan búskap. Að tveimur árum liðnum fluttust þau að Ystu-Grund og voru þar í fjögur ár og síðan að Miklabæ í Blönduhlíð þar sem Ólafur bjó til dánaradags. Síðustu árin var Ólafur mæðiveikivörður í Austurdal og á fjöllum á svæðinu frá Nýjabæ fram að Laugarfelli.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 24.12.1892 á Fyrirbarði í Fljótum. Þau eignustðu þrjú börn.

Rögnvaldur Björnsson (1850-1918)

  • S02152
  • Person
  • 26. des. 1850 - 6. ágúst 1918

Rögnvaldur Björnsson, f. að Auðólfsstöðum í Langadal. Foreldrar: Björn Ólafsson (1817-1853) frá Auðólfsstöðum, síðast bóndi í Eyhildarholti og kona hans Filippía Hannesdóttir (1819-1908) frá Ríp. Rögnvaldur missti föður sinn ungur er hann drukknaði í Héraðsvötnum vorið 1853. Síðar giftist móðir hans Markúsi Árnasyni. Eftir andlát föður síns fór Rögnvaldur í fóstur að Stóru-Seylu á Langholti til móðursystur sinnar Maríu Hannesdóttur og Magnúsar Magnússonar prests í Glaumbæ. Þegar María flutti til dóttur sinnar að Ystu-Grund árið 1865 fór Rögnvaldur með henni þangað og ólst upp hjá Sigríði Magnúsdóttur og Gísla Þorlákssyni sem þar bjuggu. Rögnvaldur hóf búskap í Hjaltastaðahvammi 1880 en fluttist í Réttarholt 1883 og bjó þar til 1892. Var á Bjarnastöðum 1892-1895 en fór þá aftur í Réttarholt og eignaðist jörðina. Bjó þar til dánardags.
Var sýslunefndarmaður Akrahrepps 1886-1917, hreppsnefndarmaður í Akrahreppi 1881-1887 og 1896-1901, oddviti 1883-1886.
Maki: Freyja Jónsdóttir (1859-1942) frá Barði í Fljótum. Þau eignuðust 7 börn en ein dóttir þeirra lést á unglingsaldri.

Sigurbjörg Halldórsdóttir (1893-1916)

  • S01050
  • Person
  • 04.07.1893-11.05.1916

Dóttir Sigríðar Magnúsdóttur og Halldórs Þorleifssonar á Ystu-Grund, síðar á Sauðárkróki. Sigurbjörg lést úr berklum aðeins 23 ára gömul, ógift og barnlaus.