Showing 6397 results

Authority record

María Njálsdóttir (1917-2003)

  • S03340
  • Person
  • 07.05.1917-10.01.2003

María Njálsdóttir, f. á Hrafnseyri við Arnarfjörð 07.05.1917, d. 10.01.2003. Foreldrar: Njáll SIghvatsson og Guðný Benediktsdóttir.
María var myndarleg húsmóðir en vann einnig alltaf utan heimilis. Á sumrin saltaði hún síld á Siglufirði og Raufarhöfn. María vann lengi hjá Haraldi Böðvarssyni við fiskvinnslu og niðursuðu og síðar í sokkaverksmiðju. Einnig setti hún á stofn greiðasölu sem hún rak ásamt vinkonu sinni.
Maki 1: Þórður P. Sighvats. Þau skildu.
Maki 2: Jón Gunnlaugsson. Þau eignuðust eitt barn.

Ásta Jónína Kristmundsdóttir (1902-1980)

  • S03339
  • Person
  • 12.06.1902-15.04.1980

Ásta Kristmundsdóttir, f. að Selá á Skaga 12.06.1902, d. 15.04.1980 á Sauðárkróki. Foreldar: Kristmundur Guðmundsson síðast bóndi á Selá og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Ásta var yngst fjögurra systkina. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum til 12 ára aldurs, fyrstu sex árin á Selá en síðan að Höfnum á Skaga. Síðan dvaldi hún á Hóli og hjá hjá systur sinni og mági á Hrauni. Sautján ára gömul réðist hún til Þorvaldar Guðmundssonar bónda í Brennigerði og Salóme Pálmadóttur. Þau ráku sjúkrahúsið á Sauðárkróki og vann Ásta þar um skeið. Á Sauðárkróki dvaldi hún um tíma á heimili Jóhanns og Þorbjargar Möller.
Ásta og Vilhjálmur bjuggu í Víkum 1926-1934 og á Hvalnesi 1934-1956. Eftir að Ásta fluttist til Sauðárkróks vann hún lengst af við fiskverkun og ræstingu á pósthúsinu. Hún var mikil hannyrðakona og öll matreiðsla fórst henni vel úr hendi.
Maki: Vilhjálmur Árnason (1898-1974). Þau eignuðust þrjú börn og ólu upp tvö fósturbörn, Karl Thomsen Hólm og Önnu Liljju Leósdóttur.

Vilhjálmur Árnason (1898-1974)

  • S03338
  • Person
  • 30.10.1898-09.09.1974

Vilhjálmur Árnason, f. í Víkum á Skaga 30.10.1898, d. 09.09.1974 á Sauðárkróki. Foreldrar: Árni Antoníus Guðmundsson bóndi og smiður í Víkum og kona hans Anna Lilja Tómasdóttir. Vilhjálmur ólst upp í Víkum, þar sem forfeður hans höfðu búið margar kynslóðir. Hann ólst upp við landbúnaðarstörf og útgerð þar. Hann var bóndi í Víkum 1926-1934 fyrst á hálfri jörðinni og síðan allri. Bjó á Hvalnesi 1934-1956 og síðan á Sauðárkróki til æviloka. Þar stundaði hann ýmsa verkamannavinnu, m.a. í fiskvinnslu og á sláturhúsi.
Maki: Ásta Jónína Kristmundsdóttir (1902-1980).Þau eignuðust þrjú börn. Einnug ólu þau upp tvö fósturbörn, Karl Thomsen Hólm og Önnu Lilju Leósdóttur.

Ólafía Kristín Magnúsdóttir (1878-1949)

  • S03337
  • Person
  • 25.08.1878-05.02.1949

Ólafía Kristín Magnúsdóttir, f. að Nesi á Seltjarnarnesi 25.08.1878, d. 05.02.1949. Foreldrar: Magnús Eggert Jónsson og Guðrún Þorfinnsdóttir. Ólafía ólst pp á Flankastöðum á Miðnesi. Hún fluttist til Ísafjarðar með foreldrum sínum og þar lágu leiðir hennar og eiginmannsins saman. Þau giftu sig þar árið 1897. Árið eftir fluttust þau til Sauðárkróks. Þar var húsfreyjustarfið og barnauppeldið hlutskipti Ólafíu. Árið 1914 fluttist hún með börnin til Reykjavíkur en Bjarnleifur hafði farið þangað haustið áður.
Ólafía hafði mikinn áhuga á bindindismálum og var um 50 ára skeið í Goodtemplarareglunni og starfaði einnig að verkalýðsmálum.
Maki: Bjarnleifur Árni Jónsson (1874-1954). Þau ieignuðust níu börn.

Bjarnleifur Árni Jónsson (1874-1954)

  • S03336
  • Person
  • 01.01.1874-04.02.1954

Bjarnleifur Árni Jónsson, f. á Sauðárkróki 01.01.1874, d. 04.02.1954 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Sigurðsson ferjumaður á Tjörn í Borgarsveit og kona hans María Þorkelsdóttir. Í sóknarmannatali í skírnarnafn hans skráð Bjarni Leifur Árni.
Bjarnleifur var yngstur systkina sinna og ólst upp hjá foreldraum sínum, fyrst á Sauðárkróki til 1878 en þá fluttust þau að tjörn. Þaðan fluttust þau aftur á Sauðárkrók árið 1883.Bjarnleifur stundaði sjómennsku og tilfallandi verkamannavinnu og var m.a. við fuglaveiðar og eggjatöku í Drangey. Árið 1896 fluttist hann með foreldrum sínum til Ísafjarðr árið 1896. tveimur árum síðar komu þau aftur og var þá kona Bjarnleifs með í för. Þau bjuggu á Sauðárkróki til haustsins 1913 að Bjarnleifur fluttist til Reykjavíkur og fjölskyldan kom vorið eftir. Eftir það áttu þau lengst af heima í Reykjavík en voru þó einhver ár í Vestmannaeyjum um og eftir 1930. Frá 1939 bjuggu þau á Kárastíg 9A í Reykjavík.
Bjarnleifur lærði skósmíiði. Hann lagði þó iðnina á hilluna með tímanum þar sem sjómennskjan gaf meira af sér. Hann sigldi á togurum og öll ár fyrri heimstyrjaldarinnar sigldi hann á England.
Maki: Ólafía Kristín Magnúsdóttir (1878-1949). Þai eignuðust níu börn.

Sigríður Helga Skúladóttir (1911-1996)

  • S03335
  • Person
  • 17.03.1911-09.12.1996

Sigríður Helga Skúladóttir, f. á Hornstðum í Laxáradal í Dalasýslu 17.03.1911. d. 09.12.1996 í Reykjavík. Forlefrar: Skúli Guðbrandsson (1867-1951) og Helga Markúsdóttir (1875-1955). Sigríður var þriðja í röð níu systkina. Sem barn og unglingur stundaði hún störf heima fyrir. Hún var einn vetur við Kvennaskólann á Staðarfelli. Þaðan fór hún til Reykjavíkur og vann við heimilishjálp og á Kleppsspítalanum. Hún flutti ásamt eiginmanni sínum til Ísafjarðar og síðan á Sauðárkrók og loks aftur til Reykjavíkur. Hún var virk í kristilegu starfi Hvítasunnusafnaðarins á Ísafirði og Sauðárkróki. Einnig starfaði hún í Kristniboðsfélagi kvenna og við sumarbúðirnar í Ölveri.
Maki: Konráð Þorsteinsson (1914-1973). Þau eignuðust sex börn. Fyrir átti Konráð fimm börn.

Ari Arason (1763-1840)

  • S03334
  • Person
  • 23.03.1763-06.12.1840

Faðir: Séra Ari Þorleifsson að Tjörn í Svarfaðardal. Móðir: Þorkatla Sigurðardóttir frá Barði. "Eftir lát föður síns (1769) ólst han upp hjá föðurbróður sínum, síra Jóni Þorleifssyni að Múla; var eftir lát hans með móður sinni að Ingvörum og að Syðri Brekkum í Skagafirði. Tekinn í Hólaskóla 1782, stúdent þaðan 25. maí 1789 ... Fekk 2. okt. s. á. Predikunarleyfi í Skálholtsbyskupsdæmi og var þá kominn suður að nema lækningar af Jóni landlækni Sveinssyni í Nesi við Seltjörn; tók próf hjá honum 7. Júlí 1794. Var 4. Sept. 1795 settur til aðstoðar Jóni lækni Péturssyni í Norðlendingafjórðungi .... . Settur fjórðungslæknir þar 18. Júlí 1801, en skipaður til fullnaðar 9. apr. 1802. Bjó fyrst á Víðivöllum í Blönduhlíð, sem hann hafði keypt, til 1805, er hann fluttist að Flugumýri, sem hann keypti ásamt fleiri jörðum Hólastóls í Skagafirði. Fekk lausn frá embætti 21. Jan. 1820, en stundaði þó lækningar eftir það. Var falið að lækna sárasótt, sem upp kom í Húnavatnsþingi 1824 (dagbók hans í Lbs. 1208, 4, to). Hann andaðist á Flugumýri. ... Lækningar heppnuðust honum allvel.“
Eiginkona: Sesselja Vigfúsdóttir (1780-1843). Tilgreind þrjú börn: Guðlaug, Anna Sigríður, Ari.
(Páll Eggert Ólason: Íslenskar æviskrár I, bls. 12-13).

Björg Kristjana Elfar Steeves (1920-1950)

  • S03333
  • Person
  • 16.11.1920-12.10.1950

Björg Kristjana Elfar, f. 16.11.1920, d. 12.10.1950. Foreldrar: Bendikt Elfar Árnason guðfræðingur, sönvari og leikfangasmiður og Elísabet Þórunn Kristjánsdóttir (1895-1943) verslunarmaður.
Björg var skráð á Sauðárkróki 1930.
Maki: Jerome Erving Steeves.

Sigríður Ingimarsdóttir (1935-2021)

  • S03332
  • Person
  • 05.06.1935-13.03.2021

Sigríður Ingimarsdóttir f. á Flugumýri 05.06.1935, d. 13.03.2021. Foreldrar: Inigmar Jónsson bóndi á Flugumýri og Sigrún Jónsdóttir og kona hans.
Sigríður ólst upp á Flugumýri og gekk þar í flest störf en jafnframt fór hún á vertíð til Vestmannaeyja og Keflavíkur og þá var hún tvö sumar kokkur á síldarskipi. Hún sótti nám í húsmæðraskólanna á Löngumýri og Ísafirði. Eftir að hún hóf búskap á Sauðárkróki vann hún hjá Fiskiðjunni og Skyldi, í mötuneyti Sláturhúss KS og Fjólbrautaskóla Norðurlands Vestra. Þá rak hún um tíma verslun á Sauðárkróki. Hún var söngelsk og söng í Kirkjukór Sauðárkrókskirkju, ásamt fleiri kórum.
Maki: Jón Rögnvaldur Jósafatsson. Þau eignuðust tvo syni.

Ásgrímur Árnason (1896-1933)

  • S03331
  • Person
  • 30.09.1896-18.01.1933

Ásgrímur Árnason, f. á Lundi í Stíflu 30.09.1896, d. 18.01.1933 á Syðra-Mallandi. Foreldrar: Áeni Magnússon bóndi, síðast á Syðra-Mallandi og kona hans Baldvina Ásgrímsdóttir. Ásgrímur ólst upp í foreldrahúsum, fyrst á Lundi í Stíflu til 1898, Enni á Höfðaströnd 1898-1903, Ketu á Skaga 1903-1904 og loks á Syðra-Mallandi til 1923 að hann reisti þar bú. Hann var þá nýútskrifaður búfræðingur frá Hvanneyi. Ásgrímur veiktist eftir að hann sótti lækni til konu sinnar og lést upp úr því úr ókennilegri hitaveiki.
Maki: Sigríður Sigurlína Árnadóttir (1905-1985).Þau eignuðust þrjú börn.

Héðinn Sveinn Ásgrímsson (1930-1987)

  • S03330
  • Person
  • 24.03.1930-28.07.1987

Héðinn Ásgrímsson, f. 24.03.1930. d. 28.07.1987. Foreldrar: Ásgrímur Árnason (1896-1933) bóndi á Mallandi á Skaga og kona hans, Sigríður Sigurlína Árnadóttir (1905-1985).
Héðinn var húsasmiður og búsettur á Sauðárkróki.
Maki: Hjörtína Ingibjörg Steinþórsdóttir (1940-2001) frá Þverá í Blönduhlíð.

Jónína Valgerður Ólafsdóttir (1886-1980)

  • S03327
  • Person
  • 31.03.1886-03.01.1980

Jónína Valgerður Ólafsdóttir f. 31.03.1886, d. 03.01.1980. Foreldrar: Ólafur Jóhannesson bóndi í Minnihlíð í Bolungarvík og kona hans Margrét Ólafsdóttir. Hún ólst upp með foreldrum sínum á Hanhól og síðan í Minnihlíð í Bolungarvík. Ung réðist hún sem kaupakona til Jóns Pálmasonar á Ytri-Löngumýri. Þau fellldu hgi saman og giftust árið 1916. Árið 1923 fluttu þau að Akri í Torfalækjarhreppi.
Maki: Jón Pálmason, bóndi og alþingismaður. Þau eignuðust sex börn

Jón Pálmason (1888-1973)

  • S03326
  • Person
  • 28.11.1888-01.02.1973

Jón Pálmason, f. á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 28.11.1888, d. 01.02.1973. Foreldrar: Pálmi Jónsson bóndi á Ytri-Löngumýri og kona hans Ingibjörg Eggertsdóttir.
Maki: Jónína Valgerður Ólafsdóttir (1886-1980). Þau eignuðust fjögur börn.
Jón tók búfræðipróf frá Hólum 1909. Hann var bóndi á Ytri-Löngumýri 1913-1915 og 1917-1923, á Mörk í Laxárdal 1915-1917, á Akri við Húnavatn 923-1963. Var alþingismaður Austur-Húnvetninga 1933-1959 og gengdi m.a. embætti landbúnaðarráðherra. Gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa, var m.a. oddviti Svinavatnshrepps, sýslunefndarmaður Torfalækjarhrepps o.fl. Ævisaga hans var gefin út árið 1978.

Jóhannes Friðlaugsson (1882-1955)

  • S03325
  • Person
  • 29.09.1882-16.09.1955

Jóhannes Friðlaugsson fæddist að Hafralæk í Aðaldal 29.09.1882. Hann var bóndi ig kennari í Haga í Nessókn í Suður-Þingeyjarsýslu. Stundaði einnig ritstörf. Einnig stundaði hann kennslu í Reykjavík, Hvolhreppi í Rangárvallasýslu og Bolungarvík. Hann var oddviti Aðaldælahrepps um árabil.
Maki: Jóna Jakobsdóttir.

Lilja Kristín Árnadóttir (1901-1981)

  • S03325
  • Person
  • 29.06.1901-27.12.1981

(Lilja) Kristín Árnadóttir, f. á Enni á Höfðaströnd 29.06.1901, d. 27.12.1981 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Árni Magnússon bóndi á Syðra-Mallandi á Skaga og kona hans Balvina Ásgrímsdóttir. Kristín ólst upp á heimili foreldra sinna á Skaga og dvaldist í foreldrahúsum allt þar til þau Guðmundur settu saman bú. Þau bjuggu á Efra-Nesi á Skaga 1925-1927 og á Þorbjargarstöðum 1927-1974. Þá brugðu þau búi, fluttust til Sauðárkróks og bjuggu þar lengst af á Hólavegi 30. Tvö seinustu æviarin dvaldist Kristín á sjúkrahúsinu vegna heilsubrests.
Maki: Guðmundur Árnason frá Víkum (1897-1983). Þau eignuðust fjóra syni.
Maki: Guðmundur Árnason

Emilía Ingibjörg Guðmundsdóttir (1893-1945)

  • S03324
  • Person
  • 23.03.1893-11.03.1945

Emilía Ingibjörg Guðmundsdóttir, fædd 23.03.1893, dáin 11.03.1945. Foreldrar: Guðbjörg Guðmundsdóttir (1861-1933).
Skráð húsfreyja á Tungunesi í Auðkúlusókn í Austur-Húnavatnssýslu árið 1930.

Elín Rannveig Briem (1856-1937)

  • S03323
  • Person
  • 19.10.1856-04.12.1937

Elín Rannveig Briem fæddist að Espihóli í Eyjafirði 19. október 1856. Foreldrar hennar voru Eggert Ólafur Briem, þá sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir. Síðar varð Eggert sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og bjó fjölskyldan lengst af á Reynistað. Elín átti fjölmörg systkini en tvíburabróðir hennar var Páll Briem amtmaður. Elín kenndi í kvennaskólum Húnvetninga og Skagfirðinga en árið 1881 heldur hún til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við kvennaskóla Nathalie Zahle. Hún lauk þar kennaraprófi 1883.
Elín hélt þá heim til Íslands og stýrði kvennaskóla Húnvetninga á Ytri-Ey á Skagaströnd til ársloka 1895 en þá giftist hún Sæmundi Eyjólfssyni guðfræðikandidat og ráðunaut Búnaðarfélags Íslands og flutti til Reykjavíkur. Tæpu ári seinna var Elín orðin ekkja.
Þá fór Elín að vinna að því að stofnaður yrði hússtjórnaskóli í Reykjavík. Hann var settur á fót 1897 og rak Elín skólann, þótt hún veitti honum ekki forstöðu. Árið 1901 flytur hún aftur norður og tekur við stjórn Kvennaskólans á Blönduósi, sem var arftaki skólans á Ytri-Ey. Í það sinn stýrði hún skólanum aðeins tvö ár, en giftist þá í annað sinn Stefáni Jónssyni, verslunarstjóra á Sauðárkróki, en hann andaðist árið 1910. Þá tók hún enn og aftur við stjórn kvennaskólans en lét af störfum 1915 og fluttist til Reykjavíkur.

Á Ytri-Ey ritaði Elín bókina Kvennafræðarann sem kom fyrst út um áramótin 1888-1889. Elín hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1921, fyrst kvenna ásamt Þórunni Jónassen, fyrir störf sín í þágu menntunar íslenskra kvenna.

Elín var barnlaus og lést 4.12. 1937.

Sigríður Bryndís Pálmadóttir (1897-1988)

  • S03322
  • Person
  • 01.03.1897-04.01.1988

Faðir: séra Pálmi Þóroddsson prestur á Hofsósi. Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja.
Giftist Steindór Gunnlaugssyni lögfræðingi 24. maí 1918. Bjuggu um tíma á Eyrarbakka þegar Steindór var settur sýslumaður Árnessýslu en fluttu til Sauðárkróks þegar Steindór tók við embætti sýslumanns Skagfirðinga. Síðan flutti þau til Reykjavíkur þar sem Gunnlaugur starfaði sem fulltrúi í Stjórnarráði Íslands, var starfsmaður Sjúkrasamlags Reykjavíkur þar til hann tók við starfi lögfræðings Reykjavíkurborgar sem hann sinnti þar til hann hætti störfum vegna aldurs.
Bryndís og Steindór áttu tvö börn: Önnu Soffíu sem giftist Páli Sigurðssyni rafmagnsverkfærðingi og Gunnlaug sem var kvæntur Guðrúnu Haraldsdóttur.

Jón Ágúst Ólafsson (1877-1962)

  • S03321
  • Person
  • 06.05.1877-05.08.1962

Bjó sem barn hjá foreldrum sínum í Viðvík, Austur-Húnavatnssýslu.
Var kaupmaður á Geirseyri við Patreksfjörð, verslunarstjóri og afgreiðslumaður. Síðar skrifstofumaður í Reykjavík.
Eiginmaður Önnu Erlendsdóttur.

Guðlaug Arngrímsdóttir (1929-2017)

  • S03319
  • Person
  • 14.01.1929-31.03.2017

Guðlaug Arngrímsdóttir fæddist í Litlu-Gröf, Skagafirði 14. Janúar 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki 31. mars, 2017.
Foreldrar hennar voru Arngrímur Sigurðsson (f. 31. desember 1890 og d. 5 desember 1968) og Sigríður Benediktsdóttir (f. 9 júní 1886 og d. 4 ágúst 1948). Bróðir Guðlaugar var Þórir Angantýr (f. 2 janúar 1923 og d. 30 desember 2000). Uppeldisbróðir Guðlaugar var Ragnar Magnús Auðunn Blöndal (f. 29 júní 1918 og d. 15 september 2010).
Guðlaug gekk í barnaskóla í Hátúni einn vetur og í Varmahlíð svo fór hún í gagnfræðaskólann á Sauðárkróki. Hún vann á Akureyri um tíma í verslun en snéri aftur í Skagafjörð þegar móðir hennar lést. Síðar fór hún í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Guðlaug var bóndi og húsmóðir í Litlu-Gröf en starfaði einnig utan heimilis. Meðal annars í félagsheimilinu Miðgarði frá því að það var opnað 1967, á haustin í sláturhúsinum, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, í Kjöthöllinni og sem leiðbeinandi hjá dagvistun aldraðra. Guðlaug tók til sín börn í sumardvöl í sveit. Hún bjó með föður sínum Arngrími og Þóri Angantýr bróður sínum. Guðlaug var ógift og barnlaus.

Haraldur Sigurðsson (1876-1943)

  • S03317
  • Person
  • 18.10.1876 - 18.09.1943

Haraldur Sigurðsson fæddist 18. október 1876 og lést 18. september 1943. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson bóndi og kona hans Guðbjörg Sigurðardóttir. Haraldur fæddist í Háamúla í Rangárvallasýslu. Haraldur var með foreldrum sínum í æsku að Háamúla og Butru í Fljótshlíð. Hann hóf nám í Möðruvallaskóla haustið 1894 og gekkst undir burtfararpróf frá skólanum vorið 1896. Hann var kaupmaður, sjómaður og trésmiður. Hann var síðast kvæntur Guðnýju Kristjönu Einarsdóttur og bjuggu þau í húsinu Sandi í Vestmannaeyjum.

Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1981)

  • S03315
  • Person
  • 14.02.1913 - 25.03.1981

Var fæddur 14. Febrúar 1913 í Hlíð í Álftafirði í Norður-Ísafjarðarsýslu, sonur Hjálmars Hjálmarsson bónda og eiginkonu hans Maríu Rósinskransdóttur. Hann ólst upp í Hlíð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1932 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1940. Hann bjó á Langeyri í Álftafirði til ársins 1940. Hann var kennari í Grunnavíkurgreppi árin 1936-1938. Hann flutti til Hofsós árið 1940 og átti heima þar til hinsta dags. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga í Hofsósi frá 1940-1946. Hann varð stöðvarstjóri Pósts og síma árið 1946 og hafði þá stöðu á hendi æ síðan. Hann var virkur í ýmsum félagsmálum og nefndum. Hann var til að mynda formaður Leikfélags Hofsóss frá stofnun þess 1951.
Þorsteinn kvæntist 31. Maí 1940 Pálu Pálsdóttur kennara í Ártúnum við Hofsós. Þau áttu 9 börn.

Baldvin Bergvinsson Bárðdal (1859-1937)

  • S03313
  • Person
  • 27.07.1859-14.10.1937

Fæddur í Sandvík í Bárðardal. Kenndi víða t.d. í Skagafirði 1890-1900. Var skólastjóri í Bolungavík og stofnaði þar söngfélagið Gleym mér ei og var söngstjóri þess um skeið. Amtsbókavörður í Stykkishólmi 17 ár. Bæjarpóstur á Sauðárkróki í 17 ár. Starfaði mikið að félagsmálum, gaf m.a. úr nokkur sveitarblöð og ljóðabókina Hörpu 1903.

Fjóla B. Bárðdal (1929-2011)

  • S03312
  • Person
  • 12.05.1929 - 10.01.2011

Fædd 12. maí 1929 á Fossi í Blönduhlíð í Skagafirði. Látin 10. janúar 2011 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Fjóla var í sambúð með Sigurþóri Hjörleifssyni, f. 15.06.1927.
Fjóla ólst upp á Sauðárkróki. Hún fór ung í vist á Sauðárkróki og vann síðar við ýmis störf svo sem fiskvinnu og saumaskap.
Haustið 1967 tók Fjóla að sér heimilið í Messuholti og þrjár ungar dætur Sigurþórs og Guðbjargar Hafstað sem lést 02.07.1966. Fjóla tók virkan þátt í Kvenfélagi Skarðshrepps og var ein af stofnendum þess. Í mörg ár voru börn í sumardvöl hjá Fjólu og önnur til lengri tíma. Einnig var hún dagmamma um árabil.

Björn Björnsson (1876-1907)

  • S03310
  • Person
  • 06.10.1876-15.09.1907

Björn Björnsson, f. á Stóru-Seylu 06.10.1876, d. 15.09.1907. Foreldrar: Björn Finnsson bóndi á Syðra-Skörðugili og kona hans Salóme Jónasdóttir. Björn ólst upp með foreldrum sínum til 5 ára aldurs en þá missti hann föður sinn. Eftir það var hann hjá móður sinni til æviloka, á síðari árum ráðsmaður fyrir búi hennar og síðustu árin bóndi í Glaumbæ.
Hann átti sæti í hreppnsefnd Seyluhrepps. Björn var ókvæntur þegar hann lést aðeins 31 árs gamall, en var heitbundinn Jensínu Mósesdóttur.

Sigurður Gunnar Jósafatsson (1893-1969)

  • S03309
  • Person
  • 15.04.1893-05.08.1969

Sigurður Gunnar Jósafatsson, f. í Krossanesi í Vallhólmi 15.04.1893, d. 05.08.1969 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson bóndi í Krossanesi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum en missti móður sína átta ára gamall og tók systir hennar, Margrét Ólafsdóttir þá við hússtjórn á bænum. Hann fór í Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Hann fluttist með föður sínum og fjölskyldu að Syðri-Hofdölum 1914 og vann að búi hans uns hann gifti sig. Fyrstu þrjú ár hjúskaparins voru hann og kona hans í húsmennsku á Syðri-Hofdölum við lítil efni en vorið 1919 tóku þau sig upp og hófu búskap á Hvalnesi á Skaga. Bjuggu þar til 1923 en síðan á Selá á Skaga 1923-1924. Þá misstu þau nær öll lömb sín úr fjöruskjögri og heimilið leystist upp og Sigurður gerðist farandverkamaður. Kona hans varð vinnukona á Hvammi í Laxárdal.Árið 1926 settust þau að á Sauðárkróki og áttu þar heimili síðan.
Maki: Guðrún Þóranna Magnúsdóttir, f. 19.08.1895, d. 30.07.1968. Þau eignuðust átta börn og ólu auk þess upp frá fimm ára aldri dótturson sinn, Ævar Sigurþór.

Eiríkur Einarsson (1898-1952)

  • S03307
  • Person
  • 24.07.1898-06.06.1952

Eiríkur Einarsson, f. í Ytri-Svartárdal í Svartárdal 24.07.1898, d. 06.06.1952 á Akureyri. Foreldrar: Einar Björnsson og Stefanía Björnsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en fór snemma að vinna fyrir sér. Hann fór í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1921. Hann hóf búskap á Sveinsstöðum í Tungusveit 1925-1927, í Breiðargerði í sömu sveit 1927-1931 og á Lýtingsstöðum 1931-1937. Þaðan fluttust Eiríkur og kona hans til Akureyrar þar sem Eiríkur stundaði ýms averkamannavinnu. Þau reistu sér hús í Laxagötu 7 og síðar að Hólabraut 22. Síðasta árið sem Eiríkur lifði var hann auglýsingastjóri og afgreiðslumaður Íslendings á Akureyri. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og var einn stofnenda Sleipnis, málfundafélags Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna á Akureyri og formaður þess félags fyrstu árin. Þá átti hann sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna og var eitt skeið fyrsti varamaður flokksins í bæjarstjórn.
Maki: Rut Ófeigsdóttir, f. 27.03.1900, d. 04.06.1981. Þau eignuðust sjö börn.

Andrés Björnsson

  • S03306
  • Person
  • 16.03.1917-29.12.1998

Andrés Björnsson, f. í Krossanesi í Vallhólma 16.03.1917, d. 29.12.1998. Foreldrar: Björn Bjarnasson bóndi og Stefanía Ólafsdóttir húsfreyja. Andrés var Cand.mag í íslenskum fræðum og starfaði hjá breska upplýsingaráðinu frá 1943 til 1944, en hóf þá störf hjá Ríkisútvarpinu og var settur útvarpsstjóri 1968-1984. Andrés sótti námskeið í útvarps-og sjónvarpsfræðum við Bostonháskóla1959. Hann var aukakennari við M.R 1943-1945 og aukakennari hjá Verslunarskóla Íslands 1952-1955.
András gegndi mörgum félags - trúnaðarstörfum, m.a.stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1968 -1982 og formaður Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins. Sat í stjórn Hins fornvinafélags.
Andrés lagði stund á ritstörf og þýðingar s.s. rit eftir Knut Hamsun, Somerset Maugham og margt annað liggur eftir hann.
Hann kvæntist árið 1947, Margréti Villhjálmsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn.

Albert Guðmundsson (1925-1994)

  • S03305
  • Person
  • 1925-1994

Albert var fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Gíslason gullsmiður og kona hans Indíana Katrín Bjarnadóttir húsfreyja. Börn:Helena Þóra, Ingi Björn og Jóhann Halldór.
Samvinnuskólagenginn, Verslunarnám frá Skotlandi.
Atvinnumaður í knattspyrnu, heildsali í Reykjavík. Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra. Sendiherra Íslands í París.

Guðmundur J. Jónasson (1887- 1982)

  • S03304
  • Person
  • 1887-1982

Guðmundur var fæddur á Breiðstöðum í Gönguskörðum í Skagafirði árið 1887. Fyrrverandi forseti þjóðræknisdeildar. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson og Anna Kristjánsdóttir kennd við Tjörn, lítið býli í nágrenni Sjávarborgar í Skagafirði. Fór til Vesturheims 1905.

Björn Jónsson (1848-1924)

  • S03303
  • Person
  • 14.06.1848-23.01.1924

Björn Jónsson f. 14.06.1848 í Háagerði á Skagaströnd, d. 23.01.1924 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri í Hágerði (1798-1865) og kona hans, Guðríður Ólafsdóttir (1817-1885) frá Harrastöðum.
Björn ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist strax í æsku öllum algengum störfum, bæði til lands og sjávar. Naut auk þess nokkurrar kennslu umfram það sem þá var algengt. Var hann m.a. tvo vetrarparta við nám hjá sóknarprestinum á Höskuldsstöðum.
Maki: Þorbjörg Stefánsdóttir, f. 17.07.1877 á Ríp í Hegranesi, d. 18.05.1903 á Veðrarmóti.
Björn og Þorbjörg hafa líklega kynnst er hún var við nám á Skagaströnd hjá danskri konu sem þar bjó. Þau reistu bú í Háagerði árið 1877 en þá hafði Björn um nokkurra ára skeið verið fyrirvinna fyrir búi móður sinnar eftir að hún varð ekkja. Vorið 1884 fluttust þau að Heiði í Gönguskörðum en foreldrar Þorbjargar að Veðramóti. Árið 1888 fluttust Björn og Þorbjörg að Veðramóti en foreldrar Þorbjargar fluttust til dóttur sinnar. Björn bjó á Veðramóti til ársins 1914. Hann var kjörinn til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað. Var m.a. hreppstjóri Sauðárhrepps hins forna 1892-1907, Skarðshrepps

Margrét Helga Magnúsdóttir (1896-1986)

  • S03302
  • Person
  • 18.03.1896-19.01.1986

Margrét Helga Magnúsdóttir, 18.03.1896 í Gilhaga á Fremribyggð, d. 19.01.1986 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Jónsson bóndi í Gilhaga og kona hans Helga Indriðadóttir ljósmóðir. Margrét ólst upp hjá föður sínum til fullorðinsára. Níu ára gömul missti hún móður sína. Hún naut menntunar hjá heimiliskennurum sem teknir voru í Gilhaga.
Maki 1: Steindór Kristján Sigfússon (12.12.1895-21.08.1921) bóndi í Hamrsgerði á Fremribyggð. Þau giftu sig 12. desember 1916 á Mælifelli. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigurjón Helgason (1895-1974), Þau eignuðust fjögur börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Margrét og Steindós bjuggu á Mælifelli 1918-1919 og í Hamrsgerði 1919-1921. Steindór lést það ár og eftir það bjó Margrét áfram eitt ár í Hamrsgerði en giftist þá Sigurjóni Helgasyni og bjó með honum í Hamarsgerði til 1929. Þá fóru þau að Árnesi og bjuggu þar til 1938 en síðan á Nautabúi frá 1938-1974, er Steindór lést.

Ólafur Gíslason (1916-1999)

  • S03301
  • Family
  • 18.03.1916-22.02.1999

Ólafur Gíslason f. á Fjósum í Svartárdal 18.03.1916, d. 22.02.1999. Var á Sauðárkróki 1930. Foreldrar: Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir (29.06.1890, d. 29..05.1968) og Gísli Ólafsson, (02. 01.1885-14.01.1967). Þegar Ólafur fæddist voru þau í húsmennsku á Fjósum í Svartárdal, en árið eftir fóru þau að Leifsstöðum í sömu sveit og voru þar eitt ár, þá eitt ár á Bergstöðum og loks eitt ár á Fjósum. Þá fengu þau jarðnæði og reistu bú í Hólabæ í Langadal og bjuggu þar til 1924 en fluttu þá til Blöndúóss. Fjórum árum seinna, eða 1928. fluttu þau á Sauðárkrók. Ólafur starfaði sem bifreiðastjóri á Akureyri og Sauðárkróki. Einnig vann hann við afgreiðslustörf á Sauðárkróki og síðast sem póstfulltrúi.
Maki: Guðrún Ingibjörg Svanbergsdóttir (17.08.1927-25.05.2015) frá Hrappstöðum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Þau eignuðust þrjá syni.
Var bifreiðastjóri á Akureyri er hann kynntist Guðrúnu. Þau bjuggu fyrstu árin saman á Akureyri en fluttu svo til Sauðárkróks árið 1948. Þau leigðu um tíma læknishúsið á Sauðárkróki og ráku húsgagnaverslun sem þar var í nokkur ár, frá 1967. Guðrún rak verslunina til 1996. Hún flutti til Akurerar 2005 og bjó þar síðustu æviárin.

Einar Oddsson (1931-2005)

  • S03300
  • Person
  • 20.04.1931-17.11.2005

Einar Oddsson, f. í Flatatungu 20.04.1931, d. á Vík í Mýrdal 17.11.2005. Foreldrar: Sigríður Gunnarsdóttir (1899-1989) og Oddur Einarsson (1904-1979)
Maki. Halla Þorbjörnsdóttir barnageðlæknir (1929-). Þau eignuðust tvo syni.
Einar ólst upp í föðurhúsum og naut heimakennslu, utan nokkrar vikur sem hann gekk í barnaskóla á Stóru-Ökrum. Við framhaldsnám nau hann kennslu Eiríks Kristinssonar heima í Flatatungu. Síðasta veturinn gekk hann í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan 1953. Haustið eftir fór hann í lagadeild Háskóla Íslands og lauk þaðan embættisprófi vorið 1959 og fékk hdl réttindi 1962. Eftir embættispróf var Einar fulltrúi hjá Útflutningssjóði, síðar fulltrúi hjá Sýslumanninum á Ísafirði, þá fulltrúi hjá Borgardómara í Reykjavík þar til hann var skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslum í feb. 1963 með aðsetur í Vík í Mýrdal. Þegar AusturSkaftafellssýsla var gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi 1977 var Einar áfram sýslumaður vestursýslunnar. Auk þessa stofnaði hann fyrst fjárbú í Norður-Vík og síðar hrossabú sem hann sinnti með sýslumannsstarfinu. Heilsa hans bilaði á miðjum aldri en hann sinnti þó starfi sínu til ársins 1992. Eftir það fluttust þau hjónin til Reykjavíkur.

Solveig Sigurðardóttir (1868-1948)

  • S03299
  • Person
  • 1868-27.12.1948

Solveig SIgurðardóttir, f. 1868, d. 27.12.1948. Foreldrar: Sigurður SIgurðsson og Ingibjörg Hallgrímsdóttir. Þau bjuggu víða í vinnumennsku og húsmennsku.
Vinnukona í Flatatungu, systir Sesselju Sigurðardóttur (1872-1945) sem þar var húsmóðir frá 1899, gift Einari Jónssyni (1863-1950).
Solveig var ógift og barnlaus.

Stefán Erlendsson (1908-1991)

  • S03298
  • Person
  • 20.09.1908-16.06.1991

Stefán Erlendsson, f. 20.09.1908, d. 16.06.1991. Foreldrar: Erlendur Helgason (1884-1964) og Guðríður Jónsdóttir (1885-1911). STefán ólst upp á Þorljótsstöðum í Vesturdal fyrstu tvö árin en þá flutti fjölskyldan að í Tungusveit. Móðir hans lést árið 1911 en faðir hans bjó áfram á Breið í tíu ár eftir það og kvæntist aftur, Moniku Sæunni Magnúsdóttur.
Bóndi í Bakkakoti í Vesturdal í Skagafirði. Bifreiðastjóri. Síðast búsettur á Akureyri.
Maki: Helga Hjálmarsdóttir (03.07.1919-26.02.2007) frá Bakkakoti. Þau eignuðust tvö bör. Þau bjuggu í Bakkakoti 1937-1945 og á Mælifelli 1945-1947. Síðan fluttu þau til Akureyrar og áttu þar heima til æviloka. Þar fékkst Stefán við ýmsa vélavinnu. o

Árni Kristjánsson (1915-1974)

  • S03297
  • Person
  • 12.07.1915-04.07.1974

Árni Kristjánsson, f. á Finnastöðum í LJósavatnshreppi í Suður-Þingeyjasýslu 12.07.1915, d. 04.07.1974. Foreldrar: Kristján Árnason og Halldóra Sigurbjarnardóttir. Árni varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 og stúdent þaðan utanskóla 1937. Hann lauk kennaraprófi 1938 og cand mag. prófi í íslensku fræðum frá HÍ 1943. Hann var stundakennari við Samvinnuskólann 1937-1942 og 1943-1952, og við Kvennaskólann f Reykjavík1944-1945. Árni var starfsmaður Orðabókarháskólans 1944-1952 og kennari
við Menntaskólann á Akureyri 1952-1972, er hann tók við forstöðu Amtsbókasafnsins á Akureyri og grundvallaði héraðsskjalasafnið. Sumarið Sumarið áður en hann lést lét hann af stöðu amtsbókavarðar og hóf aftur kennslu við M.A. að hausti, en vanheilsa lamaði þá fljótt starfsgetu hans.
Maki: Hólmfríður Jónsdóttir frá Ystafelli. Þau eignuðust fimm börn.

Frímann Ágúst Jónasson (1901-1988)

  • S03296
  • Person
  • 30.11.1901-16.01.1988

Frímann Ágúst Jónasson, f. 30.11.1901, d. 16.01.1988. Foreldrar: Jónas Jósef Hallgrímsson (1863-1906) bóndi á Fremri-Kotum og kona hans Þorey Magnúsdóttir (1861-1935) húsmóðir. Foreldrar Frímanns voru búandi á Fremri-Kotum þegar hann fæddist en þegar hann var þriggja ára lést faðir hans. Móðir hans bjó þar áfram til 1909 en fluttist þá að Bjarnastöðum og bjó þar á móti Hirti syni sínum til 1912. Frímann nam bókband á Akureyri 1916-1917 og lauk síðar sveinsprófi í þeirri iðn 1947. Hann fór síðar í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1923. Síðan kenndi hann tvo vetur á Melgraseyri við Ísafjarðardjúp og var kennari við barnaskólann á Akranesi í átta ár. Árið 1933 tók hann við heimavistarskóla á Strönd á Rangárvöllum og stýrið honum í sextán ár en árið 1949 gerðist hann skólastjóri við Kópavogsskóla og gengdi því starfi til 1964. Síðustu æviárin fékkst hann við bókband. Auk kennslu sinnti hann ýmsum félagsmálum, sat í stjórnum kennarafélaga og ungmennafélaga þar sem hann var kennari, einnig í stjórn Norræna félagsins í Kópavogi og Rotaryklúbbs Kópavogs.
Lengi starfaði hann í Góðtemplarareglunni, var einn aðalstofnandi stúkunnar á Rangárvöllum og lengi æðstitemplari hennar. Hann var á Akranesárum sínum i stjórn bókasafnsins þar, en á Rangárvöllum sá hann um bækur lestrarfélagsins og í Kópavogi var hann í stjórn bókasafnsins. Hann var lengi í stjórn Sambands íslenskra barnakennara. Frímann skrifaði nokkrar bækur handa börnum og unglingum: Hve glöð er vor æska (1944). Þegar sól vermir jörð (1950). Valdi villist í Reykjavík (1980). Landið okkar, Iesbók um landafræði íslands (1969).
Maki: Málfríður Björnsdóttir (1893-1977 kennari. frá Innstavogi við Akranes. Þau eignuðust þrjú börn.

Guðjón Agnar Hermannsson (1933-2014)

  • S03295
  • Person
  • 03.09.1933-09.06.2014

(Guðjón) Agnar Hermannsson, f. að Fjalli í Kolbeinsdal 03.09.1933, d. 09.06.2014 í Reykjavík. Foreldrar: Hermanns Sigurvin Sigurjónsson (1901-1981) bóndi á Lóni í VIðvíkursveit og kona hans, Rósa Júlíusdóttir (1897-1988) húsmóðir. Agnar ólst upp hjá foreldrum sínum á nokkrum bæjum í Hólahreppi til 1938, að hann fluttist með þeim að Lóni í Viðvíkursveit þar sem hann átti heima í 25 ár. Þar stofnaði hann sitt heimili en fluttist með fjölskyldu sína til Sauðárkróks árið 1963 þar sem þau hjón reistu sér íbúð að Hólavegi 28 og þar átti Agnar heimili sitt til æviloka. Sumarið 1963 hóf Agnar störf sem ýtumaður hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga og var þar óslitið til 1974 en það sumar stofnaði hann ýtufyrirtæki með starfsfélaga sínum Hjalta Pálssyni, og keyptu þeir litla ýtu, Caterpillar D-3, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Árið 1980 keypti hann vélina alla og rak síðan fyrirtæki sitt, Agnar og Hjalta, í mörg ár, seinna í félagi við Hermann son sinn. Agnar vann á jarðýtum samtals fjóra áratugi. Í fjölmörg ár stundaði hann einnig sauðfjársæðingar á vegum Búnaðarsambands Skagfirðinga.
Maki: Anna Lilja Leósdóttir frá Hvalnesi á Skaga (1941-). Þau eignuðust þrjú börn.

Albert Jónsson Finnbogason (1900-1988)

  • S03294
  • Person
  • 24.07.1900-11.08.1988

Albert Jónsson FInnbogason, f. á Reyðarfirði 24.07.1900, d. 11.08.1988. Foreldrar: Jón Finnbogason kaupmaður og Björg Ísaksdóttir húsmóðir. Ungur flutti Albert með fjölskyldu sinni til Kanada en síðar flutti fjölskyldan aftur heim. hann gekk í Bændaskólann á Hólum en nam seinna prentiðn í Bandaríkjunum.
Albert starfaði í Prentsmiðjunni Gutenberg við vélsetningu og setti saman setjaravélar sem komu til landsins á árunum 1925-1957. Í rúman áratug rak hann Bókaútgáfuna Norðra en gerðist síðan bóndi á Hallkelshólum í Grímsnesi.
Hann vann ýmis störf fyrir HIð íslenska prentarafélag. Einnig átti hann þátt í stofnun tímaritsins Heima er bezt.
Maki: Margrét S: Benediktsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur.

Anna Guðmundsdóttir (1846-1894)

  • S03293
  • Person
  • 19.08.1846-25.05.1894

Anna Guðmundsdóttir, f. á Ásláksstöðum í Kræklingahlið 19.08.1846, d. 25.05.1894 á Egilsá. Foreldrar: Guðmundur Pétursson þá vinnumaður á Hranastöðum og kona hans Ásdís Þorsteinsdóttir. Anna ólst að mestu leyti upp hjá Jóni Jónssyni í Bandagerði við Akureyri. Fluttist hann með Önnu til Skagafjarðar og dvaldi hjá henni til dánardags.
Maki: Sveinn Magnússon (1857-1926) bóndi. Þau eignuðust einn son. Bjuggu á Stekkjarflötum 1883-1893, Tyrfingsstöðum 1893-1894 og á Egilsá 1894-1896. Sveinn kvæntist aftur.

Sigurður Sigurðsson (1879-1939)

  • S03292
  • Person
  • 15.09.1879-04.08.1939

Sigurður Sigurðsson, f. í Kaupmannahöfn 15.09.1879, d. 04.08.1939. Faðir hans var við nám í Danmörku en móðir hans var dönsk. Sigurður fór til Íslands á vegum föður síns sem drukknaði þegar hann var fimm ára gamall. Eftir það ólst Sigurður upp hjá Birni M. Ólsen rektor Lærða skólans. Þar lærði Sigurður en hætti námi í 6. bekk. Sigurður lagði síðar stund á lyfjafræði bæði á Íslandi og erlendis. Sigurður var lyfsali í Vestmannaeyjum frá 1913-1931 en fluttist þá til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Hann var fyrsti lyfsali í Vestmannaeyjum og bjó hann að Arnarholti við Vestmannabraut. Hann nefndi húsið Arnarholt en áður hét það Stakkahlíð. Sigurður var einn af helstu hvatamönnum þess að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1918. Sigurður var einn af máttarstólpum Björgunarfélagsins fyrstu ár þess og tók virkan þátt í starfi þess frá byrjun. Það var hann sem fór og keypti björgunarskip fyrir hönd félagsins og var skipið Þór fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga. Ljóð sín gaf Sigurður fyrst út í bók sem hét Tvístirnið. Eftir það hafa komið út fjórar útgáfur af ljóðum hans. Sigurður hafði einnig viðurnefnið slembir og skáld.
Maki: Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959). Þau eignuðust eina dóttur.

Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959)

  • S03291
  • Person
  • 16.08.1882-24.09.1959

Anna Guðrún Pálsdóttir (Guðrún Anna Pálsdóttir, skv. Íslendingabók) f. 16.08.1882, d. 24.09.1959. Foreldrar: sr. Páll Sigurðsson prestur, síðast í Gaulverjabæ (1839-1887), og kona hans Margrét Andrea Þórðardóttir (1841-1938).
Maki: Sigurður Sigurðsson (1879-1939), skáld og lyfsali. Þau eignuðust eina dóttur sem lést á þritugsaldri. Þau bjuggu í Arnarholti í Vestmannaeyjum (áður nefnt Stakkahlíð) þar sem Apótekið var í áratugi. Anna tók virkan þátt í félagslífi í Eyjum og var píanóleikari. Vegna lélegs heilsufars Sigurðar varð hann að hætta störfum og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur í byrjun fjórða áratugarins.

Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965)

  • S03290
  • Person
  • 26.12.1883-18.07.1965

Anna Guðrún Þorleifsdóttir, f. 26.12.1883, d. 18.07.1965. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson bóndi í Brekkukoti og Miklabæ í Óslandshlíð (1850-1937) og kona hans Elísabet Magnúsdóttir (1845-1931). Þau bjuggu á Miklabæ þegar Anna fæddist.
Maki: Jóhann Gunnarsson (1880-1962). Þai eignuðust þrjú börn en áður átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur. Jóhann og Anna bjuggu á parti í Utanverðunesi 1907-1908, í Garði 1908-1913, Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, Enni í Viðvíkursveit 1927-1928 og á Krossi 1928-1962, en þá lést Jóhann. Ekki er getið um hvort Anna dvaldi þar áfram þau þrjú ár sem hún átti ólifuð.

Jóhann Gunnarsson (1880-1962)

  • S03289
  • Person
  • 20.08.1880-27.08.1952

Jóhann Gunnarsson, f. að Egg í Hegranesi 20.08.1880, d. 27.08.1962 á Sauðárkróki. Foreldrar: Gunnar Ólafsson síðar bóndi í Keflavík í Hegranesi og kona hans Arnbjörg Hannesdóttir.
Bóndi í Utanverðunesi (á parti) 1907-1908, í Garði 1908-1913, á Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, í Enni í Viðvíkursveit 1927-1928, á Krossi 1928-1962.
Kona: Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965) frá Miklabæ í Óslandshlíð. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur.

Gunnlaugur Jóhannsson (1914-2006)

  • S03288
  • Person

Gunnlaugur Jóhannsson, f. á Bjarnastöðum í Unadal 19.04.1914, d. 02.06.2006 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhann Gunnarsson síðast bóndi á Krossi í Óslandshlíð (1880-1962) og kona hans Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965). Gunlagur bjó fyrstu æviár sín á Bjarnastöðum en flutti með foreldrum og systkinum að Krossi í Óslandshlíð árið 1928. Þau fluttustu síðan til Sauðárkróks ásamt móður sinni eftir andlát Jóhanns og bjuggu saman á Freyjugötu 40 meðan heilsa leyfði. Gunnlaugur starfaði við vegavinnu og fiskvinnu.

Arnbjörn Jóhannsson (1910-1985)

  • S03287
  • Person

Arnbjörn Jóhannsson, f. 09.10.1910, d. 11.01.1985. Foreldrar: Jóhann Gunnarsson (1880-1985) og Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965). Var búsettur á Sauðárkróki, ókvæntur og barnlaus.

Holtshreppur (1898-1988)

  • S03286
  • Organization
  • 1898-1988

Holtshreppur var hreppur í Fljótum nyrst í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Stóra-Holt í Fljótum, sem var þingstaður Fljótamanna frá því snemma á öldum og til loka 19. aldar.
Hreppurinn varð til ásamt Haganeshreppi árið 1898 þegar Fljótahreppi var skipt í tvennt. Þeir sameinuðust aftur undir gamla nafninu 1. apríl 1988.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist svo Fljótahreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.

Guðmundur Þorvaldsson (1815-1875)

  • S03285
  • Person
  • 1815-01.10.1875

Guðmundur Þorvaldsson (1815-1875) bóndi á Auðnum í Sæmundarhlíð
Guðmundur fæddist árið 1815 í Litlu-Gröf í Staðarhreppi. Foreldrar: Þorvaldur Þorvaldsson (1780-1848) bóndi í Litlu-Gröf og Margrét Guðmundsdóttir (1791-1845), húsfreyja í Litlu-Gröf. „Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum barnahóp. Hann var elstur bræðra sinna og fór þegar eftir fermingu í vistir, var allvíða. Síðast var hann húsmaður á Hafsteinsstöðum og kom sér upp nokkrum bústofni. Reisti bú á hluta af Sólheimum og bjó þar 1863-64 og Auðnum 1864-68. Brá þá búi og var þar húsmaður næstu tvö ár. Aftur bóndi á Auðnum 1870-74. Er þá orðinn sjúklingur, fluttur að Sólheimum og andast þar á næsti ári ...“ (Skagf. æviskrár 1850-1890 I, 83).
Eiginkona Guðmundar var Guðbjörg Evertsdóttir (1830-1921). Faðir: Evert Jónsson bóndi í Mýrakoti á Höfðaströnd og víðar. Móðir: Sæunn Sigurðardóttir/Guðmundsdóttir vinnukona.
Guðmundur og Guðbjörg áttu tvö börn sem komust á legg en áður hafði Guðbjörg átt börn með Jóni Árnasyni bónda í Sólheimum. Öll börn Guðbjargar fluttu vestur um haf. Guðbjörg gerði það einnig árið 1887 og lést þar árið 1921.

Jón Stefánsson (1836-1906)

  • S03284
  • Person
  • 03.02.1836-26.02.1906

Jón Stefánsson (1836-1901) bóndi á Skinþúfu.
Jón fæddist í Tumabrekku 2. febrúar 1836. Foreldrar: Stefán Jónsson (1809-1866) sem var lengst af bóndi á Garðshorni á Höfðabrekku og fyrstu konu hans, Guðríðar Sveinsdóttur (1795-1843). Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Garðshorni en missti móður sína unga að árum. Jón er bóndi á Ingveldarstöðum í Hjaltadal 1865-66, Borgarseli 1866-67, Holtsmúla 1867-76, Völlum 1876-91 og Skinþúfu 1891-1900. Brá búi og flutti til Kanada ásamt nokkru af sínu fólki, þá orðinn ekkjumaður. Er skráður sem bóndi í Gimli, Selkirk, Manitoba árið 1901 og á Fiskilæk í Arborg, Manitoba.
Eiginkona: Kristín Sölvadóttir (1829-1886). Foreldrar hennar voru Sölvi Þorláksson (1797-) bóndi á Þverá í Hrolleifsdal og Halldóra Þórðardóttir. Þau áttu fjögur börn saman sem öll komust á legg.
Jón átti þrjú börn með Ragnheiði Þorfinnsdóttur (1842-1927).
Jón lést í Kanada 26. febrúar 1906.

Jón Árnason (1815-1859)

  • S03282
  • Person
  • 1815-1859

Jón Árnason bóndi í Sólheimum í Sæmundarhlíð. Jón fæddist árið 1815 á Fjalli í Sæmundarhlíð. Faðir: Árni Helgason (1760-1831) bóndi á Fjalli. Móðir: Guðrún Þorvaldsdóttir, ógift vinnukona á Fjalli, síðar húsfreyja á Auðnum í Sæmundarhlíð.
Jón ólst upp á Fjalli hjá föður sínum og eiginkonu hans, Margréti Björnsdóttur en móðir hans var ráðskona á Fjalli allt til ársins 1829. Jón vann á búi föður síns þar til faðir hans andaðist árið 1831. Þá var hann vinnumaður hjá móður sinni og stjúpa á Auðnum 1831-1843. Bjó í Sólheimum 1843 og bjó þar til æviloka. Eiginkona hans var Valgerður Klemenzdóttir (1790-1861). Hún var þrígift og var Jón þriðji maður hennar. Þau áttu ekki börn saman en fyrir átti Jón dóttur með Sigríði Gísladóttur og tvö börn með fylgikonu sinni Guðbjörgu Evertsdóttur.
Annar maður Valgerðar var Björn Árnason, hálfbróðir Jóns. Eftir lát Björns bjó Valgerður ekkja í Sólheimum 1838 til 1843 þegar hún giftist Jóni. Jón deyr 8. Desember 1831. Valgerður tók við búrekstrinum og bjó þar til hún andaðist 21. Janúar 1861.

Árni Gísli Gíslason (1833-1908)

  • S03281
  • Person
  • 08.10.1833-08.09.1908

Árni Gísli Gíslason fæddist 8. október 1833. Faðir: Gísli Árnason (1794-?) bóndi á Ketu og Rein í Rípurhreppi og Hjaltastaðakoti í Akrahreppi. Móðir: Málfríður Guðmundsdóttir (1796-5.8.1859), húsfreyja á sömu stöðum. Ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt tveimur systkinum. Árið 1856 flytja þau frá Ketu að Rein. Gísli, faðir Árna, deyr 3. ágúst 1855 og tók þá Málfríður við bústjórn en synir hennar tveir, Árni og Gísli eru ráðsmenn hjá henni. Árið 1859 flytja þau frá Rein að Hjaltastaðakoti í Akrahreppi en Málfríður deyr það sama ár þann 5. ágúst. Upp úr 1860 flytur Árni frá Hjaltastaðakoti (nú Grænumýri) til Suðurnesja. Árið 1870 býr Árni á Hvalnesi í Hvalsnessókn í Gullbringusýslu ásamt konu sinni, Málfríði Jónsdóttur (24.1.1841-3.4.1891),stundum ritað Málmfríður, og tveimur börnum; Halldóru og Magnúsi. Árni er titlaður „hreppstjóri“ og virðist lifa af fiskveiðum. Árið 1880 býr Árni og fjölskylda á Lönd í Hvalsnessókn í Gullbringusýslu. Bæðst hefur í barnahópinn sem nú eru orðin sex. Árni og Málfríður búa þar enn árið 1890 ásamt börnunum sex. Ári síðar, eða 3. apríl 1891 deyr Málfríður. Árið 1901 er Árni skráður til heimilis hjá syni sínum, Magnúsi sem nú býr í Guðfinnuhúsi í Sauðárkrókssókn ásamt konu sinni, Kristínu Sigurðardóttur og syni þeirra Árna Georg. Halldóra dóttir Árna flyst einnig í Skagafjörðinn en hún var gift Friðriki Árnasyni, sjómanni á Sauðárkróki, syni Árna Árnasonar verts á Sauðárkróki.
Árni Gíslason deyr 8. September 1908.

Þórarinn Magnússon (1819-1878)

  • S03280
  • Person
  • 13.10.1819-18.06.1878

Þórarinn Magnússon er fæddur 13. október 1819 í Presthvammi þar sem foreldrar hans þá bjuggu. Faðir: Magnús Ásmundsson (1787-1843) bóndi og hreppstjóri á Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu og víðar. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir (1794-1862), húsfreyja á Halldórsstöðum og víðar.
Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum til tvítugs en þá fer hann frá Halldórsstöðum og að Grenjaðarstað þar sem hann var „meðalasveinn“ séra Jóns Jónssonar sem fékkst við lækningar. Þórarinn dvaldi í fjögur ár á Grenjaðarstað og lagði þar stund á nám í skrift, reikningi, dönsku og fleira. Guðrún Jónsdóttir (1821-1886) frá Hóli í Sæmundarhlíð (systir Jóns Jónssonar hreppstjóra á Hóli) dvaldi á sama tíma á Grenjaðarstað en hún var frænka séra Jóns. Svo fór að Guðrún og Þórarinn giftust 6. Júní 1842. Svaramenn þeirra voru Magnús Ásmundsson, faðir Þórarins og Þorleifur Bjarnason bóndi í Vík í Sæmundarhlíð, stjúpi Guðrúnar.
Árið 1843 fluttu Guðrún og Þórarinn að Bessastöðum í Sæmundarhlíð en hún hefur líklega erft jörðina eftir Jón Oddsson afa sinn. Þar bjuggu þau til ársins 1849 er þau fluttu að Halldórsstöðum í Laxárdal. Þegar þau bjuggu á Bessastöðum var Sigríður systir Þórarins send þangað til dvalar en hún hafði eignast barn í lausaleik. Svo fór að Sigríður og Jón Jónsson, albróðir Guðrúnar, giftust. Önnur systir Þórarins, Hólmfríður Magnúsdóttir, giftist svo Bjarna Þorleifssyni í Vík í Sæmundarhlíð en hann var hálfbróðir (sammæðra) Guðrúnar konu Þórarins. Tengsl og samneyti milli þessara tveggja ætta var því mikill.
Þórarinn og Guðrún eignuðust 7 börn sem komust á legg.
Þórarinn dó á Halldórsstöðum þann 18. Júní 1878.

Metúsalem Magnússon (1832-1905)

  • S03279
  • Person
  • 05.12.1832-06.03.1905

Metúsalem Magnússon var fæddur á Halldórsstöðum í Laxárdal 5. mars 1832. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir, húsfreyja á Halldórsstöðum. Þegar Metúsalem var níu ára missti hann föður sinn. Ólst hann upp hjá móður sinni sem þá tók við búrekstrinum. Um tvítugt nemur hann jarðyrkjustörf, af manni sem hafði numið slíkt í Danmörku. Fékkst Metúsalem við þau störf vor og haust en átti heimili hjá móður sinni. Á veturnar kenndi hann unglingum skrift og reikning.
Þegar Metúsalem er 25 ára flytur hann norður á Langanesstrandir. Hann kvæntist Þorbjörgu Þórsteinsdóttur á Bakka í Skeggjastaðasókn í Norður-Múlasýslu og bjuggu þau þar. Fimm árum eftir að þau giftust deyr Þorbjörg. Þau eignuðust tvö börn; Magnús sem dó í bernsku og Sigríði Björg Metúsalemsdóttur (09.04.1863-15.08.1939).
Árið 1869 kvæntist Metúsalem Karólínu Soffíu Helgadóttur (10.07.1848-19.03.1920) frá Helluvaði við Mývatn. Fyrst um sinn bjuggu þau á Bakka en árið 1870 fluttu þau frá Bakka og að Helluvaði þar sem þau tóku við búi. 1879 fluttu þau að Einarsstöðum í Reykjadal. Síðustu æviárin bjó Metúsalem á Arnarvatni við Mývatn.
Metúsalem og Karólínu eignuðust tvö börn; Benedikt og Halldóru.
Metúsalem dó 6. mars 1905.

Jón Jónsson (1820-1904)

  • S03278
  • Person
  • 09.03.1820-24.11.1904

Jón Jónsson var fæddur á Bessastöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði 9. mars 1820. Faðir: Jón Jónsson húsmaður á Bessastöðum ( ) en hann drukknaði við selaveiðar. Móðir: Guðbjörg Þorbergsdóttir (1796-1883).
Guðbjörg giftist aftur. Eiginmaður hennar var Þorleifur Bjarnason frá Hraunum í Fljótum en þau bjuggu á Bessastöðum og Vík. Jón og Guðrún systir hans ólust upp hjá móður sinni og stjúpa. Jón erfði talsvert fé eftir Jón Oddsson afa sinn sem hann nýtti til að kaupa Hól í Sæmundarhlíð. Þar var hann bóndi 1849 til 1886. Bjó svo á Bessastöðum 1886 til 1894 og frá 1896 til æviloka. Jón var talinn var einn af bestum bændum í Staðarhrepp. Hann var hreppstjóri Staðarhrepps 1859 til 1863 og hreppsnefndaroddviti sama hrepps 1874 til 1880. Jón keypti Bessastaði 1880 og flutti þangað 1886 þegar sonur hans, Sveinn, tók við búi á Hóli. Jón dó 24. nóvember 1904 á Bessastöðum.
Jón kvæntist Sigríði Magnúsdóttur árið 1849. Sigríður (1828-1912) var frá Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir.
Sigríður og Jón eignuðust átta börn saman en fyrir átti Sigríður eina dóttur.

Langamýri (1944-

  • S03277
  • Organization
  • 1944

Árið 1944 var stofnaður húsmæðraskóli á Löngumýri af Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Hún rak sjálf skólann til ársins 1967 en gaf þá Þjóðkirkjunni jörðina gegn því að starfsemin héldi þar áfram. Skólinn var starfræktur fram á 8. áratuginn en var þá lagður niður vegna lítillar aðsóknar. Sjálfseignarstofnun var komið á fót í stað kvennaskólans og hefur margskonar starfsemi á vegum kirkjunnar verið starfrækt á Löngumýri síðan.

Guðlaug Sigurðardóttir (1893-1950)

  • S03276
  • Person
  • 25.12.1893-15.08.1950

Guðlaug Sigurðardóttir, f. á Dæli í Sæmunarhlíð 25.12.1893, d. 15.08.1950. Foreldrar: Sigurður Jónsson bóndi í Litlu-Gröf á Langholti og kona hans Gunnvör Guðlaug Eiríksdóttir. Guðlaug ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Dæli en síðan að Litlu-Gröf. Var hún hjá þeim lengst af þangað til hún fór sjálf að búa að Geirmundarstöðum. Hálfan vetur var hún á hússtjórnarskóla í Reykjavík, eftir áramótin 1916. Guðlaug hélt áfram búskap á Geirmundarstöðum eftir lát manns síns með aðstoð Valtýs bróður síns og Sigurðar tengdaföður síns, en hann lést 1925. Sumarið 1931 varð hún að bregða bí eftir að taugaveiki hafði komið upp á heimliinu. Eftir aðgerðir vegna þessa stóð hún uppi nánast allslaus. Um haustið fóru hún og dóttir hennar að Stóru-Gröf til Jórunnar systur hennir en veturinn eftir fór Guðlaug að Páfastöðum. Vorið 1932 fór hún á Sauðárkrók og réðist fyrst sem þvottakona á sjúkrahúsið og starfaði þar í þrjú ár. Einnig gekk hún í umönnunarstörf þar. Árið 1935 réði hún sig svo í sem vinnukonu hjá Haraldi Júlíussyni kaupmanni en fór svo að Geirmundarstöðum vorið eftir þegar mágkona hennar veiktist af berklum. Þar var hún síðan nánast til æviloka.
Maki: Sigurður Sigurðsson (13.02.1897-23.12.1922). Þau eignuðust eina dóttur.

Jakob Einarsson (1902-1987)

  • S03275
  • Person
  • 09.01.1902-18.07.1987

Jakob Einarsson, f. á Varmalandi í Sæmundarhlíð 09.01.1902, d. 18.07.1987 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Jónsson bóndi á Varmalandi og kona hans Rósa Gísladóttir. Jakob ólst upp á heimili foreldra sinna og vann að búi þeirra. Eftir að faðir hans lést 1922 stóð Jakob fyrir búinu með móur sinni til vors 1923 en þá brugðu þau búi og Jakob fór í Valadal á Skörðum þar sem hann var meira og minna næstu þrjú árin. Sama haust fór hann í Hólaskóla og lauk þaðan prófi 1925. Einnig sótti hann plægingarnámskeið og stundaði plægingar fyrir bændur. Árið 1929 kvæntist hann og hóf búskap á hluta Víðimýri. Árið eftir keypti hann Dúk í Sæmundarhlíð og bjó þar til æviloka.
Maki: Kristín Jóhannsdóttir (25.10.1900-10.09.1965). Þau eignuðust þrjú börn.

Konráð Konráðsson (1868-1951)

  • S03274
  • Person
  • 14.12.1868-22.01.1951

Konráð Konráðsson, f. á Marbæli á Langholti 14.12.1868, d. 22.01.1951 á Skarðsá. Foreldrar: Konráð Jóhannesson bóndi á Ytra-Skörðugili og kona hans Filippía Gísladóttir.
Konráð fluttist vorið 1890 að Skarðsá í Sæmundarhlíð með foreldrum sínum og tók þar við búsforráðum er Gísli bróðir hans fluttist að Egg. Var bóndi á Skarðsá 1904-1951. Bjó fyrst með móður sinni en eftir andlát hennar 1928 tók Pálína dóttir hans við bústjórninni og hélt henni meðan hann lifði. Konráð kvæntist ekki en eignaðist þrjú börn.
Barnsmóðir 1: Steinunn Stefánsdóttir (22.07.1876-28.06.1931). Þau eignuðust tvö börn.
Barnsmóðir 2: Halldóra Sigvaldadóttir (12.01.1876-08.10.1913). Þau eignuðust eina dóttur.

Karl Valdimar Konráðsson (1897-1976)

  • S03273
  • Person
  • 25.12.1897-28.10.1976

Karl Valdimar Konráðsson, f. á Skarðsá í Sæmundarhlíð 25.12.1897, d. 28.10.1976 á Auðnum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Konráð Konráðsson bóndi á Skarðsá og barnsmóðir hans Steinunn Stefánsdóttir, þá vinnukona á Skarðsá. Karl ólst upp hjá móður sinni í ýmsum stöðum fyrstu fjögur æviárin en var þá látinn í fóstur í Litlu-Gröf til Guðlaugar Eiríksdóttur og Sigurðar Jónssonar. Árið 1904 hóf faðir hans búskap á Skarðsá ásamt Sigurbjörgu móður sinni og tók börn sín þá til sín. Hjá þeim ólst Karl upp þar til hann hóf sjálfur búskap á Auðnum 1928. Þá kom til hans sem ráðskona hálfsystir hans, Anna Guðrún Stefanía Sveinsdóttir, síðar húsfreyja á Varmalandi í Sæmundarhlíð. Að tveimur árum liðnum réðist til hans uppeldissystir hans, Sigríður María Jóhannesdóttir (20.11.1882-04.08.1965). Alllöngu síðar fluttist svo einnig til þeirra Vigdís Jóhannesdóttir, hálfsystir Sigríðar. Voru þær báðar þar til heimilis til æviloka. Uppeldissonur Karls og Sigríðar var Valdimar Stefán Eiríksson (19.12.1921-05.02.1942), sonur Eiríks Sigurgeirssonar og Kristínar Vermundardóttur.

Elísabet Davíðsdóttir (1864-1950)

  • S03272
  • Person
  • 07.07.1864-02.09.1950

Elísabet Davíðsdóttir, f. á Sneis á Laxárdal 07.07.1864, d. 02.09.1950. Húsfreyja á Dæli í Sæmundarhlíð frá 1890.
Maki: Önundur Jónasson (1846-1928). Þau eignuðust eina dóttur.

Bjarni Hólm Þorleifsson (1895-1937)

  • S03271
  • Person
  • 25.11.1893-10.07.1937

Bjarni Hólm Þorleifsson, f. 25.11.1895 (1893 skv. Sk.æv.), d. 10.07.1937. Foreldrar: Þorleifur Bjarnason (1859-1910) bóndi í Sólheimum og kona hans Ingibjörg Árnadóttir (1867-1954). "Bústjóri hjá móður sinni, mikill efnismaður." Ógiftur og barnlaus.

Sveinn Hallfreður Sigurjónsson (1907-1994)

  • S03268
  • Person
  • 30.01.1907-22.01.1994

Sveinn Hallfreður Sigurjónsson, f. 30.01.1907, d. 22.01.1994. Foreldrar: Sigurjón Jónasson bóndi í Hólkoti og á Skefilsstöðum og kona hans Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir. Hann eignaðist tvo syni með Kristínu Baldvinsdóttur (f. 12.12.1909-15.01.1979)

Björn Símonarson (1892-1952)

  • S03267
  • Person
  • 19.12.1892-09.05.1952

Björn Símonarson, f. á Hofstöðum í Viðvíkursveit 19.12.1892, d. 09.05.1952 í Reykjavík. Foreldrar: Símon Björnsson bóndi í Hofstaðaseli og kona hans, Anna Björnsdóttir. Foreldrar hans slitu samvistir árið 1914 og Símon gerðist lausamaður og fjármaður á Hólum en Anna giftist aftur Þórði Gunnarssyni á Lóni í Viðvíkursveit.
Björn ólst að mestu upp á Hofstöðum til 8 ára aldurs, en síðan hjá foreldrum sínum í Hofstaðaseli. Hann settist í búnaðarskólann á Hólum haustið 1917 og lauk þaðan brottfararprófi vorið 1919. Eftir það vann hann ýmis störf þar til hann hélt til Noregs haustið 1920 og vann þar á búgarði í sex mánuði og kynnti sér landbúnaðarstörf. Eftir það fór hann til verklegs náms í landbúnaðarháskólann í Ási og nam þar til haustsins 1921. Þaðan fór hann til Danmerkur og vann á búgarði til vorsins 1922 er hann fór um nokkurra mánaða skeið í landbúnaðarskólann í Korinth á Fjóni og síðan um haustið í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi sumarið 1925.
Vorið 1925 réðist Björn til Ræktunarfélags Norðurlands og sem trúnaðarmaður fyrir Búnaðarfélag Íslands og starfaði nær eingöngu fyrir þessi félög til ársins 1931. Þá réiðist hann til Sambands nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar og gerðist árið 1932 jafnframt ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar.. Haustið 1934 var hann settur kennari við Bændaskólann á Hólum og jafnframt skólastjóri 1934-1935 í afleysingum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina, var m.a. hreppsnefndaroddviti Viðvíkurhrepps. Var í stjórn Búnaðarfélags Hólahrepps og annar aðalendurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga í mörg ár. Árið 1940 var hann skipaður í fyrsta tilraunaráð búfjárræktar. Björn var kennari á Hólum í 18 ár. Hann las sér mikið til um dýralækningar og stundaði þær nokkuð. Björn hóf búskap í Kýrholti og var síðar eitt ár á eignarjörð sinni Enni. Meðan hann bjó á Akureyri og samhliða kennslunni á Hólum ræktaði hann jafnan hross í Enni. Heima á Hólum bjó hann líka með nokkurn bústofn.
Maki: Lilja Gísladóttir frá Kýrholti (25.03.1898-07.02.1970). Þau eignuðust þrjú börn.

Gísli Þorfinnsson (1866-1936)

  • S03266
  • Person
  • 23.09.1866-26.05.1936

Gísli Þorfinnsson, f. að Ási í Hegranesi 23.09.1866, d. 26.05.1936 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorfinnur Hallsson og Guðrún Björnsdóttir ógift vinnuhjú í Ási. Gísli ólst upp á vegum móður sinnar sem var vinnukona á ýmsum stöðum. Er Gísli var á áttunda ári missti hann móður sína og fór um það leyti að Litlu-Brekku á Höfðaströnd. Þar var hann á vegum Arnfríðar ömmu sinnar en fór sem vinnumaður í fram í Blönduhlíð 17 ára gamall. Meðan hann var í Litlu-Brekku tók hann að stunda sjómennsku ungur að árum og reri eina eða tvær Drangeyjarvertíðir og fór einnig á Suðurnes til sjóróðra. Hann var bóndi á Meyjarlandi á Reykjaströnd 1892-1893, Minni-Ökrum 1893-1900, Miðhúsum 1900-1936. Síðustu árin bjó hann á litlum hluta jarðarinnar á móti Jóni syni sínum. Gísli var bæði góð skytta og vefari.
Maki: Guðrún Jónsdóttir (06.07.1863-07.01.1941). Þau eignuðust níu börn en tvö þeirra dóu ung.

Jón Steinmóður Sigurðsson (1877-1932)

  • S03265
  • Person
  • 11.07.1877-14.01.1932

Jón Steinmóður Sigurðsson, f. að Hrauni í Öxnadal 11.07.1877, d. 14.01.1932 í Grundarkoti. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson bóndi í Þverbrekku á Öxnadal og Guðrún Einarsdóttir, þá ekkja á Hrauni. Jón var fermdur frá Bægisá 1892 og fluttist með móður sinni frá Hólum í Öxnadal að Flatatungu. Hann var bóndi á Tyrfingsstöðum 1899-1900, Grundarkoti 1909-1913, Tungukoti 1913-1922 og Grundarkoti 1926-1932.
Maki: Oddný Hjartardóttir (24.09.1888-03.05.1963). Þau eignuðust sjö börn en tvö þeirra dóu ung.

Jónas Jósafatsson (1856-1932)

  • S03264
  • Person
  • 27.08.1856-15.07.1932

Jónas Jósafatsson, f. að Hvarfi í Víðidal 27.08.1856, d. 15.07.1932 að Knappsstöðum. Foreldrar: Jósafat Helgason bóndi í Reykjum í Miðfirði og Jóhanna Davíðsdóttir frá Hvarfi. Ungur missti Jónas móður sína og ólst upp í skjóli móður sinnar og móðurafa. Móðir hans giftist aftur, Bendikt Jónassyni á Mið-Grund og víðar. Jónas fór snemma að vinna fyrir sér í vinnumennsku á ýmsum stöðum, aðallega í Skagafirði. Hann hóf búskap með fyrri konu sinni á Móskógum og bjó þar 1881-1884. Brá þá búi um eins árs skeið. Var bóndi á Bakka á Bökkum 1885-1896, brá aftur búi og fór að Felli í Sléttuhlíð og síðan með sinni konu sinni að Laugalandi. Bjó aftur á Bakka 1900-1911, á Þverá í Hrollleifsdal 1911-1914. Brugðu þá búi um skeið og voru í húsmennsku á ýmsum stöðum 1914-1918. En árið 1918 hófu þau búskap á Hreppsendaá í Ólafsfirði og voru þar í þrjú ár, þá á Móafelli í Stíflu 1921-1924 og á Knappsstöðum 1924-1929. Var Jónas síðan í skjóli Kristrúnar dóttur sinnar þar til hann lést.
Maki 1: Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1895). Þau eignuðust fjögur börn en misstu tvö þeirra í bernsku.
Maki 2: Lilja Kristín Stefánsdóttir (26.12.1879-01.12.1945). Þau eignuðust níu börn.

Jón Jóakimsson (1890-1972)

  • S03263
  • Person
  • 01.10.1890-31.10.1972

Jón Jóakimsson, f. á Melbreið í Stíflu 01.10.1890, d. 31.10.1972 í Reykjavík. Foreldrar: Jóakim Guðmundsson bóndi í Hvammi í Fljótum og kona hans Sigurlína Sigurðardóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum þar til hann hafði aldur til að sjá fyrir sér sjálfur. Vann þá vinnu sem bauðst til lands og sjávar og var m.a. á hákarlaskipum sem gerðu út frá Kljáströnd við Eyjafjörð. Var um skeið vinnumaður hjá Guðmundi Ólafssyni og Svanfríði Jónsdóttur sem bhuggu í Stóra-Holti í Fljótum og kynntist þar konu sinni. Jón var einn af stofnendum Ungmennafélags Holtshrepps árið 1919 og tók virkan þátt í starfi þess fyrstu árin. Vorið 1922 tóku Jón og Guðný á leigu hluta af Hólum og bjuggu þar í tvö ár en þegar Guðný veiktist af berklum fór hún á Kristneshæli og átti þaðan ekki afturkvæmt. Jón hætti þá búskap og börnunum var komið í fóstur.
Vorið 1928 hóf Jón búskap á Húnsstöðum í Stíflu með seinni sambýliskonu sinni og bjó þar til 1933, á Gili 1933-1935, á Skeiði 1935-1938, á Sléttu 1939-1941, á Illugastöðum 1942-1943, á Sléttu 1944-1949, í Árósum við Miklavatn 1949-1957. Jón kenndi ungur vanheilsu en var þó að mestu við við búskap þessi ár. Vann einnig við vegarlagningu yfir Siglufjarðarskarð og virkjunarframkvæmdir við Skeiðsfoss. Haustið 1957 fluttist hann til Reykjavíkur og bjó hjá syni sínum og tengdadóttur.
Maki 1: Guðný Ólöf Benediktsdóttir (27.05.1891-07.09.1927). Þau eignuðust einn son. Fyrir átti Guðný tvo syni, en hún var ekkja eftir Berg Jónsson á Lundi í Stíflu.
Maki 2: Ingibjörg Arngrímsdóttir (05.08.1887-12.06.1977). Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Ingibjörg uppkomna dóttur með Jóni G. Jónssyni í Tungu.

Jónas Guðlaugur Antonsson (1909-1983)

  • S03262
  • Person
  • 14.08.1909-01.06.1983

Jónas Guðlaugur Antonsson, f. á Deplum í Stíflu 14.08.1909, d. 01.06.1983 í Reykjavík. Foreldrar: Anton Grímur Jónsson bóndi á Deplum og Nefstöðum og kona hans Stefanía Jónasdóttir. Jónas ólst upp í foreldrahúsum til 15 ára aldurs en þá fór hann í vinnu til Siglufjarðar og lærði trésmíðar. Árið 1931 féll faðir hans frá og féll þá í hans hlut að standa fyrir búi með móður sinni. Nokkru síðar tók hann við búsforráðum á Nefstöðum tils ársins 1936 er hann fluttist til Ólafsfjarðar þar sem hann bjó næstu 18 árin. Þá fluttist hann til Siglufjarðar og dvaldi þar í átta ár þar til hann fluttist til Kópavogs árið 1961. Lengst af starfaði hann við trésmíðar og á fullorðinsaldri, eða árið 1962, tók hann sveinspróf í þeirri grein.
Maki: Hólmfríður Guðleif Jónsdóttir (03.04.1913-21.01.1972) frá Ólafsfirði. Þau eignuðust tvö börn, en annað þeirra lést samdægurs. Einnig ólu þau upp systurdóttur Hólmfríðar, Margréti Jónfríði Helgadóttur upp. Kom hún til þeirra tveggja ára gömul.

Björn Stefánsson (1896-1982)

  • S03261
  • Person
  • 08.08.1896-12.05.1982

Björn Stefánsson, f. á Hóli í Siglufirði 08.08.1896, d. 12.05.1982 á Sauðárkróki. Foreldrar: Stefán Magnússon bóndi í Grafargerði (í landi Skarðsdals) og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf og stofnaði heimili í sambýli við tengdaforeldra sína á Stóru-Þverá fyrstu þrjú árin, en þar bjó hann 1925-1965. Samhliða vann hann þá vinnu sem bauðst innan sveitar, aðallega við vegagerð. Einnig vann hann við byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1942-1946. Björn tók virkan þátt í starfsemi Ungmennafélags Holtshrepps.
Maki: Karólína Sigríður Kristjánsdóttir (21.05.1902-28.07.1951) ljósmóðir. Þau eignuðust tvö börn.
Eftir að Karólína féll frá bjó Björn með Þóru Pálsdóttur frá Hvammi í FLjótum (06.11.1901-04.04.1982). Kom hún til hans í Stóru-Þverá 1951 og bjuggu þau þar til 1964 er þau fluttu að Garði í Hegranesi til Sigurjóns sonar Björns og Þórunnar, seinni konu hans. Þar voru þá til ársins 1975 er þau fluttu á Sauðárkrók.

Sigurbjörn Bogason (1906-1983)

  • S03260
  • Person
  • 03.09.1906-08.11.1983

Sigurbjörn Bogason, f. á Minni-Þverá í Fljótum 03.09.1906, d. 08.11.1983 á Akureyri. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson bóndi á Minni-Þverá og kona hans Kristrún Hallgrímsdóttir. Sigurbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum á ýmsum stöðum í Fljótum. Eftir fermingu dvaldist hann áfram hjá þeim og vann að búi þeirra þar til hann kvæntist. Hann sótti einnig tilfallandi vinnu, einkum vegavinnu. Var bóndi á Gili í Fljótum 1935-1936, í Nefstaðakoti í Stíflu 1936-1938, á Skeiði 1938-1950. Eins og margir Fljótamenn sótti hann vinnu við byggingu Skeiðsfossvirkjunar. Þegar Sigurbjörn brá búi fluttist hann til Siglufjarðar og keypti húsið Nefstaði að Lindargötu 17. Þá hóf hann sumarvinnu á söltunarstöð Kaupfélags Siglufjarðar en á veturna í Tunnuverksmiðju ríkisins. Þegar verksmiðjan brann árið 1964 var mannskapurinn sendur til vinnu í tunnuverksmiðju á Akureyri og var Sigurbjörn þeirra á meðal. Einnig vann hann í saltfiskverkun Ísafoldar og Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði en síðustu starfsárin vann hann í Áhaldahúsi Siglufjarðarkaupstaðar. Sigurbjörn var mikill söngmaður og lék einnig á harmónikku og var oft fenginn til að leika fyrir dansi.
Maki: Jóhanna Ragnheiður Antonsdóttir (09.12.1913-01.11.2004). Þau eignuðust sex börn. Auk þess ólu þau upp og ættleiddu systurdóttur Jóhönnu, Guðrúnu Steinunni.

Guðmundur Benediktsson (1893-1970)

  • S03259
  • Person
  • 19.07.1893-07.10.1970

Guðmundur Benediktsson, f. að Neðra-Haganesi í Fljótum 19.07.1893, d. 07.10.1970 á Berghyl. Foreldrar: Benedikt Stefánsson sjómaður og bóndi og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Neðra-Haganesi til 7 ára aldurs en þá drukknaði pabbi hans. Eftir það var hann að nokkru leyti hjá föðurbróður sínum, Guðmundi Stefánssyni bónda í Minni-Brekku en annars með móður sinni á ýmsum stöðum í Holts-og Haganeshreppi. Á árunum 1917-1923 stundaði hann sjómennsku frá Siglufirði, hákarlaveiði seinni hlutar vetrar og á vorin en á sumrin síldveiðar eða eyrarvinnu. Á árunum 1917-1923 hákarlaveiðar að vorinu frá Akureyri en landbúnað á sumrin. Guðmundur byrjaði búskap í Minni-Brekku 1920-1926, á Stóru-Þverá 1926-1927 og Berghyl 1927-1970. Hann stundaði sjóinn áfram stíft á búskaparárunum til 1923 er hann lenti í skipsháska og hætti sjómennsku eftir það.
Guðmundur var virkur í félagsmálum. Hann starfaði i hreppsnefnd 1928-1936, nokkur ár í Ungmennafélagi Holtshrepps og var þar nýtur starfsmaður sem annars staðar. Hann var í skólanefnd um skeið, stefnuvottur í mörg ár, úttektarmaður og gengdi ýmsum öðrum störfum fyrir sveit sína.
Maki: Jóna Kristín Guðmundsdóttir (29.12.1899-19.12.2003) frá Minni-Brekku. Þau eignuðust þrjú börn og ólu auk þess um Ingimar Benidikts Stefánsson, bróðurson Guðmundar.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

  • S03258
  • Person
  • 15.12.1883-17.01.1972

Pétur Jóhann Jónasson, f. í Minni-Brekku í Fljótum 15.12.1883, d. á Sauðárkróki 17.01.1972. Foreldrar: Jónas Stefánsson bóndi í Minni-Brekku og kona hans Anna Sigríður Jónsdóttir. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum í Minni-Brekku fram að níu ára aldri, að þau fluttust burt en Pétur varð eftir hjá föðurbróður sínum, Guðmundi Stefánssyni og konu hans Ólöfu Pétursdóttur. Var hann hjá þeim í 13 ár. Fyrstu búskaparárin var hann leiguliði hjá fóstra sínum og Pétri Jónssyni sem áttu Minni-Brekku til helminga hvor en smám saman eignaðist hann jörðina. Þegar hann seldi hana 1946 fékk hann að vera í skjóli Bendikts Stefánssonar og Kristínar konu hans, sem keyptu jörðina.
Pétur var bóndi í Minni-Brekku 1910-1915, í Stóru-Brekku 1915-1917, í Minni-Brekku 1917-1918, á Minni-Þverá 1918-1919, í Minni-Brekku 1919-1920 og loks 1927-1946. Árin 1920-1927 var hann í húsmennsku hjá Guðmundi Benediktssyni í Minni-Brekku.
Maki: Margrét Stefanía Jónsdóttir (23.10.1882-02.10.1945). Þau einguðust tvö börn sem bæði fæddust andvana. Auk þess ólu þau upp fóstursoninn Pétur Jón Stefánsson frá Sléttu og Margréti Petreu Jóhannsdóttur.

Jóhann Benediktsson (1889-1964)

  • S03257
  • Person
  • 14.06.1889-09.06.1964

Jóhann Benediktsson f. í Neðra-Haganesi í Fljótum 14.06.1889, d. 09.06.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Benedikt Stefánsson bóndi í Neðra-Haganesi og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir. Jóhann ólst upp með foreldrum sínum til tíu ára aldurs en þá missti hann föður sinn og fór í fóstur til föðurafa síns og ömmu er þá bjuggu að Minni-Brekku og dvaldist þar til 17 ára aldurs. Þá fór hann í vinnumennsku á ýmsum stöðum fram yfir tvítugt og er fyrst skráður með sjálfstæðan búskap árið 1913. Hann var lengst af leiguliði og bjó á mörgum stöðum í Fljótum og stundaði sjó meðfram búskapnum. Var á Berghyl 1913-1915, í Minni-Brekku 1915-1917, í Háakoti í Stíflu 1917-1921, á Stóra-Grindli 1921-1923 í Hólakoti 1923-1925, á Skeiði 1925-1931, í Langhúsum 1931-1935, á Syðsta-Mói 1937-1943, á Krakavöllum 1943-1044, húsmaður í Vatnshorni í Haganesvík 1944-1945 og bóndi á Minna-Grindli 1945-1955 og aftur 1957-1964.
Jóhann hafði á höndum eftirlit með sullaveiki í hundum og annaðist það um árarraðir i allri sýslunni.
Maki 1: Sigríður Jónsdóttir (17.05.1890-14.10.1939) frá Hvammi í Fljótum. Þau eignuðust tólf börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Maki 2: Helga Jónsdóttir (1894-1973). Þau slitu samvistum.
Bústýra Jóhanns og sambýliskona eftir að hann skildi við Helgu var Björg Þorsteinsdóttir (1903-1981). Þau eignuðust einn son. Fyrir átti Björg eina dóttur.

Þorlákur Magnús Stefánson (1894-1971)

  • S03256
  • Person
  • 01.01.1894-04.11.1971

Þorlákur Magnús Stefánsson, f. á Molastöðum í Fljótum 01.01.1894, d. 04.11.1971 á Siglufirði. Foreldrar: Stefán Sigurðsson bóndi á Syðsta-Mói og kona hans Magnea Margrét Ólavía Grímsdóttir. Þorlákur ólst upp hjá foreldrum sínum og vann hjá þeim þar til hann stofnaði sjálfur heimili. Hann var bóndi á Gautastöðum 1914-1945 og á Gautalandi í Vestur-Fljótum 1945-1971. Hann var mikil tónlistarmaður og lærði á orgel hjá foreldrum sínum sem var góður hljómlistarmaður og söngmaður. Einnig var hann einn vetur við nám í orgelleik á Akureyri og hjá Benedikt á Fjalli í Sæmundarhlíð. Síðar sótti hann námskeið hjá söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. Hann var organleikari í Barðs- og Knappsstaðakirkjum í nær fimm áratugi og þjálfaði fólk í söng í báðum þessum kirkjusóknum.
Maki: Jóna Sigríður Ólafsdóttir (27.06.1893-16.12.1976). Þau eignuðust ellefu börn en þrjú þeirra dóu í frumbernsku.

Þorvaldur Guðmundsson (1899-1989)

  • S03255
  • Person
  • 10.05.1899-21.07.1989

Þorvaldur Guðmundsson, f. á Þrasastöðum í Stíflu 10.05.1899, d. 21.07. 1989 á Siglufirði. Foreldrar: Guðmundur Bergsson bóndi á Þrasastöðum og kona hans Guðný Jóhannesdóttir. Þorvaldur ólst upp hjá foreldrum sínum á Þrasastöðum þar til hann gekk í hjónaband og hóf búskap ásamt konu sinni og þau hófu búskap á Deplum í Stíflu þar sem þau bjuggu 1924-1943. Hann vann vð byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1943-1945 og átti þá heima í Tungu en fluttist eftir það búferlum til Siglufjarðar. Þar starfaði hann hjá Síldarverksmiðum Ríkisins en síðustu árin við almenna verkamannavinnu meðan heilsa leyfði.
Maki: Hólmfríður Kristjana Magnúsdóttir (26.09.1899-27.05.1989) frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust fimm börn.

Gunnlaugur Jónsson (1904-1985)

  • S03254
  • Person
  • 15.12.1904-17.04.1985

Gunnlaugur Jónsson, f. 15.12.1904, d. 17.04.1985. Foreldrar: Jón Guðvarðsson (02.03.1864-02.03.1941) og Aðalbjörg Jónsdóttir (20.10.1975-21.05.1951).
Gunnlaugur var með foreldrum sínum á Melbreið í Stíflu í Fljótum en þau bjuggur þar frá 1919. Hann fluttist að Atlastöðum í Svarfaðardal árið 1936 ásamt konu sinni ug elstu dóttur.
Maki: Jónína Gunnlaug Magnúsdóttir frá Stafni í Deildardal (13.10.1905-07.11.2000). Þau eignuðust fjögur börn. Fyrir átti Gunnlaug eina dóttur.

Þórarinn Jónsson (1870-1944)

  • S03253
  • Person
  • 06.02.1970-05.09.1944

Fæddur í Geitagerði í Skagafirði 6. febrúar 1870, dáinn 5. september 1944. Foreldrar: Jón Þórarinsson bóndi þar og kona hans Margrét Jóhannsdóttir húsmóðir. Faðir Hermanns Þórarinssonar varaþingmanns. Lauk Búfræðiprófi frá Hólum 1890. Kennari við Hólaskóla 1893–1896. Bústjóri á Hjaltabakka 1896–1899, síðan bóndi þar til æviloka. Sáttamaður í héraði yfir 30 ár, formaður sáttanefndar frá 1937. Hreppstjóri frá 1906 til æviloka. Oddviti Torfalækjarhrepps frá því um aldamót til 1920. Í fræðslunefnd 1908–1930, lengst af formaður. Í stjórn Kvennaskólans á Blönduósi rúm 30 ár, formaður skólastjórnar frá 1920 til æviloka. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1926. Skipaður 1927 í yfirfasteignamatsnefnd. Kosinn 1927 í milliþinganefnd í landbúnaðarmálum. Konungkjörinn alþingismaður 1905–1908, alþingismaður Húnvetninga 1911–1913 og 1916–1923, alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1923–1927 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn). Sagði af sér þingmennsku 1908. Varaforseti sameinaðs þings 1924–1926.

Hermann Sigurvin Sigurjónsson (1901-1981)

  • S03252
  • Person
  • 08.01.1901-05.06.1981

Hermann Sigurvin Sigurjónsson, f. á Lækjarbakka á Upsaströnd við Dalvík 08.01.1901, d. 05.06.1981 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurjón Jóhannsson bóndi á Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal og fyrri kona hans Guðfinna Vormsdóttir.
Hermann missti móður sína á fimmta ári en ólst upp hjá föður og stjúpu á Þorsteinsstöðum. Hann varð vinnumaður á bæjunum Dæli, Hlíð og Klængshóli í Skíðadal 1907-1915 að hann fór vestur í Skagafjörð að Egg í Hegranesi og er þar tvö ár, titlaður hjú fyrra árið en lausamaður hið síðara. Hermann hafði kynnst konuefni sínu, er þau voru sambæja á Klængshóli í Skíðadal. Giftu þau sig árið 1922. Fluttust vorið eftir í vinnumennsku að Hvammi í Hjaltadal en voru síðan húsmennsku í Hlíð árið 1924-1925. Settu þau saman bú á Ingveldarstöðum árið 1925. Næstu 13 árin eru þau búendur á fjórum bæjum í Hólahreppi þar til þau flytjast að Lóni í Viðvíkursveit þar sem þau búa allt til ársins 1963, er þau bregða búi og flytjast til Sauðárkróks. Byggðu þau sér tvíbýlishús að Hólavegi 28 í félagi við son sinn og tengdadóttur.
Á Sauðárkróki stundaði Hermann ýmsa verkamannavinnu meðan heilsu naut.
Maki (giftust 25.11.1922): Rósa Júlíusdóttir (15.05.1897-08.04.1988). Þau eignuðust sex börn en eitt þeirra dó á fyrsta ári.

Vilhelm Jóhann Jóhannsson (1902-1980)

  • S03251
  • Person
  • 22.07.1902-08.12.1980

Vilhelm Jóhann Jóhannsson, d. í Litladal 22.07.1902, d. 08.12.1980 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhann Hinrik Jónsson bóndi í Litladal í Dalsplássi og kona hans Hólmfríður Guðrún Helgdadótir. Vilhelm ólst upp í foreldrahúsum og naut barnakennslu hjá föður sínum og var einnig um vetrartíma við unglinganám hjá sr Tryggva Kvaran á Mælifelli. Seinna tók hann íþróttanámskeið sunnan heiða en hann var mikil íþróttamaður. Varð hann þó að hverfa frá þeim þegar hann smitaðist af berklum um tvítugsaldur og varð að dvelja eitt ár á Vífilsstöðum og síðar á ævinni heilan vetur á Kristneshæli.
Tyrggvi giftist árið 1927 og reisti bú í Litladalskoti (Laugardal) það ár og bjó þar í eitt ár. Bjó á Skíðastöðum á Neðribyggð 1928-1929 og í Laugardal frá 1929-1972. Litladalskot var þriðjungur Litladals en árið 1953 var nafni jarðinnar breytt í Laugardal. Er þau hjónin brugðu búi árið 1972 fluttu þau að Hólavegi 26 á Sauðárkróki. Þrátt fyrir aldur og vanheilsu hóf Vilhelm þá störf hjá Sauðárkróksbæ og hafði með höndum umsjón íþróttarvallar á sumrum og á vetrum umsjón barnaskólans og íþróttasalar. Hann starfaði mikið fyrir ungmennafélagið Framör í sveit sinni og var kjörinn heiðursfélagi þess árið 1975.
Maki: Margrét Ingibjörg Jóhannsdóttir 22.02.1903-18.08.1980) frá Skíðastöðum. Þau eignuðust fjögur börn.

Jóhann Guðmundsson (1898-1983)

  • S03250
  • Person
  • 29.05.1898-13.07.1983

Jóhann Guðmundsson, f. á Þrasastöðum 29.05.1898, d. 13.07.1983 á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Foreldrar: Guðmundur Bergsson bóndi á Þrasastöðum og kona hans Guðný Jóhannsdóttir. Jóhann ólst upp með foreldrum sínum. Hann nam búfræði á Hólum í Hjaltadal og lauk prófi þaðan vorið 1922. Þegar Jóhann var innan við tvítugt féll móðir hans frá. Faðir hans fékk ráðskonu til að sjá um heimilið og tókst að halda fjölskyldunni saman. Jóhann tók við búi á Þrasastöðum 1923 og bjó þar til 1935. Hann gengdi ýmsum trúnarstörfum og var m.a. skólanefndarformaður, hreppsstjóri, einn af stofnendum málfundafélagsins Vonar í Stíflu og formaður þess um árabil. Jóhann varð veill í lungum og mun það hafa átt þátt í því að hann brá búi árið 1935 og fluttist til Siglufjarðar. Þar starfaði hann við Kjötbúð Siglufjarðar og síðast hjá Síldarverksmiðjum Ríkisins.
Maki: (g. 31.3.1923) Sigríður Gísladóttir frá Ljótsstöðum. Þau eignuðust fimm börn.

Results 426 to 510 of 6397