Showing 15 results

Authority record
Búnaðarfélög

Búnaðarfélag Sauðárkróks

  • S03755
  • Association
  • 1927-1963

Búnaðarfélag Sauðárkróks var stofnað 3. október árið 1927.
Stofnfundarfélagar voru 17, meðal þeirra voru Kristján Gíslason, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, Snæbjörn Sigurgeirsson, Arnljótur Kristjánsson, Friðrik Hansen, Óskar Stefánsson, Guðmundur Sveinsson, Magnús Bjarnason, Halldór M. Vídalín, Magnús Halldórsson, Kristján Hansen, Ísleifur Gíslason, Haraldur Sigurðsson, Kr. P. Briem, Sigurgeir Daníelsson og Valgard Blöndal.
Þessir aðilar héldu með sér fund um stofnun Búnaðarfélags fyrir Sauðárkrókskauptún. Á fundinn var ennfremur mættur Vigfús Helgason búnaðarskólakennari og var fundarmönnum til leiðbeiningar og aðstoðar og var kosinn fundarstjóri. Hann lagði einnig fram frumvarp til laga fyrir félagið sem var að lokum samþykkt.
Í fyrstu stjórn Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps voru; Kr. P. Briem (formaður), Pétur Hannesson (gjaldkeri), Valgard Blöndal (ritari).
Alls 31 maður skrifaði undir þessi fyrstu lög Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps.
Samkvæmt lögum búnaðarfélagsins á stofnári þess var tilgangur félagsins að fá þá sem á félagssvæðinu búa til að bindast samtökum á grundvelli laga félagsins um að vinna að umbótum á öllum sviðum landbúnaðarins og vernda réttindi þeirra sem að því vinna. Félagið taldi sér einnig skylt að vinna að trjárræktar tilraunum innan sveitarfélagsins. Ennfremur vill félagið ná með því að vekja áhuga, styðja starfsemi og viðurkenna framkvæmdir með þvi að rækta jörðina með þeim aðferðum, tækjum og vinnubrögðum sem svara kröfum tímans og rannsóknir og tilraunir sýna að gefa bestann arð enda styrki félagið viðleitni félagsmanna í þá átt eftir föngum.
Að efla búfjárræktina með samtökum um kynbætur, búfjársýningar, tryggan ásetning og góða hirðingu búfjár.
Að vanda landbúnaðarafurðir, auka þekkingu á geymslu þeirra og hagnýtingu og vinna að því að auka gengi þeirra á markaðnum.
Að efla trjárækt og áhuga fyrir henni meðal félagsmanna, en einkum miði að því að fegra og prýða kauptúnið og umhverfi þess.
Að auka búnaðarþekkingu og menningu félagsmanna með öflum góðra bóka og fyrirlestru valinna manna.
Að ráða hæfa menn í þjónustu sína.
Búnaðarfélagið beitti sér fyrir að glæða áhuga bæjarbúa á matjurtarækt og grasrækt. Félagið keypti dráttarvél með jarðvinnslutækjum sem félagsmenn fengju lánað. Einnig beitti félagið sér fyrir byggingu kartöflugeymslu sem er í Kirkjuklaufinni á Sauðárkróki og var tekin í notkun 1937.

Búnaðarfélag Skarðshrepps

  • S03744
  • Association
  • 1886-1974

Búnaðarfélag Sauðárshrepps var stofnað 27. apríl árið 1886 í þinghúsi Sauðárhrepps. Fyrsti formaður félagsins var Þorleifur Jónsson á Reykjum og varaformaður Jón Guðmundsson í Brennigerði. Lögin voru á þá leið að þau heimiluðu öllum þeim búendum konum jafnt sem körlum að ganga í félagið. Tilgangur félagsins var að efla framfarir í búnaði, einkum jarðarbótum, auka og bæta heyfang sem og að tileinka sér rétta meðferð á áburði. Efla garðrækt, kynbætur á bústofni og húsbyggingar fyrir bæði menn og skepnur. Markmiðið var einni að læra rétta meðferð á hirðingu á hvers bústofns fyrir sig eftir eðli þess og ásigkomulagi.
Hver félagsmaður skal er skyldugur til að láta vinna að jarðarbótum á jörð sinni.
Styrkir þeir sem félagið vonast til að fá til eflingar í búnaði skal að nokkru leyti varið til kaupa á verkfærum sem er nýtt til jarðarbóta.
Árið 1933 eða 1934 var lögum félagsins breytt umtalsvert frá eldir sem voru dagsett 1910.
Þar með breyttist orðalag og hver tilgangur félgasins var.
Að fá þá sem á félagssvæðinu búa að vinna að umbótum á öllum sviðum landbúnaðarins og vernda réttindi þeirra sem að því vinna. Félagið telur skylt að vinna að trjáræktartilraunum innan sveitarfélagsins.
Tilgang sínum vill félagið ná með því að vekja áhuga, styðja við og viðurkenna framkvæmdir á bújörðum.
a) Að rækta jörðina með þeim aðferðum, tækjum og vinnubrögðum sem svara kröfum nútímans.
b) Að efla búfjárrækina með samtökum og kynbótum, búfjársýningum, tryggilegum ásetningi og góðri hirðingu búfjársins.
c) Að vanda landbúnaðarafurðir og auka þekkingu á ........ hagnýtingu og vinna að því að auka gengi þeirra á markaðinum.
d) Að efla búfjárrækt og auka áhuga fyrir henni meðal félagsmanna og einkum miða að því að fegra og prýða heimilin og sveitina.
e) Að auka búnaðarþekkingu og menningu félagsmanna með öflum góðra bóka og fyrirlestri valinna manna.
f) Að ráða hæfa menn í þjónustu sína.
g) Að vera í búnaðarfélagi Íslands og sambandi við þau og eftir föngum við aðrar stofnanir sem eru að vinna að sama markmiði.

Eftirtaldir samþykktu lögin og voru stofnfélagar búnaðarfélagsins.
Jón Guðmundsson, Brennigerði. Kristján Hansen, Sauðá. Sveinn Sölvason, Skarði. Stefán Stefánsson, Veðramóti. Björn Jónsson, Heiði. Ólafur Andrésson, Meyjarlandi. Björn Þorbergsson, Fagnanesi. Benedikt Sölvason, Ingveldarstöðum. Jóhannes Ólafsson sýslumaður, Gili. Þorleifur Jónasson formaður, Reykum.

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • S 07340
  • Association
  • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03703
  • Association
  • 1888-1984

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn og einn til vara. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson, Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon, Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason, Írafelli og Jón Guðmundsson, Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03703
  • Association
  • 1888-1984

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason Írafelli og Jón Guðmundsson Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Búnaðarfélag Óslandshlíðar*

  • S03694
  • Organization
  • 1945 - 1976

Fundagerðabók segir ekkert um uppruna félagsins né framvindu félagsins eftir 1976. En fram kemur í fundagerð 12 mars 1972 ap fundur er haldin sameiginllegur með Búnaðarfélagi Hofshrepps.

Búnaðarfélag Haganeshrepps

  • S03689
  • Organization
  • 1924 - 1983

Gjörðabók í safni segir ekki uppruna félagsins né framhald eftir 1983. Svo þær upplýsingar bíða seinni tíma.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að koma á jarðarbótum og framförum í búnaði í hreppnum.
Í gjörðabók Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir svo;

  1. gr
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpenings, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að men haldi verktöflur og búreikninga.
  2. gr
    Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
    Árið 1930 var samþykkt frumvarp til breytinga á 2. grein laga félagsins og er hún svohljóðandi:
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum.

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • S03685
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd

Búnaðarfélag Akrahrepps

  • S03679
  • Association
  • 1890 - 1978

Á fundi að Stóru - Ökrum 17. júní 1886 á 75 ára afmæli Jóns Sigurðssonar voru samþykkt lög handa Jarðabótafélagi Akrahrepps er Ólafur Briem stúdent á Frostastöðum hafði samið frumvarp til laga og á þeim fundi var hann kosinn formaður félagsins. Vorið 1887 flutti Ólafur og var þá séra Einar Jónsson á Miklabæ kjörinn formaður til vorsisn 1989 er hann flutti . En á þessu márum var svolítið unnið að jarðabótum en eigi þótti til neins að sækja opinberan styrk hans búnaðarfélaginu enda engum skýrslum safnað um störf þess. Vorið 1989 var Þorvaldur Arason bóndi á Flugumýri kosinn formaður og safnaði formaður skýrslu um jarðabótafélagið saman og sendi til sýslunefnadar og sótti um styrk handa félaginu sem fékk 42 kr. úr landssjóði. 1890 var samþykkt að ráða búfræðing til félagsins Páll Ólafsson í Litladalskoti, síðan árið 1891 voru þeir orðnir tveir er Guðmundur búfræðingur er staddur var á fundinum var ráðinn.

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • IS-HSk
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd.

Framræslu og áveitufélagið - Akrahreppi

  • S03675
  • Organization
  • 1932

Gögnin innihalda, frumvarp til laga fyrir félagið það segir að tilgangur félasins er að bæta engjalönd þeira jarða sem taldar eru í gr.2 Hjaltastaði, Hjaltastaðakot, Hjaltastaðahvamm, Frostastaði, Ystu- Grund, Syðri - Brekkur, Ytri - Brekkur, með framræslu og áveitu. Vatn til áveitunnar skal tekið úr Héraðsvötnum og Þverá.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að styðja við umbætur og efla framfarir í landbúnaði í hreppnum, einnig hafa eftirfylgni með jarðvinnslu og framkvæmdum á bújörðum. Fyrsti fundur hins nýstofnaðs félags var haldinn á Fjalli og mættu meirihluti þeirra bænda í Seyluhreppi er ætluðu að ganga í búnaðarfélag sem átti að koma á fót fyrir alla Skagafjarðarsýslu árið 1882.
Í 2. gr. gjörðabókar Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir að tilgangur félagsins sé að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpeningi, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að menn haldi verktöflur og búreikninga.
Ennfremur segir í 3. gr laganna.
Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
Þann 7.2.1930 var samþykkt frumvarp til breytingar á 2. gr laga félagsins.
Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum

Búnaðarfélag Holtshrepps

  • S03658
  • Organization
  • Ekki vitað

Búnaðarfélag Holtshrepps í Fljótum, ekki er vitað um stofnár eða hver var stofnandi félagsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að hverskonar framförum og umbótum í búnaði, svo og jarðrækt, búfjárrækt, húsabótum og fl. Meðal annars keypti félagið vélar og tæki til jarðræktunar sem bændur höfðu aðgang að og einnig sá félagið um að kaupa kartöfluútsæði, fræ og áburð. Búnaðarfélag Holtshrepps gerðist síðar aðili að búnaðarsambandi Skagfirðinga árið 1945.
Ekki fundust upplýsingar um hvort félagið sé ennþá starfandi.