Showing 8 results

Authority record
Skagafjörður Lestrarfélög

Lestrarfélag Fellshrepps

  • S03716
  • Organization
  • 1918 - 1974

Árið 1918, 24.nóv komu menn saman í Þinghúsi Fellshrepps í því tilefni að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins hafði boðað Friðrik Guðmundsson á Bræðraá. Fyrstu starfsmenn Friðrik Guðmundsson Bræðraá, Jóhann Jónsson Glæsibæ, Eiður Sigurjónsson Skálá. Tilgangur félagsins er að auka fróðleik og lestrarfýsn í sveitinni. Fram kemur í gjörðabók að 22. des.1956 brann íbúðarhúsið á Skálá en þar voru bækur félagssins geymdar. Alls brunnu 670 bindi og tveir bókaskápar. Safnið var brunatryggt.

Lestrarfélag Goðdalasóknar

  • S03736
  • Association
  • 1909 - 1979

Í elstu gjörðabók í þessu safni segir í upphafi að aðalfundur Lestrarfélags Goðdalssóknar haldin að Goðdölum 31.maí 1909. Málefni fundar voru, endurskoðun og samþykktir reikningar félagsins og kosin stjórn til næsta árs þeir sömu sem síðastliðið ár. Þessi bók er því trúlega ekki stofnfundarbók félagsins og lestrarfélagið því greinilega eldra en þetta safn sýnir. Eins og segir í lögum félagsins þá er tilgangurinn að auka menntun og þekkingu félagsmanna, glæða hjá þeim félagsanda og framfarahug og efla ánægju þeirra. Til að ná þeim tilgangi sínum er vert að útvega eins mikið af bókum sem séu skemmtandi, fræðandi og vekjandi. En í lok sömu bókar segir: Með aðalfundi Lestrarfélags Goðdalsóknar árið 1956 verða þáttaskil í sögu félagsins. Þá hefur Alþingi sett ný lög um bókasöfn og lestrarfélög og eru þau að koma til framkvæmda. Þar með er myndað embætti bókafulltrúa. Samkvæmt þeim lögum hefur hreppsnefnd Lýtingstaðarhrepps skipað einn mann í stjórn félagsins ( Rósmund G Ingvarsson).

Lestrarfélag Hofshrepps

  • S03704
  • Association
  • 1880-1945

Lestrarfélag Hofshrepps hóf starfsemi sína um sumarmál árið 1880 á Hofsósi, alls voru stofnfélagar voru 35. Félagið var heimilt sérhverjum í hreppnum, karli eða konu sem er svo sjálfstæð(-ur) að efnum að viðkomandi geti borgað árstillag sitt sem ákveðið var 1 króna.
Aðaltilgangur félagsins eins og segir í 4. gr. laga félagsins er að efla sem mest framfarir manna í andlegu og verklegu tilliti. Á aðalfundi skal tala sig saman um hverjar helst bækur skal kaupa á því ári eftir því sem efni félagsins leyfir og skal bókaútvegsmaður láta sér annt um að nálgast þær með sem minnstum kostnaði hjá bókasölumönnum. Skyldu einhverjir félagsmenn vilja selja félaginu nytsamar bækur skal reyna að semja um verð þeirra á aðalfundi. Bókavörður skal sjá um útlán allra bóka til félagsmanna og tiltaka hve lengi hver maður skal hafa sér hverja bók til yfirlesturs í einu. Tillög félagsmanna skal féhirðir hafa innheimt og afhent bókaútvegsmanni fyrir lok júlímánaðar ár hvert, sömuleiðis sektargjald fyrir töpun eða skemmdir viðkomandi bóka og önnur brot gegn lögum þessum. Meðal stofnenda lestrarfélagsins voru Sigmundur Pálsson, Jóhann Jón Guðmundsson, Þorsteinn Kristjánsson, Jón Jónsson, Jón Þorsteinsson, Ásgrímur Jónsson ofl.

Lestrarfélag Hólahrepps

  • S03738
  • Association
  • 1885 - 1964

Á hreppsfundi að Hólum 30. apríl 1885 var af skólastjóra Jósef J Björnsson ( stendur Bjarnason í bók ) borin upp sú uppástunga að stofna Lestrafélag í Hólahreppi, var því máli vel tekið af mörgum og 10 fundarmenn létu skrá sig sem meðlimi félagsins. Drög að lögum félagsins voru svo borin upp 28. júní af Þorgils Þorgilssyni, búfræðingi á Hólum en þau hafði Jósef Bjarnason samið og voru samþykkt með nokkrum breytingum ein og segir í fundagerðabók þessa tíma. ( A). Í lögum segir 2.gr það skal vera augnamið og tilgangur félagsins að efla menntun og menntunnarfýsn hjá hreppsbúum með því ða gefa þeim kost á að fá íslenskar bækur, blöð og tímarit til að lesa með mjög litlum kostnaði.

Lestrarfélag Holtshrepps

  • S03659
  • Association
  • ódags.1911

Lestrarfélag Holtshrepps var stofnað 1911, stofnfundur félagsins var haldinn 25. janúar 1912.
Tilgangur félagsins var að standa undir bókakaup og halda utan um útlán á bókum til félagsmanna, auk þess sem velgjörðamenn félagsins gáfu því bækur og lestrarefni. Félagsmenn voru 22 árið 1916. Á aðalfundi þann 29. október 1922 kom fram tillaga að breyta félaginu í hreppsbókasafn og var hún samþykkt.

Lestrarfélag Mælifellsprestakalls ( Neisti )

  • S03735
  • Association
  • 1878 - 1978

Í febrúarmánuði 1878 senda þeir Jón Jónsson á Mælifelli og Árni Eiríkssn á Sölvanesi skriflegt ávarp til nokkurra ungra manna í Lýtingstaðahrepp, þess efnis að fá þá að ganga í lestrarfélag og fékk það 13 áskrifendur. Sömdu þeir síðan frumvarp til laga fyrir félagið. Kvöddu síðan til fundar að Mælifellsá hinn 3. dag maímánaðar og mættu á honum aðeins 9. Til fundastjóra var kosin Árni Eiríksson á Sölvanesi og til skrifara Jón Jónsson Mælifelli, lagafrumvarp var rætt ítarlega og samþykkt í einu hljóði. Það er 31 desember 1878 sem haldin er aukafundur í Lestrarfélaginu "Neista" mættu á fundinn 15 manns.
Skráð fundagerð frá 1978, Item 3, þar segir meðal annars aftast í bók : Lögð hefur verið fram tillaga stjórnar um að afhenda hreppnum bókasafn félagsins. Safnið er nú nær eingöngu fjármagnað af hreppsfé fyrir liggur að ráða bót á húsakynnum safnsins og því þykir stjórn eðlilegt að safnið verði í eign og umsjón Sveitafélagsins. Ef áður nefnd tillaga nær fram að ganga er æskilegt að fundargestir móti sér skoðun á framtíðarhlutverki félagsins, hbort því ljúki með þessu eða hvort finna megi ný verkefni. Uppkast 15.10. 1978. Ekki er vitað meira um framvindu félagsins í þessum gögnum.

Lestrarfélag Reykjastrandar

  • S03746
  • Association
  • 1.12.1929 - 1.2.1948

Lestrarfélag Reykjastrandar var stofnað 1. desember 1929 að Hólakoti, stofnfélagar voru 27. Í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir Pétur Jónasson Reykjum, Magnús Hálfdánarsson Hólkoti og Maron Sigurðsson Hólakoti. Þann 23. nóvember 1930 var haldinn fyrsti fundurinn að Daðastöðum. Á fyrsta aðalfundi hins nýstofnaðs félags segir að "Þar sem að þetta var fyrsti aðalfundur félagsins voru lög þess innfærð sem gildandi lög fyrir félagsmenn þess, með einhljóða samþykktum félagsmanna".
Í sömu fundargerð segir ennfremur að einn maður var kosinn í stjórn félagsins og hlaut Jón Þorkelsson Ingveldarstöðum kosningu. Fundarmenn ákváðu einnig eftir alllangar umræður að kjósa skemmtinefnd sem var ætlað að efla hag félagsins, þau sem voru kosin í þessa nefnd voru;
Jóhanna Sigurðardóttir Hólakoti,
Sigurbjörg Hálfdánardóttir Hólakoti,
Pétur Jónasson Reykjum,
Jón Þorkelsson Ingveldarstöðum og Skafti Sigurfinnsson frá Meyjarlandi.
Einnig var Árni Þorvaldsson Hólakoti kosinn bókavörður.