Showing 6 results

Authority record
Organization Lestrarfélög

Lestrarfélagið Mímir

  • S03711
  • Organization
  • 1915 - 1944

Ár 1915, 28 nóvember komu nokkrir menn saman í þinghúsinu í Haganeshreppi í tilefni af því að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins höfðu boðað Benedikt Guðmundsson, Syðstumói og Guðmundur Jónsson Austarihóli. Með einróma samþykki fundarmanna var svo lestrarfélagið stofnað og hlaut þegar í stað nafnið Mímir. Benedikt Guðmundsson Syðstamói var kosin formaður, Jón Jónasson Haganesvík ,bókavörður og Eirikur Jóhannesson gjaldkeri.

Lestrarfélag Staðarhrepps

  • S03691
  • Organization
  • 1924 - 1997

Stofnfundur Lestrarfélags Staðarhrepps, haldinn að Reynistað 25. janúar 1924.
Fundarboðendur voru, Hr. Alþingismaður, Jón Sigurðsson, Reynistað. Hr. Bjarni Þorleifsson, Sólheimum. Hr. Árni J Hafstað, Vík. Hr. Jón Sveinsson, Hóli. Fundinn setti alþingismaðurinn Jón Sigurðsson og bar fram tillögu um að Árni J Hafstað yrði kosinn fundarstjóri og var hún samþykkt í einu hljóði. Fundastjóri kvaddi sér skrifara Guðmund Gíslason og þá lýsti fundastjóri því yfir að orðið væri heimilt hverjum er vildi. Voru lög félagsins þá lesin upp af framsögumanni málefnisins Bjarna Þorleifssyni, Sólheimum en þar segir m.a. 2 gr. Tilgangur félagsins er að veita meðlimum sínum sem fjölbreyttasta fræðslu og ódýra skemmtun. Bókaskápur fyrir bækur félagsins gaf alþingmaður Jón Sigurðsson.
Í fundagerð 25 febrúar 1997 kemur stjórn Lestrarfélagsins saman til fundar til að fara yfir stöðuna í félaginu og þar segir: Stjórn Lestrarélags Staðarhrepps beinir því til Hreppsnefndar Staðarhrepps að barnabækur lestrarfélagsins verði afhentar sameinuðu skólastarfi Varmahlíðarskóla. Kynnt var nýtt frumvarp til laga um almenn bókasöfn og þar er m.a. gert ráð fyrir að skipting í héraðs - bæja og hreppsbókasöfn verði aflögð og lágmarks fjárframlög sveitafélaga til almenningsbókasafna falli niður. Undirritað Ingibjörg Hafstað. Sigurður Baldursson. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sólveig Arnórsdóttir. Hér endar saga félagins.

Lestrarfélag Seyluhrepps

  • S03666
  • Organization
  • 1923

Þriðjudaginn 6. nóv. 1923 var stofnfundur Lestrarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Á fundinum voru 10 manns mættir. Haraldur Jónasson setti fundinn og var hann kosin fundarstjóri og nefndi hann til skrifara Bjarna Halldórsson. Fundarstjóri gat þess að á síðastliðnu vori á hreppaskilaþingi höldnu á Brautarholti hefði hann vakið máls á því hvort eigi væri reynandi að stofna lestrarfélag í hreppnum þar sem ekkert slíkt félag væri starfandi í hreppnum. Tóku menn vel í málið og var kosin þriggja manna nefnd til að að semja uppkast að lögum fyrir félagið og sjá um stofnun þess. Bjarni Halldórsson á Völlum. Eiríkur Guðmundsson Ytra - Vallholti og Haraldur Jónasson Völlum.
Lög Lestarfélag Seyluhrepps samþykkt á stofnfundi félagsins 6. nóv. 1923.
Föstudaginn 25. nóvember. 1955 var haldin fundur í Lestrarfélagi Seyluhrepps að Varmahlíð. Haraldur Jónasson setti fundinn og stýrði honum og setti til ritara Sr. Gunnar Gíslasson. Formaður skýrði frá hinum nýju bókasafnslögum og hvað það verkefni þessa fundar að taka ákvörðun um framtíðarskipan í lestrarfélaginu með tillit til hinna nýju laga. Fundurinn samþykkti að halda Lestrarfélagi Seyluhrepps áfram í sama formi og verið hefur. Til tals kom að fá húsnæði undir bækur félagsins hjá A. Lindemann í Varmahlíð í húsi sem hann er að reisa. Lindemann gaf góðar vonir um að úr þessu gæti orðið.
Upplýsingar teknar úr gjörðabók er liggur í E00039 A.

Lestrarfélag Hvammsprestakalls

  • S03686
  • Organization
  • 1902 - 1960

Á nýársdag 1902 áttu nokkrir menn fund með sjér að Hvammi í Laxárdal, að lokinni guðsþjónustugjörð þar. Tilefni var að ræða um stofnun Lestrarfélags fyrir Hvammsprestakalls og fékk að hinar bestu undirtektir. Tólf menn gengu þá þegar í félagið. Í stjórn voru kostnir Séra Björn L Blöndal, Guðvarður Magnússson, Jóhann Sigurðsson. Hinn 3. januar átti Lestrarfélagið 18 bækur. Tilgangur félagsins er að glæða og auka lestrar - og fróðleiksfýsn í prestakallinu og hafa menntandi áhrif á félagsmenn. Lögin voru samþykkt á fundi á
Skefilsstöðum hinn 1.maí 1902. Segir í fundagerðabók. Ekki er vitað hvernig framhald félagsins varð.

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar

  • S03630
  • Organization
  • 1905 - 1931

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar. Óvíst um stofndag.
Uppfært 22.11.2023 LVJ.
Í Fundargjörðabók kemur fram að Lestrarfélag Flugumýrarsóknar var stofnað í nóvember 1905 á fundi í Réttarholti hafði verið boðað til hans af Eiriki Albertssyni og Jóni Rögnvaldssyni. Stofnendur voru rúmir 40. Voru þá samið og samþykkt lög fyrir félagið þau er nú gilda ( eins og segir í gjörðabók). Sumarið 1907 brann gjörðabók félagsins sem í höfðu verið skrifaðar fundargjörðir þess frá því það var stofnað. Síðan hefir engin gjörðabók verið haldin fyrir félagið. 1910 var ákveðið á fundi að kaupa gjörðabók fyrir félagið.
Ekki er vitað um félagið í framhaldinu en það kemur fram í Gjörðabók Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan að fyrrverandi félagar Lestrarfélags Flugumýrarsóknar mættu á fund 1969 og rædd var sameining félagana.

Lestrarfélag Fellshrepps

  • S03716
  • Organization
  • 1918 - 1974

Árið 1918, 24.nóv komu menn saman í Þinghúsi Fellshrepps í því tilefni að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins hafði boðað Friðrik Guðmundsson á Bræðraá. Fyrstu starfsmenn Friðrik Guðmundsson Bræðraá, Jóhann Jónsson Glæsibæ, Eiður Sigurjónsson Skálá. Tilgangur félagsins er að auka fróðleik og lestrarfýsn í sveitinni. Fram kemur í gjörðabók að 22. des.1956 brann íbúðarhúsið á Skálá en þar voru bækur félagssins geymdar. Alls brunnu 670 bindi og tveir bókaskápar. Safnið var brunatryggt.