Austurdalur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Austurdalur

Equivalent terms

Austurdalur

Associated terms

Austurdalur

1 Authority record results for Austurdalur

1 results directly related Exclude narrower terms

Valgerður Pálsdóttir (1790-1870)

  • S01712
  • Person
  • 25. apríl 1790 - 1. júlí 1870

Valgerður fæddist árið 1790 í Kaupangi í Kaupangssveit. Faðir: Páll Guðmundsson bóndi í Fífilgerði og Þórustöðum í Kaupangssveit. Móðir: Ingibjörg Hallgrímsdóttir húsfreyja í Fífilgerði. Valgerður ólst upp hjá foreldrum móður sinnar og fermdist frá þeim með ágætum vitnisburði 1804. Hún var vinnukona á Hrappsstöðum í Bárðadal 1809-10, á Ljósavatni í Ljósavatnsskarði 1811-12, á Eyjardalsá í Bárðardal 1814-15, á Gilsbakka í Hvítársíðu 1816-17, bústýra í Hóli á Álftanesi 1817-18, húskona í Sjávargötu á Álftanesi 1819-20, vinnukona hjá foreldrum sínum á Þórustöðum 1820-21, í Hvassafelli í Saurbæjarhreppi 1821-22, á Akureyri 1822-23, á Krithóli 1825-26, á Stóra-Vatnsskarði 1826-27, á Þingeyrum 1827-28, á Sæunnarstöðum í Hallárdal 1828-30, á Hróarsstöðum á Skagaströnd 1830-31, á Strjúgsstöðum í Langadal 1831-32, á Borgarlæk á Skaga 1834-35, á Hrauni á Skaga 1835-36, í Mánavík á Skaga 1836-37, á Silfrastöðum 1837-38, bústýra hjá Guðmundi á Vöglum 1838-39, vinnukona á Einarsstöðum í Kræklingahlíð 1839-40. Bjó með þáverandi eiginmanni sínum, Guðmundi Guðmundssyni 1840-56 (þar af 1840-45 á Minni-Ökrum), Stekkjarflötum 1845-46, Stigaseli 1846-47, á Miðhúsum í Austurdal 1847-53, og Stigaseli aftur 1853-56 en var hjá Kristmundi syni sínum í Efra-Ási 1856-57, á Sviðningi 1857-59, á Sæunnarstöðum 1859-61 og á Vakursstöðum 1861 til æviloka.
Eiginmaður 1: Daníel Jónsson (1782- eftir 1829) vinnumaður á Hrappsstöðum í Bárðardal. Skildu með dómi. Áttu ekki barn saman.
Eiginmaður 2: Guðmundur Guðmundsson (1796-1873).
Valgerður átti börn með Páli Sigurðssyni (1769-1846): Sigurður (f. 1818), Þuríður (f. 1819).
Valgerður átti barn með Þorbergi Þorbergssyni (1801-1868): Kristmundur Frímann (f. 1829). Valgerður var alsystir fyrri eiginkonu Þorbergs.
Valgerður lýsti Ólaf Jónsson vinnumann á Efri-Mýrum í Refasveit föður að Kristmundi en hann neitaði og var Þorbergur dæmdur faðir að drengnum "og það víst með réttu".
Valgerður dó 1870 á Vakursstöðum í Hallárdal.