Bláskógaheiði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • "Bláskógar er svæðið norðan, vestan og sunnan Þingvallavatns, þ.e. Þingvallaskógur og Þingvallahraun, allur sigdalurinn, skógi og kjarri vaxinn. Nafnið er talið stafa af dökkum, blágrænum lit sem stundum slær á birkikjarrið á þessu svæði, t.d. í skúraveðri.Bláskógar við Þingvelli eru nefndir í Íslendingabók þar sem þess er getið að maður að nafni Þórir kroppinskeggi sem land átti í Bláskógum hafði orðið sekur um morð á þræl eða leysingja. Talið er líklegt að Þórir hafi búið á þeirri jörð sem síðar varð Þingvöllur. Land hans varð þess vegna allsherjarfé og lagt til alþingis. Í Landnámabók er nefndur Grímkell goði í Bláskógum og einni gerð Landnámu er nefnd Skálabrekka („þar sem nú heitir Skálabrekka í Bláskógum“). Í Ölkofra þætti er Þórhallur ölkofri sagður búa í Bláskógum á Þórhallsstöðum. Ölkofrahóll er nú nefndur á milli Þórhallsstaða og Skógarkots. Síðast var búið á Þórhallastöðum (Þórhallsstöðum) um 1704. Þeir eru ekki oft nefndir í síðari alda heimildum, t.d. hvorki í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns né sýslu- og sóknalýsingum Bókmenntafélagsins frá um 1840. Bláskógaheiði er nefnd í Íslendingasögum og í Sturlungu og svo nefndist afrétturinn norður og vestur af Þingvöllum öldum saman. Það nafn setti Björn Gunnlaugsson á Íslandskort sitt 1844 sem annað nafn á Gagnheiði. Í bók Björns Th. Björnssonar, Þingvellir – staðir og leiðir, er kort yfir Bláskóga: Þingvelli, þjóðgarð og nágrenni."

Display note(s)

  • Bláskógar er svæðið norðan, vestan og sunnan Þingvallavatns, þ.e. Þingvallaskógur og Þingvallahraun, allur sigdalurinn, skógi og kjarri vaxinn.

Hierarchical terms

Bláskógaheiði

Equivalent terms

Bláskógaheiði

Associated terms

Bláskógaheiði

1 Archival descriptions results for Bláskógaheiði

1 results directly related Exclude narrower terms