Borgarey

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Borgarey

Equivalent terms

Borgarey

Associated terms

Borgarey

4 Authority record results for Borgarey

4 results directly related Exclude narrower terms

Árni Jónsson (1839-1888)

  • S003618
  • Person
  • 12.11.1839-02.03.1888

Árni Jónsson, f. á Hauksstöðum í Vopnafirði 12.11.1839, d. 02.03.1888 í Borgarey. Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi og smiður á Hauksstöðum. og Arnjbörg Arngrímsdóttir. Er Árni var fullorðinn fór hann utan til Kaupmannahfanar til trésmíðanáms og vann þar að loknu námi. Flutti svo til Vopnafjarðar og vann þar að smíðum. Árið 1878 ætlaði hann til Vesturheims. Þegar hann kom á Sauðárkrók hitti hann séra Jakob Benediktsson, er þá var að byggja stofu á Miklabæ, og fékk Árna til að fresta för og taka að sér bygginguna. Varð það til þess að Árni ílengdist í Skagafirði. Byggði hann m.a. bæinn í Glæsibæ, kirkju í Goðdölum og bæinn á Flugumýri. Þar taldist hann til heimilis um hríð og þar næst á Hólum í Hjaltadal og Syðra-Vallholti. Hann keypti Borgarey í Vallhólmi og var bóndi þar 1886-1888 og andaðist þar.
Maki: Guðrún Þorvaldsdóttir frá Framnesi (1854-1924). Þau eignuðust 3 börn. Guðrún giftist síðar Pétri Gunnarssyni, bónda á Stóra-Vatnsskarði.

Ingibjörg Árnadóttir (1883-1979)

  • S02703
  • Person
  • 17. sept. 1883 - 1. ágúst 1979

Foreldrar: Guðrún Þorvaldsdóttir frá Framnesi og Árni Jónsson b. og snikkari í Borgarey í Vallhólmi. Árni lést þegar Ingibjörg var aðeins fimm ára gömul. Móðir hennar kvæntist aftur, Pétri Gunnarssyni á Stóra-Vatnsskarði. Um tvítugsaldur settist Ingibjörg í kvennaskóla á Akureyri og lauk þar námi. Eftir það stóð hún fyrir búi hjá Árna bróður sínum á Stóra-Vatnsskarði þar til hann kvæntist. Hún tók í fóstur frænku sína, Guðrúnu Þorvaldsdóttur, þær fluttu til Reykjavíkur árið 1945 og bjó Ingibjörg þar til æviloka.

Sveinn Gunnarsson (1858-1937)

  • S02972
  • Person
  • 27. júlí 1858 - 4. ágúst 1937

Foreldrar: Gunnar Gunnarsson bóndi í Syðra-Vallholti og k.h. Ingunn Ólafsdóttir. Ólst upp með þeim fyrst í stað en fór svo í vinnumennsku. Sveinn var bóndi í Borgarey 1878-1885, Syðra-Vallholti 1885-1888, Bakka í Hólmi 1888-1893 og á Mælifellsá 1893-1909. Dvaldi í Dölum og í Borgarfirði 1909-1917, lengst af í lausamennsku. Kaupmaður í Reykjavík 1917-1924 og á Sauðárkróki 1924 til æviloka. Skrifaði tvær bækur, Veraldarsögu 1921 og Ævisögu Karls Magnússonar 1905.
Maki: Margrét Þórunn Árnadóttir (1855-1928). Þau eignuðust 13 börn og dóu tvö þeirra ung.

Þorvaldur Pétursson (1890-1924)

  • S02704
  • Person
  • 11. júní 1890 - 11. maí 1924

Foreldrar: Pétur Gunnarsson bóndi á Stóra-Vatnsskarði og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir. Ólst upp hjá foreldrum sínum í Borgarey, Löngumýri og síðast á Stóra-Vatnsskarði. Bóndi þar 1917-1924. Lést úr lungnabólgu langt um aldur fram. Ókvæntur og barnlaus.