Borgarfjörður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Borgarfjörður

Equivalent terms

Borgarfjörður

Associated terms

Borgarfjörður

10 Authority record results for Borgarfjörður

10 results directly related Exclude narrower terms

Bjarni G. Bachmann (1919-2010)

  • S03079
  • Person
  • 27. apríl 1919 - 13. jan. 2010

Fæddur og uppalinn í Borgarnesi. Eiginkona Bjarna var Anna Þórðardóttir hárgreiðslukona frá Ísafirði, þau eignuðust fjögur börn. ,,Eftir að skólagöngu lauk þar fór hann í Héraðsskólann í Reykholti 1935-1937, síðan í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og fyrir hans tilstuðlan fór hann í Íþróttakennaraskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni. Hann sótti einnig íþróttanámskeið í Svíþjóð. Bjarni kenndi á vegum UMFÍ og ÍSÍ á Vestfjörðum og hjá Héraðssambandi Skarphéðins. Frá 1947 til 1961 kenndi hann við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar, bæði íþróttir og bóklegar greinar. Frá 1961 til 1979 kenndi hann einnig íþróttir og bóklegar greinar við barna- og miðskóla Borgarness. Þegar Bjarni starfaði á Ísafirði þjálfaði hann í mörgum greinum íþrótta, m.a. þjálfaði hann fimleikaflokk sem ferðaðist víða um land með sýningar. Í Borgarnesi þjálfaði hann meðal annars unglingalið Skallagríms í körfubolta og gerði annan og þriðja flokk karla að Íslandsmeisturum. Á sumrin vann hann ýmsa sumarvinnu eins og t.d. vegavinnu og byggingarvinnu. Bjarni var formaður sóknarnefndar Borgarneskirkju um árabil. Árið 1969 var hann ráðinn forstöðumaður í Safnahúsi Borgarfjarðar. Þar vann hann til 1994 er hann lét af starfi vegna aldurs. Bjarni hafði mikinn áhuga á ættfræði og sögu Borgarness, og skráði mikið á því sviði. Eftir að hann lét af störfum hóf hann skráningu húsa sem reist höfðu verið í Borgarnesi frá upphafi byggðar til ársins 1930 og hverjir höfðu verið ábúendur þar, hann myndaði einnig húsin sem enn voru til á þeim tíma sem hann vann að þessu hugðarefni sínu. Bjarni var félagi í Oddfellowstúkunni Gesti á Ísafirði og síðar Agli á Akranesi. Þá var hann félagi í Rotaryklúbbi Borgarness."

Einar Eylert Gíslason (1933-2019)

  • S03110
  • Person
  • 5. apríl 1933 - 5. sept. 2019

For­eldr­ar hans voru Gísli Eylert Eðvalds­son hár­skera­meist­ari og Hulda Ein­ars­dótt­ir. ,,Ein­ar lauk bú­fræðiprófi frá Hvann­eyri vorið 1951, var í verk­legu bú­fræðinámi í Dan­mörku og Svíþjóð næstu tvö árin og út­skrifaðist bú­fræðikandí­dat frá Hvann­eyri 1955. Ráðunaut­ur í naut­griparækt fyr­ir Naut­griparækt­ar­sam­band Borg­ar­fjarðar 1955-58, bóndi á Stóra-Hrauni í Kol­beinsstaðahreppi 1958-60, bú­stjóri og til­rauna­stjóri fjár­rækt­ar­bús­ins á Hesti í Borg­ar­f­irði 1960-74, héraðsráðunaut­ur hjá Búnaðarsam­bandi Skag­f­irðinga 1974-84 og bóndi á Syðra-Skörðugili 1974-2000 og stundaði sauðfjár­rækt, hross­a­rækt og loðdýra­rækt. Ein­ar var mik­ill frum­kvöðull í fé­lags­starfi bænda. Hann sat í stjórn Fé­lags hrossa­bænda frá stofn­un 1975, var formaður þess 1984-93, sat í stjórn Sam­bands ís­lenskra loðdýra­rækt­enda í 13 ár og var formaður þess 1984-93. Hann var fram­kvæmda­stjóri Hross­a­rækt­ar­sam­bands Skag­f­irðinga 1974-84 og síðan formaður til 1993, vann að stofn­un Loðdýra­rækt­ar­fé­lags Skag­f­irðinga og var formaður þess fyrstu níu árin. Var stofn­andi og formaður Fé­lags hrossa­bænda í Skagaf­irði 1975-94, aðal­hvatamaður að stofn­un fóður­stöðvar­inn­ar Mel­rakka hf. á Sauðár­króki og stjórn­ar­formaður henn­ar fyrstu fimm árin, vann að stofn­un Fé­lags sauðfjár­bænda í Skagaf­irði og sat í stjórn fyrstu sex árin. Ein­ar var jafn­framt aðal­hvatamaður að stofn­un Lands­sam­taka sauðfjár­bænda og sat í stjórn fyrstu árin."
Maki: Ásdís Sigurjónsdóttir (1949-, þau eignuðust fjóra syni. Fyrir átti Einar kjördóttur.

Kjartan Bergmann (1911-1999)

  • S03085
  • Person
  • 11. mars 1911 - 17. des. 1999

Fæddist 11. mars 1911 á Flóðatanga í Stafholtstungum í Borgarfirði. Hann bjó lengst af á Bragagötu 30 í Reykjavík en var síðast til heimilis á Skúlagötu 20 í Reykjavík.
Maki: Helga Kristinsdóttir, þau eignuðust þrjú börn. ,,Kjartan byrjaði 7 ára gamall að æfa íslenska glímu við bróður sinn sem var þremur árum eldri. Eftir almenna sveitaskólakennslu fór hann að æfa frjálsar íþróttir og sund. Hann var í íþróttaskólanum í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni 17 ára gamall. Síðan æfði hann glímu og fimleika hjá Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara í Ármanni. Kjartan var kjörinn formaður UMF Stafholtstungna í Mýrasýslu 18 ára frá 1929-1931, og hóf þá félagsmálastarfsemi sína, sem hann hélt ætíð síðan. Kjartan gerðist bóndi á Sigmundarstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði 22 ára með föðursystur sinni, Kristínu Kjartansdóttur, og bjó þar frá 1933-1938. Þegar Kjartan fluttist suður til Reykjavíkur gerðist hann lögreglumaður þar 1939-1942. Hann gerðist glímu- og sundkennari hjá ÍSÍ og fræðslumálastjórn víða um land 1942-1945, og svo framkvæmdastjóri ÍSÍ 1945-1951. Árið 1951 gerðist hann yfirskjalavörður Alþingis og starfaði hann þar til ársins 1982. Ásamt sínu aðalstarfi á Alþingi var íslenska glíman og ýmis störf innan íþróttahreyfingarinnar áfram hans hjartans mál. Hann var kosinn formaður Glímusambands Íslands á stofnfundi þess, 11. apríl 1965. Hann baðst undan formennsku 1970, en var kosinn aftur formaður 1974-1975 og vann þá að undirbúningi að för glímuflokks til Kanada sumarið 1975 í tilefni 100 ára afmælis landnáms Íslendinga í Vesturheimi. Kjartan Bergmann var aðalstofnandi Ungmennafélagsins Víkverja í Reykjavík 1964, og kennari þar til margra ára, og síðar kosinn heiðursfélagi. Einnig var hann kjörinn heiðursfélagi Glímusambands Íslands 1981 og Íþróttasambands Íslands 1992. Á ferli sínum sem glímumaður vann hann til flestra þeirra verðlauna sem íslenskur glímumaður getur unnið til, en aðalsmerki hans var að glíma fallega og drengilega glímu. Árið 1993 réðst Kjartan í það þrekvirki að gefa út bókina stóru sem hann og samdi, Íslensk glíma og glímumenn."

Kristján Skarphéðinsson (1922-1988)

  • S01900
  • Person
  • 1. júlí 1922 - 7. apríl 1988

Fósturbarn á Síðumúlaveggjum í Stafholtstungum í Borgarfirði árið 1930. ,,Kristján lærði ungur bifvélavirkjun og fluttist til Sauðárkróks, þar sem hann starfaði síðan, fyrst sem bifvélavirki og verkstæðisformaður, en gerðist síðar verslunarstjóri og kaupmaður í Matvörubúðinni, og þar starfaði hann síðan í mörg ár. Kristján var mikill félagsmálamaður. Lengi starfaði hann í Leikfélagi Sauðárkróks, og um langt skeið var hann helsti forvígismaður leiklistar á staðnum, og lék iðulega helstu hlutverk í ýmsum meiri háttar leikverkum við mikla hrifningu áhorfenda.Hann rak samkomuhúsið Bifröst um árabil og var þátttakandi í ýmsum klúbbum og félögum á staðnum."
Kristján var tvíkvæntur: Fyrir konu sína, Margréti, missti hann eftir fárra ára sambúð, þau áttu einn kjörson. Seinni kona hans var Erna Jónsdóttir, þau eignuðust einn son.

Magnús Kolbeinsson (1921-2005)

  • S02425
  • Person
  • 14. júlí 1921 - 5. des. 2005

Magnús fæddist á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu 14. júlí 1921. Foreldrar hans voru Kolbeinn Guðmundsson bóndi og járnsmiður og kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja. Magnús átti heima á Þorvaldsstöðum fyrstu þrjú árin, en flutti þá með fjölskydu sinni að Stóra - Ási og bjó hann þar æ síðan. Magnús stundaði nám við Flensborgarskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1946. Hann hóf búskap á Stóra-Ási árið 1954. Hinn 24. júní 1955 kvæntist Magnús Þórunni Andrésdóttur, þau eignuðust fjögur börn. Magnús gegndi fjölmörgum trúnaðar- og félagsstöfum í sinni sveit og sat m.a. í hreppsnefnd Hálsahrepps og var oddviti frá 1956 til 1982. Hann var einn stofnenda karlakórsins Söngbræðra. Magnús fékkst við ritstörf eftir að hann hætti búskap, gaf út bókina Engjafang sem eru endurminningar og lýsing á mönnum og mannlífi í heimabyggð hans.

Sigrún Jónsdóttir (1918-2013)

  • S03134
  • Person
  • 12. feb. 1918 - 14. maí 2013

Sigrún Jónsdóttir fæddist í Borgarfirði 12. febrúar 1918. Kjörforeldrar: Jón Ívarsson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, forstjóri og alþingismaður, og eiginkona hans, Guðríður Jónsdóttir. ,,Sigrún ólst upp á Höfn í Hornafirði, fór síðan til náms í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan námi. Einnig lauk hún námi frá íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og í orgelleik. Hún var kennari í Vestmannaeyjum 1942 og fluttist til Akraness 1945 og hafði þar forgöngu um íþróttastarf fyrir konur, útivist og fjallgöngur. Sigrún fluttist til Reykjavíkur 1954 og kenndi í Gagnfræðaskóla verknáms og Ármúlaskóla og gegndi því starfi til starfsloka. Sigrún var virk í ýmsum félagsstörfum og fór margar ferðir um fjöll og lengri göngur í aðra landshluta með öðrum húsmæðrum á Akranesi." Eiginmaður Sigrúnar var Magnús Jónsson skólastjóri frá Bolungarvík, þau eignuðust tvö börn.

Stefanía Sigríður Arnórsdóttir (1893-1976)

  • S02967
  • Person
  • 29. maí 1893 - 14. feb. 1976

Foreldrar: Arnór Árnason (1860-1938), prestur að Hvammi í Laxársdal og Stefanía Sigríður Stefánsdóttir (1857-1893).
Maki 1: Einar Jónsson, verslunarmaður á Seyðisfirði.
Maki 2: Guðmundur Bjarnason, bóndi á Hæli í Flókadal í Borgarfirði.

Sveinn Gunnarsson (1858-1937)

  • S02972
  • Person
  • 27. júlí 1858 - 4. ágúst 1937

Foreldrar: Gunnar Gunnarsson bóndi í Syðra-Vallholti og k.h. Ingunn Ólafsdóttir. Ólst upp með þeim fyrst í stað en fór svo í vinnumennsku. Sveinn var bóndi í Borgarey 1878-1885, Syðra-Vallholti 1885-1888, Bakka í Hólmi 1888-1893 og á Mælifellsá 1893-1909. Dvaldi í Dölum og í Borgarfirði 1909-1917, lengst af í lausamennsku. Kaupmaður í Reykjavík 1917-1924 og á Sauðárkróki 1924 til æviloka. Skrifaði tvær bækur, Veraldarsögu 1921 og Ævisögu Karls Magnússonar 1905.
Maki: Margrét Þórunn Árnadóttir (1855-1928). Þau eignuðust 13 börn og dóu tvö þeirra ung.

Þorsteinn Jósepsson (1907-1967)

  • S02974
  • Person
  • 18. júlí 1907 - 29. jan. 1967

Fæddur á Signýjarstöðum í Borgarfirði. Foreldrar: Jósep G. Einarson bóndi þar og Ástríður Þorsteinsdóttir. Æskuárin dvaldist hann í foreldrahúsum en hleypti heimdraganum skömmu eftir tvítugsaldur. Fór fyrst til Reykjavíkur en síðan erlendis, þar sem hann ferðaðist víða um Evrópu og dvaldist m.a. í Þýskalandi og Sviss. Árið 1939 réðst hann blaðamaður að Vísi og starfaði þar óslitið til æviloka. Maki: Jósefína Gísladóttir. Þau eignuðust eina dóttur. Maki 2: Edith Wischatta frá Austurríki.
Þorsteinn gaf út bækurnar Ævintýri förusveins (1934), Undir suðrænni sól (1937), Tindar (1934), Týrur (1946), Í djörfum leik (1946). Einnig hið mikla staðfræðilrit, Landið þitt Ísland, sem kom út 1966. Var mikilvirkur bókasafnari og átti eitt stærsta og glæsilegasta bókasafn landsins í einkaeigu.

Þorsteinn Þorsteinsson (1884-1961)

  • S02976
  • Person
  • 23. des. 1884 - 15. feb. 1961

Fæddur á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Foreldrar: Þorsteinn Davíðsson (1843-1932) bóndi þar og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (1840-1914).
Maki: Áslaug Lárusdóttir (1890-1956) húsmóðir.
,,Stúdentspróf MR 1910. Lögfræðipróf HÍ 1914. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1914. Fékkst við ýmis lögfræðistörf ásamt sveitavinnu 1914–1917. Settur um stund 1914 sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1917–1920. Settur 1918 sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Settur 1919 sýslumaður í Árnessýslu. Sýslumaður í Dalasýslu 1920–1954, sat í Búðardal. Átti heima í Reykjavík síðustu ár sín. Rak búskap á Staðarfelli, í Sælingsdalstungu og á Fjósum um skeið.
Eftirlitsmaður opinberra sjóða frá 1940 til æviloka. Sat í bankaráði Búnaðarbankans 1941–1957, í úthlutunarnefnd skáldastyrks og listamanna 1946–1959. Alþingismaður Dalamanna 1933–1937 og 1942–1949, landskjörinn alþingismaður (Mýramanna) 1937–1942 og (Dalamanna) 1949–1953 (Sjálfstæðisflokkur).
Ritaði meðal annars lýsingu Dalasýslu í Árbók Ferðafélags Íslands 1947 og Mýrasýslu 1953."