Brenniborg í Lýtingsstaðahrepp

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Brenniborg í Lýtingsstaðahrepp

Equivalent terms

Brenniborg í Lýtingsstaðahrepp

Associated terms

Brenniborg í Lýtingsstaðahrepp

4 Authority record results for Brenniborg í Lýtingsstaðahrepp

4 results directly related Exclude narrower terms

Daníel Ingólfsson (1919-2001)

  • S01332
  • Person
  • 24.11.1919 - 18.05.2001

Foreldrar: Jónína Guðrún Einarsdóttir og Ingólfur Daníelsson á Steinsstöðum. Fósturforeldrar Daníels voru Hannes Halldór Kristjánsson og Sigríður Benediktsdóttir í Hvammkoti.
Daníel var bóndi í Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 1944-1945 og var áfram þar eftir að hann brá búi. Hann hóf búskap á Brenniborg á Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi árið 1956 og bjó þar fram til ársins 1963. Flutti aftur að Laugabóli er hann brá búi á Brenniborg. Síðar búsettur í Kópavogi. Ókvæntur.

Páll Sigurðsson (1880-1967)

  • S02834
  • Person
  • 4. apríl 1880 - 9. sept. 1967

Páll Sigurðsson f. 04.04.1880 á Þóroddsstöðum í Köldukinn. Foreldrar: Sigurður Pálsson bóndi í Pálsgerði í Dalsmynni og kona hans Hólmfríður Árnadóttir. Páll ólst upp á heimili foreldra sinna en eftir að móðir hans lést fluttist hann ásamt föður sínum og bræðrum að Brenniborg í Lýtingsstaðahreppi árið 1902. Þar bjó þá Margrét systir hans, ásamt eiginmanni sínum Stefáni Sigurðssyni. Ásamt yngri bræðrum sínum sótti hann nám við Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan vorið 1906. Að lokinni skólavist tók við lausamennska á ýmsum stöðum í Skagafirði og Húnaþingi, lenst af með heimili hjá Kristjáni bróður sínum á Brúsastöðum í Vatnsdal. Árið 1907-1910 var hann eftirlitsmaður hjá Nautgriparæktarfélagi Lýtingsstaðahrepps og stundaði jafnframt barnakennslu á vetrum. Maki: Guðrún Elísa Magnúsdóttir, f. 24.04.1899 á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu. Þau eignuðust 7 börn og tóku tvær fósturdætur. Bóndi á Bergsstöðum í Svartárdal A-Hún 1921-1922, í Kolgröf á Efribyggð 1922-1927, í Austurhlíð í Blöndudal A-Hún 1927-1933, í Dæli í Sæmundarhlíð 1933-1935, í Holtskoti í Seyluhreppi 1935-1942 og í Keldudal 1942-1953. Páll söng um hríð í karlakórnum Heimi og var safnaðarfulltrúi í mörg ár. Síðast búsettur á Sauðárkróki.

Stefán Stefánsson (1873-1971)

  • S00592
  • Person
  • 11.03.1873-17.04.1971

Foreldrar Stefáns voru Stefán Stefánsson og Margrét Skúladóttir. Stefán var við nám í Flensborgarskóla 1893-1895 og lærði þar söðlasmíði. Í byrjun árs 1903 kvæntist hann Margréti Sigurðardóttur ljósmóður, það sama ár hófu þau búskap í Valadal, en ári síðar fluttu þau að Brenniborg og bjuggu þar óslitið til 1940. Fluttust þá til Blönduóss og þar stundaði Stefán iðn sína, söðlasmíðina, í allmörg ár. Í kringum 1960 flutti hann til sonar síns í Brúnastaði í Lýtingsstaðahreppi. Stefán og Margrét eignuðust fjögur börn, þrjú þeirra komust á legg.

Stefanía Ólafsdóttir (1878-1974)

  • S02133
  • Person
  • 14. ágúst 1878 - 27. jan. 1974

Foreldrar: Ólafur Stefánsson (1850-1887) og Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir (1834-1907). Foreldrar Stefaníu bjuggu aldrei saman, og var hún í fyrstu með föður sínum í Málmey á Skagafirði, en síðar á fleiri bæjum, þar til hann dó, er hún var níu ára gömul. Fór hún þá í vistir til vandralausra og átti misjafnt atlæti. Fyrst fór hún að Grafargerði á Höfðaströnd til Magnúsar Gíslasonar og Halldóru Skúladóttur, sem voru henni mjög góð, en eftir að Magnús drukknaði í janúar 1889 fór hún að Hofi á Höfðaströnd og síðar að Ártúni. Eftir fermingju, fjórtán ára gömul, fór hún að Brekku hjá Víðimýri til móður sinnar, sem þá var þar ráðskona hjá Birni Bjarnasyni bónda. 21 árs giftist Stefanía Birni. Þau bjuggu í Brekku til 1909, á Reykjarhóli 1909-1915 og í Krossanesi 1915-1919. Voru eftir það í húsmennsku á Hjaltastöðum, síðan að Brenniborg og loks hjá Sigurlínu dóttur sinni á Hofi á Höfðaströnd. Árið 1971 fluttist Stefanía suður til Reykjavíkur eftir 50 ára dvöl á Hofi. Stefanía og Björn eignuðust sjö börn saman. Með fyrri konu sinni, Margréti Andrésdóttur frá Stokkhólma, hafði Björn eignast einn son. Einnig eignaðist hann dóttur með Soffíu Björnsdóttur.