Eskifjörður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Eskifjörður

Equivalent terms

Eskifjörður

Associated terms

Eskifjörður

5 Authority record results for Eskifjörður

5 results directly related Exclude narrower terms

Frederik Ludvig Popp (1831-1893)

  • S01161
  • Person
  • 28. feb. 1831 - 10. mars 1893

Fæddur í Kaupmannahöfn. Mun fyrst hafa komið hingað sem verslunarþjónn og verið við verslanir á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og á Eskifirði á árunum 1858-1859. Árið 1866 hóf hann eigin verslun á Akureyri. Fljótlega hóf hann sumarverslun við Skagafjörð, fyrst á Hofsósi og einkum með hesta. Árið 1874 keypti hann verslunarhús Halls Ásgrímssonar Grænlandsfara á Sauðárkróki og hóf verslun þar en bjó þó í Kaupmannahöfn. Hann hafði verslunarstjóra á Sauðárkróki uns hann flutti þangað sjálfur með fjölskylduna árið 1885 og tók við verslunarstjórn. Varð verslun hans brátt önnur stærsta verslunin við Skagafjörð næst Gránufélagsversluninni og voru útibú á Hofsósi og Kolkuósi. Heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki varð fljótlega helsta miðstöð alls menningarlífs á Sauðárkróki. Popp var mjög listelskur maður og lagði nokkra stunda á málarlist og málaði t.d. leiktjöld fyrir leiksýningar og studdi ásamt konu sinni mjög að allri leikstarfsemi á Sauðárkróki. Eitt helsta áhugamál hans var bygging Sauðárkrókskirkju en hann gaf 200 kr. til byggingarinnar og tvær töflur fyrir sálmanúmer, er hann útbjó sjálfur að nokkru. Eftir lát hans gaf ekkjan fagra altaristöflu til kirkjunnar í minningu hans.
Kvæntist Emilie Antonette Popp, þau eignuðust þrjú börn.

Magnús Einar Jóhannsson (1874-1923)

  • S01565
  • Person
  • 27. júlí 1874 - 23. des. 1923

Magnús ólst upp í Arabæ hjá foreldrum sínum. Hann gekk í Latínuskólann í Rvík og lauk þaðan stúdentsprófi þaðan vorið 1898 og frá Læknaskólanum í Rvík í júní 1898. Sumarið 1897 var hann aðstoðarmaður hjá Fr. Zeuten héraðslækni á Eskifirði. Haustið 1898 var hann settur héraðslæknir í Sauðárkrókshérði til næsta vors og sat á S.króki. Árið 1899-1900 var hann skipaður héraðslæknir í Hofsóshéraði, sem þá var ný stofnað og gegndi því embætti til æviloka. Allt frá æskuárum hafði hann mikinn áhuga á leiklist, tók sjálfur þátt í leiksýningum skólapilta öll sín skólaár, og stjórnaði leiksýningum á S.króki veturinn, sem hann dvaldist þar. Lét hann sér einnig mjög annt um Lestrarfélag Hofshrepps, var í stjórn þess og annaðist bókakaup þess og bókavörslu á heimili sínu um langt árabil. Einnig annaðist hann um tíma útgáfu á handskrifuðu sveitarblaði, Höfðstrendingi, á vegum Málfundafélags staðarins og skrifaði það að miklu leyti einn. Kom hann þar á framfæri ýmsum áhugamálum sínum, sem vörðuðu hag byggðarlagsins. Árið 1916 festi hann kaup á jörðinni Hugljótsstöðum á Höfðaströnd sem hann nytjaði síðan. Magnús kvæntist Rannveigu Tómasdóttur frá Völlum í Svarfaðardal, þau eignuðust sjö börn.

Rögnvaldur Elfar Finnbogason (1925-2010)

  • S01377
  • Person
  • 13.05.1925-01.02.2010

Rögnvaldur Elfar Finnbogason fæddist á Eskifirði, sonur Finnboga Þorleifssonar, útgerðarmanns og skipstj. á Eskifirði og Dórótheu Kristjánsdóttur. ,,Rögnvaldur ólst upp á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og stundaði nám við Háskóla Íslands veturinn 1945-46. Hann vann við skrifstofustörf á Siglufirði árin 1947-1948 eða uns þau hjónin fluttust til Sauðárkróks, þar sem hann var gjaldkeri bæjarsjóðs á árunum 1948-1958. Hann gegndi starfi bæjarstjóra á Sauðárkróki árin 1958-1966. Rögnvaldur var skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar fyrir Austurland á árunum 1966-1970 og bjó fjölskyldan þá á Seyðisfirði. Árið 1971 lá leiðin til Reykjavíkur og hóf Rögnvaldur þá störf á skattstofunni. Þar starfaði hann til 1976. Hann gegndi starfi bæjarritara í Garðabæ frá 1976-1983 og var forstjóri Sjúkrasamlags Garðabæjar á árunum 1983-1990. Rögnvaldur starfaði lengi fyrir Brunabótafélagið, síðar VÍS, og gegndi fjölda opinberra trúnaðarstarfa bæði á Sauðárkróki og víðar." Rögnvaldur kvæntist árið 1947 Huldu Ingvarsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Sigrún Árnadóttir (1900-1964)

  • S02947
  • Person
  • 8. jan. 1900 - 15. okt. 1964

Verslunarstjóri á Eskifirði.
Maki 1: Halldór Pálsson byggingaverkfræðingur, f. 1896. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Davíð Jóhannesson póst- og símstjóri. Þau eignuðust einn son. Fyrir átt Davíð tvo syni með fyrri konu sinni, Ingibjörgu, sem var systir Sigrúnar.

Sigurður Helgi Guðmundsson (1941-2019)

  • S02526
  • Person
  • 27. apríl 1941 - 20. feb. 2019

Sig­urður fædd­ist á Hofi í Vest­ur­dal í Skagaf­irði 27. apríl 1941, son­ur hjón­anna Guðmund­ar Jóns­son­ar bónda og Ingi­bjarg­ar Jóns­dótt­ur. ,,Sig­urður lauk prófi frá Sam­vinnu­skól­an­um á Bifröst 1957 og stúd­ents­prófi frá MA 1965. Hann lauk kandí­dats­prófi í guðfræði frá Há­skóla Íslands 1970 og fram­halds­námi í kenni­mann­legri guðfræði og sál­gæslu við
Kaup­manna­hafnar­há­skóla 1976. Sigurður var sókn­ar­prest­ur í Reyk­hóla­prestakalli 1970-1972 og Eskifjarðarprestakalli 1972 til 1977. Jafn­framt var Sig­urður skóla­stjóri Barna- og gagn­fræðaskól­ans á Eskif­irði og skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar á ár­un­um 1975-1977. Sig­urður var skipaður sókn­ar­prest­ur í Víðistaðaprestakalli í Hafnar­f­irði 1977 og starfaði þar uns hann fékk lausn frá embætti árið 2001. Sig­urður var for­stjóri á Umönn­un­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli í Reykja­vík frá 1987 til 2011 og á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir í Reykja­vík frá 1993 til 2011. Sig­urður gegndi ýms­um trúnaðar­störf­um, var formaður Presta­fé­lags Aust­ur­lands 1972-1974, sat í stjórn Rauða kross Íslands 1977-1982, full­trúi Íslands í stjórn Elli­mála­sam­bands Norður­landa 1977-1993 og for­seti sam­tak­anna 1991-1993, formaður Öldrun­ar­ráðs Íslands 1981-1991 og sat í stjórn Fram­kvæmda­sjóðs aldraðra 1983-1989. Sig­urður var sæmd­ur heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1988 og stór­ridd­ara­krossi 1997 fyr­ir störf að fé­lags- og öldrun­ar­mál­um. Sigurður kvæntist Brynhildi Ósk Sigurðardóttur hjúkr­un­ar­fræðingi og djákna, þau eignuðust þrjú börn."