Fnjóskadalur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Fnjóskadalur

Equivalent terms

Fnjóskadalur

Associated terms

Fnjóskadalur

6 Authority record results for Fnjóskadalur

6 results directly related Exclude narrower terms

Sólveig Jónsdóttir (1917-2007)

  • S02054
  • Person
  • 25. sept. 1917 - 9. jan. 2007

Sólveig Jónsdóttir fæddist í Smiðsgerði í Kolbeinsdal hinn 25. september 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Jónsdóttir frá Fornastöðum í Fnjóskadal og Jón Ferdinandsson, þau bjuggu um tíma í Smiðsgerði. ,,Sólveig giftist hinn 13. apríl 1941 Óla A. Guðlaugssyni frá Bárðartjörn í Höfðahverfi. Árið 1944 hófu Sólveig og Óli sinn búskap á Þórðarstöðum í Fnjóskadal. Fjórum árum síðar fluttust þau hjónin með dætrum sínum til Akureyrar að Lækjargötu 6 þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Árið 1955 fluttust þau í Oddeyrargötu 10. Sólveig vann nokkur sumur í mjólkursamlagi KEA á Akureyri og þaðan lá leið hennar í klæðskeraverslun Sigurðar Guðmundssonar þar sem hún vann í nokkur ár. Árið 1974 fluttust Sólveig og Óli að Ásvegi 13 þar sem þau bjuggu til ársins 1994 er þau fluttu í Lindarsíðu 4. Þar bjuggu þau til ársins 2003." Sólveig og Óli eignuðust fjórar dætur.

Sigurlaug Sigurgeirsdóttir (1876-1929)

  • S01310
  • Person
  • 7. maí 1876 - 6. apríl 1929

Með foreldrum og í vistum í Fnjóskadal og á Svalbarðsströnd til 1893, flutti þá til Akureyrar.

Kristján Kristjánsson (1806-1882)

  • S01748
  • Person
  • 21. sept. 1806 - 13. maí 1882

Fæddur á Þórðarstöðum í Fnjóskadal 21. september 1806, dáinn 13. maí 1882. Kristján var með stúdentspróf frá Bessastöðum 1826. Lauk lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1838.
,,Hann starfaði sem skrifari á tímabilinu 1826–1830 á Möðruvöllum hjá Grími Jónssyni amtmanni. Var starfsmaður í rentukammerinu 1833–1840. Skrifari embættismannanefndarinnar í Reykjavík 1841. Málaflutningsmaður í Reykjavík 1841–1843. Settur land- og bæjarfógeti í Reykjavík 1843–1844. Sýslumaður í Skaftafellssýslu 1844–1848, sat á Höfðabrekku. Varð 1847 jafnframt umboðsmaður Kirkjubæjar- og Þykkvabæjarklaustursjarða. Skipaður 1848 dómsmálaritari og 2. yfirdómari í landsyfirréttinum, en tók ekki við því embætti fyrr en næsta sumar. Skipaður 10. júlí 1849 land- og bæjarfógeti í Reykjavík, en gegndi jafnframt áfram embætti yfirdómara þangað til Jón Pétursson tók við því sumarið 1850. Vikið frá embætti 28. september 1851 vegna framkomu sinnar á Þjóðfundinum, en gegndi því þó fram í marsmánuð 1852. Fór þá utan og varð fulltrúi í hinni íslensku stjórnardeild í Kaupmannahöfn. Skipaður 1854 sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, sat í Hofstaðaseli. Skipaður 1860 sýslumaður í Húnavatnssýslu, sat á Geitaskarði. Skipaður 1871 amtmaður í norður- og austuramtinu, lausn 1881, sat á Möðruvöllum í Hörgárdal til 1874, er amtmannsstofan þar brann, en síðan á Akureyri."
Eiginkona: (giftust 05.06.1845): Ragnheiður Jónsdóttir Thorstensen (1824-1897) húsfreyja.

Kristján Jóhann Karlsson (1908-1968)

  • S01132
  • Person
  • 27. maí 1908 - 26. nóv. 1968

Foreldrar: Karl Kristján Arngrímsson b. í Veisu í Fnjóskadal og k.h. Karítas Sigurðardóttir frá Draflastöðum. Kristján ólst upp hjá foreldrum sínum á Landamóti og síðar í Veisu í Fnjóskadal. Ungur hóf hann nám við héraðsskólann á Laugum og síðan á Hvanneyri og lauk þaðan búffræðipróf vorið 1928. Stundaði verklegt búnaðarnám í Danmörku 1929-1931 og nam við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan vorið 1933. Það sama vor réðst hann sem ráðunautur til Búnaðarsambands Suðurlands. Vorið 1935 tók hann við starfi skólastjóra og bústjóra á Hólum í Hjaltadal og hélt þeirri stöðu til 1961. Eftir það gerðist hann erindreki hjá Stéttarsambandi bænda og gegndi því starfi til dauðadags. Kristján var kosinn í stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga árið 1936 og átti þar sæti síðan, formaður frá 1948. Sat í Nýbýlanefnd Skagafjarðarsýslu 1947-1961, í Framleiðsluráði landbúnaðarins 1947-1951. Kristján kvæntist Sigrúnu Ingólfsdóttur frá Fjósatungu í Fnjóskadal, þau eignuðust fjögur börn og áttu eina fósturdóttur.

Guðmundur Ólafsson (1885-1958)

  • S03076
  • Person
  • 11. feb. 1885 - 16. maí 1958

Fæddur að Fjósatungu í Fnjóskadal. Lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1904. Stundaði barnakennslu á Ljósavatni, Skútustöðum, Djúpavogi og víðar 1904-1909. Lauk prófi frá Kennaraskólanum vorið 1910. Kennari við alþýðuskólann á Hvítárbakka 1910-1912 og farkennari í Fnjóskadal 1912-1920, stundaði búskap samhliða. Kennari við barnaskólann á Akranesi 1920-1928 og við héraðsskólann á Laugarvatni 1928-1955. Var við nám í Englandi 1921 og í Noregi 1939.
Maki: Ólöf Sigurðardóttir frá Dyrhólum í Mýrdal, þau eignuðust átta börn.

Ferdinand Jónsson (1922-2004)

  • S02052
  • Person
  • 10. apríl 1922 - 9. mars 2004

Ferdinand Jónsson fæddist á Fornastöðum í Fnjóskadal í S-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónsdóttir og Jón Ferdinandsson sem bjuggu um tíma í Smiðsgerði en síðar í Þingeyjarsýslu. ,,Ferdinand var búfræðingur frá Hvanneyri. Kvæntist 1950 Þóreyju Kolbrúnu Indriðadóttur frá Skógum í Fnjóskadal. Hann tók við búskap á Birningsstöðum 1951 en áður hafði hann unnið í Vaglaskógi og um tíma hjá POB. Ferdinand fluttist til Akureyrar 1958 og réðst þá til Smjörlíkisgerðar KEA og vann meðan aldur leyfði." Ferdinand og Þórey eignuðust tvö börn.