Frakkland

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Frakkland

Equivalent terms

Frakkland

Associated terms

Frakkland

3 Authority record results for Frakkland

3 results directly related Exclude narrower terms

Hafþór Guðmundsson (1918-2006)

  • S02560
  • Person
  • 6. jan. 1918 - 8. júní 2006

Hafþór fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Benjamínsson, bóndi í Smiðsgerði og Sviðningi í Kolbeinsdal í Skagafirði og kona hans Anna Jónsdóttir. ,,Hafþór ólst upp í Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. juris frá Háskóla Íslands 1946, fór haustið 1946 til framhaldsnáms í stjórnarfarsrétti og þjóðarétti, fyrst til Danmerkur, 1946-1947, og síðan til Frakklands, 1947-1949. Hann lauk prófi í þjóðarétti frá Lögfræðideild Parísarháskóla og varði þar doktorsritgerð 1. desember 1951, var tímabundið bæjarfógeti í Neskaupstað og á Siglufirði, hæstaréttarlögmaður 5. febrúar 1952. Ásamt því að reka innflutningsfyrirtæki í Reykjavík rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1952 til 1973, er hann gerðist fulltrúi borgarfógetaembættisins til starfsloka." Hafþór kvæntist Sólveigu Kolbeinsdóttur frá Skriðulandi í Kolbeinsdal og eignuðust þau þrjú börn.

Jón Óskar Ásmundsson (1921-1998)

  • S02371
  • Person
  • 18. júlí 1921 - 20. okt. 1998

Jón Óskar var fæddur á Akranesi og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigurlaug Einarsdóttir og Ásmundur Jónsson sjómaður og rafvirki. Jón kvæntist Kristínu Jónsdóttur, frá Munkaþverá, myndlistarkonu f. 1933, þau eignuðust eina dóttur. Jón Óskar lauk gagnfræðaprófi frá MR árið 1940. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Lærði frönsku á námskeiðum hjá Alliace Francaise í Reykjavík og í París. Einnig námskeið og einkakennslu í ítölsku í Róm, Perugia og Genúa. Jón var píanóleikari í ýmsum danshljómsveitum 1946 - 1956. Hann var ræðuritari á Alþingi 1953 - 1958. Rithöfundur og þýðandi frá 1941 og aðalstarf hans frá 1958, en hann var afkastamikill þýðandi og rithöfundur og gaf út fjölda bóka. Meðal þeirra er: Mitt andlit og þitt, smásögur, Skrifað í vindinn, Nóttin á herðum okkar, Ljóðaþýðingar úr frönsku, Páfinn situr enn í Róm, ferðaþankar, Leikir í fjörunni, skáldsaga, Vitni fyrir manninn, Sölvi Helgason ofl. Jón Óskar var einn af frumkvöðlum módernisma í íslenskri ljóðagerð og í hópi atómskáldanna svokölluðu.

Jónas Jónsson (1885-1968)

  • S02945
  • Person
  • 1. maí 1885 - 19. júlí 1968

Fæddur í Hriflu í Bárðardal. Foreldrar: Jón Kristjánsson bóndi þar og kona hans Rannveig Jónsdóttir. ,,Gagnfræðapróf Akureyri 1905. Nám í lýðháskólanum í Askov á Jótlandi 1906–1907, í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1907–1908. Kynnti sér skólamál í Þýskalandi, Frakklandi og Englandi 1908–1909 með styrk úr landssjóði, dvaldist þá m. a. eitt missiri á Ruskin College í Oxford. Kennari við unglingaskólann á Ljósavatni 1905–1906. Kennari við Kennaraskólann í Reykjavík 1909–1918. Skólastjóri Samvinnuskólans frá stofnun hans haustið 1919–1927 og 1932–1955. Skipaður 28. ágúst 1927 dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 20. apríl 1931, skipaður 20. ágúst 1931 dóms- og kirkjumálaráðherra að nýju, lausn 28. maí 1932, en gegndi störfum til 3. júní. Kosinn 1925 í bankamálanefnd, 1926 í alþingishátíðarnefnd. Í dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni 1926–1939. Í Þingvallanefnd 1928–1946. Í menntamálaráði 1934–1946. Tók sæti í bankaráði Landsbankans 1927 og 1936, í orðunefnd 1935–1944. Forseti Þjóðvinafélagsins 1940–1941. Í skipulagsnefnd atvinnumála 1934. Formaður Framsóknarflokksins 1934–1944. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1938–1942. Í skipulagsnefnd bygginga við Lækjargötu 1943."

,,Landskjörinn alþingismaður 1922–1934, alþingismaður Suður-Þingeyinga 1934–1949 (Framsóknarflokkur).
Dóms- og kirkjumálaráðherra 1927–1931 og 1931–1932.
Milliþingaforseti efri deildar 1932 og 1933."

,,Afkastamikill rithöfundur, skrifaði bækur, bókarkafla og greinar í blöð og tímarit. Samdi kennslubækur, oft endurprentaðar, og skrifaði greinar um menn og málefni: skólamál, samvinnumál, þjóðfélagsmál o. fl. — Jónas Kristjánsson annaðist útgáfu bókarinnar: Jónas Jónsson frá Hriflu. Ævi hans og störf (1965). Indriði G. Þorsteinsson skrifaði: Samtöl við Jónas (1977). Guðjón Friðriksson skrifaði ævisögu Jónasar Jónssonar í þremur bindum: Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni. Dómsmálaráðherrann. Ljónið öskrar (1991–1993).
Ritstjóri: Skinfaxi (1911–1917). Tímarit íslenskra samvinnufélaga (1917–1925). Samvinnan (1926– 1928 og 1931–1946). Ófeigur (1944–1956). Landvörn (1946). Landvörn (1948–1953)."