Geldingarholt

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Geldingarholt

Equivalent terms

Geldingarholt

Associated terms

Geldingarholt

12 Authority record results for Geldingarholt

12 results directly related Exclude narrower terms

Brynleifur Tobíasson (1890-1958)

  • S00136
  • Person
  • 20.04.1890-27.02.1958

Brynleifur Tobíasson fæddist í Geldingaholti í Langholti, Skagafirði þann 20. apríl 1890.
Hann var yfirkennari Menntaskólans á Akureyri og áfengisvarnarráðunautur ríkisins frá 1954 til æviloka.
Fyrri kona hans var Sigurlaug Hallgrímsdóttir (1893-1922). Seinni kona hans var Guðrún Guðnadóttir (1900-1958).
Brynleifur lést 27. febrúar 1958.

Guðmann Tóbíasson (1935-2012)

  • S01923
  • Person
  • 29.04.1935-04.06.2012

Guðmann Tobíasson fæddist í Geldingaholti í Seyluhreppi 29. apríl 1935. Foreldrar hans voru Tobías Sigurjónsson bóndi í Geldingaholti og Kristín Gunnlaugsdóttir frá Ytri-Kotum í Norðurárdal. Árið 1958 giftist Guðmann Marsibil Þórðardóttur, þau eignuðust tvær dætur. ,,Guðmann stundaði nám í búfræðum við Hólaskóla árin 1953-1954. Hann kynntist eiginkonu sinni á Löngumýrarskóla, þar sem hún stundaði nám veturinn 1956-1957. Guðmann og Marsibil hófu búskap á Sauðárkróki 1959, Árið 1958 hóf hann störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, þar vann hann hin ýmsu störf, þar á meðal í fóðurdeild, mjólkursamlagi og byggingavörudeild. Árið 1968 fluttust þau í Varmahlíð og hóf hann störf sem útibússtjóri í Kaupfélaginu og starfaði hann þar til 1994 þegar þau fluttust á Sauðárkrók þar sem hann vann áfram hjá Byggingavörudeild Kaupfélagsins á Eyrinni til sjötugs. Guðmann var virkur í öllum félagsmálum, sem dæmi var hann í Hreppsnefnd Seyluhrepps frá 1978 til 1994, Lionsklúbbi Sauðárkróks, Framsóknarfélagi Skagafjarðar og Karlakórnum Heimi frá 1970 til 2010."

Gunnlaugur Tobíasson (1950-2013)

  • S02885
  • Person
  • 29. jan. 1950 - 5. mars 2013

Foreldrar: Tobías Sigurjónsson bóndi í Geldingaholti og kona hans Kristín Gunnlaugsdóttir húsfreyja. Í uppvextinum vann Gunnlaugur að bústörfum í Geldingaholti. Einnig við skógrækt og við sjósókn á vetrarvertíðum á Suðurnesjum. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1967-1969 og lauk þaðan búfræðinámi. Hann starfaði sem frjótæknir 1979-2008, er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Lauk einkaflugmannsprófi og var mikill áhugamaður um flug. Hann var virkur í félagsmálum og starfaði m.a. í Lionsklúbbi Skagafjarðar, Veiðifélagi Húseyjarkvíslar og sat í sóknarnefn Glaumbæjarkirkju um árabil. Starfaði einnig lengi með Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð.
Maki: Gerður Hauksdóttir (1949-2015). Þau eignuðust einn son og fyrir átti Gerður eina dóttur.

Jófríður Tobíasdóttir (1939-

  • S01928
  • Person
  • 4. sept. 1939-

Dóttir Tóbíasar Sigurjónssonar og Kristínar Gunnlaugsdóttur bænda í Geldingaholti. Kvæntist Björgvini Jónssyni frá Ási í Hegranesi, þau eignuðust tvo syni. Búsett á Sauðárkróki.

Jóhanna Hallsdóttir (1818-1903)

  • S01562
  • Person
  • 29. ágúst 1818 - 31. des. 1902

Foreldrar: Hallur Þórðarson hreppstjóri í Hvammi í Hjaltadal og Kristjana Lovísa Petzdóttir Eeg. Þorbjörg kona Halls, gekk Jóhönnu í móðurstað. Kvæntist Jóni Hallssyni prófasti í Glaumbæ. Áður en þau settust að í Glaumbæ 1874 bjuggu þau í Geldingaholti (1839-1841), að Felli í Sléttuhlíð (1842-1847), í Goðdölum (1847-1858) og í Miklabæ (1858-1874). Síðast búsett á Sauðárkróki. Jóhanna og Jón eignuðust fjórtán börn, tíu náðu fullorðinsaldri. Jón eignaðist auk þess laundóttur með Valgerði Sveinsdóttur.

Jón Stefánsson (1897-1994)

  • S01931
  • Person
  • 18. mars 1897 - 28. jan. 1994

Sonur Stefáns Bjarnasonar b. á Halldórsstöðum og k.h. Aðalbjargar Magnúsdóttur. Bóndi í Glæsibæ 1930. Síðar bóndi í Geldingaholti. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Margréti Jóhannsdóttur.

Kvenfélag Seyluhrepps

  • S03667
  • Organization
  • 1937 - 1997

Sunnudaginn 22. maí. 1932 höfðu nokkrar konur í Seyluhreppi mælt sér mót í Geldingarholti í tilefni af kvenfélagsstofnun.Þar eru mættar 12 konur. Í stjórn Félagsins voru kosnar Húsfreyja; Sigurlaug Sigurðardóttir, Fjalli ( formaður). Húsfreyja; Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjarhóli ( gjaldkeri ). Ungfrú, Ingibjörg Jóhannsdóttir Löngumýri ( ritari ). Síðan voru lesin upp og samþykkt lög. Í lögum stendur ða félagið heitir Kvenfélag SEyluhrepps og tilgangur félagsins er að efla framtaksemi, menningu og réttindi kvenna. Það vill styðja heimilisiðnað og heima menningu, garðrækt og blómarækt, það vill gleðja aðra einkum börn. Fundir eru lögmætir ef 10 félagskonur mæta á fundi. Skráð frá Gjörðabók.

Nautgriparæktarfélag Seyluhrepps

  • S03757
  • Association
  • 1932 - 1935

Árið 1932, föstudag 19.febrúar var stofnfundur Nautgriparæktarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Fundarstjóri var Tóbías Sigurjónsson Geldingarholti og nefndi hann til ritara Harald Jónsson. Fundargjörðir voru lesnar upp og samþykktar með öllum atkvæðum svo og lög félagsins samþykkt´i einu hljóði . Kosin var stjórn fyrir félagið, þessir hlutu atkvæði, Tóbías, Holti. Jón, Glaumbæ. HAraldur, Völlum

Sæmundur Jónsson (1915-1993)

  • S03522
  • Person
  • 28.11.1915-13.05.1993

Sæmundur Jónsson f. í Holtskoti í Seyluhreppi 28.11.1915, d. 13.05.1993 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Jón Jónsson "Skagfirðingur" og kona hans Soffía Jósafatsdóttir. Sæmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Holtskoti, síðan í Geldingaholti og loks Glaumbæ. Þar bjó hann fardagaárið 1937-1938 en vorið 1938 fluttist hann að Bessastöðum. Árið 1961 var jörðinni skipt og stofnaði Jón sonur hans nýbýlið Fosshól á hálfri jörðinni. Sæmundur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. var hann í hreppsnefnd Staðarhepps 1966-1982 og oddviti þann tíma. Hann var í stjórn sjúkrasamlags Staðarhepps 1958-1974 og gjaldkeri allan þann ´tima.
Maki: Mínerva Gísladóttir (1915--1998). Þau eignuðust sjö börn. Fyrir átti Mínerva dóttur með Sigurjóni Kristinssyni.

Salóme Sigrún Halldórsdóttir (1867-1948)

  • S01937
  • Person
  • 12. feb. 1867 - 24. jan. 1948

Dóttir Halldórs Einarssonar b. í Álftagerði, Grófargili, Dúki, Íbishóli o.v. og k.h. Sigríðar Jónasdóttur. Leigjandi í Geldingaholti 1901, á Minni-Ökrum hjá syni sínum 1930, síðar húsfreyja á Bakka í Vallhólmi. Salóme kvæntist ekki en eignaðist son.

Súlíma Stefánsdóttir (1862-1953)

  • S02199
  • Person
  • 26. okt. 1862 - 1. okt. 1953

Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Verkakona í Reykjavík. Ógift og barnlaus.

Valtýr Jónsson (1924-2000)

  • S00451
  • Person
  • 10.12.1924-19.07.2000

Valtýr Jónsson fæddist í Geldingaholti í Seyluhreppi í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Soffía Jósafatsdóttir og Jón Jónsson Skagfirðingur. Valtýr starfaði sem sölumaður í Reykjavík.