Hjaltadalur - Skagafjörður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hjaltadalur - Skagafjörður

Equivalent terms

Hjaltadalur - Skagafjörður

Associated terms

Hjaltadalur - Skagafjörður

4 Authority record results for Hjaltadalur - Skagafjörður

4 results directly related Exclude narrower terms

Hólahreppur

  • N00477
  • Public party
  • 1921 - 1998

Hólahreppur eru tvö byggðalög Hjaltadalur og Kolbeinsdalur. Líkur benda til að landsvæði Hólahrepps og Viðvíkurhrepps hafi í öndverðu verið einn hreppur, víst er að þeir voru ein þinghá með þingstað í Viðvík til ársins 1921. Þá urðu Hólar þingstaður Hólahrepps og hélst svo meðan hreppurinn var sjálfstæður, þar til hann sameinaðist svo 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði 1998.

Slysavarnardeildin Hjálp (1944- Hólahreppi

  • S03750
  • Association
  • 1944-

Slysavarnadeildin Hjálp var formlega stofnuð 13.10.1944 í þeim tilgangi til að styðja Slysavarnarfélag Íslands í viðleitni þess til að koma í veg fyrir drukknanir og önnur slys, bæði með fjárframlögum og með því að stofna sérstaka slysavarnadeild í Hólahreppi. Fyrir stofnfundinn var safnað undirskriftir 50 einstaklinga sem skuldbundu sig til að ganga í félagið ef það yrði stofnað jafnvel það mætti ekki á sjálfan stofnfundinn. í forsvari fyrir stofnun félagsins var Anna Sigurjónsdóttir á Nautabúi og skýrði hún frá á fundinum að nokkur undirbúningu hefði verið að stofnun deildarinnar. Hefðu hreppsbúar af nær öllum heimilinum hreppsins með undirskrift sinni lýst fylgi sínu við stofnun slysavarnadeildarinnar. Á fundinum var lagðar fram tvær tillögur um árgjald félagsmanna, a) Árstillag verði krónur 2.00 og b) Árstillag verði króna 1.00 og verðlagsvísitala á hana eins og er á hverjum tíma. Á fundinum var tillaga a samþykkt
Lög Slysavarnadeildarinnar Hjálp voru samþykkt á fundi 4. nóvember 1945. Þar kemur fram að tilgangur deildarinnar er að styðja Slysavarnafélag Íslands í störfum þess, gefa stjórn þess allar þær upplýsingar um skipströnd, drukknanir og aðrar slysfarir er gerast á starfssvæði hennar jafnskjótt og þess er kostur og láta félaginu í té álit sitt um allt sem verða má félaginu og stefnumálum þess til eflingar og gagns.

Ungmennafélagið Hjalti

  • S03741
  • Association
  • 1933 - 1979

Í þessum gögnum kemur fram að, Fundagerðabók frá 1933 er önnur bók félagsins og kemur því ekkert fram um stofnfundinn í þessum gögnum. Eg félagsstarfsemi er lýst í fundargerðum alveg til ársins 1980. Hver framvinda ungmennafélagsins Hjalta er eftir það er ekki vita nú.
En í lögum félagsins sem er í nokkrum liðum kemur fram m.a, að tilgangur félagsins er að reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðnum til að starfa fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð. Að glæða áhuga félagsmanna á íþróttum og fögrum listum og stuðla að því að félagsmenn taki þátt í sundi og söng. Að vekja og efla frjálslyndar skoðanir í hvívetna.