- S02167
- Person
- 12. maí 1898 - 6. mars 1982
Foreldrar: Jón Jónsson b. á Brúnastöðum og Sigríður Pétursdóttir. Steinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Brúnastöðum þar til hann hóf sjálfur búskap árið 1918 á Hring, þá með foreldra sína í húsmennsku. Vegna Skeiðfossvirkjunar, sem tekin var í notkun árið 1945, misstu bændur í vestanverðri Stíflu mikið land undir vatn. Hringur varð óbyggilegur og keypti þá Steinn jörðina Nefsstaði handan Stífluvatnsins og fluttist þangað sama ár. Þarna bjó Steinn til ársins 1960, að hann brá búi og fluttist til Siglufjarðar. Full 40 ár söng hann við messur, bæði í Barðs- og Knapsstaðasókn og annan eins tíma starfaði hann í ungmennafélaginu Von, oft formaður. Oddviti hreppsins var hann 1943-1946. Hann var góður leikari, upplesari og ræðumaður og um tíma kenndi hann íþróttir við Barnaskóla Holtshrepps.
Maki 1: Elínbjörg Hjálmarsdóttir frá Stóra-Holti í Fljótum, þau eignuðust fimm börn saman. Einnig ólu þau upp hálfbróður Elínbjargar. Þau slitu samvistir.
Maki 2: Steinunn Antonsdóttir frá Deplum, þau eignuðust fimm börn saman.