Steinn Jónsson (1898-1982)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Steinn Jónsson (1898-1982)

Parallel form(s) of name

  • Steinn Jónsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

12.05.1898-06.03.1982

History

Foreldrar Jóns Jónsson Brúnastöðum og Sigríður Pétursdóttir. Steinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Brúnastöðum þar til hann hóf sjálfur búskap árið 1918 á Hring, þá með foreldra sína í húsmennsku. Vegna Skeiðfossvirkjunar sem tekin var í notkun árið 1945, misstu bændur í vestanverðri Stíflu mikið land undir vatn. Hringur varð óbyggilegur og keyti þá Steinn jörðina Nefsstaði handan Stífluvatnsins og fluttist þangað sama ár. Kaupverðið var 38.000 krónur. Höfðu þá jarðirnar Nefstaðir og Nefsstaðakot reyndar verið sameinaðar fyrir alllöngu og stóðu húsabyggingar í landi Nefstaðakosts, en jörðin eftir sem áður nefnd Nefsstaðir. Þarna bjó Steinn til ársins 1960, að hann brá búi og fluttist til Siglufjarðar, en Sigurjón sonur hans átti þar heima til næsta vors ásamt móður sinni. Þá fóru Nefsstaðir í eyði. Menntu hlaut Steinn enga utan hefbundins barnaskólalærdíms þess tíma, en hann var bókhneigður og söngvinn, mikill gleðimaður og starfaði af miklum áhuga að ýmsum félagsmálum í sveit sinni. Full 40 ár söng hann við messur, bæði í Barðs- og Knapsstaðasókn og annan eins tíma starfaði hann í ungmennafélaginu Von oft formaður. Oddviti hreppsins var hann 1943-1946. Hann var góður leikari, upplesari og ræðumaður, skrifaði góð rithönd og um tíma kenndi hann íþróttir við Barnaskóla Holtshreps, enda ætíð mikill íþróttaáhugamaður. Það er til marks um léttleika hans og lipurð, að hann stökk jafnfætist ofan í olíufat og uppúr því aftur. Þá list léku fáir eftir. Hann var skíða- og skautamaður enda var Miklavatn við túnfótinn á Brúnastöðum ísilagt á vetrum og því kjörinn vettvangur til slíkra iðkana.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Control area

Authority record identifier

S02167

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

23.02.2017, frumskráning í AtoM, SFA.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes