Item 11 - Bréf bænda í Stíflu til sýslunefndar

Identity area

Reference code

IS HSk N00313-B-W-H-11

Title

Bréf bænda í Stíflu til sýslunefndar

Date(s)

  • 28.02.1931 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjöl.

Context area

Name of creator

(08.10.1874-1988)

Biographical history

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Name of creator

(25. mars 1888 - 20. júlí 1963)

Biographical history

Hannes Hannesson var fæddur á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi. Foreldrar hans voru Hannes Gottskálksson húsmaður í Kjartansstaðakoti á Langholti og barnsmóðir hans Steinunn Jónsdóttir vinnukona á Hraunum í Fljótum. Hannes fór í fóstur til Guðfinnu Guðlaugsdóttur og Jóns Sigurðssonar hreppsstjóra á Molastöðum, síðar Illugastöðum í Holtshreppi og ólst upp hjá þeim. Hannes lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1917 og fékkst við kennslu nánast óslitið næstu fjóra áratugina. Bóndi á Melbreið í Stíflu 1921-1963. Hannes tók fullan þátt í flestum menningar- og hagsældarmálum sveitarinnar, var einn af stofnendum Málfundarfélagsins Vonar í Stíflu og Ungmennafélags Holtshrepps. Jafnframt sat hann í sveitarstjórn Holtshrepps í 30 ár, ásamt því að sitja í skattanefnd, sóknarnefnd og í stjórn Samvinnufélags Fljóta. Hannes ritaði mikið af þjóðlegum fróðleik, skrifaði annála úr Fljótum, safnaði kveðskap, þjóðsögum og margskonar persónufróðleik. Hannes var giftur Sigríði Jónsdóttur (1900-1995) frá Melbreið og eignuðust þau átta börn.

Name of creator

(3. júní 1904 - 25. des. 1992)

Biographical history

Foreldrar: María Guðmundsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Fæddist í Háakoti í Stíflu þar sem foreldrar hans bjuggu fyrstu æviár hans, síðar fluttust þau að Lundi í Stíflu. Páll fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1927. Stundaði nám hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal 1929­-1930 og var í glímuflokki sem sýndi á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Árið 1934 gerðist hann kennari við Hólaskóla og kenndi þar íþróttir allt til ársins 1963, að vetrinum 1936­-1937 undanskildum, er hann var við nám í Íþróttaskólanum á Laugarvatni. Bóndi á Hofi í Hjaltadal 1945-1963. Formaður Ungmennasambands Skagafjarðar 1939-­1942, kenndi sund víðsvegar um Skagafjörð um langt árabil, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti um skeið. Flutti ásamt konu sinni til Akureyrar árið 1963 þar sem þau unnu til ársins 1983, árið 1985 lá leið þeirra aftur heim í Skagafjörðinn og settust þau þá að á Sauðárkróki. Páll vann að mikilli heimildasöfnum fyrir Sögufélag Skagfirðinga og ritaði auk þess margt á eigin vegum. Páll kvæntist Önnu Aðalbjörgu Gunnlaugsdóttur frá Víðinesi í Hjaltadal, þau eignuðust þrjú börn.

Name of creator

(15.12.1904-17.04.1985)

Biographical history

Gunnlaugur Jónsson, f. 15.12.1904, d. 17.04.1985. Foreldrar: Jón Guðvarðsson (02.03.1864-02.03.1941) og Aðalbjörg Jónsdóttir (20.10.1975-21.05.1951).
Gunnlaugur var með foreldrum sínum á Melbreið í Stíflu í Fljótum en þau bjuggur þar frá 1919. Hann fluttist að Atlastöðum í Svarfaðardal árið 1936 ásamt konu sinni ug elstu dóttur.
Maki: Jónína Gunnlaug Magnúsdóttir frá Stafni í Deildardal (13.10.1905-07.11.2000). Þau eignuðust fjögur börn. Fyrir átti Gunnlaug eina dóttur.

Name of creator

(1. sept. 1849 - 30. júní 1934)

Biographical history

Foreldrar: Gunnlaugur Magnússon b. í Garði í Ólafsfirði og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum í Garði. Mun síðan hafa átt heima um skeið á Auðnum í Ólafsfirði. Hann hóf búskap að Garði um 1875 og bjó þar, uns hann fluttist að Tungu í Stíflu 1888. Bjó þar til 1898 og á Mjóafelli 1898-1917. Brá þá búi en var kyrr á sama stað. Jón var nokkur ár í hreppsnefnd og réttarstjóri til fjölda ára. Árið 1870 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur, þau eignuðust sjö börn.

Name of creator

(10.05.1899-21.07.1989)

Biographical history

Þorvaldur Guðmundsson, f. á Þrasastöðum í Stíflu 10.05.1899, d. 21.07. 1989 á Siglufirði. Foreldrar: Guðmundur Bergsson bóndi á Þrasastöðum og kona hans Guðný Jóhannesdóttir. Þorvaldur ólst upp hjá foreldrum sínum á Þrasastöðum þar til hann gekk í hjónaband og hóf búskap ásamt konu sinni og þau hófu búskap á Deplum í Stíflu þar sem þau bjuggu 1924-1943. Hann vann vð byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1943-1945 og átti þá heima í Tungu en fluttist eftir það búferlum til Siglufjarðar. Þar starfaði hann hjá Síldarverksmiðum Ríkisins en síðustu árin við almenna verkamannavinnu meðan heilsa leyfði.
Maki: Hólmfríður Kristjana Magnúsdóttir (26.09.1899-27.05.1989) frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust fimm börn.

Name of creator

(29. ágúst 1901 - 19. sept. 1995)

Biographical history

Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson og Kristrún Hallgrímsdóttir bændur á Minni-Þverá í Fljótum. Jóhannes ólst upp með foreldrum sínum og naut kennslu í foreldrahúsum. Hann fór snemma að vinna og stundaði m.a. síldar- og hákarlaveiðar. Árið 1924 hóf hann búskap á Gautastöðum og bjó þar til 1962. Hann vann meðfram búskapnum og var m.a. vegavinnuverkstjóri nokkur vor. Er hann hætti hefðbundnum búskap fluttist hann til Siglufjarðar og vann m.a. á síldarplani. Síðustu árin bjó hann á dvalarheimilinu Skálarhlíð.
Maki: Guðrún Anna Ólafsdóttir (1902-1988). Þeim varð ekki barna auðið en þau ólu upp þrjú fósturbörn.

Name of creator

(01.01.1894-04.11.1971)

Biographical history

Þorlákur Magnús Stefánsson, f. á Molastöðum í Fljótum 01.01.1894, d. 04.11.1971 á Siglufirði. Foreldrar: Stefán Sigurðsson bóndi á Syðsta-Mói og kona hans Magnea Margrét Ólavía Grímsdóttir. Þorlákur ólst upp hjá foreldrum sínum og vann hjá þeim þar til hann stofnaði sjálfur heimili. Hann var bóndi á Gautastöðum 1914-1945 og á Gautalandi í Vestur-Fljótum 1945-1971. Hann var mikil tónlistarmaður og lærði á orgel hjá foreldrum sínum sem var góður hljómlistarmaður og söngmaður. Einnig var hann einn vetur við nám í orgelleik á Akureyri og hjá Benedikt á Fjalli í Sæmundarhlíð. Síðar sótti hann námskeið hjá söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. Hann var organleikari í Barðs- og Knappsstaðakirkjum í nær fimm áratugi og þjálfaði fólk í söng í báðum þessum kirkjusóknum.
Maki: Jóna Sigríður Ólafsdóttir (27.06.1893-16.12.1976). Þau eignuðust ellefu börn en þrjú þeirra dóu í frumbernsku.

Name of creator

(14.06.1889-09.06.1964)

Biographical history

Jóhann Benediktsson f. í Neðra-Haganesi í Fljótum 14.06.1889, d. 09.06.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Benedikt Stefánsson bóndi í Neðra-Haganesi og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir. Jóhann ólst upp með foreldrum sínum til tíu ára aldurs en þá missti hann föður sinn og fór í fóstur til föðurafa síns og ömmu er þá bjuggu að Minni-Brekku og dvaldist þar til 17 ára aldurs. Þá fór hann í vinnumennsku á ýmsum stöðum fram yfir tvítugt og er fyrst skráður með sjálfstæðan búskap árið 1913. Hann var lengst af leiguliði og bjó á mörgum stöðum í Fljótum og stundaði sjó meðfram búskapnum. Var á Berghyl 1913-1915, í Minni-Brekku 1915-1917, í Háakoti í Stíflu 1917-1921, á Stóra-Grindli 1921-1923 í Hólakoti 1923-1925, á Skeiði 1925-1931, í Langhúsum 1931-1935, á Syðsta-Mói 1937-1943, á Krakavöllum 1943-1044, húsmaður í Vatnshorni í Haganesvík 1944-1945 og bóndi á Minna-Grindli 1945-1955 og aftur 1957-1964.
Jóhann hafði á höndum eftirlit með sullaveiki í hundum og annaðist það um árarraðir i allri sýslunni.
Maki 1: Sigríður Jónsdóttir (17.05.1890-14.10.1939) frá Hvammi í Fljótum. Þau eignuðust tólf börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Maki 2: Helga Jónsdóttir (1894-1973). Þau slitu samvistum.
Bústýra Jóhanns og sambýliskona eftir að hann skildi við Helgu var Björg Þorsteinsdóttir (1903-1981). Þau eignuðust einn son. Fyrir átti Björg eina dóttur.

Name of creator

(10. ágúst 1905 - 9. feb. 1996)

Biographical history

Foreldrar: Kristján Bjarnason b. á Einarsstöðum og síðar í Stóru-Brekku í Fljótum og k.h. Ásta Ágústa Friðbjörnsdóttir. María ólst upp hjá foreldrum sínum á Einarsstöðum og fluttist með þeim í Fljótin vorið 1919. Hún vann foreldrum sínum til fullorðinsára. Tók saman við Stefán Jónasson frá Bakka á Bökkum í Fljótum árið 1937. Þau bjuggu í Stóru-Brekku frá 1937-1943 er Stefán lést. Þau eignuðust tvö börn saman, annað þeirra lést við fæðingu. Eftir lát Stefáns losaði María sig við búpeninginn og fór að vinna utan heimilis, var m.a. ráðskona hjá Lúðvík Kemp vegaverkstjóra á Siglufjarðarleið. Árið 1944 flutti hún til Siglufjarðar þar sem hún vann í frystihúsi á veturna og við síldarsöltun á sumrin. Eins vann hún við netahnýtingar, tók að sér þvotta, tók kostgangara og vann fleiri störf sem til féllu. Um tíma var hún ráðskona hjá Sigurjóni Sigtryggssyni og eignaðist með honum son. Sigurjón lést árið 1947. Í kringum 1950 flutti María til Reykjavíkur og var búsett þar síðan.

Name of creator

Biographical history

Name of creator

(15.12.1883-17.01.1972)

Biographical history

Pétur Jóhann Jónasson, f. í Minni-Brekku í Fljótum 15.12.1883, d. á Sauðárkróki 17.01.1972. Foreldrar: Jónas Stefánsson bóndi í Minni-Brekku og kona hans Anna Sigríður Jónsdóttir. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum í Minni-Brekku fram að níu ára aldri, að þau fluttust burt en Pétur varð eftir hjá föðurbróður sínum, Guðmundi Stefánssyni og konu hans Ólöfu Pétursdóttur. Var hann hjá þeim í 13 ár. Fyrstu búskaparárin var hann leiguliði hjá fóstra sínum og Pétri Jónssyni sem áttu Minni-Brekku til helminga hvor en smám saman eignaðist hann jörðina. Þegar hann seldi hana 1946 fékk hann að vera í skjóli Bendikts Stefánssonar og Kristínar konu hans, sem keyptu jörðina.
Pétur var bóndi í Minni-Brekku 1910-1915, í Stóru-Brekku 1915-1917, í Minni-Brekku 1917-1918, á Minni-Þverá 1918-1919, í Minni-Brekku 1919-1920 og loks 1927-1946. Árin 1920-1927 var hann í húsmennsku hjá Guðmundi Benediktssyni í Minni-Brekku.
Maki: Margrét Stefanía Jónsdóttir (23.10.1882-02.10.1945). Þau einguðust tvö börn sem bæði fæddust andvana. Auk þess ólu þau upp fóstursoninn Pétur Jón Stefánsson frá Sléttu og Margréti Petreu Jóhannsdóttur.

Name of creator

(19.07.1893-07.10.1970)

Biographical history

Guðmundur Benediktsson, f. að Neðra-Haganesi í Fljótum 19.07.1893, d. 07.10.1970 á Berghyl. Foreldrar: Benedikt Stefánsson sjómaður og bóndi og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Neðra-Haganesi til 7 ára aldurs en þá drukknaði pabbi hans. Eftir það var hann að nokkru leyti hjá föðurbróður sínum, Guðmundi Stefánssyni bónda í Minni-Brekku en annars með móður sinni á ýmsum stöðum í Holts-og Haganeshreppi. Á árunum 1917-1923 stundaði hann sjómennsku frá Siglufirði, hákarlaveiði seinni hlutar vetrar og á vorin en á sumrin síldveiðar eða eyrarvinnu. Á árunum 1917-1923 hákarlaveiðar að vorinu frá Akureyri en landbúnað á sumrin. Guðmundur byrjaði búskap í Minni-Brekku 1920-1926, á Stóru-Þverá 1926-1927 og Berghyl 1927-1970. Hann stundaði sjóinn áfram stíft á búskaparárunum til 1923 er hann lenti í skipsháska og hætti sjómennsku eftir það.
Guðmundur var virkur í félagsmálum. Hann starfaði i hreppsnefnd 1928-1936, nokkur ár í Ungmennafélagi Holtshrepps og var þar nýtur starfsmaður sem annars staðar. Hann var í skólanefnd um skeið, stefnuvottur í mörg ár, úttektarmaður og gengdi ýmsum öðrum störfum fyrir sveit sína.
Maki: Jóna Kristín Guðmundsdóttir (29.12.1899-19.12.2003) frá Minni-Brekku. Þau eignuðust þrjú börn og ólu auk þess um Ingimar Benidikts Stefánsson, bróðurson Guðmundar.

Name of creator

(03.09.1906-08.11.1983)

Biographical history

Sigurbjörn Bogason, f. á Minni-Þverá í Fljótum 03.09.1906, d. 08.11.1983 á Akureyri. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson bóndi á Minni-Þverá og kona hans Kristrún Hallgrímsdóttir. Sigurbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum á ýmsum stöðum í Fljótum. Eftir fermingu dvaldist hann áfram hjá þeim og vann að búi þeirra þar til hann kvæntist. Hann sótti einnig tilfallandi vinnu, einkum vegavinnu. Var bóndi á Gili í Fljótum 1935-1936, í Nefstaðakoti í Stíflu 1936-1938, á Skeiði 1938-1950. Eins og margir Fljótamenn sótti hann vinnu við byggingu Skeiðsfossvirkjunar. Þegar Sigurbjörn brá búi fluttist hann til Siglufjarðar og keypti húsið Nefstaði að Lindargötu 17. Þá hóf hann sumarvinnu á söltunarstöð Kaupfélags Siglufjarðar en á veturna í Tunnuverksmiðju ríkisins. Þegar verksmiðjan brann árið 1964 var mannskapurinn sendur til vinnu í tunnuverksmiðju á Akureyri og var Sigurbjörn þeirra á meðal. Einnig vann hann í saltfiskverkun Ísafoldar og Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði en síðustu starfsárin vann hann í Áhaldahúsi Siglufjarðarkaupstaðar. Sigurbjörn var mikill söngmaður og lék einnig á harmónikku og var oft fenginn til að leika fyrir dansi.
Maki: Jóhanna Ragnheiður Antonsdóttir (09.12.1913-01.11.2004). Þau eignuðust sex börn. Auk þess ólu þau upp og ættleiddu systurdóttur Jóhönnu, Guðrúnu Steinunni.

Name of creator

(08.08.1896-12.05.1982)

Biographical history

Björn Stefánsson, f. á Hóli í Siglufirði 08.08.1896, d. 12.05.1982 á Sauðárkróki. Foreldrar: Stefán Magnússon bóndi í Grafargerði (í landi Skarðsdals) og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf og stofnaði heimili í sambýli við tengdaforeldra sína á Stóru-Þverá fyrstu þrjú árin, en þar bjó hann 1925-1965. Samhliða vann hann þá vinnu sem bauðst innan sveitar, aðallega við vegagerð. Einnig vann hann við byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1942-1946. Björn tók virkan þátt í starfsemi Ungmennafélags Holtshrepps.
Maki: Karólína Sigríður Kristjánsdóttir (21.05.1902-28.07.1951) ljósmóðir. Þau eignuðust tvö börn.
Eftir að Karólína féll frá bjó Björn með Þóru Pálsdóttur frá Hvammi í FLjótum (06.11.1901-04.04.1982). Kom hún til hans í Stóru-Þverá 1951 og bjuggu þau þar til 1964 er þau fluttu að Garði í Hegranesi til Sigurjóns sonar Björns og Þórunnar, seinni konu hans. Þar voru þá til ársins 1975 er þau fluttu á Sauðárkrók.

Name of creator

(14.08.1909-01.06.1983)

Biographical history

Jónas Guðlaugur Antonsson, f. á Deplum í Stíflu 14.08.1909, d. 01.06.1983 í Reykjavík. Foreldrar: Anton Grímur Jónsson bóndi á Deplum og Nefstöðum og kona hans Stefanía Jónasdóttir. Jónas ólst upp í foreldrahúsum til 15 ára aldurs en þá fór hann í vinnu til Siglufjarðar og lærði trésmíðar. Árið 1931 féll faðir hans frá og féll þá í hans hlut að standa fyrir búi með móður sinni. Nokkru síðar tók hann við búsforráðum á Nefstöðum tils ársins 1936 er hann fluttist til Ólafsfjarðar þar sem hann bjó næstu 18 árin. Þá fluttist hann til Siglufjarðar og dvaldi þar í átta ár þar til hann fluttist til Kópavogs árið 1961. Lengst af starfaði hann við trésmíðar og á fullorðinsaldri, eða árið 1962, tók hann sveinspróf í þeirri grein.
Maki: Hólmfríður Guðleif Jónsdóttir (03.04.1913-21.01.1972) frá Ólafsfirði. Þau eignuðust tvö börn, en annað þeirra lést samdægurs. Einnig ólu þau upp systurdóttur Hólmfríðar, Margréti Jónfríði Helgadóttur upp. Kom hún til þeirra tveggja ára gömul.

Name of creator

(01.10.1890-31.10.1972)

Biographical history

Jón Jóakimsson, f. á Melbreið í Stíflu 01.10.1890, d. 31.10.1972 í Reykjavík. Foreldrar: Jóakim Guðmundsson bóndi í Hvammi í Fljótum og kona hans Sigurlína Sigurðardóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum þar til hann hafði aldur til að sjá fyrir sér sjálfur. Vann þá vinnu sem bauðst til lands og sjávar og var m.a. á hákarlaskipum sem gerðu út frá Kljáströnd við Eyjafjörð. Var um skeið vinnumaður hjá Guðmundi Ólafssyni og Svanfríði Jónsdóttur sem bhuggu í Stóra-Holti í Fljótum og kynntist þar konu sinni. Jón var einn af stofnendum Ungmennafélags Holtshrepps árið 1919 og tók virkan þátt í starfi þess fyrstu árin. Vorið 1922 tóku Jón og Guðný á leigu hluta af Hólum og bjuggu þar í tvö ár en þegar Guðný veiktist af berklum fór hún á Kristneshæli og átti þaðan ekki afturkvæmt. Jón hætti þá búskap og börnunum var komið í fóstur.
Vorið 1928 hóf Jón búskap á Húnsstöðum í Stíflu með seinni sambýliskonu sinni og bjó þar til 1933, á Gili 1933-1935, á Skeiði 1935-1938, á Sléttu 1939-1941, á Illugastöðum 1942-1943, á Sléttu 1944-1949, í Árósum við Miklavatn 1949-1957. Jón kenndi ungur vanheilsu en var þó að mestu við við búskap þessi ár. Vann einnig við vegarlagningu yfir Siglufjarðarskarð og virkjunarframkvæmdir við Skeiðsfoss. Haustið 1957 fluttist hann til Reykjavíkur og bjó hjá syni sínum og tengdadóttur.
Maki 1: Guðný Ólöf Benediktsdóttir (27.05.1891-07.09.1927). Þau eignuðust einn son. Fyrir átti Guðný tvo syni, en hún var ekkja eftir Berg Jónsson á Lundi í Stíflu.
Maki 2: Ingibjörg Arngrímsdóttir (05.08.1887-12.06.1977). Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Ingibjörg uppkomna dóttur með Jóni G. Jónssyni í Tungu.

Name of creator

(27.08.1856-15.07.1932)

Biographical history

Jónas Jósafatsson, f. að Hvarfi í Víðidal 27.08.1856, d. 15.07.1932 að Knappsstöðum. Foreldrar: Jósafat Helgason bóndi í Reykjum í Miðfirði og Jóhanna Davíðsdóttir frá Hvarfi. Ungur missti Jónas móður sína og ólst upp í skjóli móður sinnar og móðurafa. Móðir hans giftist aftur, Bendikt Jónassyni á Mið-Grund og víðar. Jónas fór snemma að vinna fyrir sér í vinnumennsku á ýmsum stöðum, aðallega í Skagafirði. Hann hóf búskap með fyrri konu sinni á Móskógum og bjó þar 1881-1884. Brá þá búi um eins árs skeið. Var bóndi á Bakka á Bökkum 1885-1896, brá aftur búi og fór að Felli í Sléttuhlíð og síðan með sinni konu sinni að Laugalandi. Bjó aftur á Bakka 1900-1911, á Þverá í Hrollleifsdal 1911-1914. Brugðu þá búi um skeið og voru í húsmennsku á ýmsum stöðum 1914-1918. En árið 1918 hófu þau búskap á Hreppsendaá í Ólafsfirði og voru þar í þrjú ár, þá á Móafelli í Stíflu 1921-1924 og á Knappsstöðum 1924-1929. Var Jónas síðan í skjóli Kristrúnar dóttur sinnar þar til hann lést.
Maki 1: Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1895). Þau eignuðust fjögur börn en misstu tvö þeirra í bernsku.
Maki 2: Lilja Kristín Stefánsdóttir (26.12.1879-01.12.1945). Þau eignuðust níu börn.

Name of creator

(9. sept. 1878 - 27. okt. 1965)

Biographical history

Fæddur að Hálsi í Flókadal. Foreldrar: Jóhannes Finnbogason b. á Heiði í Sléttuhlíð og Ólöf Þorláksdóttir. Bogi ólst upp með móður sinni að Hálsi til sex ára aldurs en fór þá að Berghyl í Fljótum. Bogi kvæntist árið 1899 Kristrúnu Hallgrímsdóttur, þau bjuggu víða í Fljótum: Gili, Stóru-Brekku, Bakka, Minni-Þverá, Þorgautsstöðum, Hring, Hólum, Stóru-Þverá 1916-1923, Skeiði og Sléttu. Síðast búsett á Siglufirði. Bogi og Kristrún eignuðust tíu börn.

Name of creator

(17. ágúst 1898 - 12. júní 1985)

Biographical history

Fæddur í Stóra-Holti í Fljótum. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson og Kristrún Hallgrímsdóttir, bændur á Minni-Þverá í Fljótum og víðar. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á ýmsum jörðum í Austur-Fljótum. Hann hóf ungur störf til sjós. Er þau bjuggu á Skeiði kynntist hann verðandi eiginkonu sinni. Hófu þau búskap í sambýli við foreldra Hallgríms og fluttust með þeim að Sléttu ári síðar. Árið 1925 hófu þau sjálfstæðan búskap á Minna-Grindli en fóru tveimur árum síðar að Knappstöðum í Stíflu og voru þar fyrstu tvö árin í sambýli með foreldrum Kristrúnar. Árið 1929 tóku þau við jörðinni allri og bjuggu til ársins 1960 er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík hóf Hallgrímur störf við útkeyrslu hjá ÁTVR en lenti í vinnuslysi sem hann jafnaði sig ekki af. Hallgrímur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sínu byggðarlagi, var um áraraðir meðhjálpari við Knappstaðakirkju og lengi kjötmatsmaður hjá Samvinnufélagi Fljótamanna.
Maki: Kristrún Aronía Jónasdóttir (1903-1989) frá Knappstöðum. Þau eignuðust átta börn.

Name of creator

(11.12.1882-26.04.1931)

Biographical history

Anton Grímur Jónsson, f. að Garði í Ólafsfirði 11.12.1882, d. 26.04.1931 á Siglufirði. Foreldrar: Jón Gunnlaugsson bóndi að Garði, síðast að Mjóafelli í Stíflu og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Anton ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist snemma algengri sveitavinnu. Stóð hugur hans snemma að smíðum og varð hann lagtækur smiður. Anton var bóndi að Deplum 1907-1920 er hann fluttist að Reykjum í Ólafsfirði og var þar til 1924. Flyst þá að Nefsstaðakoti (nú Nefstöðum) og bjó þar til dauðadags, fyrst sem leiguliði en keypti síðar jörðina. Stefanía kona hans hélt áfram búskap eftir lát hans til 1934 er Jónas sonur hennar tók við búsforráðum.
Maki: Jónína Stefanía (15.05.1881-24.04.1954). Foreldrar: Jónas Jósafatsson síðast bóndi á Knappstöðum og fyrri kona hans Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir frá Móskógum. Þau eignuðust sex börn en misstu eitt þeirra ungt. Einnig eignuðust þau fósturbarnið Stefaníu Guðnadóttur.

Name of creator

(12. maí 1898 - 6. mars 1982)

Biographical history

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Brúnastöðum og Sigríður Pétursdóttir. Steinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Brúnastöðum þar til hann hóf sjálfur búskap árið 1918 á Hring, þá með foreldra sína í húsmennsku. Vegna Skeiðfossvirkjunar, sem tekin var í notkun árið 1945, misstu bændur í vestanverðri Stíflu mikið land undir vatn. Hringur varð óbyggilegur og keypti þá Steinn jörðina Nefsstaði handan Stífluvatnsins og fluttist þangað sama ár. Þarna bjó Steinn til ársins 1960, að hann brá búi og fluttist til Siglufjarðar. Full 40 ár söng hann við messur, bæði í Barðs- og Knapsstaðasókn og annan eins tíma starfaði hann í ungmennafélaginu Von, oft formaður. Oddviti hreppsins var hann 1943-1946. Hann var góður leikari, upplesari og ræðumaður og um tíma kenndi hann íþróttir við Barnaskóla Holtshrepps.
Maki 1: Elínbjörg Hjálmarsdóttir frá Stóra-Holti í Fljótum, þau eignuðust fimm börn saman. Einnig ólu þau upp hálfbróður Elínbjargar. Þau slitu samvistir.
Maki 2: Steinunn Antonsdóttir frá Deplum, þau eignuðust fimm börn saman.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio broti, alls tvær skrifaðar síður.
Það varðar veg frá Fljótaá að Þrasastöðum.
Ástand skjalsins er gott.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

KSE

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 28.06.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area