Nefstaðir í Stíflu Fljótum

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Nefstaðir í Stíflu Fljótum

Equivalent terms

Nefstaðir í Stíflu Fljótum

Associated terms

Nefstaðir í Stíflu Fljótum

4 Authority record results for Nefstaðir í Stíflu Fljótum

4 results directly related Exclude narrower terms

Jónas Guðlaugur Antonsson (1909-1983)

  • S03262
  • Person
  • 14.08.1909-01.06.1983

Jónas Guðlaugur Antonsson, f. á Deplum í Stíflu 14.08.1909, d. 01.06.1983 í Reykjavík. Foreldrar: Anton Grímur Jónsson bóndi á Deplum og Nefstöðum og kona hans Stefanía Jónasdóttir. Jónas ólst upp í foreldrahúsum til 15 ára aldurs en þá fór hann í vinnu til Siglufjarðar og lærði trésmíðar. Árið 1931 féll faðir hans frá og féll þá í hans hlut að standa fyrir búi með móður sinni. Nokkru síðar tók hann við búsforráðum á Nefstöðum tils ársins 1936 er hann fluttist til Ólafsfjarðar þar sem hann bjó næstu 18 árin. Þá fluttist hann til Siglufjarðar og dvaldi þar í átta ár þar til hann fluttist til Kópavogs árið 1961. Lengst af starfaði hann við trésmíðar og á fullorðinsaldri, eða árið 1962, tók hann sveinspróf í þeirri grein.
Maki: Hólmfríður Guðleif Jónsdóttir (03.04.1913-21.01.1972) frá Ólafsfirði. Þau eignuðust tvö börn, en annað þeirra lést samdægurs. Einnig ólu þau upp systurdóttur Hólmfríðar, Margréti Jónfríði Helgadóttur upp. Kom hún til þeirra tveggja ára gömul.

Ólöf Jóhannesdóttir (1901-1972)

  • S00268
  • Person
  • 14.09.1901 - 12.04.1972

Oddný Ólöf Jóhannesdóttir fæddist þann 14. september 1901. Hún var húsfreyja á Deplum og Nefstöðum í Stíflu, Skagafirði, síðar húsfreyja á Siglufirði.

Pétur Kristófer Guðmundsson (1923-2009)

  • S02677
  • Person
  • 28. júlí 1923 - 17. maí 2009

Pétur fæddist á Refsteinsstöðum í Víðidal. Foreldrar: Guðmundur Pétursson og Sigurlaug Jakobína Sigurvaldadóttir. Maki: Rósa Pálmadóttir frá Reykjavöllum. Þau eignuðust þrjú börn og ólu auk þess upp tvö barnabörn. Um fermingu flutti Pétur að Nefstöðum í Stíflu. Hann var tvo vetur við Héraðsskólann á Laugarvatni. Árið 1945 keypti hann jörðina Hraun í Fljótum ásamt tveimur bræðrum sínum og foreldrum þeirra. Var í tvíbýli þar með Vilhjálmi bróður sínum til 1962. Pétur sinnti ýmsum félagsstörfum, m.a. formennsku í Búnaðarfélagi Holtshrepps og sat um langt skeið í hreppsnefnd. Pétur og Rósa fluttu til Akureyrar 2002 og þar var hann búsettur til dánardags.

Steinn Jónsson (1898-1982)

  • S02167
  • Person
  • 12. maí 1898 - 6. mars 1982

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Brúnastöðum og Sigríður Pétursdóttir. Steinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Brúnastöðum þar til hann hóf sjálfur búskap árið 1918 á Hring, þá með foreldra sína í húsmennsku. Vegna Skeiðfossvirkjunar, sem tekin var í notkun árið 1945, misstu bændur í vestanverðri Stíflu mikið land undir vatn. Hringur varð óbyggilegur og keypti þá Steinn jörðina Nefsstaði handan Stífluvatnsins og fluttist þangað sama ár. Þarna bjó Steinn til ársins 1960, að hann brá búi og fluttist til Siglufjarðar. Full 40 ár söng hann við messur, bæði í Barðs- og Knapsstaðasókn og annan eins tíma starfaði hann í ungmennafélaginu Von, oft formaður. Oddviti hreppsins var hann 1943-1946. Hann var góður leikari, upplesari og ræðumaður og um tíma kenndi hann íþróttir við Barnaskóla Holtshrepps.
Maki 1: Elínbjörg Hjálmarsdóttir frá Stóra-Holti í Fljótum, þau eignuðust fimm börn saman. Einnig ólu þau upp hálfbróður Elínbjargar. Þau slitu samvistir.
Maki 2: Steinunn Antonsdóttir frá Deplum, þau eignuðust fimm börn saman.