Sýnir 51896 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Eining
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

38621 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Vitnisburður um landamerki Reykja í Tungusveit

Vitnisburður Arngríms Jónssonar um landamerki Reykja í Tungusveit sem ritað er 1651. Skjalið vottað 1657 af Magnúsi Jónssyni og Þórólfi Jónssyni.
Innihald bréfsins hljóðar svo (fært í samræmda nútímastafsetningu af Einari G. Péturssyni): "Meðkenni eg Arngrímur Jónsson og votta það í fullum sannleika, að öll þau ár sem eg fyrir innan og framan minn tvítugs aldur (sem reiknast vel sextán ár) var að fistum á Reykjum í Tungusveit, hjá Jóni heitnum Egilssyni, og hans syni Þorvaldi, Reykjagarðs eigendum, þá vissa eg hvorugan þessara nefndra feðga eigna sér lengra upp í Mælifellsdal, né lögfesta, en úr Körtugili og fram í Fremri Hnjúká sem er fram frá Reykjareit. Og þessum mínum vitnisburði til sannenda staðfestu má eg eið vinna, ef þörf gjörist, hvör útgefinn var að Mælifelli Tungusveit 17. dag martíi anno 1651. Þennan fyrir ofan skrifaðan vitnisburð heyrðum við undirskrifaðir Arngrím Jónsson meðkenna á Mælifelli þann 6. dag maí 1657
Magnús Jónsson með eigin hendi
Þórólfur Jónsson með eigin hendi"

Umslag um atkvæðaseðil

Á umslagið er prentað "Atvæðaseðill", ásamt númeri. Nafna og heimilisfang er skrifað á umslagið og það stílað til hreppstjórans í Holtshreppi.

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Order

Skjalið er þrjár vélritaðar blaðsíður og inniheldur dómsorð. Það er ritað á ensku og tengist erfðamáli.

Nemesis

Handskrifuð pappírsörk, inniheldur ljóð með yfirskriftinni Nemesis. Dagsett og undirrituð af HSB. Með fylgir vélrituð örk þar sem ljóðið er skrifað upp, ásamt skýringum á tilurð þess og höfundi.

Hildur Solveig Bjarnadóttir Thorarensen (1835-1915)

Hvöt

Ljóðið ljósrit af handskrifuðu ljóð og merkt höfundi, Jóhönnu Blöndal.

Sumarkveðjur

Skjalið er tvær pappírsarkir límdar á stærri örk. Inniheldur tvö ljóð sem virðast vera sumarkveðjur til Jóhönnu Blöndal, annars vegar frá Siggu og Pétri og hins vegar frá Hönnu og Hannesi.

Árshátíð spilaklúbbsins 1995

Skjalið er tölvuprentað og inniheldur nafnalista ásamt spakmælum og ljóðlínum, sem og skýringum. Einnig eru á blaðinu myndir af þeim sem um ræðir. Meðfylgjandi er handskrifað blað með sömu vísum og spakmælum.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Mynd 03

Ljósmynd í stærðinni 8,5x5,9. Á myndinni eru Steinunn Eiríksdóttir (t.v.) og Auður Guðjónsdóttir (t.h.) ásamt tveimur af sjö börnum Auðar. Aftan á myndina er handskrifað: "Auður Guðjónsdóttir og Steinunn Eiríksdóttir Akureyri með börn Auðar. Glerárg 2 Ak."

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

Mynd 04

Ljósmynd í stærðinni 8,5x5,9 cm. Á myndinni eru Valborg Hjálmarsdóttir á Tunguhálsi og börn. Auður, Garðar, Guðsteinn og Hjálmar (Valborg heldur á honum).

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

Mynd 05

Ljósmynd í stærðinni 5,7x7,2 cm. Á myndinni eru Valborg Hjálmarsdóttir á Tunguhálsi og börn hennar Auður, Valgeir og Garðar Guðjónsbörn.

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

Mynd 06

Ljósmynd í stærðinni 8,5x13,5 cm. Á myndinni eru þrjár ungar konur. Ein þeirra í upphlut og ein í peysufötum.

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

Mynd 09

Ljósmynd í stærðinni 8,8x12,5 cm. Á myndinni sést Pálmi Jónsson á Akri, þáverandi landbúnaðarráðherra, taka fyrstu skóflustunguna að laxeldisstöð á Hólum í Hjaltadal á ýtu Garðars Guðjónssonar.

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

Mynd 10

Á myndinni er Steinunn Guðrún Eiríksdóttir með eitt af börnum Auðar Guðjónsdóttur.

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

Mynd 16

Á myndinni eru þrír karlmenn. Sá í miðjunni er Sighvatur Pétursson Sighvats. Í baksýn sést jeppi, tvær manneskjur á gangi og hlaðinn veggur með reiðtygjum á.

Mynd 17

Á myndinni er fjölskyldan á Víðivöllum. Fremst eru hjónin Sigurður Gíslason og Guðrún Pétursdóttir. Í efstu röð, lengst til vinstri er Jón Árnason, við hlið hans Sigríður Sigurðardóttir og fyrir framan hana Amalía Sigurðardóttir.

Útsvarsskrá fyrir Haganeshrepp 1964

Skjalið er í stærðinni í stærðinni 38 x 46 cm. Er það eyðublað sem búið er að handfæra inn á upplýstingar um útsvarsgreiðendur í Haganeshreppi árið 1964 og greiðslustöðu þeirra.

Haganeshreppur

Útsvarsskrá I fyrir Hagnaneshrepp 1965

Skjalið er í stærðinni í stærðinni 38 x 46 cm. Er það eyðublað sem búið er að handfæra inn á upplýstingar um útsvarsgreiðendur í Haganeshreppi (í stafrófsröðð frá A-H) árið 1965 og greiðslustöðu þeirra.

Haganeshreppur

Útsvarsskrá II fyrir Haganeshrepp 1965

Skjalið er í stærðinni í stærðinni 38 x 46 cm. Er það eyðublað sem búið er að handfæra inn á upplýstingar um útsvarsgreiðendur í Haganeshreppi (í stafrófsröð frá Þ og einnig hús og félög) árið 1965 og greiðslustöðu þeirra.

Haganeshreppur

Innfærslubók

Innbundin innfærslubók. Í hana eru handskrifaðar færslu yfir gjöld og tekjur vegna umboðs við Happdrættis HÍ.
Nokkur óhreinindi eru á bókinni en annars er ástand hennar gott.

Hermann Jónsson (1891-1974)

Greiðslustaðfesting

Línustrikuð pappírsörk sem rifin hefur verið af stærri örk. Inniheldur staðfestingu Steins Jónssonar á móttöku vinning í Happdrætti Háskóla Íslands.

Niðurstöður 4591 to 4675 of 51896