Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 552 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Skagafjörður
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

111 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Skagfirðingur H/F

  • IS HSk E00128
  • Safn
  • 1959 - 1963

Harðspjalda handskrifuð bók i góðu ástandi. Þetta er stofnfundarbók og segir í lokin frá því að 30. janúar. 1974 var bókin afhent til Skjalasafns Skagafjarðarsýslu og Björn Egilsson tekur við henni fyrir hönd safnsins.

Skagfirðingur H/F

Fundagerðabók

innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg og varðveitt. Bókin inniheldur fundagerðir á tímabilinu 1959-1984. Aftast í bókinni er lausblöð með hluta af fundagerð dags.27.4.1984. Blöðin eru merkt með blaðsíðunr. 193 og 194. Einnig er blað með dagskrá aðalfundar Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps 1984. Blaðið er þar að auki með blekblettum og pennakrassi.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

Áhugamannafélagið Drangey (Afhending 1980)

  • IS HSk E00129
  • Safn
  • 1959 - 1966

Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ástandi. Bókin er með tölusettar blaðsíður upp í bls.192 og er síðast ritað í bókina bls.13. Eitt prentað skjal um yfirlit yfir fuglaveiði við Drangey.

Áhugamannafélagið Drangey

Gestabók/félagatal U.M.F.T.

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók og vel varðveitt. Bókin er í A4 stærð og í henni eru undirritanir einstaklinga, líklega félagsmanna U.M.F.T. ásamt dagsetningum og hefur verið nýtt sem gestabók / félagatal.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Færslubók

Innbundin bók með bókhaldsfærslum. Færslurnar eru handskrifaðar og vel læsilegar. Bókin er vel varðveitt, kjölurinn er aðeins laus í sér en hann er heill. Kjölurinn er límdur aðallega til að merkja bókina.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Ýmsir viðtakendur

Jóla og tækifæriskort sem koma úr ýmsum áttum. Eru frá árabilinu 1957-2011. Kortin eru mörg gefin út til fjáröflunar af félagasamtökum í Skagafirði, s.s. ungmannafélögum, sóknarnefndum, grunnskólanemum og fleirum.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

Hrútadómar og -skrá

Forprentuð skýrsluform með handskrifuðum upplýsingum um hrútadóma á tímabilinu 1958-1966. Í safninu er einnig úprentuð tafla yfir kjötprósentu með tölulegum upplýsingum. Gögin eru í góðu ástandi og vel læsileg, þau voru inni í Fjárskýrslubókinni. Á bláu afriti er nafnalisti á kúm frá Skálá, í eigu Konráðs Ásgrimssonar, dags. 13/6.1964.

Fjárræktarfélag Fellshrepps

Fundagerðir 1956-1973

Lausblaða pappírsgögn í A5 og A4 stærð, bæði línustrikuð og rúðustrikuð með handskrifuðum fundagerðum Lýtingsstaðadeild Kaupfélags Skagfirðinga 1956-1973. Gögnin voru inni í stílabók úr sama safni, blöðum raðað upp í ártalsröð til einföldunar. Fundagerðirnar eru vel læsilegar og gögnin í góðu ásigkomulagi. Hefti og bréfaklemmur fjarlægðar þar sem þau voru farin að skemma út frá sé vegna ryðs.

Lýtingsstaðadeild Kaupfélags Skagfirðinga

Fundagjörðabók 1955-1982

Þunn innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blöðum. Bókin geymir fundagerðir stjórnar S.S.K. og formannafunda sambandsins frá 1955 - 1982 og eru fundagerðir vel læsilegar. Bókin hefur varðveist mjög vel. Límborði er á kili bókarinnar.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Bændavísur

Vélritað hefti með 8 blaðsíðum og kápu. Vélritað. Inniheldur bændavísur eftir Gunnþórunni Sveinsdóttur frá Mælifellsá. Ortar um bændur í Laxárdal og á Skaga.

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

Heimildir um sundkennslu í Skagafirði

Margvíslegar heimildir frá mismunandi aðilum um sundkennslu í Skagafirði, m.a. má finna þarna heimildir frá Jóni Sigurðssyni á Reynistað, Hannesi Hannessyni á Melbreið, Páli Sigurðssyni á Hofi, og Ingibjörgu Jóhannsdóttur á Löngumýri.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Gjörða- og reikningabók Fjárræktarfélags Fellshrepps

Innbundin og handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum. Bókin hefur varðveist mjög vel og er í góðu ásigkomulagi. Bókin er með límborða á killi og í henni eru fundagerðir og reikningar félagsins frá 195, síðasta fundagerðin er síðan 1967.

Fjárræktarfélag Fellshrepps

Förukonan 1954-2000

Þunn innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blöðum. Í bókinni eru skráðar fréttir af störfum kvenfélaga eða frásagnir kvenfélagskvenna, einnig eru í bókinni nokkrar pappírskópíur sem límdar eru á blaðsíðurnar sem tengjast frásögnunum. Bókin er vel læsileg og hefur varðveist mjög vel. Límborði er á kili bókarinnar.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

EEG2725

Haust 1953. Námsferð í Skagafjörð til að skoða og kaupa hross. Gunnar Bjarnason og Stefán Jónsson voru með. Framhaldsdeildin. Frá v. Sigmundur Guðbjarnason, Óskar Eiríksson, Árni Jóhannsson, Kjartan Georgsson, Sveinn Guðmundsson og Páll Sigurðsson, Fornahvammi sem keyrði.

Einar Eylert Gíslason (1933-2019)

Fundagerðabók Ungmennafélags Holtshrepps 1953-1971

Innbundin og handskrifuð bók með línustrikuðum síðum. Bókin hefur varðveist ágætlega og mikið af blaðsíðum bókarinnar eru óskrifaðar. Í bókinni eru laus blöð, línustrikuð með handskrifuðum fundagerðum, dags, 4.1.1962 og 1.1.1971.

Ungmennafélag Holtshrepps

EEG2726

Haust 1953. Ferð í Skagafjörð til að skoða og kaupa hross. Gunnar Bjarnason og Stefán Jónsson voru með. Framhaldsdeildin. Páll Sigurðsson, Fornahvammi keyrði. Verið að koma hesti bílinn.

Einar Eylert Gíslason (1933-2019)

Ingólfur Jón Sveinsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00375
  • Safn
  • 1952 - 2015

Skjalasafn frá Ingólfi Jóni Sveinssyni. Inniheldur m.a bréf, ljósmyndir, ársreikning, gangnaboð og fleira

Ingólfur Jón Sveinsson (1937-)

Fjárræktarfélag Óslandshlíðar

  • IS HSk E00094
  • Safn
  • 1952 - 1989

Harðspjalda handskrifuð Gjörðabók segir frá stofnfundi félagsins og þeirri starfsemi er var í félaginu. Í bókina er lítið skrifað og hún er í góðu ásigkomulagi. Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hafa verið hreinsuð af plastblöðum sem voru milli ártala.

Fjárræktarfélag Óslandshlíðar

Skýrslur og formleg skjöl

Í þessu safni eru nokkrar skýrslur tengdar hrossarækt, Það eru fundagerðir sambandsstjórnar Landsambands Hestamannafélaga, starfssamþykkt fyrir Búfjárræktardeild Búnaðarsambands Skagfirðinga (B.B.S.S) og handskrifað bréf undirritað Haraldi Árnasyni, lög fyrir hrossaræktarsamband Suðurlands, frumvarp að reglugerð um kappreiðar fyrir félög í L.H. og Frumvarp til reglugerðar um ræktun reiðhests. Gögnin eru ágætlega varðveitt, þau voru hreinsuð af bréfaklemmum og heftum.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Skjöl og bókhaldsgögn 1951-1966

Pappírsgögn, forprentuð, handskrifuð og vélrituð. Línu- og rúðustrikaður pappír. Skýrslur, bókhaldsskjöl, formleg- og óformleg erindi, listi yfir bókartitla félagsins og félagatal. Gögnin hafa varðveist ágætlega og eru röðuð í ártalsröð til einföldunar, þau voru hreinsuð af bréfaklemmum og heftum.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

SSKv31

Tekið á móti norrænum konum að Löngumýri sumarið 1951.
Frá vinstri:
Karlotta á Hólum, Minna Bang, Sauðárkróki, Sigrún Pálmadóttir, Reynistað, Ingibjörg Jóhannsdóttir á Löngumýri, Amalía á Víðimel, Ingibjörg á Úlfsstöðum, Helga á Víðivöllum, Ólöf í Krossanesi, Björg á Löngumýri og Lilja Sigurðardóttir, Víðivöllum.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

GI 1986

F.v. Jósafat Felixson (Villi í Húsey) - Þorbergur Jósefsson og Ásbjörn Sveinsson. Guðjón Ingimundarson veitir viðurkenningar. Aftan á mynd stendur Villi - Beggi og Sveinn Inga.

Fjárbók Fjárræktarfélags Fellshrepps

Þykk innbundin bók sem er merkt á kili; Fjárbók. Bókin er með forprentuðum blaðsíðum og handskrifuðum upplýsingum um ær og hrúta í Fellshreppi frá 1950-1964. Bókin hefur varðveist vel og er ekki handskrifað í hana nema að hluta til, eða um helming blaða.

Fjárræktarfélag Fellshrepps

Fjárræktarfélag Fellshrepps

  • IS HSk E00070
  • Safn
  • 1950 - 1991

Safnið inniheldur tvær innbundnar bækur, fundagerða- og fjárbók. Í safninu eru líka forprentaðar yfirlitsskýrslur um fjárrækt og hrútadóma í eigu félaga í Fjárræktarfélagi Fellshrepps. Nokkrar skýrslur voru í tví- og þríriti og voru afritin tekin úr safninu þar sem það átti við, skýrslur voru raðaðar eftir ártali og var það skipulag látið haldast óbreytt. Gögnin koma úr möppu og voru millispjöld úr plasti tekin úr og hefti hreinsuð úr. Að öðru leyti haldast gögnin eins og þau voru. Bækurnar og skýrslurnar hafa varðveist vel og eru í góðu ásigkomulagi, Gjörðabókin er með línustrikuðum blaðsíðum og handskrifuðum fundagerðum, ekki er skrifað nema í hluta af henni. Fjárbókin er með forprentuðu formi fyrir fjárskýrsluhald og með handskrifuðum upplýsingum um hrúta og ær úr hreppnum og er aðeins notuð að hluta til. Í bókinni eru einnig ýmis lausblaða skýrsluform fyrir fjárrækt og útprentuð tafla yfir kjötprósentu lamba.

Fjárræktarfélag Fellshrepps

Skógræktarfélag Staðarhrepps

  • IS HSk E00055
  • Safn
  • 1950 - 1955

Harðspjalda handskrifuð bók um stofnfund félagsins. Bókin er í ágætu ástandi en einhvað blettóttar blaðsíður inn við kjöl en ekki ryð.

Skógræktarfélag Staðarhrepps

Daníel Ingólfsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00070
  • Safn
  • 1950 - 1965

Kvittanir fyrir lán varðandi jörðina Brenniborg og tilboð í jörðina. Einnig stílabók, mjólkurbókhald eða skrá yfir naut. (ath).

Daníel Ingólfsson (1919-2001)

Sigurgeir Angantýsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00056
  • Safn
  • 1950-2001

Úrklippubókin er samanteknar upplýsingar um Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Ýmis efni á hljóðböndunum, m.a. upptökur af útvarpsefni ruv og æfing hjá kirkjukór.

Markús Sigurjónsson, Reykjarhóli

Markús Sigurjónsson, Reykjarhóli. Segir m.a. bernsku sinni á Sjávarborg.
Markús segir frá því er hann var sendur með mat handa strokufanganum Jóni Pálma, sem var á flótta vegna seðlafölsunarmálsins.
Einnig segir hann frá því þegar fangi sem var í haldi vegna annars peningafölsunarmáls slapp frá Reykjavík og komst til Skagafjarðar.
Jafnframt er spjallað um starfsævi Markúsar sem var sjómaður, verkamaður og bóndi og stundaði einnig ýmis konar handverk.
Loks segir hann frá dulrænu atviki þegar hann var á Víðimýri og fyrirboðum í draumi.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Kvenfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00084
  • Safn
  • 1950 - 1977

Harðspjalda handskrifuð bók með grænni kápu og er í lélegu ástandi. Mikið los á blaðsíðum og þær rifnar en læsilegar. Kápa laus frá bók að nánast öllu leiti en hangir rétt saman á þræði.

Kvenfélag Hólahrepps

Fundagjörðabók 1950-1972

Innbundin bók með línustrikuðum blaðsíðum með handskrifuðum fundargerðum. Bókin er læsileg og varðveist sæmilega. Bókakjölurinn og kápan hafa verið límd sama með límbandi. Límborði er á kjöl bókarinnar og bindingin er orðin léleg.

Veiðifélag Sæmundarár

Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00118
  • Safn
  • 1950-1974

Engin gögn eru í safninu sem segja til um stofnun eða starfsemi Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps, Í safninu eru forprentaðar skýrslur í A3 stærð með handskrifuðum upplýsingum um sauðfjárrækt í Hólahreppi á tímabilinu 1950-1974. Þetta eru sauðfjárræktarskýrslur, yfirlitsskýrslur og hrútaskýrslur. Safnið var allt flokkað eftir ártali og skýrslurnar voru í broti sem var látið halda sér. Öll gögn eru í góðu ásigkomulagi og eru vel læsileg.

Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps

Leikfélag Hofsóss

  • IS HSk E00107
  • Safn
  • 1949 - 1952

Gögnin, bækur og pappír segja sögu félagsins þennan stutta tíma. Þau hafa verið hreinsuð af heftum og eru vel læsileg. Gögnin komu vel flokkuð og eru látin halda sér þannig eftir uppfærslu.

Leikfélag Hofsóss

Samtíningur I

  • IS HSk N00007
  • Safn
  • 1947-2000

Ýmislegt

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Samband skagfirskra kvenna: Skjalasafn

  • IS HSk N00030
  • Safn
  • 1947-2008

Árskýrslur, rit, ljósmyndir og ýmis gögn Sambands skagfirskra kvenna 1947-2015.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Ýmis gögn

Ýmis gögn, Sjóður Ragnveigar H. Líndal, afmæliskveðjukvæði og skrár yfir gögn SSK sem komin eru á Héraðsskjalasafnið.æ

Aðalfundir 1947-1975

Þunn innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blöðum. Bókin er 300 blaðsíðna og í hana eru skrifaðar fundagerðir aðalfunda S.S.K. Bókin er vel læsileg og hefur varðveist mjög vel. Límborði er á kili bókarinnar.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Sveitarfélagið Skagafjörður: Skjalasafn

  • IS HSk N00155
  • Safn
  • 1946-1991

Samningar og gögn er varða félagsheimilin í Rípurhrepp, Seyluhrepp, Haganeshrepps, Skefilsstaðahrepps og Hofsóshrepps.

Sveitarfélagið Skagafjörður

Fundagerðabók 1945-1955

Ein stílabók með línustrikuðum blaðsíðum sem á eru handskrifaðar fundagerðir Lýtingsstaðadeild Kaupfélags Skagfirðinga 1945-1955. Aðeins helmingur bókarinnar er nýttur, restin eru auðar blaðsíður. Límborði er á kjöl bókarinnar, bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt. Fjarlægja þurfti heftin innan úr bókinni þar sem þau voru farin að skemma út frá sér. Aftast í bókinni var komið fyrir mikið magn af lausum pappírsgögnum í A5 og A4 stærð, bæði línustrikuð og rúðustrikuð með handrituðum fundagerðum. Þetta mikla magn af pappír aflagaði bókina.
Fremst í bókinni var komið fyrir blaði þar sem staðfest er fyrir móttöku á bókinni og skjölunum á Héraðsskjalasafninu 24.2.1974.

Bók 1945 - 1958

Innbundin handskrifuð bók í lélegu ástandi bókakápa rifin og einnig blaðsíður en bókin er bundin saman með bandi og vel læsileg. Stofnfundabók félagsins.

Hestamannafélagið Stígandi

Hólahreppur ( afhending 2023 - 035 )

  • IS HSk N00477
  • Safn
  • 1945 - 2008

Gögnin komu frá einkasafni Harðar Jónssonar, Hofi 2, oddvita Hólahrepps 1982 - 1990, og voru afhent á Héraðsskjalasafnið á Sauðárkrók þann 10.10.2023. Hörður Jónsson fæddist á Sauðárkróki 24. maí 1952 en ólst upp á Hofi 2 í Hjaltadal þar sem hann átti heimili æ síðan. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 22. ágúst 2023.
Gögnin voru óhrein og bækur hreinsaðar og gögn grisjuð af skjalamöppum, afritum og bréfaklemmum, þau eru flokkuð eftir ártali og málefnum.
Tekið var úr safni þau gögn er tilheyra Hólakirkju og verða þau pökkuð sér ( Samfélag B - C )

Hólahreppur

Stephan G. Stephansen nefndin: Skjalasafn (1945-1953)

  • IS HSk N00121
  • Safn
  • 1945-1953

Ljósmyndir frá Ríkharði Jónssyni myndhöggvara varðandi hugmyndir að minnisvarðanum Arnarstapa, teikning Hróbjartar Jónassonar múrarameistara á Hamri og eitt skjal til nefndarinnar

Stephan G. Stephansson nefndin (1945-1953)

Hestamannafélagið Stígandi

  • IS HSk E00023
  • Safn
  • 1945 - 1980

Blönduð gögn Hestamannafélags Stíganda Fundagerðabækur, Hrossadómar, Mynd. Gögn í misgóðu ástandi.

Hestamannafélagið Stígandi

Búnaðarfélag Óslandshlíðar

  • IS HSk E00057
  • Safn
  • 1945 - 1976

Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ásigkomulagi

Búnaðarfélag Óslandshlíðar*

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

  • IS HSk E00056
  • Safn
  • 1945 - 2001

Ein harðspjalda handskrifuð bók í lélegu ástandi, los á blaðsíðum og blaðasíður lausar. Aftari kápa er laus frá kili en bókin hangir saman að framan. Þetta er ekki stofnfundarbók og kemur ekki fram stofnun félagsins.

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

Ljósmyndir úr starfi S.S.K. 1944-1987

Safn ljósmynda sem tengjast starfi Sambands Skagfirskra Kvenna. Margar myndanna eru merktar SSK og eru með númeratali, en þó ekki allar. Myndirnar voru ekki raðaðar í neinni sérstakri númeraröð. Elstu myndirnar eru frá árinu 1944 og 1945, á myndunum eru konurnar sem voru á 2. og 3. aðalfundi samabandsins. Í safninu eru einnig myndir frá 40 ára afmælishátíðar S.S.K. sem haldin var í Bifröst á Sauðárkóki 1983, gróðursetningu á Hólum árið 1985 og forsetaheimsókn hjá Frú Vigdísi Finnbogadóttur. Yngstu myndirnar eru líklega frá árinu 1987. Myndirnar eru í ýmsum stærðum og gæðum og sumum þeirra fylgja blöð eða miðar með nöfnum þeirra einstaklinga sem eru á þeim. Í safninu voru einnig nokkarar myndir úr safninu stækkaðar og ljósritaðar, gæðin á þeim var ekki góð og ákveðið var að taka þær úr að einni mynd undanskildri, að öðru leyti er safnið í mjög góðu ásigkomulagi.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Mjólkursölufélag Óslandshlíðar

  • IS HSk E00061
  • Safn
  • 1944 - 1949

Lítil stílabók merkt Kristján Jónsson. Bókin er viðkvæm, heftuð saman og hefti góð en kápa trosnuð og blaðsíða hálf laus. Í bók liggur sendibréf sem sett er i örk. Lítið er skrifað í bók

Mjólkursölufélag Óslandshlíðar

Fundagerðabók 1943-1946

Þunn innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blöðum. Bókin inniheldur fundgerðir stjórnar S.S.K. og aðalfunda, einnig fyrstu lög sambandsins. Bókin er vel læsileg og hefur varðveist mjög vel. Límborði er á kili bókarinnar.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Ljósmyndasafn S.S.K.

Safn með pappírskópíum, bæði í lit og svart hvítar sem tengjast starfi Sambands Skagfirskra Kvenna. Margar myndanna eru merktar SSK og eru með númeratali, þó ekki allar. Myndunum var heldur ekki raðað eftir neinni sérstakri númeraröð þegar var farið var yfir safnið. Elstu myndirnar eru frá árinu 1944 og er á myndinni konurnar sem voru á 2. aðalfundi samabandsins. Yngstu myndirnar eru líklega frá árinu 1987 þegar Friðrik Örn Haraldsson tók við verðlaunum fyrir verðlaunatillögu fyrir minjagrip fyrir S.S.K. Myndirnar eru í ýmsum stærðum og gæðum og sumum þeirra fylgja blöð með nöfnum þeirra einstaklinga sem eru á þeim. Í safninu voru einnig nokkarar myndir úr safninu stækkaðar og ljósritaðar, gæðin á þeim var ekki góð og ákveðið var að taka það úr, að öðru leyti er safnið í góðu ásigkomulagi. Myndirnar voru settar í sýrufría plastvasa ásamt blöðum og miðum með nöfnum þeirra til að auðvelda nafngreiningu.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Ungmennafélagið Æskan: Skjalasafn

  • IS HSk N00034
  • Safn
  • 1942-1943

Vinna við húsbyggingu á Melsgili, húsi Ungmennafélags Æskunnar í Staðarhreppi.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Skjal úr fundagerðabók

Skjal sem fannst á meðal safnsins frá búnaðarfélaginu, líklega er um viðbót við fundagerðina sjálfa þar sem það sem skrifað er á blaðið kemur ekki fram í bókinni. Blaðið er vel læsilegt og hefur varðveist mjög vel.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Fundargerðabók 1942-1949

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók. Þessi gjörðabók kom í staðinn fyrir aðra sem byrjað var að skrá fundargerðir í (fyrir tímabilið 1939-1962). Bókin hefur varðveist ágætlega.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Sóknarnefnd Hólasóknar: Skjalasafn

  • IS HSk N00335
  • Safn
  • 1941-2003

Gjörðabók sóknarnefndar Hólasóknar, Hólum í Hjaltadal.
Bókin hefst 12. apríl 1941 og síðasta færsla er 25. ágúst 2003.

Sóknarnefnd Hólasóknar

Bókhaldsuppgjör

Fjórar innbundnar bækur í ýmsum stærðum sem innihalda bókhaldsskráningu fyrir félagið. Einnig önnur bókhaldsgögn, kvittanir, útfyllt eyðublöð og fundarboð.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Kvenfélagið Ósk í Óslandshlíð

  • IS HSk E00060
  • Safn
  • 1941 - 1944

Óinnbundin lítil bók um stofnfundagerð félagsins. Bók er rifin á forsíðu og síðustu blaðsíðu annars í góðu ástandi. Límborði er á kili. Í bók liggur pappírsmiði með fundargerð 28 mars. 1941 sett í item.

Kvenfélagið Ósk í Óslandshlíð

Bókhaldsgögn 1941-1972

Fylgigögn bókhalds. Efnahagsreikningu f. árið 1941-1942 í A3 broti. Bókhaldskvittanir og reiknivélastrimlar, raðað eftir ártali. Þessi gögn fundust í reikngsbókinni.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Básafjós

Teikningar af básafjósi. Höfundur og dagsetning óskráð en teikningin merkt Agli Bjarnasyni á bakhlið.

Niðurstöður 171 to 255 of 552