Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 1749 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu: Skjalasafn
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Úr bréfabók sýslunefndar

Handskrifuð pappírsörk í folio stærð, úr bréfabók sýslunefndar.Varðar bréf til landlæknis vegna yfirsetukonu í Fellshreppi.
Eitt horn hefur rifnað af blaðinu, annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Staðarhrepps til sýslunefndar

Skjalað er handskrifuð pappírsörk í folio stærð.
Það varðar beiðni um samþykki á lántöku frá hreppsnefndinni.
Með liggur örk sem lögð hefur verið utan um bréfið.
Ástand bréfsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Eggerts Briem til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A5 broti. Það varðar umfjöllum almenns fundar í Hegranesi um breytingar á reglugerð fyrir fiskveiðar við Drangey. Reifuð er niðurstaða fundarins og er bréfið undirritað af Eggert Briem.

Eggert Ólafur Briem (1867-1936)

Úr bréfabók sýslunefndar

Pappírsörk í folio stærð, úr bréfabók sýslunefndar.
Varðar bréf til Búnaðarfélags Íslands vegna fulltrúakosningu á búnaðarþing.
Nokkur óhreinindi eru á skjalinu.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Jóns Leifs til sýslunefndar

Bréfið er vélritað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar undirbúning sýslunnar vegna hljómsveitarferð bréfritara til Íslands 1930.
Með liggur fjölritaður miði með lista yfir hljómsveitarmeðlimi.
Ástand skjalsins er gott.

Jón Leifs

Bréf Staðarhrepps til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar áformaða endurbyggingu á hluta Staðarréttar.
Á bréfinu hefur blekið aðeins dregist til vegna raka, en annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Fiskveiðasamþykkt

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio broti.
Það er merkt eftirrit. Undir það rita nokkrir bændur í Fells- og Hofshreppum.
Það varðar fiskveiðisamþykkt á Málmeyjarsundi.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 511 to 595 of 1749