Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 1582 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Úr bréfabók sýslunefndar

Handskrifuð pappírsörk í folio stærð, úr bréfabók sýslunefndar.
Varðar bréf til Atvinnumálaráðuneytis vegna laga um laxveiði.
Bútur er rifin úr skjalinu, ástanda að öðru leyti gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Ludvigs Kemp til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio broti, alls tvær skrifaðar síður. Það varðar fjallskil í Skefilstaðahreppi.
Með liggur handskrifaður reikningur á pappírsörk í folio stærð.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Úr bréfabók sýslunefndar

Pappírsörk í folio stærð, úr bréfabók sýslunefndar.
Það varðar reglur um niðurjöfnun útsvars.
Skjalið er aðeins skemmt þar sem það er brotið, annars í góðu ásigkomulagi.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Staðarhrepps til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar áformaða endurbyggingu á hluta Staðarréttar.
Á bréfinu hefur blekið aðeins dregist til vegna raka, en annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Úr bréfabók sýslunefndar

Handskrifuð pappírsörk í foliostærð, úr bréfabók sýslunefndar.
Nefndarálit allsherjarnefndar vegna Unadalsafréttar.
Rifið er af einu horni, annars er ástand skjalsins gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Ályktanir úr Fellshreppi

Fundargjörðin er rituð á pappírsörk í A4 stærð.
Með liggja sex bréf þar sem konur í hreppnum veita Sigríði Halldórsdóttur meðmæli í starf ljósmóður.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Nefndarálit reikningarnefnar

Skjalið er handskrifuð pappírsörk í foliostærð.
Nefndarálit reikningarnefndar vegna fjallskilasjóða.
Skjalið er nokkuð slitið á jörðunum en annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Úr bréfabók sýslunefndar

Handskrifuð pappírsörk í folio stærð, úr bréfabók sýslunefndar.Varðar bréf til landlæknis vegna yfirsetukonu í Fellshreppi.
Eitt horn hefur rifnað af blaðinu, annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Jarðabótamælingin 1925

Skjalið er vélritið pappírsörk í folio stærð, alls þrjár skrifaðar síður.
Það varðar jarðabótamælingar Páls Zóphoníassonar árið 1925.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Lánsábyrgði til Holtshrepps

Skjalið er vélritað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar lánsábyrgð á láni fyrir Holtshrepp.
Með liggur handskrifað pappírsskjal í A4 stærð. Það varðar sömu lánsábyrgð.
Nokkrar rakaskemmdir eru á skjalinu.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tillaga vegna læknisbústaðar

Handskrifuð pappírörk í folio stærð.
Varðar þörf fyrir læknisbústað á Hofsósi. Undir skjalið rita níu menn sem virðast hafa komið saman og fundað um málið,
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Nefndarálit samgöngumálanefndar

Skjalið er handskrifuð pappírsörk í foliostærð.
Það varðar tillögur nefndarinnar vegna vinnuskýrslu úr Lýtingsstaðahreppi, brúar á Hofsá og Fljótaárbrúar.
Ástand skjalsins er gott.
Með liggur kaupskrá fyrir daglaunamenn vegna vegavinnu í Lýtingsstaðahreppi.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 511 to 595 of 1582