Item 1 - Ályktanir úr Fellshreppi

Identity area

Reference code

IS HSk N00313-B-Q-K-1

Title

Ályktanir úr Fellshreppi

Date(s)

  • 14.03.1925 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjöl.

Context area

Name of creator

(08.10.1874-1988)

Biographical history

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Name of creator

(874-1990)

Biographical history

Fellshreppur sameinaðist Hofshreppi og Hofsóshreppi árið 1990 undir nafninu Hofshreppur. Í jarðabók Árna og Páls heitir hreppurinn Sléttuhlíðarhreppur og virðist hafa heitið svo fram á fyrri hluta 19. aldar sbr. dómabækur Skagafjarðarsýslu.

Name of creator

(10.09.1869-21.02.1953)

Biographical history

Rannveig Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 10.09.1869, d. 21.02.1953. Foreldrar: Bjarni Bjarnason og Margrét Jónsdóttir á Mannskaðahóli. Rannveig ólst upp með foreldrum sínum á Mannskaðahóli. Var síðan vinnukona, m.a. á Hrauni í Unadal og fluttist þaðan að Hrauni í Sléttuhlíð er hún gistist Jóni, en fyrri kona hans var alsystir hennar. Eftir að Jón drukknaði leystist heimilið upp og börnin fóru í fóstur á ýmsa staði, nema yngsta dóttirin, sem fylgdi móður sinni. Fór hún í vinnumennsku og var á ýmsum stöðum í Sléttuhlíð. Þegar Stefanía, dóttir hennar, byrjaði búskap á Hrauni árið 1918 fluttist Rannveig til hennar og dvaldist hjá henni til dauðadags að undanskildum tveimur árum sem hún dvaldi á Svaðastöðum.
Maki: Jón Zóphonías Eyjólfsson (10.09.1868-01þ06þ1910. Hann drukknaði 41 árs er bátur hvölfdi með hann á Sléttuhlíðarvatni. Hann átti eitt barn með fyrr konu sinni, sem dó í bernsku og sjö börn með Rannveigu. Þrjú þeirra dóu í bernsku.

Name of creator

(16.03.1890-16.03.1956)

Biographical history

Ólöf Konráðsdóttir, f. á Ysta-Hóli 16.03.1890, d. 16.03.1956 á Tjörnum. Foreldrar: Konráð Jón Sigurðsson bóndi á Ysta-Hóli og kona hans Indíana Guðbjörg Sveinsdóttir. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum, elst fjögurra systra. Um tveggja ára skeið lærði hún karlamannafatasaum og hannyrðir á Sauðárkróki, Akureyri og Siglufiri. Fékkst hún mikið við saumaskap eftir það.
Maki: Ásgrímur Halldórsson (27.2.2886-21.02.1960), bóndi á Tjörnum. Þau eignuðust sjö börn.Tvö dóu í bernsku. Auk þeirra ólu þau upp fósturbörnin Guðna Kristján Hans Friðríksson og Sigríði Sölvínu Sölvadóttur.

Name of creator

(08.01.1898-31.08.1989)

Biographical history

Solveig Halldórsdóttir, f. 08.01.1898, d. 31.08.1989. Foreldrar:

  1. jan. 1898 - 31. ágúst 1989
    Húsmóðir á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, síðast búsett á Akureyri.

Name of creator

Biographical history

Name of creator

(06.02.1890-24.05.1959)

Biographical history

Björg Sveinsdóttir, f. í Háagerði á Höfðaströnd 06.02.1890, d. 24.05.1959 í flugslysi.
Foreldrar: Sveinn Stefánsson bóndi í Háagerði og kona hans Anna Símonardóttir. Björg fór ung í fóstur til móðursystur sinnar Guðrúnar Símonardóttur og eiginmanns hennar Guðbjóns Vigfússonar, að Grundaraldni í Unadal. Þar ólst hún upp og dvaldi til 25 ára aldurs, er hún giftist Jóni. Tók hún við búsforráðum á Heiði vorið eftir.
Maki: Jón Guðnason (11.12.1888-24.05.1959). Þau eignuðust sjö börn.

Name of creator

(14. mars 1896 - 14. maí 1988)

Biographical history

Foreldrar: Franz Jónatansson b. og kennari í Málmey og k.h. Jóhanna Gunnarsdóttir. Verónika ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Höfðaströnd og síðan í Málmey. Árið 1914 fóru þau að Skálá og varð það heimili hennar næstu fjóra áratugina. Einn vetur var hún í skóla á Sauðárkróki og veturinn 1916 á húsmæðraskóla í Reykjavík. Hún kunni bæði söngstjórn og orgelleik. Kvæntist árið 1918 Eiði Sigurjónssyni frá Óslandi og tóku þau við búsforráðum á Skálá af foreldrum hennar það sama ár og bjuggu til 1954 er þau fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði Verónika á Elliheimilinu Grund. Verónika og Eiður eignuðust fjögur börn.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Fundargjörðin er rituð á pappírsörk í A4 stærð.
Með liggja sex bréf þar sem konur í hreppnum veita Sigríði Halldórsdóttur meðmæli í starf ljósmóður.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

KSE

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 09.03.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area