Fríða Emma Eðvarðsdóttir: Skjalasafn
- IS HSk N00269
- Fonds
- 1940-2009
Ljósmyndir.
Fríða Emma Eðvarðsdóttir (1927-2009)
2 results with digital objects Show results with digital objects
Fríða Emma Eðvarðsdóttir: Skjalasafn
Ljósmyndir.
Fríða Emma Eðvarðsdóttir (1927-2009)
Franch Bertholt Michelsen: Skjalasafn
Ljósmyndir. Pappírskópíur.
Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)
Fundargerðir og tillaga til aðalfundar.
Framsóknarfélag Skagfirðinga
Framsóknarfélag Lýtingsstaðahrepps
Lítið en blandað safn frá Framsóknarfélagi Lýtingsstaðahrepps sem inniheldur eina innbundna og handskrifaða fundagerðabók og forprentuð og handskrifuð pappírsgögn frá tímabilinu 1931-1967 safnið látið halda sem mest uppruna sínum en því var raðað upp í ártalsröð. Í safninu eru ársskýrslur félagsins, félagaskrá og fundagerðir, bókhaldsgögn, beiðni um úrsögn úr félaginum, reikningsyfirlit frá Kaupfélagi Skagfirðinga, lög Framsóknarflokksins sem samþykkt voru á flokksþingi 1941 og handskrifað bréf frá Gísla Magnússyni frá Eyhildarholti. Ryðguð hefti voru hreinsuð úr.
Framsóknarfélag Lýtingsstaðahrepps
Framsóknarfélag Hofshrepps: skjalasafn
1 innbundin og handskrifuð bók sem kom úr dánarbúi Friðriks Antonssonar á Höfða á Höfðaströnd. Bókin inniheldur fundagerðir framsóknarfélagsins.
Framsóknarfélag Hofshrepps
Framræslu- og áveitufélagið - Akrahreppi
Gögnin innihalda, frumvarp til laga fyrir félagið það segir að tilgangur félasins er að bæta engjalönd þeira jarða sem taldar eru í gr.2 Hjaltastaði, Hjaltastaðakot, Hjaltastaðahvamm, Frostastaði, Ystu- Grund, Syðri - Brekkur, Ytri - Brekkur, með framræslu og áveitu. Vatn til áveitunnar skal tekið úr Héraðsvötnum og Þverá.
Handskrifað bréf og 2 prentuð bréf til Herra Stefán Vagnssonar.frá Pálma Einarssyni Búnaðarfélag Íslands.
Framræslu og áveitufélagið - Akrahreppi
Framfarafélag Skagafirðinga: Skjalasafn
Ýmis skjöl úr fórum Framfarafélagsins.
Framfarafélag Skagfirðinga
Fóðurbirgðafélag Skefilsstaðahrepps
Gögnin innihalda rekstur félagsins, lög, fundagerðir og skýrslur eru vel læsilegar og segja sögu félagsins. Bækur er nokkuð góðar en
þó viðkvæmar, los á blaðsíðum og gulnuð blöð en ein blaðsíða er laus. Nöfn, heimili og búpeningu er hér nefndur. Félagsmenn eru skráðir. Útigöngu og vinnuhross skráð svo og ær, lömb, kálfar, veturungar og naut. Fóðurkaup og skýrsluskráning.
Fóðurbirgðafélag Skefilsstaðahrepps (1936-)
Þrjár bækur í góðu ástandi og pappírsgögn í viðkvæmu ástandi.
Samkvæmt gögnum er talið að félagið hafi verið stofnað 1938 og sameinast svo samkvæmt lögum Búnaðarfélagi Íslands 24.04.1974 og eignum félagsins ráðstafað þannig að sjóðurinn verði í vörslu hreppsnefndar en vöxtum hans varið til að verðlauna snyrtimennsku í búskap og umgengni á félagasvæðinu.
Fóðurbirgðafélag Hofshrepps
Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ástandi og pappírsgögn í misgóðu ástandi, blettótt, rifin og með ryðblettum eftir bréfklemmur sem eru hreinsaðar burtu ásamt heftum.
Fóðurbirgðafélag Fellshrepps
Þorvaldur Ari Arason (1848-1926) var kenndur við Flugumýri og Víðimýri. Í skjalasafni hans er að finna ýmis skjöl er viðkoma búrekstri og félagsstarfi Þorvaldar en einnig eldri gögn úr fórum föður hans Ara Arasonar (1813-1881) lækni og stórbónda á Flugumýri og afa, Ara Arasonar (1763-1840) héraðslæknis og stórbónda á Flugumýri.
Þorvaldur Ari Arason (1849-1926)
Tvær bækur eftir Baldvin Bergvinsson.
Innbundin, handskrifuð ljóðabók.
Prentuð kvæðabók. Titill: Harpa
Fjóla B. Bárðdal (1929-2011)
Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hreinsuð af heftum og plastblöðum. Ein skrá um hrúta sem verða notaðir 1984 - 1985.
Fjárræktarfélag Skarðshrepps
Í safninu eru forprentaðar yfirlitsskýrslur um fjárrækt og hrútadóma í eigu félaga í Fjárræktarfélagi Seyluhrepps. Töluvert var af skýrslum sem voru prentaðar í tvíriti og voru afritin tekin úr safninu þar sem það átti við, skýrslunum var raðað eftir ártali og var það skipulag látið haldast nánast óbreytt. Gögnin koma úr möppu og voru millispjöld úr plasti tekin úr og hefti hreinsuð úr. Gögnin að öðru leyti haldast eins og þau voru.
Fjárræktarfélag Seyluhrepps
Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hreinsuð af heftum og plastblöðum.
Fjárræktarafélag Rípurhrepps
Harðspjalda handskrifuð Gjörðabók segir frá stofnfundi félagsins og þeirri starfsemi er var í félaginu. Í bókina er lítið skrifað og hún er í góðu ásigkomulagi. Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hafa verið hreinsuð af plastblöðum sem voru milli ártala.
Fjárræktarfélag Óslandshlíðar
Fjárræktarfélag Lýtingsstaðahrepps
Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hreinsuð af heftum og plastblöðum.
Fjárræktarfélag Lýtingsstaðahrepps
Persónugreinanlegar yfirlitsskýrslur um fjárrækt bænda og einkunnir hrúta. Gögnin koma úr möppu sem er hreinsuð burt og plastspjöld einnig, gögnin eru látin halda sér eins og þau voru sett í uppruna.
Fjárræktarfélag Holtshrepps
Yfirlitsskýrslur um sauðfé. Perónugreinanleg gögn.
Fjárræktarfélag Hólahrepps
Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg.
Fjárræktarfélag Hofshrepps
Persónugreinanlegar yfirlitsskýrslur um fjárrækt bænda og einkunnir hrúta. Gögnin koma úr möppu sem er hreinsuð burt og plastspjöld einnig, gögnin eru látin halda sér eins og þau voru sett í uppruna.
Fjárræktarfélag Haganeshrepps
Safnið inniheldur tvær innbundnar bækur, fundagerða- og fjárbók. Í safninu eru líka forprentaðar yfirlitsskýrslur um fjárrækt og hrútadóma í eigu félaga í Fjárræktarfélagi Fellshrepps. Nokkrar skýrslur voru í tví- og þríriti og voru afritin tekin úr safninu þar sem það átti við, skýrslur voru raðaðar eftir ártali og var það skipulag látið haldast óbreytt. Gögnin koma úr möppu og voru millispjöld úr plasti tekin úr og hefti hreinsuð úr. Að öðru leyti haldast gögnin eins og þau voru. Bækurnar og skýrslurnar hafa varðveist vel og eru í góðu ásigkomulagi, Gjörðabókin er með línustrikuðum blaðsíðum og handskrifuðum fundagerðum, ekki er skrifað nema í hluta af henni. Fjárbókin er með forprentuðu formi fyrir fjárskýrsluhald og með handskrifuðum upplýsingum um hrúta og ær úr hreppnum og er aðeins notuð að hluta til. Í bókinni eru einnig ýmis lausblaða skýrsluform fyrir fjárrækt og útprentuð tafla yfir kjötprósentu lamba.
Fjárræktarfélag Fellshrepps
Í safninu eru forprentuð pappírsgögn með tölvuútprentuðum skýrslum um hrúta, veturgamlar ær, hrútadóma og ásett hrútlömb í eigu félaga í Fjárræktarfélagi Akrahrepps, félagið skiptist í Fjárræktarfélögin Kára og Frosta - eftir staðsetningu bæja innan hreppsins. Skýrslurnar voru ekki sorteraðar eftir heiti félags en þau eru aðgreind sérstaklega á skýrslunum. Töluvert var af skýrslum sem voru prentaðar í tvíriti eða ljósritað. Afritin voru tekin úr safninu þar sem það átti við, skýrslunum var raðað eftir ártali og var það skipulag látið haldast nánast óbreytt, sumt þurfti að setja við rétt ártal. Safnið var geymt í möppu og voru millispjöld tekin úr og hefti hreinsuð úr.
Fjárræktarfélag Akrahrepps
Fiskiræktarfélag: Skjalasafn (Afh. 1947)
Gögn er varða stofnun félags um fiskirækt fyrir vatnasvæði Héraðsvatna frá árinu 1940.
Fiskiræktarfélag fyrir vatnasvæði Héraðsvatna
Fiskiræktar- og veiðifélagið Kolka
Fiskiræktar- og veiðifélagið Kolka: Fundagerðabók
Fiskiræktar- og veiðifélagið Kolka
Pappírsgögn um fiskikaup í Akrahreppi 1929.- 1930 deild II kaupendur og reikningar til Herra Stefáns Vagnssonar, greiðasölunni, Hjaltastöðum, undirritað Snæbjörn. Sendibréf var í umslagi sem hér fylgir með, merkt Stefán Vagnsson, Hjaltastöðum, skrifað af Snæbirni Sigurgeirssyni 28/7 - 29. Minnismiðar 2 stk um seldar skýrslubækur.
Fiskifélag Akrahrepps
Bók með upplýsingum um búfjárhald.
Finnur Karl Björnsson (1952-
Finnbogi Kristjánsson: Skjalasafn (Afh. 1947)
Líkræður
Finnbogi Kristján Kristjánsson (1908-1989)
Feykir - fréttablað: Skjalasafn
1 askja, fundagerðabók, laus blöð (reikningar, bréf, minnispunktar o.fl.), auk slides-mynda.
Feykir (1981-)
Ferðafélag Skagfirðinga: Skjalasafn
Gestabækur
Ferðafélag Skagfirðinga (1970-)
Félagsheimilið Melsgil:skjalasafn
Gögn er varða Félagsheimilið Melsgil, Staðarhreppi frá 1961-2000. Ekki er vitað hver skjalamyndari var. Í safninu er afsöl og lóðarleigusamningur frá óðalsbændum á Reynistað um lóðina undir félagsheimilið. Einnig eru skuldabréf og veðbandslausnir fyrir umrædda lóð. Ýmis skjöl, bréf, teikningar og erindi er varða rekstur og eignarhluta í félagsheimilinu auk fylgigögnum bókhalds og skoðanakönnun á meðal hreppsbúa um viðbyggingu við húsið.
Félagsheimilið Melsgil
Félagsheimilið Bifröst: skjalasafn
Safn sem inniheldur nokkrar afhendingar sem allar tengjast starfsemi Félagsheimilisins Bifrastar og Sauðárkróksbíós h/f, allt frá stofnun þeirra 1925 til 1998. Ekki er vitað nákvæmlega hverjir afhenda skjölin en vitað er að Sigurbjörn Björnsson afhenti tvær öskjur sem í voru fylgiskjöl bókhalds 1992-1996, 21.09.1998. Ein afhendingin, skjöl frá árinu 1966-1969 voru frá U.M.F.T. samkvæmt miða sem fannst meðal skjalanna.
Afhendingarnar voru allar óskráðar. Byrjað var að gróf flokka öll skjölin, búið var að gróf flokka fylgigögn bókhalds - sérstaklega nýjustu skjölin þar sem þau höfðu verið í möppum og þau látin halda sér að mestu.
Meiri tími fór í að flokka önnur skjöl, þeirra á meðal voru kjörbréf, fundargerðir, skýrslur um rekstur bíósins og félagsheimilisins, samningar um veitingarekstur, gjaldskrár, fundarboð, einnig bréf og formleg erindi. Í safninu eru áhugaverðar heimildir um sögu Bifrastar, umræður um stækkun og breytingum á félagsheimilinu, einnig skjöl og teikningar því til staðfestingar. Skjölin voru aðgreind og þeim raðað eftir ártölum inn í arkirnar.
Safnið er allt ágætlega varðveitt og vel læsilegt. Í safninu eru margar pappírsgerðir og þykktir. Skjölin voru í misgóðu ástandi, pappírinn að mestu gulnaður, snjáður og rifinn. Hefti og bréfaklemmur voru hreinsaðar úr elstu skjölunum.
Talsvert miklu af skjölum var grisjað úr safninu - sérstaklega ef það voru fleiri en eitt eintak til - reynt var að halda betra eintakinu eftir. Mest af því sem var grisjað úr voru vélritaðar fundargerðir og skýrslur sem voru til í 2-3 eintökum. Það sama á við um efnahagsreikninga, gjaldskrár, óútfyllt hlutabréf í Sauðárkróksbíó h/f. Haldið var eftir árituðum hlutabréfum auk óútfylltra eintaka af hvorri upphæð 500.- og 1000 kr.
Hlutabréf í Félagsheimilinu Bifröst frá 1954 sem voru í eigu Iðnaðamannafélags Sauðárkróks voru afhent af Ingimari Jóhannssyni 29.05.2024. Bréfin voru í hans vörslu eftir að þau voru fjarlægð úr bankahólfi sem Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks hafði til afnota hjá Arion Banka - áður Búnaðarbanka Íslands, bréfunum var bætt við í skjalasafnið.
Á meðal bókhaldsgagna fannst áhugavert skjal, það er leigusamningur sem gerður var við breska setuliðið á Félagsheimilinu Bifröst sem kom til Sauðárkróks og dvaldi hér í um tvö ár, frá 1940 til 1942. Skjal þetta er undirritað af Eysteini Bjarnasyni framkvæmdastjóra og foringja bresku hermannanna.
Byrjað var að á að flokka bókhaldsgögnin, það kom fljótt í ljós að það yrði lang auðveldast að fara í gegnum þau skjöl. Á meðal bókhaldsgagnanna eru ársreikningar, hlutabréf í Bifröst og Sauðárkróksbíói, afrit kvittana, tékkhefti, færslubækur og skilagreinar. Einnig eru bækur með færslum fyrir happadrættimiðasölu, yfirlit yfir bíósýningar og tekjur vegna þeirra og bók með yfirliti yfir lánadrottna. Hefti í fylgiskjalasafninu voru látin haldast þar sem safnið var mjög umfangsmikið og mikið af skjölunum heftuð saman en bréfaklemmur voru fjarlægðar.
Í fylgigögnum bókhalds er mikið safn af launaseðlum og skilagreinum launa auk greiðslukortakvittana viðskiptavina félagsheimilisins. Allt þetta eru PERSÓNUGREINANLEG TRÚNAÐARGÖGN.
Úr safninu var grisjuð ein ljósmynd af togara - líklega norskum, sem fylgdi safninu. Tilgáta er að hann hafi verið keyptur af útgerðarfyrirtækjum á Sauðárkróki en fékkst ekki staðfest um að svo hafi verið.
Saman við eina afhendinguna voru skjöl sem ekki var greinilegt hvernig tengdust Bifrastarafhendingunum. Með þeim var miði sem á var skrifað "Þröstur Erlingsson afhendir, 10.12.1999". Í safninu var jarbótarskýrsla fyrir Staðarhrepp, almanök frá árinu 1946-1950 og 1 kvittun frá Mjólkursamlagi KS stíluð á Þorstein Jóhannsson Stóru-Gröf, einnig var önnur kvittun sem hann skrifar undir fyrir hönd Sjúkrasamlag Staðarhrepps. Þessi skjöl voru grisjuð úr safninu og skráð sérstaklega.
Bifröst hf. (1947-
Félag tækjakaupenda í Akrahreppi
Tvö pappírsgögn í safni þessu. Annað reikningur frá Viðtækjaverslun Rikisins 4.10.1033 til félagsins afgreitt af Stefáni Vagnssyni Hjaltastöðum Skagafirði. Bréf í lélegu ástandi. Hitt er handskrifða blað með ýmis kostnaður við tækjakaup.
Félag tækjakaupenda í Akrahreppi
Félag psoriasis og exemsjúklinga í Skagafirði: Skjalasafn
1 askja. Inniheldur auglýsingaefni, gestabók, félagatöl, fundargerðir, og reikninga.
Félag psoriasis og exemsjúklinga í Skagafirði (1991-)
Félag Fiskvinnslustöðva á Austur og Norðurlandi F.A.N
Skjalagögn Félags fiskvinnslustöðva Austur og Norðurlands er ein askja sem inniheldur gögn félagsins frá 1960-1964. Gögnum er skipt eftir innihaldi í fimm hluta sem innihalda, fundargerðir, lög, bókhaldsgögn, erindi og skýslur. Fundargerðabók félagsins er undir fundargerðir.
Félag Fiskvinnslustöðva á Austur og Norðurlandi F.A.N. (1961 - 1964)*
Fasteignamat Skagafjarðarsýslu: Skjalasafn
Glósubók.
Fasteignamat Skagafjarðarsýslu
Lýsing á "Hestinum í Mælifellshnjúknum" Ljósmynd, texti og mynd til útskýringar fylgir þar sem lýst er viðmiðum gamalla manna í Skagafirði um hvenær væri óhætt að leggja af stað yfir öræfin á sumrin. En það fundu þeir út, út frá snjóalögum í Mælifellshnjúk.
Eyþór Árnason (1954-)
Eva Snæbjörnsdóttir: Ljósmyndasafn
Mannlíf í Skagafirði, mest úr starfsemi Tónlistarskóla Sauðárkróks.
Eva Mjallhvít Snæbjörnsdóttir (1930-2010)
Erling Örn Pétursson: Skjalasafn (Afh. 2023-028)
Einkaskjalasafn Erlings Arnar Péturssonar
Erling Örn Pétursson (1945-2003)
A. Skjöl frá tímabilinu 1880-2012. Hér kennir ýmsa grasa, bæði gögn frá starfi hans sem framkvæmdastjóri prjónastofunnar Vöku, frá þátttöku hans í bæjarpólitík á Sauðárkróki, kveðskapur og tónlist. Þá sankaði hann að sér ýmsum fróðleik um ýmsa söguþætti, svo sem um Miklabæjar-Skottu og loðdýrarækt á Íslandi.
B. Ljósmyndir frá tímabilinu 1850-2012. Elstu myndirnar koma líklega frá ættingjum Erlendar en ekki er unnt að greina hvað kemur frá t.d. foreldrum hans og hvað kemur frá Erlendi. Fyrir vikið var allt ljósmyndasafnið fært í hans skjalasafn.
Erlendur Hansen (1924-2012)
Erla Gígja Þorvaldsdóttir: Ljósmyndasafn
Ljósmyndir úr búi Erlu Gígju Þorvaldsdóttur og Jónasar Þór Pálssonar. Mannamyndir og mannlífsmyndir.
Erla Gígja Þorvaldsdóttir (1939-)
Erla Björk Örnólfsdóttir: skjalasafn
Stílabók sem Erla Björk fann uppi á Mælifellshnjúk. Bókin er illa farna af bleytu, í henni kemur fram að Sigríður Kristín Jónsdóttir setti bókina í kassann á hnjúknum 31.7.2019 og átti hún að þjóna sem gestabók. Síðasta færslan er gerð 25.10.2019.
Erla Björk Örnólfsdóttir (1966-
Engilráð Sigurðardóttir: Skjalasafn
1 bréf, ritað með rúnaletri.
Engilráð Sigurðardóttir (1919-1988)
Elínborg Margrét Jónsdóttir: Skjalasafn
Afrit af ljóðabók í uppskrift Guðnýjar í Meðalheimi. Líklega Meðalheimi í Húnavatnssýslu.
Elínborg Margrét Jónsdóttir (1921-2007)
Elínborg Bessadóttir: Skjalasafn
Tvö bréfspjöld (póstkort) með teiknuðum myndum frá Hólum í Hjaltadal.
Elinborg Bessadóttir (1947-)
Eigendafélag Félagsheimilisins Höfðaborgar
Fundagerðabók Eigendafélags Félagsheimilisins Höfðaborgar.
Eigendafélag Félagsheimilisins Höfðaborgar
Einkabréf á milli Egils og Jens Þorkels Halldórssonar og ljóð um Fljótin
Egill Bjarnason (1927-2015)
Dýraverndunarfélag Skagafjarðar
Innbundnar og handskrifaðar bækur, fundagerðabók, dagbók og lítið notuð bókhaldsbók. Í safninu er einnig vélrituð og handskrifuð pappírsgögn, reikningur og bókhaldskvittanir. Einnig var á meðal skjalanna og bókanna persónuleg gögn úr db. Egils Helgasonar. Safnið er alt vel læsilegt og ágætlega varðveitt og margt áhugavert sem hægt er að lesa í fundagerðum félagsins og í dagbókinni.
Dýraverndunarfélag Skagafjarðar
Lestarbækur og skýrslur um rækjuveiðar, alls 4 bækur.
Dögun ehf.
Kvittanir fyrir lán varðandi jörðina Brenniborg og tilboð í jörðina. Einnig stílabók, mjólkurbókhald eða skrá yfir naut. (ath).
Daníel Ingólfsson (1919-2001)
Byggingarnefnd Sauðárkróks: Skjalasafn
Ýmsar upplýsingar um bæ í mótun.
Byggingarnefnd Sauðárhrepps (1907-1947)
Byggingarnefnd Sauðárhrepps: Skjalasafn
Gögn sem varða lóðaútmælingar og önnur mál byggingarnefndar Sauðárhrepps á árunum 1906-1950
Byggingarnefnd Sauðárhrepps (1907-1947)
Byggingarnefnd Akrahrepps: Skjalasafn
Gögn byggingarnefndar Akrahrepps frá árunum 1968-1984. Mest megnis afrit af umsóknum um byggingarleyfi en einnig nokkuð af teikningum og öðrum gögnum.
Byggingarnefnd Akrahrepps
Byggðasafn Skagfirðinga: Skjalasafn
Erindi og bréf áranna 2012-2017.
Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -
Byggðasafn Skagfirðinga: Skjalasafn
Samningar sem varða starfsemi Byggðasafnsins á árunum 1996-2018.
Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -
Byggðasafn Skagfirðinga: Skjalasafn
1 ljósmynd og 1 bréf.
Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -
Byggðasafn Skagfirðinga: Skjalasafn
Jóla- og tækifæriskort ásamt heillaskeytum og samúðarkortum frá árunum 1928-2011.
Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -
Byggðasafn Skagfirðinga: Skjalasafn
Skýrslur, smárit, gjörðabók, gestabækur, skrár, bókhaldsgögn o.fl. gögn úr fórum Byggðasafns Skagfirðinga.
Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -
Búnaðarsamband Skagfirðinga: Skjalasafn
Gögn er varða líflambakaup Skagfirðinga árið 1993 sem Búnaðarsamband Skagfirðinga hefur haft milligöngu um. Líklega hefur verkefnið verið á könnu Egils Bjarnasonar, starfsmanns sambandsins.
Búnaðarsamband Skagfirðinga (1931-
Búnaðarsamband Skagafirðinga: Skjalasafn
Búnaðarskýrslur úr Hólahreppi.
Búnaðarsamband Skagfirðinga (1931-
Búnaðarfélag Staðarhrepps: skjalasafn
8 forprentaðar og handskrifaðar jarðbótaskýrslur búnaðarfélags Staðarhrepps. Skýrslurnar voru á meðal gagna frá Sjúkrasamlagi Staðarhrepps og voru aðskildar úr því safni.
Búnaðarfélag Staðarhrepps
Innbundnar bækur frá Búnaðarfélagi Staðarhrepps. allar með plast límmiða á kili og í góðu læsilegu ástandi.
Búnaðarfélag Staðarhrepps
Búnaðarfélag Skefilsstaðahrepps
Tvær harðaspjalda handskrifuð bækur um fundagerðir og bókhald félagsins. Ekki kemur fram í bókum uppruna né framtíð félagsins. En þær eru í góðu lagi.
Búnaðarfélag Skefilstaðarhrepps
Fundagerðabækur eru harðspjalda handskrifaðar bækur en í elstu upprunalegu gjörðabók hefur hún verið límd inn í nýja kápu og sú bók í góðu ástandi, hin bókin er einnig í góðu ástandi. Reikningabækur eru persónugreinanlegar og fjalla um persónuleg viðskipti bænda, þeirra inn - og úttekið, nöfn bænda og heimilsfang. Þær bækur eru í viðkvæmu ástandi. Pappírsgögn er lágu í safni og eru látin halda sér eins og þau komu fyrir í safni og eru í ártalaröð.
Búnaðarfélag Rípurhrepps
Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ásigkomulagi
Búnaðarfélag Óslandshlíðar*
Tvær innbundnar bækur sem innihalda fundargerðir, félagatal, lög félagsins og reikningshald.
Búnaðarfélag Holtshrepps
Fyrsta og önnur fundargerða - reikninga - og skýrslubók. Harðspjalda handskrifuð bækur í misjöfnu ástandi .
Búnaðarfélag Hólahrepps
Bók harðspjalda og handskrifuð Jarðamælingabók í nokkuð góðu ástandi en límmiði á kili. Fundagerðabók harðspjalda í góðu ástandi ásamt bréfum og reikningum félagsins.
Búnaðarfélag Fellshrepps