Sýnir 55060 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

31702 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Kristján Hansen og María Björnsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00277
  • Safn
  • 1900-1995

Ýmislegt úr fórum hjónanna Kristjáns Friðrikssonar Hansen og Maríu Björnsdóttur, Sauðárkróki. Heimilisbókhald, minningarbækur, bréf, ljósmyndir, ýmis skjöl og skírteini, útgefnar bækur og fleira.

María Björnsdóttir Hansen (1920-2006)

Ásgrímur Stefánsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00134
  • Safn
  • 1900-1926

Bókhaldsgögn Ásgríms Stefánssonar frá Efra-Ási í Hólahrepp, með fylgja nokkur skjöl sem tilheyra dóttur hans, Guðrúnu Ásgrímsdóttur.

Ásgrímur Stefánsson (1873-1926)

Ljóðmæla-samtíningur og Um slysfarir á sjó og hrakninga

Handskrifuð stílabók sem inniheldur:
I. "Ljóðmæla-samtíningur. M. h. Jóns Sveinssonar frá Þangskála.
Nafngreindir höfundar:
Baldvin Jónsson skáldi.
Guðmundur Jónsson vinnumaður á Fossi (mun lengi hafa verið vinnumaður á Höskuldsstöðum á Skagaströnd).
Jón Gottskálksson frá Selá.
Sigurður Stefánsson, Garðshorni, Höfðaströnd.
Skúli Bergþórsson, Kálfárdal.
II. Um slysfarir á sjó og hrakninga, eftir Jón Sveinsson frá Þangskála. Ehdr.

Sagnaþættir og ljóð

Handskrifuð stílabók, með hendi Jóns Sveinssonar frá Þangskála, sem inniheldur ljóð og sagnaþætti eftir Jón:
I. "Saknaðar og minningar ljóð........", Útfararljóð".
I Um flutninga fólks til Ameríku úr Skefilsstaðahreppi og Sauðárhreppi á tímabilinu frá 1874-1904".
II. "Afburðamenn að afli og leikni í glímu íþróttinni".
III. Dulræn sögn viðkomandi Fljótamönnum. Um sjóslysið 6. jan. 1899 .
IV. "Sagnir viðkomandi Sölva Helgasyni förumanni".

Mynd 10

Vegamenn 1928. Líklega við Grófargil. F.v. Markús og Vigfús Sigurjónssynir, Reykjarhóli, Steingrímur Friðriksson, Björn Gíslason, Jónas Gunnarsson, Hátúni.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 13

Egill Gottskálksson, Hjaltastaðakoti, síðar bóndi á Miðgrund.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 16

Brú yfir Héraðsvötn á Grundarstokk hjá Völlum. Mynd 1928.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 21

Börn Ingibjargar Björnsdóttur og Egils Gottskálkssonar í Hjaltastaðakoti 1928. Bjuggu seinna á Miðgrund.
Dæturnar f.v. (Magnea) Sigríður f. 1917. Oddný f. 1916. Guðlaug f. 1920. Synirnir eru Gottskálk f. 1921. Steingrímur f. 1924. Árni Helgi Hólm fremstur, f. 1926.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 38

Guðlaug Egilsdóttir Gottskálkssonar, síðar húsfreyja á Álfgeirsvöllum. Mynd 1928.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 40

Fjölskyldan á Skefilsstöðum á Skaga 1927 eða 1928. F.v. Sigríður f. 1895, Ólína Ingibjörg f. 1903, Björn Ólafsson f. 1862, Gunnar f. 1905, Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir f. 1870, Björn Haraldur f. 1897.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 6

Karlmenn við leikfimiiðkun utandyra. Malarvegur fyrir miðri mynd og í brekku handan hans stendur fjöldi áhorfenda.
Tilefni og staðsetning óþekkt.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 8

Heysátur í túni og fjallgarður í baksýn.
Staðsetning óþekkt. Ágiskun: Í S-Þing.?? Mývatnssveit??

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 10

Líklega Breiðamýri í Reykjadal. Séð til austurs. Mynd 1928.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 25

Fólksfjöldi við hátðarhöld.
Tilgáta að myndin sé frá héraðshátíð í Garði í Hegranesi, eins og fleiri myndir í þessu safni.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 27

Kirkjan á Möðruvöllum við Eyjafjörð. Í forgrunni eru tveir bílar, annar með skráningarnúmerinu A75. Tveir óþekktir menn standa við bílana.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 55

Vegamenn 1928. Vegagerð í Hólminum. F.v. Friðrik Friðriksson, Gunnlaugur Jónasson, Hátúni, Pétur Eiríksson, Guðmundur Jónsson, Jón Helgason, Garðar Hansen, Hallur Jónasson fyrir framan Garðar, Páll frá Húsey, Sigurjón Jónasson, Hátúni fyrir framan Pál.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mappa E

Ljósmyndir. Myndirnar voru í albúmi og ýmsar skýringar skrifaðar aftast í albúmið.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 3

Systkinin Kristín og Halldór Bjarnabörn í stofunni á Uppsölum. Mynd líklega frá 1928.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 23

Spilagildi hjá Agli Jónassyni. F.v. Jón Bergdal? óþekktur (Árni?) Anders Ólafsson, Egill Jónasson.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 29

Þetta er Fríða á Bakka. Eftirsótt saumakona m.m. Saumaði m.a. fermingarfötin á Stebba í Vallholti, Stefán Íslandi.
Bjarnfríður Þorsteinsdóttir f. 1894 á Auðnum í Sæmundarhlíð, d. 1977 á Sauðárkróki. Hér gefur hún hænsnunum á Bakka í Hólmi 1928. Stúlkan með henni er óþekkt. Sennilega Guðlaug Egilsdóttir.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 32

Gunni í Syðra-Vallholti. Gunnar Gunnarsson f. 1926, síðar bóndi í Syðra-Vallholti.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 36

Þrír óþekktir karlmenn, tveir þeirra með pípu. Einn heldur við reiðhjól og tjald stendur á bak við þá.
Mennirnir eru óþekktir en í skýringum með myndinni segir "yfirmenn Eyjafjarðarárbrúar."

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 1

Svarthvít pappírskópía í stærðinni 8,8x13,9 sm. Á myndinni eru þrír spariklæddir karlmenn. Nöfn þeirra eru óþekkt.

Mynd 4

Svarthvít pappírskópía í stærðinni 5,9 x 9,9 sm. Á myndinni er Jakob Líndal. Myndin er límd á spjald merkt Arnt Engen ljósmyndara í Þrándheimi.

Mynd 9

Brúntóna pappírskópía í stærðinni 10,2 x 14,1 sm. Á myndinni er Árni J. Hafstað. Myndin er límd á spjald merkt P.Brynjólfssyni í Reykjavík.

Mynd 9

Óþekkt kirkja.
Aftan á myndinni stendur: "Þetta er önnur kirkja hér í bæ (Anghoar)."

Niðurstöður 2806 to 2890 of 55060