Item 3 - Bréf þriggja bænda í Viðvíkurhreppi til sýslunefndar

Identity area

Reference code

IS HSk N00313-B-R-E-3

Title

Bréf þriggja bænda í Viðvíkurhreppi til sýslunefndar

Date(s)

  • 08.03.1926 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjöl.

Context area

Name of creator

(08.10.1874-1988)

Biographical history

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Name of creator

(3. júní 1894 - 19. okt. 1978)

Biographical history

Foreldrar: Gísli Liljus Pétursson b. í Kýrholti og k.h. Margrét Bessadóttir. Bessi ólst upp í Kýrholti með foreldrum sínum, árið 1913 útskrifaðist hann frá Hólaskóla. Bóndi í Kýrholti 1915-1928, á Miklahóli í Viðvíkursveit 1928-1930 og aftur í Kýrholti 1930-1966. Hreppstjóri í Viðvíkurhreppi 1934-1961 og um leið formaður skattanefndar. Sat í hreppsnefnd Viðvíkurhrepps 1922-1934, þar af oddviti 1925-1931. Sýslunefndarmaður 1954-1970, yfirúttektarmaður í Skagafjarðarsýslu, varamaður í jarðamatsnefnd sýslunnar, símsöðvarstjóri og bréfhirðingamaður um árabil. Deildarstjóri Viðvíkurdeildar KS 1932-1947 og í stjórn kaupfélagsins 1947-1968. Bessi brá búi í Kýrholti 1966 en dvaldi þar áfram hjá Gísla syni sínum til 1974, flutti þá á dvalarheimili í Hveragerði, síðast búsettur á dvalarheimili í Reykjavík.
Fyrri kona: Elinborg Björnsdóttir frá Miklabæ, þau eignuðust fjögur börn. Elínborg lést 1942.
Seinni kona: Guðný K. Jónsdóttir, þau eignuðust tvær dætur. Fyrir átti Guðný tvö börn.

Name of creator

(5. júní 1868 - 8. sept. 1938)

Biographical history

Fæddur og uppalinn á Brimnesi í Viðvíkursveit, sonur Símonar Pálmasonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Pálmi kvæntist Önnu Friðriksdóttur 1896 og hófu þau búskap að Skálá í Sléttuhlíð þar sem Pálmi var oddviti Fellshrepps 1897-1899, fluttust í Ytri-Hofdali 1899 og svo að Svaðastöðum 1900 þar sem þau bjuggu til æviloka. Pálmi hafði snemma efnast vel og var búhöldur góður og búið á Svaðastöðum var bæði stórt og gagnsamt. Pálmi og Anna eignuðust tvo syni sem upp komust.

Name of creator

(15.11.1892-28.08.1957)

Biographical history

Foreldrar: Sigfús Jónsson prestur á Mælifelli og k.h. Petrea Þorsteinsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim að Mælifelli aldamótaárið 1900. Eftir fermingu fór hann til Akureyrar í Gagnfræðaskólann og stundaði þar nám í tvo vetur. Aðra tvo vetur var hann í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi árið 1912. Að því loknu starfaði hann hjá Einari Helgasyni garðyrkjumanni í Reykjavík og kynnti sér uppeldi trjáplantna. Vann hann á búi foreldra sinna næstu tvö ár. Hann kvæntist árið Jórunni Hannesdóttur og fluttist þá aftur heim að Mælifelli og og hóf þar búskap í félagi við foreldra sína. Vorið 1915 fluttust þau hjón að Glaumbæ og bjuggu þar í tvö ár, en fluttust þá aftur heim að Mælifelli og bjuggu þar í tvö ár, en þá brugðu þau búi og fluttust til Sauðárkróks, þar sem heimili þeirra stóð upp frá því, meðan bæði lifðu. Jón hóf störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og er deildaskipting var tekin upp, varð hann deildarstjóri í vefnaðarvörudeild og sinnti því starfi til lokadags. Var hann mikill samvinnumaður og um langt árabil fulltrúi á aðalfundum KS. Er ævi hans lauk, átti hann að baki lengstan starfsaldur þeirra sem hjá félaginu höfðu unnið allt frá stofnun þess árið 1889. Jón var sönghneigður, söng lengi í Karlakór Sauðárkróks og lék um skeið með Lúðrasveit Sauðárkróks, enda einn af stofnendum hennar.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio broti.
Það varðar kæru vegna hreppsnefndarkosninga..
Ástand skjalsins er gott.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

KSE

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 09.03.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related genres

Related places