Kross í Óslandshlíð

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Kross í Óslandshlíð

Equivalent terms

Kross í Óslandshlíð

Associated terms

Kross í Óslandshlíð

8 Authority record results for Kross í Óslandshlíð

8 results directly related Exclude narrower terms

Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965)

  • S03290
  • Person
  • 26.12.1883-18.07.1965

Anna Guðrún Þorleifsdóttir, f. 26.12.1883, d. 18.07.1965. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson bóndi í Brekkukoti og Miklabæ í Óslandshlíð (1850-1937) og kona hans Elísabet Magnúsdóttir (1845-1931). Þau bjuggu á Miklabæ þegar Anna fæddist.
Maki: Jóhann Gunnarsson (1880-1962). Þai eignuðust þrjú börn en áður átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur. Jóhann og Anna bjuggu á parti í Utanverðunesi 1907-1908, í Garði 1908-1913, Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, Enni í Viðvíkursveit 1927-1928 og á Krossi 1928-1962, en þá lést Jóhann. Ekki er getið um hvort Anna dvaldi þar áfram þau þrjú ár sem hún átti ólifuð.

Arnbjörn Jóhannsson (1910-1985)

  • S03287
  • Person

Arnbjörn Jóhannsson, f. 09.10.1910, d. 11.01.1985. Foreldrar: Jóhann Gunnarsson (1880-1985) og Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965). Var búsettur á Sauðárkróki, ókvæntur og barnlaus.

Gunnlaugur Jóhannsson (1914-2006)

  • S03288
  • Person

Gunnlaugur Jóhannsson, f. á Bjarnastöðum í Unadal 19.04.1914, d. 02.06.2006 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhann Gunnarsson síðast bóndi á Krossi í Óslandshlíð (1880-1962) og kona hans Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965). Gunlagur bjó fyrstu æviár sín á Bjarnastöðum en flutti með foreldrum og systkinum að Krossi í Óslandshlíð árið 1928. Þau fluttustu síðan til Sauðárkróks ásamt móður sinni eftir andlát Jóhanns og bjuggu saman á Freyjugötu 40 meðan heilsa leyfði. Gunnlaugur starfaði við vegavinnu og fiskvinnu.

Jóhann Gunnarsson (1880-1962)

  • S03289
  • Person
  • 20.08.1880-27.08.1952

Jóhann Gunnarsson, f. að Egg í Hegranesi 20.08.1880, d. 27.08.1962 á Sauðárkróki. Foreldrar: Gunnar Ólafsson síðar bóndi í Keflavík í Hegranesi og kona hans Arnbjörg Hannesdóttir.
Bóndi í Utanverðunesi (á parti) 1907-1908, í Garði 1908-1913, á Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, í Enni í Viðvíkursveit 1927-1928, á Krossi 1928-1962.
Kona: Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965) frá Miklabæ í Óslandshlíð. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur.

Jóhann Oddsson (1864-1949)

  • S03169
  • Person
  • 07.07.1864-14.04.1949

Jóhann Oddsson, f. á Krossi í Óslandshlíð 07.07.1864, d. 14.04.1949 á Siglufirði. Foreldrar: Oddur Hermannsson (1822-1894) bóndi á Krossi og víðar og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (1833-1920). Jóhann fór ungur til sjávar og var mörg ár á Siglunesi við hákarla- og þorskveiðar. Jóhann missti konu sína og fluttist eftir það til Skagafjarðar með börn þeirra. Fyrst að Rein til Guðmundar bróður síns árið 1899, þaðan að Glæsibæ þar sem hann var í húsmennsku. Bóndi á parti af Vík (syðri-Vík) 1901-1908, Grænhóli 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925, er hann flutti búferlum að Staðarhóli í Siglufirði og þaðan til Siglufjarðar. Eftir að Jóhann hóf búskap í Skagafirði reisti hann sér sjóbúð á Sauðárkróki og hélt þaðan úti bát sem hann átti, vor og haust. Einnig stundaði hann silungsveiði í Miklavatni og Héraðsvötnum.
Maki 1 (G. 1889): Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Þau eignuðust fjögur börn og tvö þeirra komust til fullorðinsára.
Maki 2: Eftir að Jóhann flutti frá Siglufirði bjó hann með Önnu Sveinsdóttur (f. 18.07.1866). Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Kristján Árnason, son Árna Frímanns Árnasonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur.

Jóhann Ólafsson (1891-1972)

  • S02386
  • Person
  • 10. sept. 1891 - 30. sept. 1972

Jóhann fæddist í Grafargerði á Höfðaströnd árið 1891. Foreldrar hans voru Ólafur Kristjánsson bóndi og kona hans Engilráð Kristjánsdóttir. Til tíu ára aldurs ólst Jóhann upp hjá foreldrum sínum, en þá fór hann til föðurbróður síns Jóhanns bónda á Krossi í Óslandshlíð og konu hans Halldóru Þorleifsdóttur. Dvaldi hann hjá þeim til fullorðinsára.
Jóhann naut hefðbundinnar barnaskólafræðslu og haustið 1914 fór hann í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan prófi vorið 1916. Síðar fór hann á námskeið í dýralækningum hjá Sigurði Hlíðar á Akureyri og stundaði töluvert dýralækningar um margra ára skeið. Hann var bóndi í Miðhúsum lengst af (1936-1970). Hann var félagslyndur maður og var kosinn til ýmissa starfa í sveit sinni. Jóhann þótti lipur hagyrðingur og allvíða birtust ljóð eftir hann. Kona Jóhanns var Guðleif Jóhanna Jóhannsdóttir, þau eignuðust tvö börn.

Ólafur Arngrímsson (1901-1932)

  • S01952
  • Person
  • 08.02.1901-29.09.1932

Ólafur Arngrímsson, f. 08.02.1901, d. 29.09.1932. Foreldrar: Arngrímur Sveinsson b. á Gili í Fljótum og k.h. Ástríður Sigurðardóttir. Var víða í vinnumennsku eftir fermingu, á Krossi í Óslandshlíð, í Miðhúsum og á Miklabæ. Bóndi á Gili í Fljótum 1929-1932. Ólafur var virkur í starfsemi Ungmennafélags Holtshrepps og þótti góður leikari, einnig lék hann á fiðlu. Sambýliskona Ólafs var Þóra Pálsdóttir frá Hvammi í Austur-Fljótum, þau eignuðust einn son.

Ólöf Guðmundsdóttir (1841-1916)

  • S03202
  • Person
  • 1841-1916

Ólöf Guðmundsdóttir, 23.11.1841, d. 1916. Foreldrar: Guðmundur Jónsson bóndi í Efri-Skútu í Siglufirði og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum og fermdist frá þeim árið 1857. Vann að búi þeirra í Efri-Skútu til 1862. Bjó ásamt manni í sínum í Efri-Skútu 1862-1869, en það ár drukknaði Árni á Siglufirði, ásamt Guðmundi föður Ólafar. Eftir lát hans bjó Ólöf í Efri-Skútu 1869-1872 , er hún giftist Magnúsi. Þau bjuggu áfram í Efri-Skútu 1872-1879. Fóru þá að Brekkukoti í Óslandshlíð og voru til 1881 eða lengur. Voru á Háleggsstöðum 1885-1887 og í Grafargerði 1887 og þar til Magnús lést 1889. Eftir lát hans var Ólöf vinnukona á Torfhóli 1890 og 1901, húskona í Berlín á Hofsósi 1910 en síðast á sveitarframfæri á Krossi.
Maki 1 (g. 1860): Árni Árnason. Hann drukknaði á Siglufirði ásamt tengdaföður síns í miklum hafís. Árni og Ólöf eignuðust 5 börn og létust 2 þeirra í frumbernsku.
Maki 2 (1872): Magnús Gíslason (1851-24.01.1889). Hann drukknaði í Kolkuósi. Þau eignuðust þrjú börn sem öll dóu ung.