Krossanes

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Krossanes

Equivalent terms

Krossanes

Associated terms

Krossanes

14 Authority record results for Krossanes

14 results directly related Exclude narrower terms

Andrés Björnsson

  • S03306
  • Person
  • 16.03.1917-29.12.1998

Andrés Björnsson, f. í Krossanesi í Vallhólma 16.03.1917, d. 29.12.1998. Foreldrar: Björn Bjarnasson bóndi og Stefanía Ólafsdóttir húsfreyja. Andrés var Cand.mag í íslenskum fræðum og starfaði hjá breska upplýsingaráðinu frá 1943 til 1944, en hóf þá störf hjá Ríkisútvarpinu og var settur útvarpsstjóri 1968-1984. Andrés sótti námskeið í útvarps-og sjónvarpsfræðum við Bostonháskóla1959. Hann var aukakennari við M.R 1943-1945 og aukakennari hjá Verslunarskóla Íslands 1952-1955.
András gegndi mörgum félags - trúnaðarstörfum, m.a.stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1968 -1982 og formaður Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins. Sat í stjórn Hins fornvinafélags.
Andrés lagði stund á ritstörf og þýðingar s.s. rit eftir Knut Hamsun, Somerset Maugham og margt annað liggur eftir hann.
Hann kvæntist árið 1947, Margréti Villhjálmsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn.

Ástína Þorbjörg Jóhannsdóttir (1892-1954)

  • S02747
  • Person
  • 4. okt. 1892 - 4. feb. 1954

Fædd á Vatnsenda í Ólafsfirði. Foreldrar: Jóhann Friðrik Tómasson og Sigurbjörg Björnsdóttir, síðast búsett í Sveinskoti á Reykjaströnd. Maki: Jón Gíslason, f. 1891. Þorbjörg kom sem kaupakona í Skagafjörð og kynntist Jóni þar. Þau bjuggu í Krossanesi 1922-1933, síðan á Sauðárkróki. Þau eignuðust einn son.

Hestamannafélagið Stígandi

  • S03734
  • Association
  • 1945 - 1980

Árið 1945 síðasta vetrardag var haldin að Varmahlíð stofnfundur til hestamannfélags í Skagafirði. Forgöngu menn að stofnun þessa félags voru þeir Sigurður Óskarsson bóndi, Krossanesi,og Sigurjón Jónasson bóndi, Syðra - Skörðugili. Sigurjón setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Gunnar Björnsson, Víðimýri og fundarritara Gunnar Gíslason, Glaumbæ. Sigurjón Jónasson tók fyrst til máls og lýsti hann með nokkrum orðum hvað fyrir þeim Sigurði í Krossanesi og sér vekti með því að beita sér fyrir stofnun þessa félags. Hann taldi að fyrst og fremst ætti það að vera markmið félagsins að auka veg og gengi skagfirska reiðhestsins. Á fundinum voru 18 menn sem samþykktu stofnun félagsins. (Segir í fyrstu fundagerðabók félagsins, hér Item 1).
Hestamannafélagið Skagfirðingur var stofnað á Sauðárkróki 16. febrúar 2016. Félagið varð til við sameiningu þriggja Hestamannafélaga Léttfeta, Stíganda og Svaða.
Félagssvæðið er Skagafjörður .

Ingveldur Jónsdóttir (1839-1907)

  • S01561
  • Person
  • 4. jan. 1839 - 3. júlí 1907

Dóttir Sr. Jóns Hallssonar og k.h. Jóhönnu Hallsdóttur. Húsfreyja í Krossanesi, Seyluhr., Skag., síðar á Hofsósi. Var á Felli, Fellssókn, Skag. 1845. Kvæntist Stefáni Einarssyni frá Reynistað.

Jóhann Jónsson (1925-1971)

  • S02746
  • Person
  • 7. ágúst 1925 - 8. mars 1971

Foreldrar: Ástína Þorbjörg Jóhannsdóttir f. 1892 og Jón Gíslason f. 1891 í Krossanesi, síðar á Sauðárkróki. Var bæjarstarfsmaður á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus. Bjó lengst af með föður sínum á Freyjugötu 1 á Sauðárkróki.

Jósafat Guðmundsson (1853-1934)

  • S03038
  • Person
  • 2. júní 1853 - 21. maí 1934

Fæddur á Löngumýri í Vallhólmi. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson (1826-1902), sem víða var vinnumaður, m.a. á Hafsteinsstöðum og Anna Helgadóttir (1818-1889). Jósafat fylgdi móður sinni sem var vinnukona á ýmsum stöðum, m.a. nokkur ár í Viðvík. Jósafat var bóndi í Auðnum 1882-1883, Krossanesi 1883-1914, Syðri-Hofdölum 1914-1927. Brá þá búi og dvaldi eftir það hjá börnum sínum. Hann sat allengi í hreppsnefnd Seyluhrepps. Maki: Guðrún Ólafsdóttir (1855-1901) frá Ögmundarstöðum. Þau eignuðust fimmtán börn og komust 10 þeirra upp. Eftir að Guðrún lést bjó Jósafat með Margréti systur hennar og eignaðist með henni eitt barn, sem dó í bernsku.
Auk þess átti hann 2 börn með Ingibjörgu Jóhannsdóttur (1870-1947).

Margrét Björnsdóttir (1897-1988)

  • S02134
  • Person
  • 12. jan. 1897 - 27. maí 1988

Dóttir Björns Bjarnasonar b. í Brekku við Víðimýri o.v. og s.k.h. Stefaníu Ólafsdóttur. Búsett í Reykjavík. Kvæntist Óskari Jónassyni kafara hjá Landhelgisgæslunni.

Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir (1908-1991)

  • S00358
  • Person
  • 20. mars 1908 - 3. apríl 1991

Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir fæddist á Löngumýri þann 20. mars 1908. Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurðsson b. á Löngumýri og Sigurlaug Ólafsdóttir. ,,Ólöf fór til náms í Kvennaskólanum á Blönduósi eitt ár, 1927-1928, en var annars heima allt til þess er hún giftist Sigurði Óskarssyni frá Hamarsgerði 1934 og þau hófu búskap á hálfu Krossanesi í fyrstu en fengu svo síðar 2/3 jarðarinnar." Ólöf og Sigurður eignuðust þrjár dætur.

Sigurður Gunnar Jósafatsson (1893-1969)

  • S03309
  • Person
  • 15.04.1893-05.08.1969

Sigurður Gunnar Jósafatsson, f. í Krossanesi í Vallhólmi 15.04.1893, d. 05.08.1969 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson bóndi í Krossanesi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum en missti móður sína átta ára gamall og tók systir hennar, Margrét Ólafsdóttir þá við hússtjórn á bænum. Hann fór í Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Hann fluttist með föður sínum og fjölskyldu að Syðri-Hofdölum 1914 og vann að búi hans uns hann gifti sig. Fyrstu þrjú ár hjúskaparins voru hann og kona hans í húsmennsku á Syðri-Hofdölum við lítil efni en vorið 1919 tóku þau sig upp og hófu búskap á Hvalnesi á Skaga. Bjuggu þar til 1923 en síðan á Selá á Skaga 1923-1924. Þá misstu þau nær öll lömb sín úr fjöruskjögri og heimilið leystist upp og Sigurður gerðist farandverkamaður. Kona hans varð vinnukona á Hvammi í Laxárdal.Árið 1926 settust þau að á Sauðárkróki og áttu þar heimili síðan.
Maki: Guðrún Þóranna Magnúsdóttir, f. 19.08.1895, d. 30.07.1968. Þau eignuðust átta börn og ólu auk þess upp frá fimm ára aldri dótturson sinn, Ævar Sigurþór.

Sigurður Jósafatsson (1893-1969)

  • S01466
  • Person
  • 15.04.1893-05.08.1969

Sigurður var fæddur og uppalinn í Krossanesi í Vallhólma, sonur Jósafats Guðmundssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur. Sigurður fór í Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Hann fluttist með föður sínum og skylduliði að Syðri-Hofdölum 1914 og vann búi hans þar uns hann kvæntist Þórönnu Magnúsdóttur frá Ytri-Hofdölum. Fyrstu þrjú ár hjúskapar síns voru þau í húsmennsku á Syðri Hofdölum við lítil efni, en vorið 1919 tóku þau sig upp og hófu búskap á Hvalnesi á Skaga þar sem þau bjuggu til 1923. 1923-1924 bjuggu þau á Selá á Skaga. Bústofninn hafði verið keyptur meðan verðlag og afurðir stóðu í háu verði, en síðan kom verðhrunið eftir 1920. Afurðir féllu stórkostlega og við bættist að vorið 1920 missti Sigurður nær öll lömb sín úr fjöruskjögri. Þessi áföll urðu til þess að þau hættu búskap búskap 1924, stórskuldug. Heimilið leystist upp, börnunum var komið fyrir og við tók staða farandsverkamannsins. Árið 1926 settust þau að á Sauðárkróki og áttu þar heimilisfesti uppfrá því. Sigurður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Verkalýðsfélagið Fram og var alla tíð ötull og áhugasamur félagi. Þá sat hann mörg ár aðalfundi KS sem fulltrúi Sauðárkróksdeildar. Sigurður og Þóranna eignuðust níu börn, átta þeirra komust á legg, einnig ólu þau upp dótturson sinn.

Sigurður Óskarsson (1905-1995)

  • S03379
  • Person
  • 06.07.1905-10.08.1995

Sigurður Óskarsson, f. í Hamarsgerði á Fremribyggð 06.07.1905, d. 10.08.1995. Foreldrar: Óskar Þorsteinsson bóndi í Kjartansstaðakoti og kona hans Sigríður Hallgrímsdóttir. Óskar ólst upp hjá foreldrum sínum í Hamarsgerði fram að fermingu. Fór hann síðan í vinnumennsku að Vindheimum og var þar í fimm ár. Þar fór hann á fást við tamningar og hélt þeim áfram fram í háa elli. Þegar hann fór frá Vindheimum fór hann í vinnumennsku og síðar jarðabóktavinnu. Sigurður kvæntist árið 1934 og hóf búskap í Krossanesi en stundaði áfram jarðabótavinnu á sumrum. Sigurður tók virkan þátt í félagsmálum og var einn af stofnendum hestamannafélagsins Stíganda. Hann var formaður félagsins frá stofnun og næstu 20 árin. Einnig var hann einn af stofnendum veiðifélags Húseyjarkvíslar og í stjórn þess í mörg ár.
Kona: Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir (1908-1991) frá Löngumýri. Þau eignuðust þrjár dætur.

Sigurlaug Jósafatsdóttir (1891-1965)

  • S01756
  • Person
  • 7. des. 1891 - 27. okt. 1965

Dóttir Jósafats Guðmundssonar b. í Krossanesi og k.h. Guðrúnar Ólafsdóttur. Sigurlaug kvæntist ekki en eignaðist dóttur.

Stefán Guðmundsson Íslandi (1907-1994)

  • S02633
  • Person
  • 6. okt. 1907 - 1. jan. 1994

Stefán Íslandi eða Stefano Islandi (Stefán Guðmundsson) var íslenskur söngvari. Foreldrar: Guðmundur Jónsson frá Nesi í Flókadal og k.h. Guðrún Stefánsdóttir frá Halldórsstöðum. Þau bjuggu í Krossanesi 1906-1911 en síðan á Sauðárkróki. ,,Faðir Stefáns drukknaði í Gönguskarðsá þegar Stefán var tíu ára en þá fór hann í fóstur til hjónanna í Syðra-Vallholti í Skagafirði. Stefán þótti snemma mjög efnilegur tenórsöngvari. Fyrstu tónleika sína hélt hann á Siglufirði 17 ára að aldri. Haustið 1926 hélt hann til Reykjavíkur og starfaði þar fyrst í Málaranum en hóf síðar nám í rakaraiðn. Hann söng jafnframt í Karlakór Reykjavíkur og stundaði söngnám hjá Sigurði Birkis. Hann hélt tónleika og söng við ýmis tækifæri, meðal annars á kvikmyndasýningum, og vakti mikla athygli fyrir sönghæfileika sína. Úr varð að Richard Thors, forstjóri útgerðarfélagsins Kveldúlfs, styrkti hann til náms á Ítalíu. Stefán hóf söngnám í Mílanó á Ítalíu árið 1930 og lærði lengst af hjá barítónsöngvaranum Ernesto Caronna. Árið 1933 söng Stefán fyrst á sviði á Ítalíu og tók skömmu síðar upp listamannsnafnið Stefano Islandi. Hann söng á Ítalíu um tíma en var síðan á faraldsfæti um skeið, söng bæði heima á Íslandi og á Norðurlöndum og tók upp fyrstu tvær hljómplötur sínar. Árið 1938 söng hann svo hlutverk Pinkertons í óperunni Madame Butterfly við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn við þvílíkar vinsældir að hann settist að í Danmörku, fékk fastráðningu við leikhúsið 1940 og varð það aðalstarfsvettvangur hans allt þar til hann fluttist heim til Íslands. Hann naut mikilla vinsælda í Danmörku og söng fjölda þekktra óperuhlutverka. Hann var útnefndur konunglegur hirðsöngvari 1949. Hann var einnig söngkennari við óperuna og prófdómari við Konunglega tónlistarskólann um skeið. Stefán flutti til Íslands árið 1966 og sneri sér að söngkennslu. Á Kaupmannahafnarárunum kom hann oft heim og hélt tónleika eða söng sem gestur, söng meðal annars Rigoletto í fyrstu íslensku óperuuppfærslunni í Þjóðleikhúsinu 1951."
Maki 1: Else Brems, dönsk óperusöngkona. Þau skildu.
Maki 2: Kristjana Sigurz frá Reykjavík.
Stefán eignaðist fimm börn.

Stefanía Ólafsdóttir (1878-1974)

  • S02133
  • Person
  • 14. ágúst 1878 - 27. jan. 1974

Foreldrar: Ólafur Stefánsson (1850-1887) og Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir (1834-1907). Foreldrar Stefaníu bjuggu aldrei saman, og var hún í fyrstu með föður sínum í Málmey á Skagafirði, en síðar á fleiri bæjum, þar til hann dó, er hún var níu ára gömul. Fór hún þá í vistir til vandralausra og átti misjafnt atlæti. Fyrst fór hún að Grafargerði á Höfðaströnd til Magnúsar Gíslasonar og Halldóru Skúladóttur, sem voru henni mjög góð, en eftir að Magnús drukknaði í janúar 1889 fór hún að Hofi á Höfðaströnd og síðar að Ártúni. Eftir fermingju, fjórtán ára gömul, fór hún að Brekku hjá Víðimýri til móður sinnar, sem þá var þar ráðskona hjá Birni Bjarnasyni bónda. 21 árs giftist Stefanía Birni. Þau bjuggu í Brekku til 1909, á Reykjarhóli 1909-1915 og í Krossanesi 1915-1919. Voru eftir það í húsmennsku á Hjaltastöðum, síðan að Brenniborg og loks hjá Sigurlínu dóttur sinni á Hofi á Höfðaströnd. Árið 1971 fluttist Stefanía suður til Reykjavíkur eftir 50 ára dvöl á Hofi. Stefanía og Björn eignuðust sjö börn saman. Með fyrri konu sinni, Margréti Andrésdóttur frá Stokkhólma, hafði Björn eignast einn son. Einnig eignaðist hann dóttur með Soffíu Björnsdóttur.