Neðri-Ás í Hjaltadal

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Neðri-Ás í Hjaltadal

Equivalent terms

Neðri-Ás í Hjaltadal

Associated terms

Neðri-Ás í Hjaltadal

8 Authority record results for Neðri-Ás í Hjaltadal

8 results directly related Exclude narrower terms

Elín Kristín Friðriksdóttir (1867-óvíst)

  • S01576
  • Person
  • 1867-óvíst

Dóttir Friðriks Andrésar Formars Níelssonar b. og snikkara á Hofi í Hjaltadal og s.k.h. Elínar Kristínar Snorradóttur. Elín Kristín var fædd á Hofi í Hjaltadal, í Neðra-Ási og á Miklabæ í Óslandshlíð. Fór til Vesturheims.

Júlíus Björnsson (1886-1970)

  • S01716
  • Person
  • 2. júlí 1886 - 8. júlí 1970

Foreldrar: Björn Bjartmarsson b. á Birnunesi á Árskógströnd og í Hrísey og Hallbera Rósa vinnukona, þau voru ekki gift. Júlíus ólst upp hjá vandalausum. Réðist að Neðra-Ási í Hjaltadal árið 1905 og átti heima í Skagafirði eftir það. Vinnumaður í Hofstaðaseli hjá Sigurði Björnssyni og Konkordíu Stefánsdóttur 1907-1939, á Hofsstöðum 1939-1940, á Frostastöðum 1940-1941, á Flugumýri 1941-1942, á Unastöðum 1942-1944 en vistréðist þá að Flugumýri aftur og átti þar heima síðan óslitið til æviloka 1970. Júlíus var ókvæntur og barnlaus.

Lára Friðriksdóttir (1868-óvíst)

  • S01577
  • Person
  • 1868-óvíst

Dóttir Friðriks Andrésar Formars Níelssonar b. og snikkara og s.k.h. Elínar Kristínar Snorradóttur. Lára ólst upp með foreldrum sínum í Neðra-Ási í Hjaltadal og á Miklabæ í Óslandshlíð. Fór til Vesturheims.

Sigríður Sigurbjörg Garðarsdóttir (1952-)

  • S01235
  • Person
  • 01.01.1952

Sigríður Sigurbjörg Garðarsdóttir fæddist 1. janúar 1952. Dóttir Svanhildar Steinsdóttur og Garðars Björnssonar í Neðra-Ási.
Hún býr í Miðhúsum II í Akrahreppi í Skagafirði ásamt manni sínum Jóni Stefáni Gíslasyni (1950-).

Sigurbjörg Hólmfríður Friðriksdóttir (1852-óvíst)

  • S01578
  • Person
  • 1852-óvíst

Dóttir Friðriks Andrésar Formars Níelssonar b. og snikkara og f.k.h. Guðrúnar Halldórsdóttur. Sigurbjörg Friðriksdóttir ,,lærði mjólkuriðnað í Danmörku, kom heim og kenndi en sneri aftur. Giftist dönskum manni á Akureyri, skildu, ókunnugt um niðja.“ Var á Hofi, Hólasókn, Skag. 1860. Var á Neðriási, Hólasókn, Skag. 1870.

Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason (1876-1969)

  • S02861
  • Person
  • 1. jan. 1876 - 2. ágúst 1969

Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, f. 01.01.1876 í Glæsibæ. Foreldrar: Gísli Sigurðsson bóndi í Glæsibæ og Neðra-Ási í Hjaltadal og kona hans Kristín Björnsdóttir. Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum í Reykjavík árið 1897, embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum árið 1900. Hann fór víða um heim til að kynna sér trúarmála- og líknarstörf. Hann starfaði að kristnidómsmálum alla tíð, sinnti barnaguðþjónustum guðfræðinema 1897-1900 og síðar sunnudagaskólastarfi í Reykjavík í fjóra áratugi. Hann ferðaðist um landið í 30 sumur til að vekja áhuga á kristilegu sjálfboðastarfi, kenndi við Kvennaskólann, Barnaskóla Reykjavíkur, Æskulýðsskólann, Kennaraskóla Íslands, Verslunarskóla Íslands og Vélstjóraskóla Íslands. Hann stofnaði, ásamt Gísla syni sínum, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og var heimilisprestur þar frá 1942 til æviloka. Sigurbjörn var ritstjóri kristilegra tímarita og sinnti ótal trúnaðarstörfum fyrir bindindishreyfinguna, kristniboð og á sviði líknarmála. Hann var formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar í 30 ár, sat í framkvæmdanefnd stórstúku Íslands, var stjórnarmaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og formaður Barnaverndarráðs. Hann hlaut margvíslega viðurkenningu frá íslenskum og erlendum félagasamtökum.
Maki: Guðrún Lárusdóttir alþingismaður og rithöfundur. Sigurbjörn og Guðrún bjuggu að Ási við Ásvallagötu í Reykjavík en Guðrún fórst af slysförum, ásamt tveimur dætrum þeirra hjóna, er bifreið þeirra rann út í Tungufljót árið 1938.

Steinn Stefánsson (1882-1954)

  • S00724
  • Person
  • 30.11.1882-19.05.1954

Sonur Stefáns Ásgrímssonar og Helgu Jónsdóttur í Efra-Ási. Var í námi á Möðruvöllum 1900 og lauk búfræðiprófi frá Hólum 1905. Næstu árin var hann við kennslu á vetrum í austanverðum Skagafirði. En á sumrin ýmist í kaupavinnu ellegar heima í Efra Ási. Hóf búskap í Neðra-Ási 1911-1913, bjó að Stóra-Holti í Fljótum 1913-1915 og flutti svo aftur að Neðra-Ási og var bóndi þar til 1942, fluttist til Sauðárkróks 1952. Mörg haust sá hann um bólusetningu lamba gegn bráðapest í Hólahreppi og víðar. Eftir að Steinn hóf búskap, hætti hann að mestu kennslu. Þó tók hann löngum börn er á einhvern hátt áttu í örðugleikum með námið og leiðbeindi þeim, þótti hann laginn kennari á þeim vettvangi. Félagsmálastörfum gegndi Steinn talsvert, var í hreppsnefnd í 12 ár, þar af oddviti í 6 ár. Þá var hann í sóknarnefnd, skattanefnd og fjallskilastjóri til fjölda ára. Kvæntist Soffíu Jónsdóttur frá Neðra-Ási, þau eignuðust sjö börn.

Svanhildur Steinsdóttir (1918-2002)

  • S00909
  • Person
  • 17. október 1918 - 26. ágúst 2002

Svanhildur Steinsdóttir fæddist í Neðra-Ási í Hjaltadal 17. okt. 1918. Foreldrar hennar voru hjónin Steinn Stefánsson og Soffía Jónsdóttir. Svanhildur giftist árið 1948 Garðari Björnssyni frá Viðvík og bjuggu þá í Neðra-Ási, þau eignuðust sjö börn og áttu einn fósturson. Svanhildur var kennari í Hólahreppi frá 1940 fram til 1989 með litlum hléum, og lengst af skólastjóri við Grunnskóla Hólahrepps.