Neðstibær í A-Húnavatnssýslu

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Neðstibær í A-Húnavatnssýslu

Equivalent terms

Neðstibær í A-Húnavatnssýslu

Associated terms

Neðstibær í A-Húnavatnssýslu

7 Authority record results for Neðstibær í A-Húnavatnssýslu

7 results directly related Exclude narrower terms

Auðbjörg Sigríður Albertsdóttir (1908-1994)

  • S02870
  • Person
  • 27. sept. 1908 - 13. sept. 1994

Auðbjörg Sigríður Albertsdóttír f. 27.09.1908 í Neðstabæ í A-Húnavatnssýslu. Foreldrar: Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp á Sölvanesi) og Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf, þau bjuggu á Neðstabæ. Auðbjörg ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Einn vetur stundaði hún nám við Hvítárbakkaskólann. Maki: Sigurður Guðlaugsson frá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Þau hófu búskap á Neðstabæ en fluttust þaðan að Hafursstöðum og bjuggu þar um 30 ára skeið. Árið 1972 fluttu þau að Blönduósi. Þau eignuðust fimm börn. Frásagnir eftir Auðbjörgu hafa birst í tímaritinu Heima er best, þar sem hún segir sögur af dýrum og ýmsum atburðum. Hún hafði einnig mikla ánægju af garðrækt og fékkst nokkuð við að yrkja kvæði.

Gottskálk Albert Björnsson (1869-1945)

  • S02864
  • Person
  • 11. júlí 1869 - 21. des. 1945

Gottskálk Albert Björnsson, f. á Ytri-Reykjum í Miðfirði 11.07.1869. Foreldrar: Björn ,,eldri" Gottskálkson og Jóhanna Jóhannsdóttir b. á Ytri-Reykjum í Miðfirði, síðar í Kolgröf. Albert ólst upp með foreldrum sínum og síðan móður og stjúpa, Birni Þorlákssyni, bónda í Kolgröf, þar til hann festi ráð sitt. Var bóndi á hluta jarðarinnar Vindheima 1896-1898, í Litladalskoti 1898-1901, á Neðstabæ í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu 1901-1932 og mun hafa átt heima þar til æviloka. Maki: Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir, f. 1866. Þau eignuðust átta börn.

Guðrún Margrét Albertsdóttir (1902-1970)

  • S02868
  • Person
  • 4. des. 1902 - 29. apríl 1970

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp á Sölvanesi). Guðrún Margrét ólst upp á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Valdimar Sigurjónsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Hreiðri í Holtum í Rangárvallasýslu til ársins 1964 er þau brugðu búi og fluttust til Hafnarfjarðar.

Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (1866-1931)

  • S02865
  • Person
  • 24. júní 1866 - 22. ágúst 1931

Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir, f. 24.06.1866 í Héraðsdal. Foreldrar: Guðjón Jónsson fyrrum bóndi í Áshildarholti og Sæunn Björnsdóttir, þau voru ekki í sambúð. Gekk í kvennskólann á Laugalandi 1892-1893. Ólst að mestu leiti upp í Sölvanesi hjá þeim Sveini Guðmundssyni og Guðrúnu Jónasdóttur. Maki: Gottskálk Albert Björnsson, f. 1869. Þau eignuðust átta börn. Hólmfríður og Gottskálk bjuggu á hluta jarðarinnar Vindheima 1896-1898, í Litladalskoti 1898-1901 og á Neðstabæ í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu frá 1901 til æviloka.

Indíana Albertsdóttir (1906-2001)

  • S02869
  • Person
  • 5. maí 1906 - 4. feb. 2001

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi) bændur á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Stefán Þórðarson múrari, frá Þorljótsstöðum í Skagafirði, f. 1895, d. 1951. Þau eignuðust þrjár dætur. Þau hófu búskap hjá foreldrum Indíönu en fluttust fljótlega að Kollugerði í sömu sveit og síðan að Eyjakoti á Skagaströnd. Þaðan fluttu þau síðan til Sauðárkróks eftir 15 ára búskap. Eftir andlát Stefáns sá Indíana fyrir sér með kaupavinnu á sumrin og vann við fiskvinnu á veturna. Að nokkrum árum liðnum tók hún að sér að annast heimili fyrir ekkjumanninn Skafta Magnússon. Héldu þau saman heimili yfir 20 ár eða þar til Skafti andaðist 1982 en þá voru þau flutt í Kópavog. Síðustu þrjú æviárin bjó Indíana á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.

Jóhanna Guðbjörg Albertsdóttir (1897-1996)

  • S02867
  • Person
  • 11. mars 1897 - 3. mars 1996

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi). Jóhanna ólst upp á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Kvæntist Magnúsi Björnssyni og bjuggu þau alla sína búskapartíð á Syðra-Hóli í Vindhælishreppi Au-Hún, síðustu árin í félagi við Björn son sinn, en Magnús lést árið 1963. Jóhanna bjó áfram á Syðra-Hóli í átján ár eftir það en flutti árið 1981 til Skagastrandar. Síðast búsett á Blönduósi. Jóhanna og Magnús eignuðust sex börn.

Sveinbjörn Albertsson (1901-1924)

  • S02866
  • Person
  • 30. júlí 1901 - 5. júní 1924

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og k.h. Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi), lengst af búsett í Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Lést aðeins 23 ára ógiftur og barnlaus.