Ríp í Hegranesi

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Ríp í Hegranesi

Equivalent terms

Ríp í Hegranesi

Associated terms

Ríp í Hegranesi

7 Authority record results for Ríp í Hegranesi

7 results directly related Exclude narrower terms

Arndís Árnadóttir (1888-)

  • S03575
  • Person
  • 15.01.1888-?)

Arndís Árnadóttir, f. 15.01.1888. D.?
Foreldrar: Ingibjörg Valgerður Sigurðardóttir (1848-1925) og Árni á Kálfatjörn.
Var á Kálfatjörn, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1890. Var á Kálfatjörn, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1901. Húsfreyja í Vesturheimi.

Árni Þorsteinsson (1851-1919)

  • S003622
  • Person
  • 1851-1919

Árni Þorsteinsson, f. í Úthlíð í Biskupstungum 17.03.1851, d. 14.08.1919 á Kálfatjörn í Vatnsleysustrandarhreppi. (f. 17.02.1851, skv. kirkjubók). Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson garðyrkjumaður og bóndi og Sesselja Árnadóttir.
Stúdent frá Lærða skólanum 1878, Cand theol. frá Prestaskólanum 18. ágúst 1880. Aðstoðarprestur í Saurbæ í Eyjafirði 1880. Prestur í Ríp í Hegranesi 1881, á Miklabæ í Óslandshlíð 1884 og Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd 1886. Þjónaði þar til æviloka. Sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu 1908-1918.
Maki: Ingibjörg Valgerður Sigurðardóttir (1848-1925). Þau eignuðust átta börn.

Björn Ólafur Jónsson (1864-1924)

  • S03222
  • Person
  • 29.08.1864-14.08.1924

Björn Ólafur Jónsson, f. að Vestara-Hóli í Flókadal 29.08.1864, d. 14.08.1924. Foreldrar: Jón Ólafsson (1838-1887) og kona hans Soffía Björnsdóttir (1841-1907). Björn ólst upp á Vestara-Hóli en var eitthvað á Auðólfsstöðum í Langadal í kaupavinnu eða vinnumennsku og kynntist þar konu sinni. Fyrsta ár hjúskapar síns mun hann hafa verið til heimilis að Borgargerði í Borgarsveit, 1887-1888, þá að Egg í Hegranesi 1888-1889 en síðan með sr. Hallgrími Thorlacius að Ríp í Hegranesi 1889-1893. Þá fluttust þau hjónin að Rein, þar sem foreldrar Guðríðar konu Björns voru til heimilis. Vorið eftir fór hann aftur að Ríp, er sr. Hallgrímur fluttist að Glaumbæ og fékk Björn til að búa á jörðinni meðan Rípurprestakalli var óráðstafað, til vorsins 1896. Björn var bóndi á Stafshóli 1896-1899, Stóra-Grindli 1899-1909, Stóraholti 1909-1910, Karlsstöðum 1910-1924. Eftir að Björn kom í Fljótin tók hann að stunda sjómennsku samhliða búskapnum. Réðist hann þá í að nema sjómannafræði. Var hann um það bil 20 ár skipstjóri á Flink, Kristjönu og Fljótavíkingi. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Haganeshreppi og var m.a. í hreppsnefnd í nokkur ár.
Maki: Guðríður Hjaltadóttir (1861-1947). Þau eignuðust níu börn og sjö þeirra komust upp.

Páll Björnsson (1881-1965)

  • S03166
  • Person
  • 02.08.1881-16.03.1965

Páll Björnsson, f. á Þverá í Blönduhlíð 02.08.1881 (30.07.1881 skv. kirkjubók), d. 16.03.1965 í Beingarði í Hegranesi. Foreldrar: Björn Stefánsson bóndi í Ketu í Hegranesi og kona hans Helga María Bjarnadóttir. "Páll ólst upp á heimili foreldra sinna og fylgdi þeim í búferlaflutningum að Brekkukoti fremra í Blönduhlíð, Framnesi og síðast að Ketu þar sem hann vann að búi þeirra fram yfir tvítugt. Vorið 1904 vistréðst hann hjá séra Jóni Ó. Magnússyni presti að Ríp og fluttist með honum þaðan vestur á Fróðá á Snæfellsnesi og árið síðar að Bjarnarhöfn. Hann kom aftur að vestan árið 1906 og átti síðan heimili hjá foreldrum í Ketu samfleytt til ársins 1913, að hann réðst sem ráðsmaður að Beingarði til Guðrúnar Jónsdóttur, sem þá um vorið hafði misst Jónas Árnason sambýlismann sinn. Árið 1919 hóf hann búskap á jörðinni og gekk tveim árum síðar að eiga heimasætuna þar."
Maki: (gift 16.12.1921): Guðný Jónasdóttir (08.10.1897-08.10.1997) frá Beingarði. Þau eignuðust þrjú börn.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Steinunn Guðrún Árnadóttir (1883-1911)

  • S03576
  • Person
  • 31.01.1883-10.05.1911

Var á Kálfatjörn, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1890. Var á Kálfatjörn, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1901. Fjarv. í Rvík við nám.
Foreldrar: Ingibjörg Valgerður Sigurðardóttir og Árni.

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • S03669
  • Organization
  • 1908 - 1978

Sunnudaginn 30. maí 1908 var stofnfundur Ungmennafélagsins Hegri haldin að Ási í Hegrannesi.
Málshefjandi var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi er vakið hafði fyrst máls á stofnun slíks félags nokkru áður við messu á Ríp. Eftir nokkrar umræður var félagið stofnað með tólf meðlimum. Lög voru samin og samþykkt og allir meðlimir skrifuðu undir skuldbindingar félagsins. Í stjórn félagsins var kosið og hlutu þessir kosningu, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, gjaldkeri. Ólafur Sigurðsson Hellulandi, formaður. Stefanía Guðmundsdóttir Ási, skrifari. Stofnendur félagsins voru þessir: Einar Guðmundsson Ási, Hróbjartur Jónasson Keldudal, Jósteinn Jónasson Vatnsskarði, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, Ólafur Sigurðsson Hellulandi, Páll Magnússon HEllulandi, Sigurlaug Hannesdóttir Ríp, Sigurlau Guðmundsdóttir Ási, Stefanía Guðmundsdóttir Ási, Skúli Guðjónsson Vatnskoti, Valdimar Guðmundsson Ási, Þórarinn Jóhannsson Ríp.
Á fundinum kom fram athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni: Nú var félagið stofnað, allir stofnendur voru sammála um þða að hér væri slæmur félagsskapur og s´tor þörf að bæta úr slíku, að vísu væri ekki svo erfitt að stofna félag en það væri verra aða halda þeim saman eða að minnsta kosti vissu allir það að svo hafði það gengið með áður stofnuð félög. Nú vildu allir stofnendur þessa félags halda í orustu, allir fyrir einn og einn fyrir alla móti þessum sundrungar anda og ófélagslyndi sem væri svo mjög ríkjandi í þessari litlu sveit. Með þetta fyrir augum fór hver heim til sín.