Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

102 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

102 results directly related Exclude narrower terms

GI 310

Frá vinstri Alda Bragadóttir - óþekkt - Bryndís Eva Birgisdóttir - Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir (1960-) Sverrir Björn Björnsson (1965-) - óþekkt en lengst til hægri er Guðmundur Heiðar Jensson (1958-)

GI 313

Frá vinstri óþekkt - Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir (1960-) Þorgerður Sævarsdóttir (1966-) - Ragna Hrund Hjartardóttir (1969-) - Birgir Guðjónsson (1948-) í rauðri peysu aðrir óþekktir.

GI 314

Birgir Guðjónsson (1948-) veitir verðlaun á Gestasundmóti Borgarfjarðar árið 1983 - við viðurkenningu tekur systir hans Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir (1960-) - til vinstri er Þorgerður Sævarsdóttir (1966-) - en lengst til hægri óþekkt.

GI 322

Frá vinstri Jón Eiríksson - Bjarni Jónsson (1966-) - óþekktur og Gunnar Sigurðsson (1963-)

GI 54

Á sundmóti. Lengst t.v. Sigríður Svavarsdóttir, tilgáta að fyrir miðju sé Soffía Káradóttir, sú þriðja óþekkt.

GI 71

Í fyrsta sæti er Birgir Guðjónsson (1948-) og sá sem stendur og talar í hljóðnema er Guðjón Ingimundarson (1915-2004) Tilg. Í öðru sæti Einar Gíslason og þriðja sæti Steinn Kárason (sitjandi Erling Örn Pétursson).

GI 77

Guðjón Ingimundarson afhendir (Guðmundi Gíslasyni viðurkenningu) Sveinn Ingason lengst til hægri.

image 04

Frá vinstri: Atli Hjartarsson, óþekktur, Kristján Örn Kristjánsson, Friðrik Steinsson, Eyjólfur Sverrisson, Hólmar Ástvaldsson, Þorgerður Sævarsson, Elfa Ingimarsdóttir og Björn Jóhann Björnsson.
Frá hægri: Berglind Bjarnadóttir, Sverrir Sverrisson, Ari Jón, Guðbjartur Haraldsson, Ragnar Pálsson, Ingi Þór Rúnarsson, Héðinn Sigurðsson og Stefán Vagn Stefánsson.

UMSS (1910-

Results 86 to 102 of 102