Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2495 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

Only results directly related

Útmælingar Ólafs Briem

Lóðaútmælingar og gjöld þeim tengdar úr landi Sauðár.

Lóðin er seld í erfafestu gegn árgjaldi, sem ákveðið er 25 aurar fyrir hverja 40 fermetra, að upphæð 1 kr. 25 aura. Lóðargjaldið rennur í landsjóð og greiðist í peningum til umboðsmanns Reynisstaðar og klausturjarða fyrir 31. desember á hvert, fyrsta sinn árið 1915.

Ólafur Briem (1852-1930)

Veðbréf frá Sparisjóði Sauðárkróks

Veðbréf til handar Nikódemusar Jónssonar þar sem gjört er kunnugt að hann hafi fengið að láni hjá Sparisjóði Sauðárkróks 1000 krónur. Bréfið er undirritað og stimplað af Sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu.

Við Sauðá

Mynd tekin á Sauðárkróki, Sauðáin rennur neðan við Sauðárhæðir. Í baksýn má sjá Esso sjoppurnar, eldri sjoppan nær og nýja fjær. Reiðskóli Ingimars Pálssonar

Við Svartahúsið

Svartahúsið við Aðalgötu 16b. óþekktar konur en við myndina stendur ábúendur í Svartahúsinu eru Guðmundur Sigvaldsson (verkamaður í norðurenda) og Valdimar (jónsi) sjómaður í suðurenda.

Viðtakandi: Jón Björnsson, skólastjóri

Bréf Vigfúsar Friðrikssonar ljósmyndara, dagsett 11. maí 1938, til Jóns Þ. Björnssonar, varðandi ljósmyndun skólabarna (unglingaskólans) við skólann á Sauðárkróki og skólaspjald. Guðmundur Trjámannsson hefur tekið ljósmyndina en hefur þá líklega starfað fyrir ljósmyndastofuna "Jón og Vigfús" á þessum tíma. Vigfús er að biðja Jón Þ. Björnsson um upplýsingar varðandi nemendur og kennara.

Vigfús Lárus Friðriksson (1899-1986)

Viðtakandi: Jón Þ. Björnsson (tilgáta)

Bréf frá Sveini Sigfússyni (tilgáta en erfitt er að lesa úr undirskrift). Ritað á Akureyri og dagsett 9. janúar 1939. Meginerindi bréfsins er að kanna hvort viðtakandinn (líklega Jón Þ. Björnsson skólastjóri) vilji eða geti notað starfskrafta kennara (skíðakennara?) á vegum fræðslumálastjóra.

Viðverubók 1925-1937

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók þar sem haldið er utan um félagatal U.M.F.T. og mætingar á fundi félagsins tímabilið 1925-1937, einnig er yfirlit yfir heiðursfélaga. Bókin hefur varðveist ágætlega.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Vísur á auglýsingatöflu 1974

Lausavísur á auglýsingatöflu bæjarstjórnarskrifstofunnar á Sauðárkróki 1974.

Ráðalausir labba um storð
leggjast svo til náða.
Loksins fundu lausnarorð
látum Bakkus ráða.

Bakkusarvinur svarar:
Hver yrkir þannig? Álasar kóngsins megt,
sem ævinlega bætir þegnanna hag.
Allavega finnst mér forkastanlegt
að fárast yfir því, sem kippt er í lag.

Sífellt fremja ofaníát
ótta og hrolli slegin.
Virðast ætla að verða mát
veslings komma greyin.

Visur/stökur

Handskrifað blað með þremur stökum, höfundur ókunnugur. Blaðið hefur varðveist vel og er ódagsett, og fannst á meðal annara gagna frá U.M.F.T.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ýmis skjöl

í þessu safni eru pappírsgögn, vélrituð, forprentuð og handskrifuð gögn á mismunandi gerð pappíra. Einnig er talsvert af prentuðum blöðum með merki og logo Bandalags íslenskra skáta (BIS). Misjafnt var hvort gögnin voru röðuð upp eftir ártali eða ekki, ákveðið var að raða þeim í ártalsröð til að koma einhverju skipulagi á það og til að auðvelda aðgengi að þeim. Mest er um fréttabréf og erindi frá BIS. Í safni B-J eru skýrslur og inntökubeiðnir skátafélagið og eru þetta persónugreinanleg gögn, þau voru sett efst til að hægt sé að taka þau frá þegar safn er fengið til lestrar. Hefti og bréfaklemmur voru hreinsaðar úr safninu, blöðin eru í mismunandi ástandi, sum rifin og gulnuð og á sumum er sýnilegir ryðblettir eftir hefti. Tvö umslög voru tekin úr safninu, búið var að klippa frímerkin úr, Inntökubeiðnir voru í plastmöppu, þau voru tekin úr möppunni og sett saman við aðrar samskonar skýrslur.

Skátafélagið Andvarar (1929-)

Ýmislegt

Stundaskrá með yfirliti yfir afnot ákveðinna hópa af sundlaug Sauðárkróks árið 2002 og samskipti Guðjóns við Sveitarfélagið vegna gjafar hans og eiginkonu hans, Ingibjargar Kristjánsdóttur, til sundlaugarinnar.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Ýmsar bækur og gögn

Vélritað pappírsgögn með erindi til Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu er varðar tímaritið "Tindastóll", einnig er samskonar blað sem fylgir og er með tillögu og greinargerð um sama blað. Gögnin hafa varðveist vel og voru innan um bókhaldsgögn U.M.F.T. Ákveðið var að setja þau með öðrum gögnum óskyldum bókhaldi félagsins.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Results 2466 to 2495 of 2495