Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

291 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

290 results directly related Exclude narrower terms

Ljósmynd, bæjarafmæli

Heiðrað vegna bæjarafmælis, Sauðárkrókur 50 ára.
Aftari röð frá vinstri: Jón Arnar Magnússon, Páll Ragnarsson, Stefán Guðmundsson, Geirmundur Valtýsson, Guðjón Ingimundarsson, Erlendur Hansen, Árni Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Guðmundsson og Minna Bang.

Mótaka

Móvinnsla á Sauðárkróki. Í síðari heimstyrjöld var mikill eldsneytisskortur á Sauðárkróki sem annars staðar á Íslandi. Kolin sem áður höfðu gengt hlutverki eldsneytis voru nú í ófáanleg og brugðu Króksarar á það ráð að tak mó, eins og tíðkaðist hafði um aldir. Mógrafirnar voru vorðan við Gönguskarðsá, en mótekja var erfið vinna, enda mó kögglarnir þungir og blautir. Mórinn var síðan þurkkaður og var sæmilegt eldsneyti. Á myndinni eru þeir Gísli Jakopsson og Magnús Ásgrímsson. Mótekja var afar mikilvæg fyrir og um stríðsárin. Oft var bæði dýrt og erfitt að fá kol til kyndingar og dugði þá mórinn ágætlega í staðinn. Mótekja var hins vegar erfið vinna og óþrifaleg. Stærstu mógrafirnar voru utan Gönguskarðsár. Mórinn var síðan þurrkaður og þótti sæmilegt eldsneyti.

Mynd 119

Kirkjukór Sauðárkróks árið 1946. Fremsta röð frá vinstri; Svava Guðjónsdóttir, Ólöf Sigríður Snæbjörnsdóttir, Kristján Eyþór Stefánsson, Sigríður Auðuns, Jóhanna Árnadóttir Blöndal. Konur í miðröð frá vinstri: Sigríður Magnúsdóttir, Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir, Hallfríður Bára Halraldsdóttir, Sigríður Amalía Njálsdóttir, Guðrún Svamfríður Snæbjörnsdóttir, Kristín Sölvadóttir, Anna Þorkelína Sigurðardóttir, Sigurlína Stefánsdóttir, Hanna Ingibjörg Pétursdóttir. Karlar í bakröðum Stefán Sölvi Sveinsson, Þorvaldur Þorvaldsson Þorsteinn Sigurðsson, Svavar Dalmann Þorvaldsson, Sveinn Jón Sölvason, Pétur Helgason, Valdimar Guðmundsson, Guðjón Sigurðsson og Sigurður Pálsson Jónsson.

Mynd 227

Guðmundur Andrésson dýralæknir á reiðhjóli. Myndin er tekin á Sauðárkróki. Lengst til vinstri er bifreiðin K 1692.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 229

Guðmundur Andrésson dýralæknir á reiðhjóli. Myndin er tekin á Sauðárkróki. Hægra megin sést flutningabíll frá Vörumiðlun.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 230

Guðmundur Andrésson dýralæknir á reiðhjóli. Mndin er tekin á Sauðárkróki.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 231

Guðmundur Andrésson dýralæknir á reiðhjóli. Myndin er tekin á Sauðárkróki.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 232

Guðmundur Andrésson dýralæknir á reiðhjóli. Lengst til vinstri er bifreiðin K 1692. Myndin er tekin á Sauðárkróki.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 233

Guðmundur Andrésson dýralæknir á reiðhjóli. Lengst til vinstri er bifreiðin K 1692. Myndin er tekin á Sauðárkróki.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 25

Fyrir utan Sauðárkrókskirkju. Frá vinstri Einar Sigtryggsson, Margeir Sveinn Hallgrímsson Valberg, Ottó Geir Þorvaldsson, Kristján Skagfjörð Jónsson, Jósafat Sigurðsson, Erlendur Hansen, Ingólfur Agnarsson. Skákmenn, mynd tekin við Sauðárkrókskirkju.

Mynd 81

Frá vinstri Árni Blöndal, Kristján Blöndal og Sigurgeir Snæbjörnsson.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Mynd01

Jóhannes Friðrik Hansen og dóttir hans Björg Jórunn Hansen.

Erlendur Hansen (1924-2012)

Pétur Pétursson: Skjalasafn

  • IS HSk N00001
  • Fonds
  • 1870-1920

Mannamyndir. Hafa fylgt fjölskyldu Péturs Péturssonar um áraraðir.

Pétur Pétursson (1945-)

Skólaferðalag 1938

Skólaferðalag 1938. Ljósrituð ljósmynd ásamt blaði með upplýsingum um þá sem á myndinni eru. Nöfnin eru: Erlendur Hansen, Haraldur Árnason, Sveinn Kristinsson, Kristján Jóhann Jónsson, Sigurður Gíslason, Jóhannes Gíslason, Jón Tómasson, Jóhann Jónsson, Jón Þ. Björnsson, Margrét Magnúsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Sigríður Magnúsdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Ingibjörg Hanna Pétursdóttir, Guðbjörg Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Guðmundsson, Guðrún Snorradóttir, Pála Sveinsdóttir, Einrós Fjóla Gunnarsdóttir, Jóhannes Hansen, Einar Sigtryggsson, Friðrik Jónsson, Magnús Jónsson. Sigurlaug Guðmundsdóttir tók myndina.

Tindastóll

Handknattleikslið kvenna árið 1942, frá vinstri Kristín Stefánsdóttir, Guðrún Snæbjarnardóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðbjörg Þorvaldsdóttir er framan við hópinn, Sigrún Pétursdóttir, Anna Pála Guðmundsdóttir og Hanna Pétursdóttir..

Ungir menn á Sauðárkróki 1912-1915

Fremsta röð talið frá vinstri: Lárus Blöndal, Haraldur Sigurðsson, Jóhannes Hallgrímsson.
Miðröð, talið frá vinstri: Haraldur Júlíusson, Guðmundur Björnsson, Hermann Jónsson.
Aftasta röð: Gunnar Sigurðsson, Árni Magnússon, Gísli Guðmundsson.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

Results 256 to 291 of 291