Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2517 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2495 results directly related Exclude narrower terms

Uppboð á Sauðárkróki

Skjalið er vélritað á bleikan pappír í A4 stærð. Nokkuð blettótt og búið að skrifa útreikninga aftan á það. Það er undirritað af Þorvaldi Guðmundssyni.

Karlakór Sauðárkróks: Skjalasafn

  • IS HSk N00067
  • Fonds
  • 1936 - 2012

Fundagerðabók, bókhald og önnur skjalgögn Karlakórs Sauðárkróks.

Karlakór Sauðárkróks (1963-2012)

Pálína Þorfinnsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00205
  • Fonds
  • 1937-1941

Bréf Gísla Ólafssonar frá Eiríksstöðum til Pálínu Þorfinnsdóttur.

Pálína Þorfinnsdóttir (1890-1977)

Minnisbækur 1937-1976

Minnisbækur Guðjóns Ingimundarsonar, flestar þeirra tengjast bæjarstjórnarmálum en einnig má finna þar punkta um starfsemi hans innan KS og ungmennafélaganna. Jafnframt er elsta minnisbókin frá því hann var á Laugarvatni.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Reikningabók 1937-1967

Innbundin og handskrifuð sjóðsbók, bókin er ágætlega varðveitt. Í bókinni voru 4 blaðsíður línustrikaðar með handskrifuðum kynningum á einhverjum karlmönnum sem líklega voru í félaginu. Blöðin eru ódagsett og ómerkt.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Mynd08

Bucik 5 manna Ingólfs Andréssonar, Fyrsti eigandi var Geir Vegamálastjóri. Ingólfur fluttist til Sauðárkróks ásamt Svavari Þorvaldssyni. In

Erlendur Hansen (1924-2012)

Ársreikningar f. húsbyggingar- og orgelsjóðs

Innbundin og handskrifuð með höfuðbókarfærslum fyrir orgel- og húsbyggingarsjóð UMFT. Bókin er vel varðveitt, en aðeins nokkrar færslur eru í henni. Færslurnar eru frá tímabilinu 1937-1939.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Skólaferðalag 1938

Skólaferðalag 1938. Ljósrituð ljósmynd ásamt blaði með upplýsingum um þá sem á myndinni eru. Nöfnin eru: Erlendur Hansen, Haraldur Árnason, Sveinn Kristinsson, Kristján Jóhann Jónsson, Sigurður Gíslason, Jóhannes Gíslason, Jón Tómasson, Jóhann Jónsson, Jón Þ. Björnsson, Margrét Magnúsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Sigríður Magnúsdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Ingibjörg Hanna Pétursdóttir, Guðbjörg Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Guðmundsson, Guðrún Snorradóttir, Pála Sveinsdóttir, Einrós Fjóla Gunnarsdóttir, Jóhannes Hansen, Einar Sigtryggsson, Friðrik Jónsson, Magnús Jónsson. Sigurlaug Guðmundsdóttir tók myndina.

Viðtakandi: Jón Björnsson, skólastjóri

Bréf Vigfúsar Friðrikssonar ljósmyndara, dagsett 11. maí 1938, til Jóns Þ. Björnssonar, varðandi ljósmyndun skólabarna (unglingaskólans) við skólann á Sauðárkróki og skólaspjald. Guðmundur Trjámannsson hefur tekið ljósmyndina en hefur þá líklega starfað fyrir ljósmyndastofuna "Jón og Vigfús" á þessum tíma. Vigfús er að biðja Jón Þ. Björnsson um upplýsingar varðandi nemendur og kennara.

Vigfús Lárus Friðriksson (1899-1986)

Fundargerðarbók 1939-1962

Innbundin og handskrifuð bók og vel læsileg. Bókin hefur líklega lent í raka eða bleytu sem sést sést á öftustu blaðsíðunum. Í bókinni er athugasemd sem er svohljóðandi; Bók þessi týndist árið 1941. Var þá ný gjörðabók tekin í notkun og gildir hún frá 5. janúar 1942 til ársloka 1948.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

María K. Haraldsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00174
  • Fonds
  • 10.02.1939

Skólablaðið 3. árgangur 1. tölublað. 2 eintök. 1 blað er ein örk. Myndskreytingu blaðsins sá Jóhannes Geir Jónsson um þá 11 ára. Þeir sem skrifa í blaðið eru: Guðlaug Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Magnúsdóttir, Sigurjón Friðbjörn Björnsson, Þóra Jónsdóttir, Hulda Ívarsdóttir, Áslaug Sigfúsdóttir.

María Kristín Haraldsdóttir (1931-2016)

Skólablaðið

Skólablaðið 3. árgangur 1. tölublað. 2 eintök. 1 blað er ein örk. Myndskreytingu blaðsins sá Jóhannes Geir Jónsson um þá 11 ára. Þeir sem skrifa í blaðið eru: Guðlaug Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Magnúsdóttir, Sigurjón Friðbjörn Björnsson, Þóra Jónsdóttir, Hulda Ívarsdóttir, Áslaug Sigfúsdóttir.

María Kristín Haraldsdóttir (1931-2016)

Bókhald 1939-2000

Safn sem áður var skráð C1 inniheldur vélrituð og handskrifuð pappírsgögn með ársreikningum Félagsheimilisins Bifrastar og Vkf Öldunnar, auk og innbundnar bækur sem innihalda félagaskrá og ársreikningum félagsins. Í safninu eru persónugreinanleg trúnaðarmál. Safn sem áður var C2 inniheldur árs- og efnahagsreiknnga Vkf Öldunnar og hreyfingalista frá 1989-1993. Í safninu er einnig lífeyrissjóðsyfirlit einstaklings sem var í Vkf Öldunni og er um að ræða trúnaðarmál.

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

Viðtakandi: Jón Þ. Björnsson (tilgáta)

Bréf frá Sveini Sigfússyni (tilgáta en erfitt er að lesa úr undirskrift). Ritað á Akureyri og dagsett 9. janúar 1939. Meginerindi bréfsins er að kanna hvort viðtakandinn (líklega Jón Þ. Björnsson skólastjóri) vilji eða geti notað starfskrafta kennara (skíðakennara?) á vegum fræðslumálastjóra.

mynd 04

Ólöf Sigríður Snæbjarnardóttir mynd tekin milli Aðalgötu og Freyjugötu. Húsið í baksýn er Freyjugata 3.

Erlendur Hansen (1924-2012)

mynd 05

Vinstra megin er Erlendur Hansen og Jóhannes Hansen.

Erlendur Hansen (1924-2012)

Mynd 01

Sigurbjörn Sigurpálsson "Bubbi" frá Ingveldarstöðum, Reykjaströnd ásamt reiðhesti sínum. Litla stúlkan er Sólbrún Friðriksdóttir (1941-). Sólbrún er dóttir Friðriks Friðrikssonar (1910-2008) og Laugu. Sigurbjörn Sigurpálsson 15. janúar 1917 - 18. mars 2008 Var á Ingveldarstöðum, syðri bær, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Fósturmóðir: Anna S. Sigurðardóttir. Sjómaður á Sauðárkróki, síðar verkstjóri í Reykjavík.

Mynd 15

Kristján og Erlendur Hansen við Sauðárkrókskirkju sitja á bíl með númerið K 3.

Aðalsteinn Jónsson

Mynd tekin á Aðalgötu á Sauðárkróki, Fremstur er Aðalsteinn Jónsson, stúlkurnar tvær eru María Guðlaug Pétursdóttir og Steinunn Aðalheiður Rögnvaldsdóttir.

mynd 22

Þorvaldur Sveinsson og Sveinn Margeir Friðvinsson

Erlendur Hansen (1924-2012)

Síldarsöltun á Sauðárkróki

Talsvert af síld var saltað á Sauðárkróki. A.m.k. 60 konur voru um tíma skráðar til vinnu við söltunina. Söltun Sauðárkrækinga var þó aðeins brot af því sem var víða annar staðar fyrir Norðurlandi. Myndin gæti verið tekin árið 1942. Sjá má járnbrautateina er lágu frá bryggjunni uppá plönin, þar sem síldin var verkuð og fiskur vaskaður.

Results 426 to 510 of 2517