Stóra-Seyla

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Stóra-Seyla

Equivalent terms

Stóra-Seyla

Associated terms

Stóra-Seyla

8 Authority record results for Stóra-Seyla

8 results directly related Exclude narrower terms

Björn Björnsson (1876-1907)

  • S03310
  • Person
  • 06.10.1876-15.09.1907

Björn Björnsson, f. á Stóru-Seylu 06.10.1876, d. 15.09.1907. Foreldrar: Björn Finnsson bóndi á Syðra-Skörðugili og kona hans Salóme Jónasdóttir. Björn ólst upp með foreldrum sínum til 5 ára aldurs en þá missti hann föður sinn. Eftir það var hann hjá móður sinni til æviloka, á síðari árum ráðsmaður fyrir búi hennar og síðustu árin bóndi í Glaumbæ.
Hann átti sæti í hreppnsefnd Seyluhrepps. Björn var ókvæntur þegar hann lést aðeins 31 árs gamall, en var heitbundinn Jensínu Mósesdóttur.

Eiður Birkir Guðvinsson (1940-)

  • S01467
  • Person
  • 4. apríl 1940 - 12. júní 2017

Eiður Birkir Guðvinsson fæddist á Stóru-Seylu í Skagafirði 4. apríl 1940. Foreldrar hans voru Guðvin Óskar Jónsson, bóndi og síðar verkamaður og Lovísa S. Björnsdóttir. ,,Eiður ólst upp á Sauðárkróki en var í sveit á sumrin í Skagafirði, fyrst á Stóru-Seylu en síðan lengstum á Hafsteinsstöðum. Hann fór ungur að vinna ýmis tilfallandi störf, m.a. hjá Byggingarfélaginu Hlyn. Eiður hóf síðan störf hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki árið 1962 og vann þar til eftirlaunaaldurs, árið 2007, lengst af við ostagerð og -pökkun. Eiður hafði mikið yndi af tónlist og kom m.a. á fót minningarsjóði sem enn þann dag í dag styrkir efnilega nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar." Eiður var ókvæntur og barnlaus.

Helga Steinsdóttir (1852-1931)

  • S03041
  • Person
  • 4. nóv. 1852 - 1. jan. 1931

Fædd að Stóru-Gröf. Foreldrar: Steinn Vigfússon bóndi í Stóru-Gröf (1814-1887) og kona hans Helga Pétursdóttir (f. 1820-1892). Helga ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar, sem veitt var "betri bænda dætrum." Hún tók oft fósturbörn um lengri eða skemmri tíma. Þegar hún settist að á Sauðárkróki keypti hún leyfi til veitingasölu og gistihússreksturs og stundaði það um 30 ár í eigin íbúð. Rak einnig búskap í nokkur ár og leigði sér lönd til heyskapar. kMaki: Jónas Halldórsson. Þau giftu sig um 1875. Bjuggu að Stóru-Seylu á Langholti til 1888 en fóru þá búferlum að Keldudal í Hegranesi og bjuggu þar til 1901. Þá brugðu þau búi og fluttu til Sauðárkróks og fór Jónas síðar til dætra sinna í Ameríku en Helga varð eftir. Þau eignuðust 4 börn og fóru þrjú þeirra til Ameríku.

Lestrarfélag Seyluhrepps

  • S03666
  • Organization
  • 1923

Þriðjudaginn 6. nóv. 1923 var stofnfundur Lestrarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Á fundinum voru 10 manns mættir. Haraldur Jónasson setti fundinn og var hann kosin fundarstjóri og nefndi hann til skrifara Bjarna Halldórsson. Fundarstjóri gat þess að á síðastliðnu vori á hreppaskilaþingi höldnu á Brautarholti hefði hann vakið máls á því hvort eigi væri reynandi að stofna lestrarfélag í hreppnum þar sem ekkert slíkt félag væri starfandi í hreppnum. Tóku menn vel í málið og var kosin þriggja manna nefnd til að að semja uppkast að lögum fyrir félagið og sjá um stofnun þess. Bjarni Halldórsson á Völlum. Eiríkur Guðmundsson Ytra - Vallholti og Haraldur Jónasson Völlum.
Lög Lestarfélag Seyluhrepps samþykkt á stofnfundi félagsins 6. nóv. 1923.
Föstudaginn 25. nóvember. 1955 var haldin fundur í Lestrarfélagi Seyluhrepps að Varmahlíð. Haraldur Jónasson setti fundinn og stýrði honum og setti til ritara Sr. Gunnar Gíslasson. Formaður skýrði frá hinum nýju bókasafnslögum og hvað það verkefni þessa fundar að taka ákvörðun um framtíðarskipan í lestrarfélaginu með tillit til hinna nýju laga. Fundurinn samþykkti að halda Lestrarfélagi Seyluhrepps áfram í sama formi og verið hefur. Til tals kom að fá húsnæði undir bækur félagsins hjá A. Lindemann í Varmahlíð í húsi sem hann er að reisa. Lindemann gaf góðar vonir um að úr þessu gæti orðið.
Upplýsingar teknar úr gjörðabók er liggur í E00039 A.

Margrét Björney Guðvinsdóttir (1935-2018)

  • S002684
  • Person
  • 4. maí 1935 - 10. ágúst 2018

Margrét Björney Guðvinsdóttir fæddist á Stóru-Seylu í Skagafirði. Foreldrar: Guðvin Óskar Jónsson verkamaður og Lovísa S. Björnsdóttir matselja. Maki 1: Björn Guðnason byggingameistari, þau eignuðust 4 börn. Sambýlismaður frá 1994 var Haukur Björnsson frá Bæ. Hann átti þrjú börn með fyrri konu sinni, Áróru H. Sigursteinsdóttur.
Margrét ólst upp á Stóru-Seylu, að miklu leyti hjá móðurforeldrum sínum, Birni Lárusi Jónssyni hreppstjóra og Margréti Björnsdóttur húsmóður. Að loknu gagnfræðaprófi á Sauðárkróki vann hún hótelstörf um tíma á Villa Nova. Ung stofnaði hún heimili á Króknum með Birni og varð framtíðarheimili þeirra á Hólavegi 22. Ásamt húsmóðurstörfum vann Margrét ýmis önnur störf á Sauðárkróki, m.a. í fiskvinnslu og á saumastofu og síðar réðst hún til vinnu í Bókabúð Kr. Blöndal. Opnaði Blóma- og gjafabúðina í nóvember 1982 á neðri hæðinni á Hólaveginum. Þar var verslunin rekin til 2003, þegar hún var flutt að Aðalgötu 6. Margrét var mjög virk í starfi Kvenfélags Sauðárkróks um árabil, átti sæti í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju í nokkur ár og sat í stjórn Félags eldri borgara í Skagafirði.

Nautgriparæktarfélag Seyluhrepps

  • S03757
  • Association
  • 1932 - 1935

Árið 1932, föstudag 19.febrúar var stofnfundur Nautgriparæktarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Fundarstjóri var Tóbías Sigurjónsson Geldingarholti og nefndi hann til ritara Harald Jónsson. Fundargjörðir voru lesnar upp og samþykktar með öllum atkvæðum svo og lög félagsins samþykkt´i einu hljóði . Kosin var stjórn fyrir félagið, þessir hlutu atkvæði, Tóbías, Holti. Jón, Glaumbæ. HAraldur, Völlum

Rögnvaldur Björnsson (1850-1918)

  • S02152
  • Person
  • 26. des. 1850 - 6. ágúst 1918

Rögnvaldur Björnsson, f. að Auðólfsstöðum í Langadal. Foreldrar: Björn Ólafsson (1817-1853) frá Auðólfsstöðum, síðast bóndi í Eyhildarholti og kona hans Filippía Hannesdóttir (1819-1908) frá Ríp. Rögnvaldur missti föður sinn ungur er hann drukknaði í Héraðsvötnum vorið 1853. Síðar giftist móðir hans Markúsi Árnasyni. Eftir andlát föður síns fór Rögnvaldur í fóstur að Stóru-Seylu á Langholti til móðursystur sinnar Maríu Hannesdóttur og Magnúsar Magnússonar prests í Glaumbæ. Þegar María flutti til dóttur sinnar að Ystu-Grund árið 1865 fór Rögnvaldur með henni þangað og ólst upp hjá Sigríði Magnúsdóttur og Gísla Þorlákssyni sem þar bjuggu. Rögnvaldur hóf búskap í Hjaltastaðahvammi 1880 en fluttist í Réttarholt 1883 og bjó þar til 1892. Var á Bjarnastöðum 1892-1895 en fór þá aftur í Réttarholt og eignaðist jörðina. Bjó þar til dánardags.
Var sýslunefndarmaður Akrahrepps 1886-1917, hreppsnefndarmaður í Akrahreppi 1881-1887 og 1896-1901, oddviti 1883-1886.
Maki: Freyja Jónsdóttir (1859-1942) frá Barði í Fljótum. Þau eignuðust 7 börn en ein dóttir þeirra lést á unglingsaldri.

Sigurður Jónsson (1853-1940)

  • S03039
  • Person
  • 3. sept. 1853 - 30. nóv. 1940

Fæddur á Litla-Vatnsskarði í Laxárdal. Foreldrar: Jón Arnórsson (1810-1878), bóndi á Bessastöðum í Sæmundarhlíð og kona hans, Guðrún Jónsdóttir (f. 1821-1879) frá Hóli í Sæmundarhlíð. Sigurður ólst upp með foreldrum sínum, en fór að vinna fyrir sér strax og hann hafði aldur til. Var vinnumaður og síðar lausamaður. Árið 1883 hafði hann ákveðið að fara til Vesturheims og var kominn á Sauðárkrók með fólk sitt og farangur og beið þar langt fram á sumar en aldrei kom skipið. Var bóndi á Syðra-Skörðugili 1878-1879, Stóru-Seylu 1879-1883. Þá brugðu þau búi. Bóndi í Brautarholti (þá Litlu-Seylu) 1885-1888, Skarðsá 1888-1890, aftur í Brautarholti 1890-1940. Hann var oddviti Seyluhrepps 1892-1899 og frá 1901-1919. Maki: Jóhanna Steinsdóttir (1854-1942) frá Stóru-Gröf. Þau eignuðust fjögur börn en eitt dó í æsku.
Áður átti Sigurður son með Guðbjörgu Björnsdóttur frá Glæsibæ.