Svaðastaðir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Svaðastaðir

Equivalent terms

Svaðastaðir

Associated terms

Svaðastaðir

4 Authority record results for Svaðastaðir

4 results directly related Exclude narrower terms

Hulda Jónsdóttir (1921-2002)

  • S02953
  • Person
  • 1. sept. 1921 - 8. des. 2002

Hulda Marharð Jónsdóttir fæddist á Svaðastöðum í Viðvíkursveit þann 1. september 1921 og var dóttir Jóns Friðrikssonar (1900-1955) frá Svaðastöðum og Sigurlaugar Guðrúnar Sigurðardóttur (1903-1971) frá Hvalnesi. Eftir að foreldrar Huldu slitu samvistum ólst hún upp hjá föðurforeldrum sínum á Svaðastöðum, þeim Pálma Símonarsyni og Önnu Friðriksdóttur. Hulda útskrifaðist frá Húsmæðraskólanum á Hallormsstað árið 1942 og nam svo ljósmóðurfræði og útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1944. Árið 1945 giftist Hulda Rögnvaldi Jónssyni frá Marbæli í Óslandshlíð og bjuggu þau þar til ársins 1972 þegar þau fluttu til Akureyrar, þau eignuðust fimm börn. Samhliða því að sinna bæði búi og heimili á Marbæli starfaði hún um tíma sem ljósmóðir í Hofsósumdæmi.

Jón Arnbjörnsson (1882-1961)

  • S02514
  • Person
  • 23. apríl 1882 - 12. okt. 1961

Í manntali 1890 er Jón ásamt foreldrum sínum, Arnbirni Jónssyni og Maríu Soffíu Jónsdóttur á Kvíabekk í Ólafsfirði. 1910 er hann skráður vinnumaður á hjá Birni Hafliðasyni á Saurbæ í Kolbeinsdal, móðir hans er þar líka. Samkvæmt manntali er hann kominn í Svaðastaði 1920 og var þar vinnumaður til í kringum 1945. Síðast búsettur á Marbæli í Óslandshlíð. Ógiftur og barnlaus.

Pálmi Símonarson (1868-1938)

  • S00617
  • Person
  • 5. júní 1868 - 8. sept. 1938

Fæddur og uppalinn á Brimnesi í Viðvíkursveit, sonur Símonar Pálmasonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Pálmi kvæntist Önnu Friðriksdóttur 1896 og hófu þau búskap að Skálá í Sléttuhlíð þar sem Pálmi var oddviti Fellshrepps 1897-1899, fluttust í Ytri-Hofdali 1899 og svo að Svaðastöðum 1900 þar sem þau bjuggu til æviloka. Pálmi hafði snemma efnast vel og var búhöldur góður og búið á Svaðastöðum var bæði stórt og gagnsamt. Pálmi og Anna eignuðust tvo syni sem upp komust.

Sigurlaug Guðrún Sigurðardóttir (1903-1971)

  • S03064
  • Person
  • 6. maí 1903 - 23. feb. 1971

Foreldrar: Sigurður Jónsson og Guðrún Símonardóttir á Hvalnesi á Skaga. 16 ára gömul fór hún til Margrétar móðursystur sinnar að Brimnesi í Viðvíkursveit en þar hafði hún oft dvalið tímabundið frá barnsaldri. Veturinn 1920-1921 var hún við nám í Kvennaskóla í Reykjavík. Vorið 1921 flutti hún í Svaðastaði og kvæntist Jóni Pálmasyni. Næstu árin voru þau í húsmennsku á Svaðastöðum. Árið 1923 yfirgaf Jón konu sína og tvær ungar dætur og fór til Ameríku. Þau skildu að lögum stuttu seinna og dvaldist Sigurlaug áfram á Svaðastöðum fyrst um sinn en fór þaðan alfarin til Reykjavíkur árið 1925 þar sem hún gekk að eiga Gunnlaug Björnsson frá Narfastöðum í Viðvíkursveit. Vorið 1929 fluttu Sigurlaug og Gunnlaugur í Brimnes og hófu þar búskap og bjuggu þar síðan. Sigurlaug og Gunnlaugur eignuðust saman einn son en fyrir hafði Sigurlaug eignast tvær dætur með fyrri manni sínum.