Syðri-Húsabakki

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Syðri-Húsabakki

Equivalent terms

Syðri-Húsabakki

Associated terms

Syðri-Húsabakki

4 Authority record results for Syðri-Húsabakki

4 results directly related Exclude narrower terms

Hólmfríður Pálmadóttir (1897-1969)

  • S01503
  • Person
  • 9. júní 1897 - 11. okt. 1969

Foreldrar: Pálmi Björnsson og k.h. Ingibjörg Málfríður Grímsdóttir. Þegar hún var sex ára gömul settust foreldrar hennar að á Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi og ólst hún upp þar. Hólmfríður lærði karlafatasaum á Sauðárkróki. Árið 1921 kvæntist hún Sigvalda Pálssyni frá Langhúsum í Viðvíkursveit. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau á Ytri-Húsabakka og Syðri-Húsabakka. Bjuggu á Unastöðum í Kolbeinsdal 1923-1926 og í Langhúsum (nú Ásgarði) 1929-1936 er þau fluttu til Ólafsfjarðar og bjuggu þar í 28 ár. Á Ólafsfirði varð prjónaskapur aðal atvinna þeirra hjóna á veturna. Síðast búsett í Reykjavík.
Hólmfríður og Sigvaldi eignuðust þrjú börn.

Jónas Jón Gunnarsson (1891-1939)

  • S01092
  • Person
  • 17. maí 1891 - 17. júlí 1939

Foreldrar: Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir bændur í Keflavík. Gunnar ólst fyrst um sinn upp með foreldrum sínum í Keflavík en frá sjö ára aldri hjá Jónasi móðurbróður sínum og afasystur sinni á Húsabakka. Jónas byrjaði búskap á hluta af Garði í Hegranesi, fluttist þaðan að Syðri-Húsabakka. Árið 1921 fór hann búferlum að kirkjujörðinni Hátúni og bjó þar til æviloka. Meðfram búskap vann hann m.a. við vegavinnu. Jónas kvæntist Steinunni Sigurjónsdóttur frá Eyhildarholti, þau eignuðust tíu börn.

Lilja Jónsdóttir (1924-2007)

  • S01819
  • Person
  • 3. apríl 1924 - 1. júlí 2007

Lilja Jónsdóttir fæddist á Syðri Húsabakka 3. apríl 1924. Foreldrar hennar voru Emilía Kristín Sigurðardóttir, f. á Marbæli á Langholti og Jón Kristinn Jónsson, f. í Vallanesi í Vallhólmi. ,,Lilja ólst upp í foreldrahúsum á Syðri Húsabakka við almenn sveitastörf. Hross voru hennar líf og yndi og átti hún góða hesta. Lilja fór í Kvennaskólann á Löngumýri veturinn 1945-1946, og kom þá vel í ljós hve listfeng hún var. Hannyrðir og fatasaumur léku í höndunum á henni og fékk Húsabakkaheimilið að njóta góðs af því. Lilja stefndi að því að verða handavinnukennari, en sökum vanheilsu móður sinnar varð hún kyrr heima og annaðist foreldra sína þar til yfir lauk. Árið 1982 flutti hún ásamt Sigurði bróður sínum til Sauðárkróks og voru búsett þar síðan. Störfuðu bæði lengst af í sútunarverksmiðjunni Loðskinn. Lilja var ókvænt og barnlaus.

Sigurður Árni Jónsson (1921-2012)

  • S01820
  • Person
  • 21. ágúst 1921 - 17. jan. 2012

Sigurður Árni Jónsson fæddist á Syðri-Húsabakka í Skagafirði 21. ágúst 1921. Foreldrar hans voru Emilía Kristín Sigurðardóttir, f. á Marbæli á Langholti og Jón Kristinn Jónsson, f. í Vallanesi í Vallhólmi. Sigurður ólst upp í foreldrahúsum og vann að búinu á Húsabakka með föður sínum en tók svo alfarið við búskap. Á unglingsárum lærði Sigurður að spila á orgel hjá Páli Erlendssyni á Þrastarstöðum. Sigurður var áhugamaður um veiðiskap. Netaveiði í Héraðsvötnum var mikil í þá daga sem og skotveiði í grennd við Vötnin. Færði það heimilinu mikla björg í bú. Barnsmóðir Sigurðar, Guðný, kom að Húsabakka í vinnumennsku. Þau Guðný og Sigurður giftust ekki og voru ekki í sambúð. Þau deildu þó heimili og ólu dóttur sína upp saman. Með þeim bjó einnig Lilja, systir Sigurðar, alla tíð. Upp úr 1980 fóru þau systkinin að sækja vinnu til Sauðárkróks, í Sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga. Árið 1982 fluttu Sigurður og Lilja, alfarið til Sauðárkróks og störfuðu þar í Sútunarverksmiðjunni Loðskinn. "