Teigakot

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Teigakot

Equivalent terms

Teigakot

Associated terms

Teigakot

4 Authority record results for Teigakot

4 results directly related Exclude narrower terms

Monika Súsanna Sveinsdóttir (1887-1982)

  • S01623
  • Person
  • 16. júlí 1887 - 29. jan. 1982

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Árið 1910 var Monika skráð sem hjú hjá Ólafi bróður sínum á Starrastöðum. Á árunum 1911-1916 var Monika á Sauðárkróki, starfaði við matsölu og a.m.k. einn vetur hjá Jónasi lækni. Hún var í vist á Þverá í Hallárdal árið 1917 hjá Steingrími Guðmundssyni og k.h. Sigurlaugu Magnúsdóttur, er síðar bjuggu á Breiðargerði. Kvæntist árið 1919 Símoni Jóhannssyni, þau bjuggu á Þverá í Hallárdal A-Hún 1919-1920, á Mælifelli 1920-1921, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949 og í Teigakoti aftur 1949-1951. Síðast búsett á Sauðárkróki.
Monika og Símon eignuðust þrjá syni.

Pétur Björnsson (1872-1923)

  • S03634
  • Person
  • 28.12.1872 - 28.09.1923

Pétur Björnsson bóndi í Teigakoti, Tungusveit var fæddur á Vindheimum 28. des. 1872, dáin 28. september 1923.
Foreldrar hans voru Björn Björnsson bóndi í Ytri-Svartárdal og Þorbjörg Pétursdóttir.

Bóndi í Teigakoti 1909-1922. Pétur var lítill vexti og ekki mikill verkmaður, en snoturvirkjur, og gekk vel um alla hluti, sem hann hafði með höndum. Hann var af sumum talinn sérvitur, en stórvel gefinn á sumum sviðum. Hann hafði svo miklra reikningsgáfu að frábært þótti. Hann kunni fingrarím utanbókar og mun hafa verið síðastur manna í sinni sveit sem kunni það og notaði. Var almælt, að hann hefði fundið skekkju í almanakinu einhvern tíma laust eftir aldamótin og eru margar aðrar sögur til um reiknigáfur hans. Hann hafði óvenju sterkt minni. Pétur hafði fagra rithönd og gegndi opinberum störfum. Hann var í hreppsnefnd um skeið, deildarstjóri í Lýtingsstaðahreppi í Kaupfélagi Skagfirðinga, formaður safnarstjórnar Mælifellssóknar o. fl. Hann var gangnastjóri Vestflokks á Eyvindarstaðaheiði í nokkur ár.

Pétur kvæntist ekki né eignaðist afkomanda en ráðskona hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir f. í Eyhildarholti 21. ágúst 1862

Erfingar Péturs voru Guðmundur Þorláksson húsmaður í Víðinesi í Hjaltadal og systir hans Ragnheiður í Saurbæ í Kolbeinsdal.

Sigurður Eiríksson (1899-1974)

  • S00603
  • Person
  • 12.08.1905-25.01.1974

Sonur Eiríks Jóns Guðnasonar b. í Villinganesi og f.k.h. Guðrúnar Þorláksdóttur. Sigurður missti móður sína aðeins sex ára gamall, og stjúpmóður sína 13 ára gamall. Hann var bóndi í Villinganesi 1933-1936, í Gilhaga 1936-1937, í Teigakoti 1937-1949, í Stapa 1949-1952 og að lokum í Borgarfelli 1952-1974. Sambýliskona Sigurðar var Helga Sveinbjörnsdóttir, þau eignuðust þrjú börn.

Símon Jóhannsson (1892-1960)

  • S01031
  • Person
  • 26.05.1892-17.03.1960

Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Bóndi á Herjólfsstöðum í Laxárdal 1915-1916, Þverá í Hallárdal, A-Hún 1919-1920, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, bóndi í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949, í Teigakoti aftur 1949-1951, síðast búsettur í Goðdölum hjá sonum sínum. Símon stundaði töluverða hrossaverslun á tímabili, keypti þá afsláttarhross í framanverðum Skagafirði og seldi til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Fljóta. Hann var einnig við mæðiveikivörslu við Blöndu og Kúlukvísl í einhver sumur. Vorið 1941 réði Símon sig í flokk vegagerðarmanna undir stjórn Lúðvíks Kemp við lagningu Siglufjarðarbrautar þar sem hann sá um hrossagæslu, annaðist aðföng og hafði umsjón með mötuneyti ásamt fleiri viðskiptum fyrir vegagerðarmenn. Símon kvæntist Moniku Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð, þau eignuðust þrjá syni.