Unastaðir í Kolbeinsdal

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Unastaðir í Kolbeinsdal

Equivalent terms

Unastaðir í Kolbeinsdal

Associated terms

Unastaðir í Kolbeinsdal

4 Authority record results for Unastaðir í Kolbeinsdal

4 results directly related Exclude narrower terms

Eggert Bergsson (1929-2013)

  • S02748
  • Person
  • 28. nóv. 1929 - 29. maí 2013

Eggert Bergsson f. 28.11.1929 á Unastöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði. Foreldrar: Bergur Magnússon bóndi á Unastöðum, f. 1896 og kona hans Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir, f. 1892. Maki: Ingunn Jónsdóttir frá Skálafelli í Suðursveit. Þau eignuðust fjögur börn og fyrir átti Ingunn einn son. Eggert ólst upp í Skagafirði en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar árið 1948. Þremur árum síðar fluttist hann til Reykjavíkur og nam húsasmíði. Hann starfaði lengst af við smíðar, lengst af hjá ÍAV víðs vegar um landið. Frá árinu 1972 rak hann sitt eigið byggingafyrirtæki, Berg sf. Var virkur félagsmaður innan Bridgesambandsins og vann til fjölda verðlauna á því sviði.

Haraldur Jóhannesson (1903-1994)

  • S03462
  • Person
  • 21.12.1903-11.06.1994

Haraldur Jóhannesson, f. á Bakka í Viðvíkursveit 21.12.1903, d. 11.06.1994 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhannes Bjarnason bóndi í Grundarkoti og kona hans Björg Sigfúsdóttir. Haraldur ólst upp hjá foreldrum sínum fram undir fermingu. Snemma fór hann að vinna fyrir sér og fyrir fermingu gerðist hann léttadrengur á Vagla. Fimmtán ára var hann í Álftagerði og fór þaðan í Frostastaði sem vinnumaður þar til hann gifti sig 22 ára. Þá fóru þau hjónin í húsmennsku í Sólheima og voru næstu tvö árin en fluttu til baka í Frostaðastaði. Árið 1928 voru þau vinnuhjú en árið 1929 fengu þau hálfa jörðina til ábúðar. Þau bjuggu á Frostastöðum til 1943, frá 1943-1957 á Unastöðum í Kolbeinsdal og á Bakka frá 1957-1987. Eftir að asmi fór að hrjá Harald lét hann að mestu af hefðbundnum búskap en fékkst við silungsveiðar og æðarvarp auk þess að vera með nokkrar kindur. Haraldur var hagmæltur og fékkst nokkuð við vísnagerð.
Maki: Anna Margrét Bergsdóttir (1897-1991). Þau eignuðust fimm börn.

Júlíus Björnsson (1886-1970)

  • S01716
  • Person
  • 2. júlí 1886 - 8. júlí 1970

Foreldrar: Björn Bjartmarsson b. á Birnunesi á Árskógströnd og í Hrísey og Hallbera Rósa vinnukona, þau voru ekki gift. Júlíus ólst upp hjá vandalausum. Réðist að Neðra-Ási í Hjaltadal árið 1905 og átti heima í Skagafirði eftir það. Vinnumaður í Hofstaðaseli hjá Sigurði Björnssyni og Konkordíu Stefánsdóttur 1907-1939, á Hofsstöðum 1939-1940, á Frostastöðum 1940-1941, á Flugumýri 1941-1942, á Unastöðum 1942-1944 en vistréðist þá að Flugumýri aftur og átti þar heima síðan óslitið til æviloka 1970. Júlíus var ókvæntur og barnlaus.

Kristín Ingibjörg Sigfúsdóttir (1892-1960)

  • S02751
  • Person
  • 14. des. 1892 - 19. okt. 1960

Kristín Ingibjörg Sigfúsdóttir, f. 14.12.1892 á Krakavöllum í Flókadal. Foreldrar: Sigfús Bergmann Jónsson og Margrét Jónsdóttir á Krakavöllum. Ingibjörg fluttist með foreldrum sínum að Hóli í Siglufirði árið 1895 og þaðan árið 1899 á Siglunes og var þar fram yfir fermingaraldur. Hún varð eftir hjá föður sínum þegar foreldrar hennar skyldu en þá var hún á tíunda ári. Eftir fermingu var hún lánuð sem barnfóstra til siglfirskra hjóna. Árið 1920 kvæntist hún Bergi Magnússyni. Þau bjuggu í Ásgeirsbrekku 1922-1926, á Unastöðum í Kolbeinsdal 1926-1943 og í Enni í Viðvíkursveit 1943-1945. Voru eftir það fjögur ár í húsmennsku á Ytri-Hofdölum, síðan búsett á Siglufirði. Ingibjörg var lærð hjúkrunarkona og hafði lært þau fræði hjá Jónasi Kristjánssyni lækni á Sauðárkróki. Stofnað var hjúkrunarfélag í Viðvíkurhreppi og samdi félagið við Ingibjörgu um að annast sjúklinga. Á sumrin var hún í kaupavinnu á Hofstöðum, Hólum og víðar en að haustinu á sláturhúsinu í Kolkuósi.
Maki: Bergur Magnússon, f. 1896. Þau eignuðust 4 börn.