Viðvíkursveit - Skagafjörður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Viðvíkursveit - Skagafjörður

Equivalent terms

Viðvíkursveit - Skagafjörður

Associated terms

Viðvíkursveit - Skagafjörður

3 Authority record results for Viðvíkursveit - Skagafjörður

3 results directly related Exclude narrower terms

Kvenfélagið Freyja (1943-

  • S01751
  • Organization
  • 1943-

Kvenfélagið Freyja í Viðvíkursveit var stofnað 23. október 1943. Stofnfundurinn var haldinn að Vatnsleysu.
Frumkvæðið að stofnun félagsins átti frú Emma Hansen á Vatnsleysu.
Stofnendur félagsins voru ellefu konur.
Félagið var arftaki kvenfélags sem stofnað var uppúr aldamótunum 1900 að tilhlutan Margrétar Símonardóttur, Brimnesi. Hún var formaður þess, Hildur Björnsdóttir, Vatnsleysu ritari og Guðrún Bergsdóttir, Ytri-Hofdölum féhirðir. Árið 1918 varð Iðnfélag Viðvíkurhrepps til uppúr kvenfélaginu og starfaði það í nokkur ár að heimilisiðnaðarmálum og fleiru.

Stofnfundur Kvenfélagsins Freyju, Viðvíkurhreppi var eins og áður segir, þann 23. október 1943.
Fyrsta stjórn:
Emma Hansen, Vatnsleysu, formaður
Sigurlaug Sigurðardóttir, Brimnesi, gjaldkeri
Sigríður Ingimundardóttir, Læk, ritari.

Félagið tók að erfðum sjóð Iðnfélagsins, spunavél og vefstól og lánaði meðan fólk vildi nota það.

Í bókinni Margar hlýjar hendur, sem kom út árið 1981, er getið um þáverandi stjórn félagsins:
Anna Jónsdóttir, formaður
Ásdís Björnsdóttir, ritari
Elínborg Bessadóttir, gjaldkeri

Nautgriparæktunarfélag Viðvíkurhrepps (1915-1955)

  • S03762
  • Association
  • 1915-1955

Tilurð Nautgriparætkunarfélags Viðvíkurhrepps má rekja til umræðu um nautgiriparækt á hreppsfundi í Viðvíkurhreppi í október árið 1914 og varð úr að nokkrir bændur lögðu til fé og sömdu um kaup á 2ja ára gömlu nauti sem alþingismaðurinn Jósef Björnsson á Vatnsleysu hafði keypt áður frá óðalsbóndanum Sigurði Péturssyni á Hofsstöðum og var greitt 120.- kr. fyrir nautið. Þann 20. janúar 1915 var boðað til stofnfundar fyrir nefndan félagsskap. Á fundinum var lögð frumvarp til laga fyrir nautgriparæktunarfélagið, eftir nokkar umræður og breytingatillögur voru lögin samþykkt og undirrituð af öllum stofnmeðlimum. Því næst var kosin þriggja manna stjórn og hlutu kosningu eftirtaldir: Jósef Björnsson, Jóhannes Björnsson, Hartmann Ásgrímsson.

Viðvíkurhreppur

  • S02673
  • Public party
  • 1100-1998

,,Viðvíkurhreppur er austan Héraðsvatna eystri og liggja suðurmörk hans að Akrahreppi við Kyrfisá. Að vestan liggja saman mörk Rípurhrepps og Viðvíkurhrepps um kvíslar Héraðsvatna eystri, vestan eyjanna Úlfsness og Krókeyjar. Móts við Gljúfurá sameinast kvíslar Austur-Héraðsvatna og ráða þau hreppamörkum til sjávar. Frá Austurósi Héraðsvatna við Lón liggur Viðvíkurhreppur að sjó, allt norður að Kolbeinsárósi. Þaðan ræður Kolka hreppamörkum Viðvíkursveitar og Óslandshlíðar í Hofshreppi, að ármótum Kolbeinsdalsár og Hjaltadalsár. Hreppamörkin liggja á milli Dalsmynnis og Hringvers í Viðvíkurhreppi og Garðakots í Hólahreppi."