Sýnir 3773 niðurstöður

Nafnspjöld
Person

Ellu-Gvendur

  • Person

Bjó um tíma í Valnýjarskúr með Valnýju Benediktsdóttur (1889-1990).

Elsa E. Guðjónsson (1924-2010)

  • Person
  • 21. mars 1924 - 28. nóv. 2010

Fyrrverandi deildarstjóri textíl- og búningafræðidildar Þjóðminjasafns Íslands.

Elsa Jónsdóttir (1942-

  • S01906
  • Person
  • 26.03.1942-

Dóttir Jóns Eðvalds Guðmundssonar og 2.k.h. Guðbjargar Magnúsdóttur. Starfaði sem bæjarritari á Sauðárkróki.

Elsa María Michelsen (1922-1976)

  • S00094
  • Person
  • 12. maí 1922 - 6. feb. 1976

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Var nemandi í Málleysingjaskólanum í Reykjavík, síðast búsett í Reykjavík.

Emilía Ingibjörg Guðmundsdóttir (1893-1945)

  • S03324
  • Person
  • 23.03.1893-11.03.1945

Emilía Ingibjörg Guðmundsdóttir, fædd 23.03.1893, dáin 11.03.1945. Foreldrar: Guðbjörg Guðmundsdóttir (1861-1933).
Skráð húsfreyja á Tungunesi í Auðkúlusókn í Austur-Húnavatnssýslu árið 1930.

Emilía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988)

  • S03593
  • Person
  • 12.12.1897-07.04.1988

Emilía Jónsdóttir Bergmann, f. 12.12.1897, d. 07.04.1988. Foreldrar: Ósk Gísladóttir (1868-1956) og Jón Jónsson (1869-1962) bóndi á Eyvindarstöðum.
Maki: Sigfús Bergmann Hallbjarnarson, kaupfélagsstjóri í Flatey á Breiðafirði.
Þau bjuggu í Flatey og síðar í Reykjavík.

Emilie Antonette Popp (1845-1931)

  • S01160
  • Person
  • 6. apríl 1845 - 1931

Fædd í Kaupmannahöfn. Kvæntist Ludvig Popp kaupmanni. Þau bjuggu á Akureyri fyrstu ár sín í hjónabandi, fluttu svo til Kaupmannahafnar og svo aftur til Íslands og bjuggu á Sauðárkróki 1885-1893, þau eignuðust þrjú börn.

Emma Ásta Sigurlaug Hansen (1918-2010)

  • S00336
  • Person
  • 15.02.1918-02.07.2010

Emma Ásta Sigurlaug Hansen fæddist á Stóru-Giljá í Húnaþingi þann 15. febrúar 1918. Dóttir Friðriks Hansen og Jósefínu Erlendsdóttur. Ólst upp á Sauðárkróki. Kennari í Skagafirði, síðar bókavörður í Reykjavík. Kvæntist sr. Birni Björnssyni prófasti að Hólum í Hjaltadal.

Engilráð Einarsdóttir (1873-1957)

  • S01870
  • Person
  • 08.03.1873-02.09.1957

Engilráð ólst upp hjá foreldrum sínum á Hóli, Karlastöðum og Auðnum og lokst með móður sinni að Kálfsárkoti. Eftir lát móður sinnar fór hún til Önnu systur sinnar og með henni að Hornbrekku, þar sem hún kynntist mannsefni sínu, sem fyrr segir.

Engilráð Sigurðardóttir (1919-1988)

  • S01595
  • Person
  • 27. júlí 1919 - 23. feb. 1988

Engilráð Sigurðardóttir var fædd í Hvammi í Svartárdal, A-Hún., 27. júlí 1919, dóttir Sigurðar Guðmundssonar b. í Hvammi og sambýliskonu hans Elínar Skúlínu Pétursdóttur. Engilráð lauk fullnaðarprófi barna vorið 1933 frá farskóla Bólstaðarhlíðarhrepps. Útskrifaðist frá Kvennaskólanum á Blönduósi 1940. Er faðir hennar lést árið 1941, flutti Engilráð búferlum með Elínu móður sinni í Halldórsstaði á Langholti. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Ingimari Bogasyni (1911-1996), þau kvæntust árið 1943. Þau fluttu frá Halldórsstöðum á Sauðárkrók árið 1945 og bjuggu þar síðan. Hún starfaði lengst af við fiskvinnslu, á sláturhúsinu og við heyskap. Hún vann einnig við ræstingar og hreingerningar, bæði í heimahúsum og á opinberum stöðum, t.d. í sundlauginni og kaupfélaginu. Engilráð og Ingimar eignuðust fjóra syni.

Erla Árnadóttir (1921-2000)

  • S00447
  • Person
  • 6. des. 1921 - 28. sept. 2000

Erla fæddist í Vík, Staðarhreppi í Skagafirði 6. desember 1921. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Árni J. Hafstað bóndi í Vík í Staðarhreppi. Eiginmaður Erlu var Indriði Sigurðsson, stýrimaður, f. 7.5. 1921 að Hofdölum, Skagafirði, d. 6.11. 1986, þau eignuðust fimm börn. ,,Erla útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún vann ýmis störf á sinni starfsævi, þ.á m. hjá Búnaðarbankanum, Búnaðarfélaginu, í Ísbirninum á Seltjarnarnesi og á Lögfræðistofu Sigurðar Baldurssonar, en lengst af vann hún á Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti."

Erla Björg Magnúsdóttir (1943-)

  • S00441
  • Person
  • 29.06.1943

Erla Björg Magnúsdóttir fæddist 29. júní 1943.
Maður hennar: Hafþór Sigurbjörnsson (1949-).

Erla Einarsdóttir (1930-2008)

  • S03584
  • Person
  • 04.03.1930-11.09.2008

Erla Einarsdóttir, f. í Vík í Mýrdal 04.03.1930, d. 1109.2008 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Erlendsson skrifstofumaður og Þorgerður Jónsdóttir Húsmóoðir. Erla ólst upp í Vík í Mýrdal. Hú stundaði nám við Barna- og unlignaskólann þar, Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem íþróttakennari frá Laugarvatni 1950. Erla og Gísli bjuggu fyrstu tvö búskaparárin á Dalvík en fluttu þaðan til Sauðárkróks 1954 og bjuggu þar síðan. Erla vann sem íþróttakennari fyrstu árin á Sauðárkróki, auk þess ða kenna á sundnámskeiðum á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Árið 1970 hóf hún störf á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga og vann þar til ársins 1997.
Maki: Gísli Felixsson. Þau eignuðust tvö börn.

Erla Gígja Þorvaldsdóttir (1939-)

  • S01743
  • Person
  • 13. feb. 1939

Dóttir Þorvaldar Þorvaldssonar verslunarmanns á Sauðárkróki og k.h. Huldu Jónsdóttur. Lagahöfundur. Kvænt Jónasi Þór Pálssyni málara, búsett á Sauðárkróki.

Erla Sigurbjörg Eiríksdóttir (1926-2008)

  • S03437
  • Person
  • 15.06.1926-11.11.2008

Erla Sigurbjörg Eiríksdóttir, f. á Sjávarborg í Skagafirði 15.06.1926, d. 11.11.2008. Foreldrar: Eiríkur Björnsson (1895-1986) og Sigríður Margrét Reginbaldsdóttir (1896-1955). Árið 1927 fluttist fjölskyldan að Gili í Borgarsveit en þaðan til Sauðárkróks og þar bjó Erla til æviloka. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk prófi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1949. Erla starfaði lengst við verslunar- og skrifstofustörf bæði á Sauðárkróki og í Reykjavík. Síðar hóf hún nám við Sjúkraliðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1981 og vann sem sjúkraliði það sem eftir var starfsævinnar.
Erla var ógift og barnlaus.

Erlendur Hansen (1924-2012)

  • S00314
  • Person
  • 26.08.1924-26.08.2012

Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Hansen, kennari, vegavinnuverkstjóri, oddviti og ljóðskáld frá Sauðá við Sauðárkrók og Jósefína Erlendsdóttir Hansen, saumakona og klæðskeri frá Beinakeldu, Torfalækjarhreppi, A-Hún. ,,Erlendur ólst upp á Sauðárkróki og Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu hjá móðurbræðrum sínum. Hann var kosinn f.h. Alþýðuflokksins í fyrstu bæjarstjórn Sauðárkróks í júlí 1947 og var bæjarfulltrúi 1947-1950, 1960-1962 og 1966-1974. Var einn af stofnendum Iðnsveinafélags Skagafjarðar 1965. Erlendur hlaut meistarabréf í rafvirkjun 1956 og rak eigið rafmagnsverkstæði til 1972. Stofnaði og rak ásamt Jóhönnu Lárentsínusdóttur sambýliskonu sinni saumastofuna Vöku frá 1972-1988 og þar í framhaldi fasteignafélagið Erlendur Hansen sf. Erlendur var mikill áhugamaður um sögu og menningu Skagafjarðar og Húnavatnssýsla. Hann safnaði bókum, handritum og ljósmyndum og hélt vandaðar skrár yfir þær. Hann var einnig vel hagorður eins og hann átti ætt til og er til fjöldi ljóða og lausavísna eftir hann."
Erlendur átti eina dóttur. Hann og Jóhanna áttu ekki börn saman en Jóhanna átti einn son fyrir.

Erlendur Helgason (1884-1964)

  • S02037
  • Person
  • 08.05.1884-02.02.1964

Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum og f.k.h. Steinunn Jónsdóttir. Erlendur ólst upp hjá foreldrum sínum til átta ára aldurs, að hann missti móður sína, en eftir það gekk Margrét, síðari kona föður hans, honum í móðurstað. Sjálfstæðan búskap hóf Erlendur á Þorljótsstöðum og bjó samtals um aldarfjórðungsskeið á fjórum jörðum í Lýtingsstaðahreppi til ársins 1936, lengst í Gilhaga. Þá lét hann af búskap og fluttist til dóttur sinnar, Helgu og var til heimilis hjá henni úr því, fyrst í Bjarnastaðahlíð, þá Árnesi, en síðast í Laugarholti, nýbýli sem hún byggði úr Skíðastaðalandi um 1950.
Maki 1: Guðríður Jónsdóttir frá Bakkakoti, þau eignuðust einn son, Guðríður lést árið 1911.
Maki 2: Monika Sæunn Magnúsdóttir frá Gilhaga, þau eignuðust eina dóttur.

Erlendur Klemensson (1922-1987)

  • S00565
  • Person
  • 24.06.1922-04.08.1987

Erlendur var fæddur í Bólstaðarhlið 24. júní 1922, sonur hjónanna Elísabetar Magnúsdóttur frá Kjartansstöðum í Skagafirði og Klemensar Guðmundssonar óðalsbónda í Bólstaðarhlíð. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum, Guðmundi og Ævari, og fósturbróður þeirra og frænda, Herbert Sigurðssyni. Keypti hálfa Bólstaðarhlíð af föður sínum og fjölgaði skepnum. Erlendur kvæntist Þórönnu Kristjánsdóttur ættaðri úr Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 3. okt. 1947 og hófu búskap á hálflendunni það sama ár. Þau eignuðust tvo syni, Kolbein, sem nú er bóndi í Bólstaðarhlíð, kvæntur Sólveigu Friðriksdóttur frá Laugahvammi í Skagafirði, og Kjartan, bifvélavirkja á Sauðárkróki, kvæntur Stefaníu Stefánsdóttur frá Skriðu í Breiðdal. Erlendur var víða kunnur fyrir hestamennsku.

Erlendur Pálsson (1856-1922)

  • S00907
  • Person
  • 24. febrúar 1856 - 10. júní 1922

Verslunarmaður á Siglufirði, bókhaldari á Sauðárkróki, verslunarstjóri í Grafarósi á Höfðaströnd og síðast á Hofsósi. Erlendur hlaut litla menntun í æsku, segir í Skagf.1890-1910 I, en „var bókhneigður og með lestri og sjálfsnámi aflaði hann sér smám saman haldgóðrar menntunar.“ Erlendur var m.a. verslunarstjóri Gránufélagsins á Sauðárkróki, og „var talinn vandaður og hreinskiptinn verzlunarmaður.“ Verzlunarþjónn á Siglufirði, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1880.

Erlendur Sigmundsson (1916-2005)

  • S0
  • Person
  • 1916-2005

Erlendur var fæddur í Gröf á Höfðaströnd árið 1916. Foreldrar hans voru Sigmundur Sigtryggsson bóndi og síðar verslunarmaður á Siglufirði og kona hans Margrét Sigríður Erlendsdóttir húsfreyja, hún lést árið 1964. Þau eignuðust tvær dætur.
Erlendur kvæntist Ásu Jónsdóttur, þau skildu.
Árið 1973 kvæntist Erlendur Sigríði Símonardóttur.
Erlendur lauk stúdentsprófi 1938 frá MA og cand. theol. árið 1942 frá HÍ.
Hann var sóknarprestur í Seyðisfjarðarprestakalli 1942-1965 og prófastur í Norður - Múlaprófastsdæmi 1961-1965. Erlendur var stundakennari við barna-og unglingaskólann á Seyðisfirði 1942-1965 og biskupsritari 1967-1975. Hann var farprestur 1975-1982.

Erlendur Sveinsson

  • Person

Efni bréfs er um jarðskjálftann á Dalvík 1934

Erling Edwald (1921-2011)

  • S02576
  • Person
  • 16. jan. 1921 - 13. maí 2011

Erling fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón St. Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður og kona hans Sigrún Edwald. Erling kvæntist Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn. Eftir stúdentspróf frá MA hóf Erling nám í lyfjafæði í Lyfjafræðingaskóla Íslands árið 1940. Hann var aðstoðarlyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki 1943 -1944 og í Lyfjaverslun ríkisins 1944 -1945. Erling hélt til Danmerkur að loknu seinna stríði og hóf þar nám við Danmarks farmaceutiske Höjskole í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi í cand. Pharm. 1947. Að því laoknu starfaði hann sem lyjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins 1947 til 1967, en varð þá lyfsölustjóri ríkisins og gegndi því starfi til 1986. Erling var fyrsti lyfjafræðingur lyfjabúrs Landspítalans; var þar í hlutastarfi árabilið 1954 til 1958. Hann var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands 1957 til 1970. Hann sat einnig í lyfjaverðlagsnefnd og í eiturefnanefnd um árabil og gegndi stjórnarstörfum í Lyfjafræðingafélagi Íslands frá 1991. Árið 1987 tók hann próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með 30 rúmlestaréttindi.

Erling Örn Pétursson (1945-2003)

  • S00275
  • Person
  • 11.10.1945 - 24.12.2003

Erling Örn Pétursson fæddist á Sauðárkróki þann 11. október 1945. Hann var kaupmaður á Sauðárkróki og rak verslunina Tindastól á Hólavegi. Hann var síðar verslunarstjóri í Reykjavík.
Kona hans var Sigrún Skúladóttir (1952-).

Erlingur Pálsson (1895-1966)

  • S03088
  • Person
  • 3. nóv. 1895 - 22. okt. 1966

Erlingur Pálsson var fæddur 3. nóvember 1895 að Árhrauni á Skeiðum. ,,Á fermingaraldri gerðist hann aðstoðarmaður föður síns við sundkennslu í Reykjavík, en 19 ára gamall tók hann sig upp og fór til Lundúna til þess að nema nýjustu sundkennsluaðferðir. Lauk hann þar sundkennaraprófi með prýði, en kenndi eftir það um nokkurt árabil skólanemendum í Reykjavík, sjómönn um og sundkennurum björgunar sund og lífgunaraðferðir. Á árinu 1919 var ákveðið að stofna embætti yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Erlingi var boðið starfið, sem hann þáði, með því skilyrði að hann fengi tækifæri til þess að nema lögreglufræði í erlendum skólum. Var það auðsótt mál. Hélt Erlingur nú til Danmerkur og Þýskalands, þar sem hann sótti lögregluskóla og kynnti sér skipulagningu og dagleg störf lögregluliða. Eftir ársdvöl ytra kom hann heim til þess að taka við embætti, en æ síðar leitaðist hann við að bæta við þekkingu sína á sviði lögreglumála með kynnisferðun til útlanda og lestri fræðibóka og tímarita. Þannig hófst giftusamlegur starfsferill Erlings Pálssonar í lögregluliði Reykjavíkur, sem stóð yfir í hátt á fimmta áratug. Á því sama ári sem Erlingur tók við yfirlögregluþjónsembætti kvæntist hann Sigríði Sigurðardóttur frá Ámanesi í Hornafirði, þau eignuðust tíu börn.
Erlingur var mikill íþróttafrömuður, einkum á sviði sundíþróttarinnar. Sjálfur vann hann glæsileg afrek í þeirri grein; synti fyrstur nútímamanna hið fræga Drangeyjarsund og varð sigurvegari í fjöldamörgum sundkeppnum. Hann var lengi í forystuliði íþróttamanna, formaður Sundfélags Reykjavíkur árin 1926-1931, Sundráðs Reykjavíkur frá stofnun þess árið 1951 og varaforseti Í.S.Í. árin 1933-1951."

Ester Gígja Guðmundsdóttir (1932-1996)

  • S00239
  • Person
  • 19. mars 1932 - 22. mars 1996

Dóttir Guðmundar Andréssonar dýralæknis og Jóhönnu Björnsdóttur, þau voru ekki kvænt. Ester ólst upp hjá Guðmundi Eiríkssyni og Björgu Jónsdóttur á Breið í Tungusveit frá fimm ára aldri. Hún var húsmóðir og verkakona á Sauðárkróki, flutti til Hveragerðis 1994. Maður hennar var Ármann Kristjánsson sjómaður og verkamaður á Sauðárkróki.

Eufemía Jónsdóttir (1904-1976)

  • IS-HSk-S00383
  • Person
  • 04.07.1904-27.06.1976

Eufemía Jónsdóttir fæddist 4. júlí 1904.
Hún bjó á Mannskaðahóli á Höfðaströnd og síðar á Hofsósi.
Hún lést 27. júní 1976.

Eufemía Jónsdóttir (1904-1976)

  • S01935
  • Person
  • 4. júlí 1904 - 27. júní 1976

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Mannskaðahóli og k.h. Sigríður Halldórsdóttir. Var á Mannskaðahóli á Höfðaströnd, Skag. 1930. Maki: Sigmundur Baldvinsson, f. 1900, þau bjuggu á Þönglabakka og síðar á Hofsósi.

Skráð Eufemía bæði í Íslendingabók og í Skagfirskum æviskrám.

Eva Mjallhvít Snæbjörnsdóttir (1930-2010)

  • S00642
  • Person
  • 07.08.1930-05.04.2010

,,Foreldrar hennar voru Snæbjörn Sigurgeirsson, bakarameistari á Sauðárkróki og Ólína Björnsdóttir. Guðjón Sigurðsson seinni maður Ólínu, gekk Evu í föðurstað eftir fráfall Snæbjörns. Eiginmaður Evu var Kári Jónsson, stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðárkróki. Þau gengu í hjónaband 28. apríl 1960 og eignuðust tvo syni. Eva ólst upp á Sauðárkróki en lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1948. Hún hélt þá til Reykjavíkur í tónlistarnám. Hún lagði stund á píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Hermínu Björnsdóttur og síðar Rögnvaldar Sigurjónssonar. Hún lauk burtfararprófi frá skólanum árið 1953. Á árunum 1953-1956 stundaði Eva framhaldsnám í píanóleik í New York í Bandaríkjunum. Eftir að Eva sneri heim settist hún að í heimabæ sínum Sauðárkróki og stundaði einkakennslu á píanó frá árinu 1957. Við stofnun Tónlistarskólans á Sauðárkróki var Eva fastráðinn kennari árið 1965 og árið 1974 tók hún við skólastjórn af Eyþóri Stefánssyni tónskáldi. Uppbygging og viðgangur tónlistarskólans var hugðarefni Evu en hún lét af störfum árið 1999 eftir 34 ára starf við skólann. Fyrstu árin eftir starfslok hélt Eva þó áfram að stunda kennslu í hlutastarfi. Eva tók á árum áður virkan þátt í starfi Leikfélags Sauðárkróks ásamt Kára eiginmanni sínum. Síðasta hlutverk Evu var Kate, eiginkonan í Allir synir mínir eftir Arthur Miller, sem Leikfélagið frumsýndi í febrúar 1972 í leikstjórn Kára. Áður hafði Eva meðal annars farið með hlutverk Höllu í Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson árið 1963 og með eitt aðalhlutverka í Skálholti eftir Guð- mund Kamban. Síðustu æviárin bjó Eva á Seltjarnarnesi."

Eva Schottlaender (1928-2016)

  • S01340
  • Person
  • 05.03.1928-25.05.2016

Dó í Sillenbuch, Stuttgart. Virðist ekki hafa átt afkomendur.

Evert Skagfjörð Þorkelsson (1918-1991)

  • S03596
  • Person
  • 23.07.1918-27.01.1996

Evert Þorkelsson, f. 23.07.1918, d. 27.01.1996. Foreldrar: Þorkell Friðriksson og Jóhanna Evertsdóttir.
Maki: Sigrún Ólöf Snorradóttir (f. 1913). Þau eignuðust sex börn.

Eyborg Guðmundsdóttir (1924-1977)

  • S00333
  • Person
  • 17.11.1924 - 20.06.1977

Eyborg Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði þann 17. nóvember 1924.
Hún var listmálari, starfaði í París og í Reykjavík. Verkin hennar voru abstrakt, en hún var frumkvöðull á Íslandi í op-list, sem er angi af abstrakt. (ath. heimild af bloggi).
Hún lést 20. júní 1977.

Eyjólfur Egilsson (1925-2010)

  • S02130
  • Person
  • 6. ágúst 1925 - 4. júlí 2010

Eyjólfur Egilsson fæddist í Reykjahjáleigu í Ölfusi 6. ágúst 1925. ,,Eyjólfur var einn vetur í Reykholti í Borgarfirði. Hann starfaði lengst af hjá Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Árið 1951 kvæntist hann Irmgard Lisu Egilsson."

Eyjólfur Einarsson (1852-1896)

  • S01998
  • Person
  • 28. nóv. 1852 - 26. des. 1896

Foreldrar: Einar Hannesson síðast b. á Mælifellsá og s.k.h. Sigurlaug Eyjólfsdóttir frá Gili í Svartárdal. Bóndi á Hafgrímsstöðum 1882-1883, Starrastöðum 1883-1885, Mælifellsá 1885-1893, Krithóli 1893-1894, Glaumbæ 1894-1895 og á Reykjum 1895-1896. Kvæntist Margréti Þormóðsdóttur frá Ártúni, þau eignuðust sjö syni.

Eyjólfur Jóhannesson (1822-1904)

  • S02997
  • Person
  • 31. júlí 1822 - 6. feb. 1904

Foreldrar: Jóhannes Jónsson (1786-1862) og fyrri kona hans Arnfríður Eyjólfsdóttir (1780-1834). Bóndi í Glæsibæ í Staðarhreppi 1854-1855, á Reykjavöllum 1856-1859 og á Vindheimum 1860-1902. Maki: Guðbjörg Sigurðardóttir (1824-1903). Þau eignuðust ekki upp börn en ólu upp fósturbörn. Guðbjörg átti eina dóttur fyrir hjónaband.

Eyjólfur Jónsson (1869-1944)

  • S00320
  • Person
  • 31.10.1869-29.06.1944

Faðir: Jón Þorvaldsson, bóndi á Parti í Sandvík, Norðfjarðarhr., S.-Múl., síðar á Fornastekk í Seyðisfirði. Móðir: Gróa Eyjólfsdóttir, húsfreyja á Parti í Sandvík, Norðfjarðarhre,. S.-Múl., síðar á Fornastekk í Seyðisfirði. ,,Eyjólfur lærði klæðskeraiðn í Noregi fyrri hluta árs 1891 og tók próf í þeirri grein. Lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn jan-maí 1893. Verslunarmaður á Seyðisfirði 1889-1890. Rak klæðskeraverkstæði á Seyðisfirði frá hausti 1891 til dauðadags. Rak ljósmyndstofu á Seyðisfirði frá 1893 til dauðadags. Ljósmyndastofan var fyrst til húsa í Liverpool þar sem Jón Ó. Finnbogason hafði áður rekið ljósmyndastofu en frá 1895 í húsi á árbakkanum, sem Gestur Sigurðsson átti áður. Það brann 11. desember 1904 með öllu sem í því var og mun eldurinn hafa kviknað í ljósmyndahúsinu. Eftir það var ljósmyndstofan í myndahúsi við íbúðarhús Eyjólfs, Sólvang. Daglegur rekstur stofunnar mun frá 1904 hafa verið í höndum annarra en Eyjólfs. Frá um 1920 mun stofan jafnframt hafa annast framköllunarþjónustu og hún orðið æ stærri þáttur í starfseminni eftir því sem á leið."

Eyjólfur Konráð Jónsson (1928-1997)

  • S02813
  • Person
  • 13. júní 1928 - 6. mars 1997

Eyjólfur Konráð Jónsson, f. í Stykkishólmi 13. júní 1928. Foreldrar: Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson (1891-1968) kaupmaður og kona hans Sesselja Konráðsdóttir (1896-1987) skólastjóri. Maki: Guðbjörg Benediktsdóttir (f. 17.03.1929) húsmóðir, þau eignuðust þrjú börn. ,,Stúdentspróf VÍ 1949. Lögfræðipróf HÍ 1955. Hdl. 1956. Hrl. 1962. Framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins og Stuðla hf. frá stofnun þeirra 1955 til 1960. Ritstjóri Morgunblaðsins 1960–1974. Rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík frá því í september 1956. Í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976–1982. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988 og formaður hennar frá 1989. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995. Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–1979 og 1983–1987, landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1979–1983, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Sjálfstæðisflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra) janúar–febrúar, apríl og desember 1968, apríl–maí 1969 og nóvember–desember 1970, varaþingmaður Norðurlands vestra mars–apríl og október 1968, október–nóvember og desember 1969, janúar 1970, október og desember 1971, maí og október–nóvember 1972, febrúar og október 1973, janúar–febrúar og mars–apríl 1974.

  1. varaforseti efri deildar 1979. Ritstjóri: Félagsbréf (1955–1959). Morgunblaðið (1960–1974)."

Eyjólfur Sveinsson (1947-

  • S02896
  • Person
  • 18. sept. 1948-

Foreldrar: Sigríður Aðalheiður Friðriksdóttir og Sveinn Þ. Sveinsson, Ytri-Ingveldarstöðum. Maki: Ingibjörg Axelsdóttir, þau eiga fjögur börn. Búsettur á Sauðárkróki.

Eyjólfur Sverrisson (1968-

  • S02263
  • Person
  • 03.08.1968-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Fyrrum knattspyrnumaður. Framkvæmdastjóri. Kona hans er Anna Pála Gísladóttir, grunnskólakennara.

Eymundur Jóhannsson (1892-1942)

  • S00700
  • Person
  • 08.08.1892-25.01.1942

Foreldrar: Jóhann Jóhannsson b. í Saurbæ og Þuríður Símonardóttir. Eymundur ólst upp í Saurbæ og tók við búi foreldra sinna árið 1915. Eymundur varð brátt þátttakandi í hinni hægfara framþróun til bættrar afkomu bændastéttarinnar. Árið 1921 kvæntist hann Ástríði Jónsdóttur frá Krithóli, þau eignuðust fjögur börn og tóku einn fósturson.

Eysteinn Árnason (1923-2012)

  • S02296
  • Person
  • 06.09.1923-20.11.2012

Eysteinn Árnason fæddist 6. september 1923 á Nunnuhóli, sem var hluti jarðarinnar Möðruvalla í Hörgárdal, Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar Eysteins voru Árni Björnsson, kennari á Akureyri og Jónína Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir og leikkona. Hinn 28. desember 1948 kvæntist Eysteinn Önnu Valmundardóttur, þau eignuðust tvo syni. ,,Eysteinn tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði auk þess tungumálanám meðfram vinnu í kvöldskólum. Hann dvaldi í Svíþjóð árið 1947 við nám í almennum verksmiðjurekstri með sælgætisframleiðslu sem sérsvið og vann sem stjórnandi framleiðslu hjá Nóa-Síríusi hf. til ársins 1956. Þá fluttist hann til Akureyrar og tók við starfi hjá Lindu hf. og stofnaði m.a. fyrirtækið Ískex hf., en sú vara er enn á íslenskum markaði. Var framkvæmdastjóri Sana hf. 1965-1969. Árið 1971 stofnaði Eysteinn innflutningsfyrirtækið E. Árnason & Co hf., sem hann rak til starfsloka. Áhugamál Eysteins voru fjölmörg, hann var í stjórn Lionsklúbbs Akureyrar, sat mörg ár í stjórn Félgs íslenskra stórkaupmanna og hlaut gullmerki FÍS að loknu starfi. Var um áraraðir félagi í karlakórnum Geysi og um áratuga skeið virkur félagi í Frímúrarareglunni og gegndi þar mörgum trúnaðarstöðum."

Eysteinn Bjarnason (1902-1951)

  • S00208
  • Person
  • 26.06.1902-05.10.1951

Fæddur í Reykjavík, alinn upp frá tveggja ára aldri hjá ömmubróður sínum Pálma Péturssyni og k.h. Helgu Guðjónsdóttur á Sjávarborg, síðar á Sauðárkróki. Lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1920 og fór eftir það til Þýskalands í framhaldsnám í verslunarrekstri. Starfaði síðan sem kaupmaður og sparisjóðsformaður á Sauðárkróki. Kvæntur Margréti Hemmert frá Skagaströnd, þau eignuðust þrjú börn.

Eysteinn Steingrímsson (1965-)

  • S03449
  • Person
  • 11.08.1965-

Eysteinn Steingrímsson, f. 11.08.1965. Foreldrar: Steingrímur Vilhjálmsson (1924-2014) og Anna M. Jónsdóttir, sem bjuggu á Laufhóli í Viðvíkursveit.
Búsettur á Laufhóli.
Maki: Aldís Axelsdóttir.

Eyþór Árnason (1954-)

  • S00289
  • Person
  • 02.08.1954

Eyþór Árnason fæddist 2. ágúst 1954. Hann er frá Uppsölum í Akrahreppi. Hann er menntaður leikari, starfaði sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 og starfar nú sem sviðsstjóri í Hörpu. Hann hefur gefið út ljóðabækur.

Eyþór Jóhann Hallsson (1903-1988)

  • S02784
  • Person
  • 4. ágúst 1903 - 4. feb. 1988

Eyþór Jóhann Hallsson, f. 04.08.1903 á Hofsósi. Foreldrar: Hallur Einarsson og Friðrika Jóhannsdóttir (Jakobína Friðrikka Karina Jóhannsdóttir). Eyþór lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1927 og var þekktur skipstjóri til ársins 1945. Veiktist þá af berklum sem hann síðar læknaðist af. Var framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Siglufjarðar á árunum 1947-1953. Umboðsmaður Olíufélagsins Skeljungs hf. á Siglufirði frá árinu 1957. Meðeigandi í Síldarsöltun O. Henriksens sf. frá árinu 1950 og fékkst að auki við útgerð. Eyþór var ræðismaður Noregs á Siglufirði frá árinu 1958. Sat í ýmsum nefndum og stjórnum. Maki: Ólöf Jónsdóttir frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Þau ólu upp fósturdóttur.

Eyþór Kristján Einarsson (1959-

  • S01764
  • Person
  • 31. des. 1959

Sonur Guðrúnar Eyþórsdóttur, dóttur Eyþórs Stefánssonar tónskálds. Frá Ísafirði, bjó á Sauðárkróki í lok 20. aldar, flutti til Reykjavíkur.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

  • S00435
  • Person
  • 23. jan. 1901 - 3. nóv. 1999

Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson, sjómaður og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hann gekk í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, en 1928 fór hann suður í tónlistarnám hjá Emil Thoroddsen og Páli Ísólfssyni og leiklistarnám hjá Indriða Waage. Hann var síðan við framhaldsnám í þessum greinum í Hamborg 1934. Hann var aðeins 11 ára gamall er hann byrjaði að syngja með kirkjukór Sauðárkróks en kórinn var ekki formlega stofnaður fyrr en 1942 að hans tilstuðlan og var hann fyrsti stjórnandi hans. Hafði hann þá verið organisti og söngstjóri við Sauðárkrókskirkju frá árinu 1929 og gegndi hann þeim störfum allt til ársins 1972. 19 ára gamall byrjaði Eyþór að vinna að söng- og leiklistarstörfum fyrir Ungmennafélagið Tindastól, eins var hann einn af þeim sem endurreistu Leikfélag Sauðárkróks 1941 og starfaði þar sem leikstjóri og leikari allt til ársins 1976 er hann steig síðast á svið, var það hans 118. hlutverk. Hann vann við verslunar- og skrifstofustörf á Sauðárkróki 1923-1948, og var söngkennari við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1948-1972. Skólastjóri Tónlistarskóla Sauðárkróks 1964-1974. Formaður framkvæmdanefndar um byggingu minnisvarða Stephans G. Stephanssonar á Arnarstapa 1953. Hann var á tímabili formaður Kirkjukórasambands Skagafjarðarprófastsdæmis, sat í stjórn Kirkjukórasambands Íslands og var sendikennari þess til kirkjukóra á Norður-, Austur- og Vesturlandi 1952-1961. Hann var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Sauðárkróks 1948 og fræðslustúkunnar Mælifells, innan frímúrarareglunnar á Íslandi 1970. Hann var heiðursfélagi í mörgum félögum, þar á meðal: Kirkjukór Sauðárkróks, Leikfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, Rotaryklúbbi Sauðárkróks, Tónskáldafélaginu, var sæmdur heiðursmerki úr silfri frá Karlakórasambandinu Heklu á Akureyri, gullmerki frá Félagi íslenskra leikara og var heiðursborgari Sauðárkróks frá árinu 1971. Eins var hann sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að menningarmálum á Sauðárkróki. Eyþór kvæntist 13. desember 1936 Sigríði Önnu Stefánsdóttur frá Skógum í Þelamörk, f. 29. september 1905, d. 20. júní 1992. Sigríður tók virkan þátt í störfum Eyþórs bæði í leiklist og tónlist. Þau eignuðust eina dóttur.

Eyþór Þorgrímsson (1889-1971)

  • S00548
  • Person
  • 20.09.1889-25.05.1971

Eyþór Þorgrímsson, f. 20.09.1889, d. 25.05.1971. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Eyþórs lést þegar Eyþór var 11 ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Ráðsmaður á Hressingarhælinu í Kópavogi 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Fanney Þorsteinsdóttir (1885-1981)

  • S00897
  • Person
  • 21. sept. 1885 - 4. júlí 1981

Fædd og uppalin í Hörgárdal. Kvæntist Pétri Magnússyni frá Féeggsstöðum í Barkárdal. Vinnukona í Réttarholti 1911-1912, í Vatnshlíð 1913-1914. Bjó með Pétri í Krossanesi í Vallhólmi 1919-1920. Eftir andlát Péturs 1920, var Fanney húskona hér og þar; Krossanesi, Brekkukoti í Blönduhlíð og á Miklabæ. Bústýra hjá sr. Arnóri Árnasyni í Hvammi í Laxárdal 1929-1932. Búsett á Sauðárkróki 1932-1941 og var þar lengst af ráðskona á spítalanum. Árið 1941 fluttist Fanney suður til dóttur sinnar. Fanney og Pétur eignuðust átta börn, auk þess ól Fanney upp dótturdóttur sýna.

Fanný Lárusdóttir (1898-1993)

  • S00752
  • Person
  • 03.01.1898-18.01.1993

Hún fæddist í Skarði í Gönguskörðum 3. janúar 1898, dóttir Lárusar Jóns Stefánssonar og seinni konu hans Sigríðar Bjargar Sveinsdóttur, sem bjuggu í Skarði. Var á Skarði í Gönguskörðum, Skag. 1930. Síðast bús. í Gerðahreppi. ,, Eftir að Ólafur bróðir hennar tók við búinu í Skarði, var hún ráðskona hjá honum 1936-1947, en fluttist þá um vorið suður í Keflavík til Klöru systur sinnar þar sem hún átti heimili 1947 til 1979 þegar hún fluttist á öldrunarheimilið Garðvang og var þar síðan til æviloka." Fanný var ógift og barnlaus.

F.E. Sillanpää

  • S02578
  • Person
  • óvíst

Vinur Kristmundar Bjarnasonar 1947 sem hann hjálpaði eftir stríðsárin.

Ferdinand Jónsson (1922-2004)

  • S02052
  • Person
  • 10. apríl 1922 - 9. mars 2004

Ferdinand Jónsson fæddist á Fornastöðum í Fnjóskadal í S-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónsdóttir og Jón Ferdinandsson sem bjuggu um tíma í Smiðsgerði en síðar í Þingeyjarsýslu. ,,Ferdinand var búfræðingur frá Hvanneyri. Kvæntist 1950 Þóreyju Kolbrúnu Indriðadóttur frá Skógum í Fnjóskadal. Hann tók við búskap á Birningsstöðum 1951 en áður hafði hann unnið í Vaglaskógi og um tíma hjá POB. Ferdinand fluttist til Akureyrar 1958 og réðst þá til Smjörlíkisgerðar KEA og vann meðan aldur leyfði." Ferdinand og Þórey eignuðust tvö börn.

Filippus Guðmundur Halldórsson (1875-1949)

  • S03183
  • Person
  • 27.10.1875-05.07.1949

Filuppus Guðmundur Halldórsson, f. að Stóra-Grindli í Fljótum 27.10.1875, d. 05.07.1949 á Molastöðum í Fljótum.
Foreldrar: Halldór Guðmundsson bóndi á Stóra-Grindli og kona hans Kristín Anna Filuppusdóttir frá Illugastöðum.
Guðmundur fór ungur að heiman og var fyrst í vinnumennsku að Efra-Haganesi. Síðan eitt ár á Uppsölum í Blönduhlíð. Vann að öllum hefðbundnum landbúnaðarstörfum en stundaði jafnframt sjóróðra haust og vor og fór einnig í hákarlalegur á vetrarskipum. Vann einnig mikið við vegghleðslur yrir aðra.
Guðmundur og Anna giftu sig 1899 og voru þá tvö ár í húsmennsku í Efra-Haganesi, til 1901, er þau hófu búskap í Neðra-Haganesi og bjuggu þar til 1905. Voru í Neskoti 1905-1916, á Mið-Mói 1916-1919 og í Neðra-Haganesi 1919-1931 er þau bruggðu búi og voru í húsmennsku í Efra-Haganesi í nokkur ár. Fluttu svo til Jóns sonar síns og Helgu konu hans að Molastöðum í Austur-Fljótum. Síðari búskaparár sín í Neðra-Haganesi vann Guðmundur mikið hjá Samvinnufélagi Fljótamanna við margvísleg störf sem til féllu. Hann sat í hreppsnefnd Haganeshrepps í nokkur ár og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Maki: Aðalbjörg Anna Pétursdóttir (26.06.1875-25.06.1947).
Þau eignuðust fjögur börn. Einnig ólu þau upp að miklu leyti Sigríði Benediktsdóttur (f. 1896).

Finnbogi Bjarnason (1895-1986)

  • S00022
  • Person
  • 1895-1986

Finnbogi Bjarnason, Brekkugötu 29, Akureyri. Mjög líklega er um að ræða Skúla Finnboga Bjarnason (1895-1986), verslunarstjóra á Akureyri (áður bóndi á Mið-Grund í Skagafirði). Kona hans var Sigrún Eiríksdóttir (1897-1991).

Finnbogi Guðmundsson (1924-2011)

  • S02922
  • Person
  • 8. jan. 1924 - 3. apríl 2011

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Laufey Vilhjálmsdóttir kennari og Guðmundur Finnbogason prófessor og landsbókavörður. Finnbogi kvæntist Kristjönu P. Helgadóttur lækni, þau eignuðust eina dóttur og ólu upp fósturdóttur. Finnbogi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Eftir útskrift frá menntaskóla hóf Finnbogi nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1949. Hann lauk doktorsprófi frá HÍ 1961. Finnbogi tók við nýstofnuðu embætti í Kanada (Winnipeg), sem Vestur-Íslendingar höfðu stofnað. Þar vann hann mikilvægt brautryðendastarf, bæði við kennslu og kynningastarf meðal Vestur-Íslendinga. Einnig vann hann afrek á sviði fornra fræða. En hann var stórvirkur í fræðum Vestur-Íslandinga. Finnbogi gegndi starfi Landsbókasafnsvarðar í þrjátíu ár. Hann stundaði kennslu um árabil og var m.a. stundakennari við MR, aðstoðarkennari við Manitoba-háskóla og sendikennari við Óslóarháskóla og Björgvinjarháskóla. Hann var einnig dósent við HÍ um tíma. Eftir Finnboga liggur fjöldi ritverka, bæði frumsamins efnis og þýðinga. Hann annaðist einnig útgáfu fjölda bóka, m.a. fornrita og bóka eftir föður sinn. Finnbogi tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. um tíma í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og var gerður að heiðursfélaga þess, formaður Félags íslenskra fræða og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Hann var formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðunnar frá 1970.

Finnbogi Jón Rögnvaldsson (1952-1995)

  • S01337
  • Person
  • 30. sept. 1952 - 14. okt. 1995

Finnbogi Jón Rögnvaldsson var fæddur á Sauðárkróki 30. september 1952. Foreldrar hans eru Rögnvaldur Elfar Finnbogason og Hulda Ingvarsdóttir. Hinn 30. desember 1973 kvæntist Finnbogi Kolbrúnu Sigfúsdóttur frá Egilsstöðum, þau eignuðust þrjár dætur. Finnbogi Jón Rögnvaldsson nam húsasmíði hjá Kristni Sveinssyni og vann ætíð síðan við smíðar, lengst af sem sjálfstæður atvinnurekandi.

Finnbogi Kristján Kristjánsson (1908-1989)

  • S01373
  • Person
  • 10.07.1908-12.11.1989

Foreldrar: Axel Christian Theodor Lassen Jóhannsson veggfóðrari í Reykjavík og Margrét Finnbogadóttir. Finnbogi lauk gagnfræðaprófi vorið 1926 og stúdentsprófi 1930. Lauk háskólaprófi í guðfræði 1936 og kennaraprófi 1938. Sumarið 1941 dvaldist Finnbogi við predikunarstarf í Hvammsprestakalli og fékk svo veitingu fyrir Stað í Aðalvík sama ár þar sem hann dvaldist í fjögur ár. Prestur í Hvammi í Laxárdal 1946-1975. Síðustu æviárin var Finnbogi búsettur á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus.

Finnbogi Margeir Stefánsson (1919-1995)

  • S01988
  • Person
  • 6. feb. 1919 - 12. ágúst 1995

Foreldrar hans voru Stefán Jónatansson og Kristín Jónsdóttir. Bóndi á Þorsteinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi. Kvæntist Fríðu Emmu Eðvarðsdóttir, þau bjuggu á Þorsteinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi og eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Fríða dóttur.

Finnlaugur Pétur Snorrason (1916-2002)

  • S0
  • Person
  • (1916-2002)

Finnlaugur var fæddur á Syðri-Bægisá í Öxnadal. Foreldrar hans voru Snorri Þórðarson og Þórlaug Þorfinnsdóttir. Finnlaugur kvæntist 1945, Hermínu Sigurðardóttur, og börn þeirra eru Helgi, Gunnar, Þorfinnur, Þórlaug, Hulda og Snorri, einnig fósturbörn sem hann ól upp sem sín eigin.
Finnlaugur stundaði nám við Laugaskóla í Reykjadal og víðar. Hann vann við bú foreldra sinna, m.a. við byggingar og var einnig mjólkurbílstjóri í Öxnadal og Glæsibæjarhreppi.
Árið 1945 flutti hann á Selfoss, en þar vann hann við húsbyggingar og yfirbyggingar bíla. Árið 1945 keypti hann jörðina Arnarstaði í Hraungerðishreppi og hóf þar hefðbundinn búskap og síðar og þá mestmegnis með kartöflurækt.
Á vetrum var vann Finnlaugur m.a. á trésmiðju K.Á á Selfossi. Hann sturndaði nám í húsasmíði og lauk prófi í faginu 1964. Finnlaugur lét af bústörfum árið 1974, en gerðist þá húsvörður hjá Grænmetisverslun landbúnaðarins.
Finnlaugur fann upp og smíðaði flokkunarvél fyrir kartöflur; um tuttugu slíkar.
Eftir að hann lét af störfum kom hann sér upp litlu trésmíðaverkstæði í bílskúrnum, en þar framleiddi hann samlímda og rennda muni. Finnlaugur var þekktur víða um land fyrir listilega gerða smíðisgripi sína. Árið 1998 tilnefndi Félag trérennismiða á Íslandi hann fyrir brautryðjandastarf á sviði trérennismiða.

Finnur Árnason (1958-

  • S02836
  • Person
  • 27. maí 1958-

Foreldrar: Árni Hafstað og Arngunnur Ársælsdóttir. Maki: María Maack. Þau eignuðust þrjú börn. Finnur lauk Bs prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands og cand. fil. prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð. Starfaði sem háseti á Má frá Ólafsvík, framleiðslustjóri hjá Slippfélaginu, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki og Aldin á Húsavík. Var um langt skeið stjórnarformaður Sjávarleðurs á Sauðárkróki. Vann hjá Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og við ráðgjafafyrirtækið Taktar. Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum frá 2013.

Finnur Guðmundsson (1909-1979)

  • S01860
  • Person
  • 22. apríl 1909 - 27. des. 1979

Finnur fæddist að Kjörseyri í Hrútafirði 22.4. 1909, sonur Guðmundar G. Bárðarsonar náttúrufræðings og Helgu Finnsdóttur. ,,Hann lauk stúdentsprófi 1929, nam dýrafræði, grasafræði og jarðfræði við Háskólann í Hamborg og lauk þaðan doktorsprófi 1937. Finnur var sérfræðingur við Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans í 10 ár og vann þá m.a. að vatnalíffræðilegum rannsóknum, en jafnhliða byggði hann upp, nánast einsamall, Náttúrugripasafn Hins íslenska náttúrufræðifélags sem þá var í mikilli niðurníðslu. Í ársbyrjun 1947 afhenti Náttúrufræðifélagið ríkinu safnið og varð Finnur þá deildarstjóri dýrafræðideildar þess til 1977. Finnur skipulagði fuglamerkingar og fyrir hans tilstilli varð safnið að miðstöð rannsókna í íslenskri fuglafræði." Finnur kom meðal annars að fuglatalningu og merkingu í Drangey.

Finnur Karl Björnsson (1952-

  • S02585
  • Person
  • 6. jan. 1952-

Finnur Karl Björnsson, fæddur 06.01.1952. Bóndi á Köldukinn í Torfalækjarhreppi. Giftur Jóhönnu Lilju Pálmarsdóttur og eiga þau fjögur börn.

Finnur Kristjánsson

  • Person

Finnur var Kaupfélagsstjóri á Húsavík. Hann var kvæntur Hjördísi Tryggvadóttur Kvaran. Hún var fóstursystir Kristmundar.

Finnur Sigmundsson (1894-1982)

  • Person
  • (1894-1982)

Finnur var fæddur á Ytrahóli í Kaupvangssveit. Foreldrar hans voru Sigmundur Björnsson bóndi og Friðdóra Guðlaugsdóttir húsfreyja.
Hann settist á skólabekk í Gagnfræðaskóla á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 1917. Stúdentsprófi lauk hann fimm árum síðar.
Finnur lærði bókbandsfræði hjá Sigurði Sigurðssyni.
Finnur kvæntist Kristínu Aðaðbjörgu Magnúsdóttur árið 1924. Hann starfaði við þingskriftir og prófarkalestur hjá Alþingi, síðar varð hann aðstoðarmaður við Landsbókasafnið, ári eftir að hann lauk meistaraprófi við háskólann, var hann skipaður Landsbókavörður, þeirri stöðu gegndi hann í 20 ár.
Árið 1945 hóf Finnur útgáfu Árbókar Landsbókasafnins. Hann eygði mikla möguleika í nýrri myndatækni og aflaði véla, en erfitt reyndist að fá nægilegt fé svo nýta mætti vélarnar sem best.

Fjóla B. Bárðdal (1929-2011)

  • S03312
  • Person
  • 12.05.1929 - 10.01.2011

Fædd 12. maí 1929 á Fossi í Blönduhlíð í Skagafirði. Látin 10. janúar 2011 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Fjóla var í sambúð með Sigurþóri Hjörleifssyni, f. 15.06.1927.
Fjóla ólst upp á Sauðárkróki. Hún fór ung í vist á Sauðárkróki og vann síðar við ýmis störf svo sem fiskvinnu og saumaskap.
Haustið 1967 tók Fjóla að sér heimilið í Messuholti og þrjár ungar dætur Sigurþórs og Guðbjargar Hafstað sem lést 02.07.1966. Fjóla tók virkan þátt í Kvenfélagi Skarðshrepps og var ein af stofnendum þess. Í mörg ár voru börn í sumardvöl hjá Fjólu og önnur til lengri tíma. Einnig var hún dagmamma um árabil.

Fjóla Gunnlaugsdóttir (1918-2006)

  • S01725
  • Person
  • 1. ágúst 1918 - 27. mars 2006

Fjóla Gunnlaugsdóttir fæddist í Víðinesi í Hjaltadal 1. ágúst 1918. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Jónsson og Sigríður Guðmundsdóttir í Víðinesi. ,,Fjóla ólst upp í Víðinesi og bjó þar sína búskapartíð. Í æsku vann hún við barnagæslu og fleiri störf á Siglufirði og á nokkrum bæjum í Kolbeinsdal og Hjaltadal. Fjóla söng nokkur ár í kirkjukór Hóladómkirkju og starfaði meðal annars í Kvenfélagi Hólahrepps um langt skeið. Í kjölfar heilablæðingar árið 1995 flutti Fjóla á Sauðárkrók. Dvaldi hún þar rúman áratug á Dvalarheimili aldraðra." Fjóla giftist Guðmundi Jóhanni Sigmundssyni, f. á Hofi á Höfðaströnd, þau eignuðust þau þrjá syni, tveir þeirra komust á legg.

Fjóla Kristjánsdóttir (1918-2014)

  • S03136
  • Person
  • 10. nóv. 1918 - 16. feb. 2014

Foreldrar: Ingibjörg Jóhannsdóttir og Kristján Árnason bændur á Krithóli og víðar. Kvæntist Jósefi Sigfússyni, þau bjuggu á Torfustöðum í Svartárdal Au-Hún, síðar á Sauðárkróki, þau eignuðust tvö börn.

Flóvent Jóhannsson (1871-1951)

  • S01099
  • Person
  • 5. janúar 1871 - 13. júlí 1951

Foreldrar: Jóhann Jónsson og Guðrún Jónsdóttir í Bragholti Efs. Flóvent varð búfræðingur frá Hólum 1896 og við framhaldsnám í Danmörku 1901-1902. Bústjóri á Hólum 1902-1905. Keypti Sjávarborg og bjó þar 1905-1908, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks þar sem hann bjó til 1915 er hann flutti til Siglufjarðar þar sem hann bjó til æviloka. Flóvent var kennari við Bændaskólann á Hólum 1902-1905, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og Skarðshrepps um hríð, útflutningsstjóri hrossa í Skagafirði 1909-1914 og fiskimatsmaður á Sauðárkróki 1910-1914. Verkstjóri á Siglufirði við opinberar byggingarframkvæmdir 1915-1929, bæjarfulltrúi þar 1918-1928, brunaliðsstjóri 1920-1938 og í yfirskattanefnd 1922-1926.
Kvæntist Margréti Jósefsdóttur frá Akureyri, þau eignuðust fimm börn.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

  • S00074
  • Person
  • 31. des. 1913 - 7. júní 2009

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem úrsmíðameistari í Reykjavík.

Frank Herlufsen (1941-2015)

  • Person
  • 1941-2015

Frank fæddist árið 1941. Hann var tónlistarkennari og skólastjóri víða, M.a. var hann skólastjóri Tónlistarskóla Ólafsfjarðar, í Grindavík og Kópavogi. Hann var kórstjórnadi, t.d. kirkjukórum og karlakórum. Frank kenndi á mörg hljóðfæri, mest á píanó.

Frank Michelsen (1882-1954)

  • S00073
  • Person
  • 25. jan. 1882 - 16. júlí 1954

Jörgen Frank Michelsen var fæddur í Horsens á Jótlandi 25. janúar 1882. Foreldrar hans voru hjónin Karen og Jens Michelsen. Frank fór í úrsmíðanám og lauk sveinsprófi í þeirri grein árið 1902. Árið 1907 kom Frank til Íslands með skipinu Sterling en hann hafði haft spurnir að því að á Íslandi vantaði úrsmiði. Hann stundaði úrsmíðar og verslun á Sauðárkróki til ársins 1945 þegar hann fluttist til Hveragerðis. Jafnframt starfaði hann sem slökkviliðsstjóri á Sauðárkróki 25 ár og var lengi ábyrgðarmaður Sparisjóðs Sauðárkróks. Frank giftist Guðrúnu Pálsdóttur frá Draflastöðum í Eyjafirði og varð þeim tólf barna auðið.

Franz Jón Þorsteinsson (1899-1958)

  • S01959
  • Person
  • 16. okt. 1899 - 15. ágúst 1958

Sonur Þorsteins Þorsteinssonar b. á Þrastarstöðum á Höfðaströnd og sambýliskonu hans Sigurlínu Ólafsdóttur. Sjómaður og matsveinn á Dalvík og Akureyri. Kvæntist Guðlaugu Sigurjónsdóttur.

Franz Jónatansson (1873-1958)

  • S03186
  • Person
  • 24.08.1873-11.11.1958

Franz Jónatansson, f. á Siglunesi 24.08.1873, d. 11.11.1958 á Siglufirði. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson og Guðný Björnsdóttir. Ársgamall fluttist Franz með foreldrum sínum frá Siglunesi að Bæ á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau til 1889 en flutti þá að Mannskaðahóli í sömu sveit. Franz ólst upp með foreldrum sínum til 1895. Hann naut heimiliskennslu og lærði að spila á orgel og gerðist síðar forsöngvari í Hofs- og síðar Fellssókn. Franz var barnakennari nær óslitið 1897-1941 í Hofs- og Fellshreppum og í heimahúsum. Sat í nokkur ár í sóknarnefnd Hofshrepps og var oddviti sóknarnefndar og hreppsnefndar Fellshrepps. Árið 1897 kom hann upp nýbýlinu Garðhúsum við Höfðavatni og stundaði sjósókn í nokkur ár frá Bæjarklettum. Árið 1905 stofnaði hann, ásamt fleirum, Mótorfélagið sem gerði út vélbáta frá Bæjarklettum. Var hann vélamaður á öðrum vélbátanna tveggja sem félagið gerði út.
Árið 1910 tók Franz Málmey á leigu. Þar konu og börnum til 1914, er þau hjónin misstu son sinn af slysförum. Þá kaupa þau Skálá í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1919, er þau fóru aftur í Málmey. Þau keyptu eyjuna og bjuggu þar óslitið til 1941. Þá flutti Franz til Siglufjarðar og vann þar ýmis afgreiðslustörf til æviloka.
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir (28.05.1878-16.10.1964) frá Krossi í Mjóafirði eystra, síðar búsett á Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu Veroníku, Jónu Guðnýju og Hjálmar.

Franzisca Antonia Josephine Jörgensen (1891-1976)

  • S02412
  • Person
  • 1891-1976

Franziska Antonia Josephine Jörgensen var frá Frederica á Jótlandi. Faðir hennar var járnsmiður, en móðir hennar af bæheimskum aðalsættum. Franziska giftist Gunnari Gunnarssyni skáldi í ágúst 1912. Þau eignuðust tvo syni, Gunnar og Úlf.

Frederik Ludvig Popp (1831-1893)

  • S01161
  • Person
  • 28. feb. 1831 - 10. mars 1893

Fæddur í Kaupmannahöfn. Mun fyrst hafa komið hingað sem verslunarþjónn og verið við verslanir á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og á Eskifirði á árunum 1858-1859. Árið 1866 hóf hann eigin verslun á Akureyri. Fljótlega hóf hann sumarverslun við Skagafjörð, fyrst á Hofsósi og einkum með hesta. Árið 1874 keypti hann verslunarhús Halls Ásgrímssonar Grænlandsfara á Sauðárkróki og hóf verslun þar en bjó þó í Kaupmannahöfn. Hann hafði verslunarstjóra á Sauðárkróki uns hann flutti þangað sjálfur með fjölskylduna árið 1885 og tók við verslunarstjórn. Varð verslun hans brátt önnur stærsta verslunin við Skagafjörð næst Gránufélagsversluninni og voru útibú á Hofsósi og Kolkuósi. Heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki varð fljótlega helsta miðstöð alls menningarlífs á Sauðárkróki. Popp var mjög listelskur maður og lagði nokkra stunda á málarlist og málaði t.d. leiktjöld fyrir leiksýningar og studdi ásamt konu sinni mjög að allri leikstarfsemi á Sauðárkróki. Eitt helsta áhugamál hans var bygging Sauðárkrókskirkju en hann gaf 200 kr. til byggingarinnar og tvær töflur fyrir sálmanúmer, er hann útbjó sjálfur að nokkru. Eftir lát hans gaf ekkjan fagra altaristöflu til kirkjunnar í minningu hans.
Kvæntist Emilie Antonette Popp, þau eignuðust þrjú börn.

Frederike Caroline Briem Claessen

  • S00302
  • Person
  • 19. nóv. 1846 - 2. maí 1930

Fædd í Kaupmannahöfn, systir Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki, síðar landféhirðis. Frederike kvæntist Gunnlaugi Briem alþingismanni og sýslufulltrúa á Reynistað, þau áttu einn son.

Niðurstöður 766 to 850 of 3773