Sýnir 3772 niðurstöður

Nafnspjöld
Person

Árni Þorbjörnsson (1915-2005)

  • S00131
  • Person
  • 10.06.1915-29.06.2005

Árni Ásgrímur Þorbjörnsson fæddist á Geitaskarði í Langadal, Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu þann 10. júní 1915. Árni var lögfræðingur og kennari á Sauðárkróki. Hann sat í bæjarstjórn 1958-1968. Kona hans var Sigrún Sigríður Pétursdóttir (1922-1987). Kjörsonur þeirra var Þorbjörn Árnason (1948-2003).
Árni lést á Sauðárkróki 29. júní 2005.

Baldur Pálmason (1919-2010)

  • S00134
  • Person
  • 17.12.1919-11.09.2010

Kristófer Baldur Pálmason fæddist í Köldukinn á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu þann 17. desember 1919. Hann var útvarpsmaður, ljóðskáld og þýðandi í Reykjavík. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum.
Hann lést í Reykjavík 11. september 2010.

Gísli Brynjólfsson (1909-1987)

  • S00137
  • Person
  • 23.06.1909-04.05.1987

Gísli Brynjólfsson fæddist í Skildinganesi í Seltjarnarneshreppi., Kjós þann 23. júní 1909.
Hann var háseti í Bergstaðastræti 11, Reykjavík 1930. Prestur og síðar prófastur á Kirkjubæjarklaustri á Síðu, Skaftafellssýslu.
Hann starfaði við málgagn Bændaflokksins er nefndist "Framsókn" en það er vitnað í það í bréfinu.
Kona hans var Ásta Þórey Valdimarsdóttir (1915-1996)
Gísli lést 4. maí 1987.

Sigfús Jónsson (1930 - 2013)

  • S00152
  • Person
  • 10.12.1930-20.01.2013

Rafvirkjameistari og raftæknifræðingur í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.

Þorsteinn Briem (1885-1949)

  • S00163
  • Person
  • 03.07.1885-16.08.1949

Þorsteinn Briem var fæddur á Frostastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði þann 3. júlí 1885.
Hann var prestur í Görðum á Akranesi, alþingismaður og ráðherra. Aðstoðarprestur í Görðum á Álftanesi 1909-1911. Prestur í Grundarþingum, Eyj. 1911-1918, á Mosfelli í Grímsnesi, Árn. 1918-1921 og loks prestur í Görðum á Akranesi 1921-1946. Prestur á Kirkjuhvoli, Akranesssókn, Borg. 1930.
Fyrri kona hans var Valgerður Lárusdóttir (1885-1924). Seinni kona hans var Oktavía Emilía Pétursdóttir Briem (1886-1967) (notaði nafnið Emilía).
Hann lést í Reykjavík 16. ágúst 1949.

Pétur Helgason (1905-1980)

  • S00179
  • Person
  • 04.02.1905-13.03.1980

Pétur er elstur þrettán systkina og komust ellefu þeirra upp. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í þessum stóra systkinahópi, fyrst í Pálsbæ, síðan Tungu 1910-1916, á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd til 1918, Reykjavík þar til hann fór til Siglufjarðar upp úr 1930. Pétur stundaði margs konar tilfallandi vinnu, m.a. sjósókn á vertíðum. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri veturnar 1926-1927 og 1927-1928 og útskrifaðist búfræðingur þaðan. Að sumrinu var hestamennskan og fyrirgreiðslan við ferðamenn verulegur þáttur í starfi hans. Hann var einn af hestasveinum við konungskomuna 1930. Pétur var góður söngmaður, hafði mikla og fagra bassarödd. Það leiddi til þess að Þormóður Eyjólfsson söngstjóri á Siglufirði hlutaðist til um að útvega Pétri vinnu þar hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og fá hann til liðs við karlakórinn Vísi á Siglufirði. Pétur söng með Vísi, sem og Kirkjukór Siglufjarðar á meðan hann átti heim þar. Á veturnar fór hann suður á vertíðir, m.a. til Vestmannaeyja, þar sem lítið var um vetrarvinnu á Siglufirði.

Á Siglufirði kynntist hann Ingibjörgu Jónsdóttur veitingakonu og giftist henni í desember 1934. Þau fluttust til Sauðárkróks vorið 1945 og hófu rekstur á Hótel Tindastól, sem hann keypti 1. maí það ár. Ráku þau hótelið til 1957. Árið 1955 keypti Ingibjörg Hótel Villa Nova og fluttu þau reksturinn þangað árið 1957 og ráku hótel þar til 1970. Árið 1969 seldu þau Hótel Tindastól og Villa Nova ári síðar. Þá höfðu þau nær lokið við byggingu tveggja hæða húss við Hólaveg 16, með íbúð á efri hæð en verslunaraðstöðu á neðri hæðinni. Þar rak Pétur síðan matvöruverslunina Tindastól í syðri hluta hússins en Ingibjörg hannyrða- og vefnaðarvöruverslun í norður hlutanum. Pétur var virkur félagi í hestamannafélaginu Léttfeta og sat í stjórn þess um tíma.

Guðbjörg Jónasdóttir Birkis (1908-2000)

  • S00207
  • Person
  • 07.05.1908-08.11.2000

Guðbjörg Jónasdóttir var fædd 7. maí 1908. Foreldrar hennar voru Jónas Kristjánsson læknir á Sauðárkróki og stofnandi NLFÍ og Hansína Benediktsdóttir. Guðbjörg var fædd að Brekku í Fljótsdal og ólst þar upp til þriggja ára aldurs er hún flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks. Guðbjörg hlaut þar almenna menntun en stundaði síðan nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1926. Síðar var hún í hússtjórnardeild Kvennaskólans. Guðbjörg giftist 1936 Sigurði Birkis, f. 9.9. 1893, d. 31.12. 1960, söngkennara og síðar söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, þau eignuðust þrjú börn.

Hildur Margrét Pétursdóttir Eriksen (1872-1957)

  • S00236
  • Person
  • 27.05.1872-09.07.1957

Fædd í Þorgrímsbæ á Akureyri 27. maí 1872. Faðir hennar var danskur skipstjóri og fórst með skipinu James við Skotlandsströnd 1873 og móðir hannar var Lára Sigfúsdóttir. Margrét flutti með móður sinni að Veðramóti í Gönguskörðum og þaðan til Sauðárkróks. Móðir hennar giftist þar Þorvaldi Einarssyni og ólst Margrét upp hjá þeim. Margrét tók mikinn þátt í félagsstörfum og var m.a. virkur félagi í Hinu skagfirska kvenfélagi og var 40 ár í stúkunni ,,Gleym mér ei". Jafnframt leiðbeindi hún börnum í Barnaskóla Sauðárkróks í mörg ár. Hún kvæntist Magnúsi Guðmundssyni verslunarmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn og ólu upp þrjú fósturbörn.

Birgir Guðjónsson (1948-)

  • S00241
  • Person
  • 21.05.1948-

Sonur Guðjóns Ingimundarsonar kennara og Ingibjargar Kristjánsdóttur. Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.

Arent Valgardsson Jean Claessen (1887-1968)

  • S00245
  • Person
  • 31.01.1887-21.04.1968

Sonur Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki, síðar landsféhirðir í Reykjavík og seinni konu hans, Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller. Arent kvæntist Helgu Kristínu Þórðardóttur og eignuðust þau fimm börn. Hann var stórkaupmaður, forstjóri og aðalræðismaður í Reykjavík.

Helga Kristín Þórðardóttir Claessen (1889-1962)

  • S00246
  • Person
  • 30.07.1882-10.02.1962

Foreldrar: Þórður Guðmundsson og Sigríður Bjering. Helga ólst upp hjá foreldrum sínum á Vesturgötu 10 í Reykjavík.
Maki: Arent Claessen. Þau eignuðust fimm börn. Helga var húsmóðir í Reykjavík alla sína búskapartíð.

Guðrún Eyjólfsdóttir (1936-2017)

  • S00250
  • Person
  • 4. okt. 1936 - 22. ágúst 2017

Fædd á Siglufirði, ólst upp á Dýrfinnustöðum hjá Maríu Jóhannesdóttur húsfreyju. Foreldrar: Eyjólfur Finnbogason pípulagningamaður á Sauðárkróki og Dórothea Jóhannesdóttir systir Maríu. Húsfreyja og bókhaldari í Kópavogi. Kvæntist Ingimari Hansen verkfræðingi.

Jóhannes Runólfsson (1923-2019)

  • S00254
  • Person
  • 6. nóv. 1923 - 18. feb. 2019

Fæddur og uppalinn á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Sonur Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Vélvirki að mennt, síðast bóndi á Reykjarhóli á Bökkum. Ókvæntur og barnlaus.

Björn Þórður Runólfsson (1919-2007)

  • S00256
  • Person
  • 20. mars 1919 - 2. maí 2007

Björn Þórður Runólfsson fæddist á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson bændur á Dýrfinnustöðum. ,,Björn ólst upp í stórum systkinahópi á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði. Elstu systkinin öxluðu snemma ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móður sinni og ömmu, þegar faðir þeirra missti heilsuna. Á unglingsárum réð Björn sig til kaupamennsku á bóndabæ í Reykjavík og á hernámsárunum var hann í byggingarvinnu í Reykjavík. Við annan bróður sinn festi hann síðar kaup á jarðýtu og vann að túnrækt fyrir bændur í Skagafirði. Lengi vel stundaði hann svo vegavinnu ásamt öðrum bræðrum sínum. Björn var sjálfmenntaður, víðlesinn og hagmæltur eins og hann átti ættir að rekja til. Hann keypti jörðina Hofsstaði í Viðvíkursveit í Skagafirði árið 1962 og stundaði þar hrossarækt. Hofsstaðabóndinn þótti gestrisinn heim að sækja, söngur, gleði og miklar rökræður voru einkennandi fyrir "parole" á Hofstöðum. Björn hætti ekki búskap fyrr en heilsan krafðist þess. Síðustu árin dvaldi hann á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki." Björn eignaðist eina dóttur með Sigríði Eiríksdóttur.

Gísli Magnússon (1921-2004)

  • S00043
  • Person
  • 24.08 1921-04.12.2004

Gísli Magnússon fæddist þann 24. ágúst 1921.
Hann var sonur Magnúsar Kr. Gíslasonar og Ingibjargar Stefánsdóttur og bóndi á Vöglum í Akrahreppi.
Kona hans: Kristín Sigurmonsdóttir frá Kolkuósi, fædd 2. ágúst 1933.
Gísli lést þann 4. desember 2004.

Kristján Linnet (1881-1958)

  • S00266
  • Person
  • 1. feb. 1881 - 11. sept. 1958

Kristján var fæddur 1. febrúar 1881. Foreldrar hans voru Hans Dithlev Linnet bókhaldari í Hafnarfirði og Gróa Jónsdóttir frá Vallarhúsi í Grindavík. Kristján varð stúdent í Reykjavík árið 1899 og cand. juris frá Kaupmannahafnarháskóla 1907. Hann var settur lögreglustjóri á Siglufirði sumrin 1909 og 1910 og síðar settur sýslumaður í Dalasýslu 1915 og seinna meir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá 1917 til ársins 1918. Kristján var skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1918. Var síðan settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum 1924. Kona hans var Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir og áttu þau sex börn.

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir (1921-2009)

  • S00935
  • Person
  • 11.03.1921-25.09.2009

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir fæddist í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu, 11. mars 1921. Foreldrar Halldóru voru Jón Björnsson bóndi á Heiði og Finney Reginbaldsdóttir. ,,Halldóra ólst upp í Skagafirði. Fram til 5 ára aldurs bjó hún á Sjávarborg í Borgarsveit og til 15 ára aldurs á Heiði í Gönguskörðum er hún flutti til Sauðárkróks. Hún hóf skólagöngu sína í farskólum til skiptis á bæjunum Heiði og Veðramóti og útskrifaðist gagnfræðingur frá Sauðárkróki. Hún stundaði síðan nám í húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík. Halldóra fór þá til starfa á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Á Siglufirði kynntist hún eiginmanni sínum Jóhannesi Þórðarsyni og bjuggu þau þar eftir það. Halldóra vann meðal annars við verslunarstörf, síldarsöltun og ræstingar. Halldóra starfaði mikið að félagsmálum og lét til sín taka í mörgum félagasamtökum, meðal annars í Slysavarnafélaginu, Rauða krossinum, Krabbameinsfélaginu, Hjartavernd og Framsóknarflokknum. Í mörgum félögunum á Siglufirði var hún formaður um langt skeið. Hún starfaði jafnframt í nefndum á vegum Siglufjarðarbæjar." Halldóra og Jóhannes eignuðust tvö börn.

Erling Örn Pétursson (1945-2003)

  • S00275
  • Person
  • 11.10.1945 - 24.12.2003

Erling Örn Pétursson fæddist á Sauðárkróki þann 11. október 1945. Hann var kaupmaður á Sauðárkróki og rak verslunina Tindastól á Hólavegi. Hann var síðar verslunarstjóri í Reykjavík.
Kona hans var Sigrún Skúladóttir (1952-).

Stefán Árnason (1952-2005)

  • S00276
  • Person
  • 18.12.1952 - 20.11.2005

Stefán Árnason fæddist 18. desember 1952.
Hann var framkvæmdarstjóri í prentsmiðjunni SÁST á Sauðárkróki.
Kona hans var Þórunn Oddný Þórhallsdóttir (1958-)

Helga Sigríður Hannesdóttir (1934-2006)

  • S00278
  • Person
  • 01.02.1934 - 06.05.2006

Helga Sigríður Hannesdóttir fæddist 1. febrúar 1934.
Helga starfaði við ýmis störf, m.a. í sokkaverksmiðjunni á Sauðárkróki, Prjóna- og saumastofunni Vöku, Sauðárkróksbakarí og Matvörubúðinni.
Hún kom einnig við sögu í Alþýðuflokknum og gengdi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þann flokk og sat á Alþingi sem varamaður í Norðurlandskjördæmi vestra í febrúar 1991.
Hún lék með Leikfélagi Sauðárkróks 1951-1991 og formaður félagsins um skeið.
Maður hennar var Haukur Þorsteinsdóttir (1932-1993).

Gunnlaug Sigurbjörg Sigurðardóttir (1921-2013)

  • S00605
  • Person
  • 7. október 1921 - 7. janúar 2013

Gunnlaug Sigurbjörg Sigurðardóttir fæddist á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 7. október 1921. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Sigurðsson yngri, bóndi þar, og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir. Bogga naut föður síns ekki lengi því hann lést úr krabbameini 23. desember 1922. Guðlaug móðir hennar hélt áfram búskap með aðstoð tengdaforeldra sinna. 20. desember 1942 kvæntist Bogga Guðmundi Svavari Valdimarssyni eða Munda Valda Garðs eins og hann var kallaður og sáu þau meðal annars um rekstur Sauðárkróksbíós. Bogga og Mundi eignuðust tvær dætur og bjuggu lengst af á Bárustíg 3 á Sauðárkróki.

Árni M. Jónsson (1922-2009)

  • S00779
  • Person
  • 15. júlí 1922 - 18. nóv. 2009

Árni Magnús Jónsson fæddist í Geldingaholti í Skagafirði 15. júlí 1922. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson og Margrét Jóhannsdóttir. Árni giftist Gunnhildi Hansen, þau eignuðust ekki börn. Seinni kona hans var Sigríður Björg Ögmundsdóttir, hún átti fimm börn fyrir. ,,Árni flutti til Sauðárkróks ásamt foreldrum sínum þegar hann var 12 ára. Þar bjó hann síðan. Árni vann við verslunarstörf nánast allan sinn starfsaldur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Í félagsmálum starfaði hann með Leikfélagi Sauðárkróks í fjöldamörg ár. Þá var hann í stjórn Verslunarmannafélags Sauðárkróks í mörg ár og formaður þess um tíma. Árni var í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju 1973-1993 og gjaldkeri hennar nær allan tímann. Hann starfaði með Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS) um langt árabil og var gerður að heiðursfélaga þess árið 1980."

Árni Björn Jakobsson (1924-1999)

  • S00293
  • Person
  • 8. júní 1924 - 4. maí 1999

Frá Efra-Spákonufelli. Björn var framkvæmdastjóri heildv. Páls Jóhanns Þorleifssonar sem hann rak ásamt Gunnari J. Pálssyni forstjóra. Saman stofnuðu þeir teppaverslunina Persíu. Eiginkona Björns var Kristín Sveinbjörnsdóttir.

Hafsteinn Hannesson (1936-)

  • S00282
  • Person
  • 06.05.1936

Steindór Hafsteinn Hannesson fæddist 6. maí 1936. Hann starfaði sem vörubílstjóri. Hann lék með Leikfélagi Sauðárkróks í nokkra áratugi.

Brynhildur Jónsdóttir (1897-1992)

  • S01758
  • Person
  • 7. júní 1897 - 22. maí 1992

Verkakona á Sauðárkróki. Kvæntist Júlíusi Pálssyni, þau eignuðust þrjú börn og ólu upp dótturson sinn.

Sigurlaug Jósafatsdóttir (1891-1965)

  • S01756
  • Person
  • 7. des. 1891 - 27. okt. 1965

Dóttir Jósafats Guðmundssonar b. í Krossanesi og k.h. Guðrúnar Ólafsdóttur. Sigurlaug kvæntist ekki en eignaðist dóttur.

Jón Ormur Halldórsson (1954-

  • S01768
  • Person
  • 5. mars 1954-

Sonur Halldórs Þormars Jónssonar sýslumanns á Sauðárkróki og k.h. Aðalheiðar Ormsdóttur. Doktor í stjórnmálafræði.

Jón Sigurðsson (1890-1972)

  • S01771
  • Person
  • 30. júní 1890 - 23. maí 1972

Foreldrar: Sigurður Jónsson b. í Sólheimum í Blönduhlíð og k.h. Jóhanna Sæunn Halldórsdóttir. Jón fæddist í Hörgárdal og bjó þar fyrstu æviárin. Þegar hann var átta ára gamall flutti hann með foreldrum sínum að Sólheimum í Blönduhlíð. Jón var bústjóri hjá móður sinni í Sólheimum 1919-1921 en hóf það sama ár búskap í Réttarholti. Jón var hreppsnefndarmaður 1937-1950, gegndi auk þess fleiri innansveitarstörfum. Þegar síminn var lagður um Blönduhlíð um 1930 tók Jón að sér póst- og símavörslu. Jón kvæntist árið 1921 Sigríði Rögnvaldsdóttur frá Réttarholti, þau eignuðust eina dóttur, auk þess eignaðist Jón dóttur með Kristrúnu Helgadóttur.

Einar Kristmundsson (1920-2009)

  • S01772
  • Person
  • 4. des. 1920 - 5. apríl 2009

Einar Kristmundsson fæddist í Rauðbarðaholti, Hvammsveit Dalasýslu. Einar bjó alla sína tíð í Rauðbarðaholti. Hann tók við búi foreldra sinna árið 1962. Einar kvæntist Guðrúnu Jóhannesdóttur frá Merkigili í Skagafirði, þau eignuðust sex börn.

Lárus Tryggvi Albertsson (1884-1919)

  • S01794
  • Person
  • 1884-1919

Sonur Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fæddur í Vesturheimi. Hann átti alltaf heima á Steinsstöðum á Nýja-Íslandi, var fyrirvinna hjá móður sinni eftir að faðir hans dó. Hann andaðist á almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, eftir að hafa gengist þar undir botnlangaskurð, ókvæntur og barnlaus.

Helga Sölvadóttir (1859-1942)

  • S01805
  • Person
  • 18. nóv. 1859 - 23. sept. 1942

Dóttir Sölva Sölvasonar b. í Hvammkoti á Skaga og k.h. Maríu Jónsdóttur. Síðar búsett á Uppsölum í Blönduhlíð hjá Bjarna syni sínum. Kvæntist ekki en eignaðist tvö börn.

Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir (1869-1946)

  • S01814
  • Person
  • 26. júní 1869 - 10. ágúst 1946

Foreldrar: Björn Guðmundsson b. á Ytra-Mallandi og k.h. Sigríður Pétursdóttir. Guðrún kvæntist Birni Ólafssyni b. á Skefilsstöðum, þau bjuggu lengst af á Skefilsstöðum, síðast á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn.

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980)

  • S01813
  • Person
  • 23. maí 1903 - 13. okt. 1980

Foreldrar: Björn Ólafsson b. á Skefilsstöðum og k.h. Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir. Ólína ólst upp á heimili foreldra sinna á Skefilsstöðum og dvaldist þar að mestu til 19 ára aldurs, er hún réðst til starfa á heimili Snæbjörns bakara og móður hans á Sauðárkróki og tók þar við búsforráðum er þau Snæbjörn giftust árið 1924. Ólína og Snæbjörn eignuðust sex börn. Snæbjörn lést árið 1932. Seinni maður Ólínu var Guðjón Sigurðsson bakarameistari, þau eignuðust þrjú börn. Ólína starfaði í bakaríinu og starfrækti einnig veitingasölu í eigin nafni í tugi ára. Eins tók hún virkan þátt í starfi Kvenfélags Sauðárkróks og Sambandi skagfirskra kvenfélaga.

Ingólfur Agnarsson (1915-1990)

  • S01833
  • Person
  • 6. jan. 1915 - 13. apríl 1990

Sonur Agnars Baldvinssonar b. í Litladal og k.h. Árnýjar Jónsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki. Rak fornbókasölu. Ókvæntur og barnlaus.

Sigfús Steindórsson (1921-2005)

  • S01830
  • Person
  • 7. júní 1921 - 18. nóv. 2005

Sigfús Steindórsson fæddist í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hinn 7. júní árið 1921. ,,Foreldrar hans voru Margrét Helga Magnúsdóttir frá Gilhaga og Steindór Kristján Sigfússon frá Mælifelli. Sigfús missti föður sinn rúmlega tveggja mánaða og ólst því upp hjá móður sinni og seinni manni hennar, Sigurjóni Helgasyni. Fyrstu árin bjuggu þau í Hamarsgerði en síðan í Árnesi. Árið 1938 fluttu þau í Nautabú, þar sem þau bjuggu síðan. Sigfús lauk farskólaprófi í Lýtingsstaðahreppi árið 1935, prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni árið 1940, minnimótors vélstjóraprófi árið 1945 og meiraprófi bifreiðastjóra árið 1948. Hann stundaði sjómennsku, m.a. vélstjórn skipa, áætlunarakstur milli landshluta með ýmsan varning, vörubílstjórn á Keflavíkurflugvelli o.fl. Árið 1953 gerðist hann bóndi, fyrst rúm tvö ár á Breið og síðan óslitið í Steintúni til ársins 1980, eða 24 ár. Eftir að Sigfús hætti búskap árið 1980, fluttu þau hjón á Sauðárkrók, og vann hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í nokkur ár. Síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá Loðskinni h.f. Sigfús var góður hagyrðingur og eftir hann liggja margar vísur. Hann gaf út eitt ljóðakver, sem hann kallaði Fýkur í hendingum hjá Fúsa." Sigfús kvæntist Jórunni Margréti Guðmundsdóttur frá Breið, þau eignuðust fjögur börn.

Friðrik Ingólfsson (1924-2004)

  • S01835
  • Person
  • 26. júní 1924 - 11. jan. 2004

Friðrik Ingólfsson, garðyrkjubóndi í Laugarhvammi í Lýtingsstaðahreppi, fæddist á Lýtingsstöðum í Tungusveit 26. júní 1924. Foreldrar hans voru Ingólfur Daníelsson og kona hans Jónína Guðrún Einarsdóttir. ,,Friðrik var við ýmis störf á unglingsárum. Fór í Garðyrkjuskóla ríkisins og útskrifaðist þaðan 1942. Þau hjón byggðu býlið Laugarhvamm 1948 og hófu þar búskap með skepnur og garðyrkju. Vann hann mikið við húsasmíðar á næstu árum í sveitinni til að drýgja tekjurnar. Gróðurhúsin voru svo byggð þegar tími vannst til og breyttist Laugarhvammur smám saman í garðyrkjubýli. Síðustu árin vann Friðrik við smíðar og ýmiss konar handverk." Friðrik kvæntist 20. september 1947 Sigríði Magnúsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust fimm börn, fyrir átti Sigríður son.

Jóhann Hjálmarsson (1919-1990)

  • S01829
  • Person
  • 27. nóv. 1919 - 22. maí 1990

Jóhann fæddist á Grímsstöðum í Svartárdal í Skagafirði 27. nóvember 1919. Þriggja ára missti hann föður sinn, Hjálmar Jóhannesson frá Ölduhrygg í Lýtingsstaðahreppi, en Jóhann var hið níunda af tólf börnum Hjálmars og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur frá Hömrum í Lýtingsstaðahreppi. Fósturforeldrar frá þriggja ára aldri: Jóhann Pétur Magnússon og Lovísa Sveinsdóttir á Mælifellsá. Bóndi á Mælifellsá á Efribyggð 1941-43, í Brekkukoti í sömu sveit 1943-46 og á Ljósalandi á Neðribyggð 1946-73. Síðar húsvörður í Reykjavík. Síðast bús. í Kópavogi. Kvæntist María Benediktsdóttir, þau eignuðust átta syni.

Marinó Ásvaldur Sigurðsson (1920-2010)

  • S01828
  • Person
  • 3. feb. 1920 - 25. feb. 2010

Marinó Ásvaldur Sigurðsson fæddist á Ísafirði 3. febrúar 1920. Foreldrar hans voru Þórdís Sigríður Jensdóttir og Sigurður Jónasson. ,,Marínó fluttist á fyrsta aldursári frá Ísafirði í Álfgeirsvelli til föður síns og afa síns og ömmu, Jónasar og Maríu, þar sem hann ólst upp. Marinó missti föður sinn af slysförum árið 1933 og lögðust þá ýmsar skyldur varðandi búreksturinn á herðar hans þó ungur væri. Veturinn 1936-37 stundaði Marinó nám við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði í yngri deild. Sjálfstæðan búskap hóf hann svo á Álfgeirsvöllum árið 1938 í félagsskap við afa sinn og ömmu. Veturinn 1940-41 lauk hann síðan seinna skólaárinu í Reykholti og minntist hann oft á dvölina þar. Árið 1944 kom ung kona inn í líf Marinós, það var Guðlaug Egilsdóttir frá Bakka í Vallhólmi og hófu þau búskap á Álfgeirsvöllum. Þau giftu sig 2. apríl 1946 og bjuggu á Álfgeirsvöllum til 2006 er þau fluttu til Sauðárkróks. Á fyrstu búskaparárum þeirra vann Marinó töluvert utan búsins. Hann hóf vinnu hjá Ræktunarsambandi Skagafjarðar 1946 og vann á jarðýtum og gröfum í mörg ár. Einnig vann hann við löndun úr togurum á Sauðárkróki þegar gafst og lentu bústörfin því mikið á Laugu. Marinó var greindur maður og víðlesinn og átti mikið safn góðra bóka. Hann þekkti vel til staðhátta víða um land og hafði gaman af að ferðast og kynnast landi og þjóð. Ræktun lands var honum mikið hjartans mál alla tíð. Á Marinó hlóðust mörg trúnaðarstörf og var hann hreppstjóri og oddviti Lýtingsstaðahrepps um árabil, einnig sat hann í sýslunefnd Skagafjarðar og í stjórn margra félaga, svo sem Kaupfélags Skagfirðinga og Fiskiðjunnar."
Marinó og Guðlaug eignuðust sex börn.

Jóhannes Guðmundsson (1903-1997)

  • S01836
  • Person
  • 22. jan. 1903 - 8. jan. 1997

Foreldrar: Guðmundur Björnsson síðast b. á Syðra-Vatni á Efribyggð og k.h. Anna Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Jóhannes var um tíma bóndi á Syðra-Vatni, flutti til Reykjavíkur, síðast búsettur þar.

Sigríður Eiríksdóttir (1907-1992)

  • S01842
  • Person
  • 13.01.1907-16.01.1992

Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum, Eiríki Jónssyni og Sigríði Hannesdóttur, í Djúpadal, dvaldist þó öðru hverju hjá frændfólki sínu á Reynistað, en þar var föðursystir hennar húsfreyja. Hún stundaði nám í Hvítárbakkaskóla veturinn 1926-1927. Sigríður kvæntist Friðriki Hansen 1942 og eignuðust þau fjögur börn.

Sigurður Hólm Jóelsson (1923-2015)

  • S01861
  • Person
  • 21. maí 1923 - 4. júní 2015

Sigurður Hólm Jóelsson fæddist á Stóru-Ökrum Blönduhlíð í Skagafirði 21. maí 1923. Foreldrar Sigurðar voru Jóel Guðmundur Jónsson bóndi á Stóru-Ökrum og k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir. ,,Árið 1945 útskrifaðist Sigurður sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Sigurður starfaði lengst af við landbúnað og sinnti sínum eigin búskap á Stóru-Ökrum frá árinu 1949. Hann var mikill áhugamaður um jarðrækt og gerði miklar jarðabætur á jörð sinni. Sigurður vann einnig mikið við múrverk á yngri árum. Hann var um tíma virkur félagi í Karlakórnum Feyki." Hinn 21. maí 1949 kvæntist Sigurður Önnu Jónsdóttur kennara, þau eignuðust sjö börn.

Sigurður Jóhann Gíslason (1893-1983)

  • S01867
  • Person
  • 6. júlí 1893 - 28. mars 1983

Sigurður Jóhann Gíslason var fæddur á Skarðsá í Sæmundarhlíð 6. júlí 1893. Foreldrar hans voru Gísli bóndi á Bessastöðum þar í sveit og Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Krossi í Óslandshlíð. Sigurður var gagnfræðingur frá Akureyri 1915; en stundaði síðan nám í lýðskólunum á Jaðri og Voss í Noregi; því næst í Askov. Einnig sótti hann íslenskutíma hjá Sigurði Guðmundssyni skólameistara í M.A. Hann var kennari í Hofs- og Rípurskólahverfi 1919-1920 og Hofsskólahverfi 1933-1934. Kenndi og við unglingaskóla í Óslandshlíð og Hofsósi nokkra vetur. Kenndi við Iðnskólann í Siglufirði 1938-1944 og við gagnfræðaskólann þar 1940-1944. Hann kenndi börnum og unglingum í einkatímum á Siglufirði og Akureyri, í Reykjavík o.v.
Eftir að hann hætti kennslu, gerðist hann skrifstofumaður á Akureyri. Hann var vel hagmæltur. Sigurður stundaði vísnasöfnun í nær 70 ár og er eflaust leitun að jafn stóru einkasafni lausavísna og safni Sigurðar J. Gíslasonar. Árið 1978 var gengið frá gjafabréfi stórgjafar Sigurðar J. Gíslasonar til Héraðsskjalasafnsins. Um var að ræða allt bókasafn hans, sem hafði að geyma fágætar bækur, ljósmyndir, handrit og önnur gögn. Mest og stærst var þó vísnasafn hans, sem talið er geyma allt að 100.000 vísur.

Mónika Ingibjörg Jónsdóttir (1892-1929)

  • S01880
  • Person
  • 12. júlí 1892 - 18. júlí 1929

Dóttir Jóns Guðvarðssonar b. á Valabjörgum, síðar Holtskoti og k.h. Oddnýjar Sæmundsdóttur. Saumakona í Reykjavík samkvæmt spjaldskrá HSk en starfstúlka á Kleppspítala samkvæmt Íslendingabók. Lést af slysförum ógift og barnlaus.

Björg Sigríður Sigurðardóttir (1900-1988)

  • S01879
  • Person
  • 10. júní 1900 - 5. maí 1988

Frá Hofstaðaseli, dóttir Sigurðar Björnssonar og Konkordíu Stefánsdóttur. Kvæntist Sigurði Grímssyni lögreglumanni í Reykjavík.

Christian Fredrik Carl Georg Valdemar Axel (1872-1957)

  • S01886
  • Person
  • 03.08.1872-21.09.1957

Hákon 7. fæddur Christian Frederik Carl Georg Valdemar Axel var fyrsti konungur Noregs eftir sambandsslitin við Svíþjóð árið 1905. Hákon var sonur Friðriks 8. og Lovísu drottningar. Hákon giftist þann 22. júlí 1896 Maud Bretaprinsessu, yngstu dóttur Alberts Játvarðs sem seinna varð Játvarður 7., og konu hans Alexöndru drottningar. Þau eignuðust einn son þann 2. júlí 1903 sem var skírður Alexander Edward Christian Frederik og varð Ólafur 5. Noregskonungur.

Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm (1870-1947)

  • S01888
  • Person
  • 26.09.1870-20.04.1947

Kristján 10. (Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm af Glücksborg) var sonur Friðriks 8. og Lovísu drottningar. Hann var konungur Danmerkur frá 1912 til 1947. Eftir að Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember 1918 var hann einnig konungur konungsríkisins Íslands. Eftir stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 var hann einungis konungur Danmerkur. Hann var bróðir Karls Danaprins, sem varð Hákon 7. Noregskonungur 1905. Kristján var hávaxinn og þótti mynduglegur, alvörugefinn og skyldurækinn. Hann lauk stúdentsprófi 1889 og var fyrstur Danakonunga til að hafa slíkt próf. Því næst þjónaði hann í hernum, í ýmsum herdeildum. Hann varð krónprins 1906 þegar faðir hans, Friðrik 8., varð konungur, og var sjálfur krýndur konungur að föður sínum látnum, árið 1912.

Ingimundur Þorsteinsson (1924-1997)

  • S01890
  • Person
  • 24. sept. 1924 - 25. júlí 1997

Ingimundur Þorsteinsson fæddist 24. september 1924 í Reykjavík. ,,Foreldrar hans voru Þorsteinn J. Jóhannsson frá Ólafsey í Hvammsfirði og Katrín Guðmundsdóttir frá Hellissandi. Ingimundur giftist 17. júní 1956 Laufeyju Stefánsdóttur frá Framtíð í Vestmannaeyjum, þau eignuðust þrjú börn, Ingimundur átti einn son fyrir." Flugmaður, Var á Laugavegi 68, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. Flugstjóri, síðast bús. í Reykjavík.

Halldóra Helgadóttir (1945-

  • S01898
  • Person
  • 25.11.1945-

Foreldrar: Sigríður Björg Ögmundsdóttir og Helgi Einarsson. Halldóra er kvænt Ingimari Pálssyni, þau eiga þrjú börn. Búsett á Sauðárkróki.

Jón Eðvald Friðriksson (1954-

  • S01904
  • Person
  • 23.10.1954-

Sonur Friðriks Jóns Jónssonar (Fía) og Þóru Friðjónsdóttir. Fyrrum framkvæmdarstjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki. Kvæntur Lindu Haraldsdóttur.

Bragi Skagfjörð Haraldsson (1942-

  • S01902
  • Person
  • 27.04.1942

Sonur Haraldar Bjarna Stefánssonar og k.h. Jóhönnu Gunnarsdóttur í Brautarholti. Trésmiður og húsvörður á Sauðárkróki.

Páll Þorgrímsson (1893-1965)

  • S01913
  • Person
  • 25. mars 1893 - 5. maí 1965

Foreldrar: Þorgrímur Kristjánsson b. í Enni og Tumabrekku í Óslandshlíð og k.h. Goðmunda Brynhildur Sigmundsdóttir. Páll missti föður sinn þegar hann var átta ára gamall og fylgdi móður sinni eftir það. Þau bjuggu í Grafarósi, í Gröf á Höfðaströnd, Hofsósi og víðar. Páll hóf að stunda sjó um 16 ára aldur og var m.a. á hákarlaskipi sem gert var út frá Siglufirði. Einnig var hann um skeið með sænskum á hvalfangara. Hann reri frá Dalvík þrjú ár og var um tími formaður á fiskibáti þaðan, stundaði einnig um skeið Drangeyjarútgerð á vegum Gránufélagsverslunarinnar. Hann var einn fyrsti vörubílstjóri í héraðinu og keypti fyrsta traktorinn í Skagafirði árið 1929. Búsettur á Sauðárkróki frá 1925 og vann þar ýmis störf. Árin 1948-1960 starfaði hann sem húsvörður við Barnaskóla Sauðárkróks. Páll sat í stjórn Vmf. Fram um skeið og starfaði mikið í ungmennafélaginu Tindastóli og Búnaðarfélagi Sauðárkróks. Páll kvæntist Pálínu Bergsdóttur úr Laxárdal, þau eignuðust fimm börn.

Haukur Skagfjörð Jósefsson (1937-1999)

  • S01915
  • Person
  • 6. jan. 1937 - 21. okt. 1999

Haukur Skagfjörð Jósefsson fæddist á Sauðárkróki 6. janúar 1937. Foreldrar hans voru Elín Aðalbjörg Jóhannesdóttir og Jósef Stefánsson. ,,Haukur lærði húsgagnasmíði hjá Helga Einarssyni í Reykjavík og húsasmíði hjá föður sínum sem rak Trésmiðjuna Björk á Sauðárkróki." Árið 1959 kvæntist Haukur Guðrúnu Stefánsdóttur Hjaltalín, þau eignuðust fjögur börn.

Ævar Sigurþór Ingólfsson (1939-2019)

  • S01919
  • Person
  • 27. nóv. 1939 - 21. maí 2019

Sonur Guðrúnar Sigurðardóttur frá Sauðárkróki og Ingólfs Lárussonar frá Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð. Guðrún og Ingólfur voru ekki kvænt. Guðrún kvæntist síðar Þórhalli Traustasyni b. á Hofi í Hjaltadal. Árið 1944 missti hún heilsuna og lést svo 1948. Ævar ólst upp á Sauðárkróki frá fimm ára aldri hjá móðurforeldrum sínum Sigurði Jósafatssyni og Þórönnu Magnúsdóttur. Vélvirki, síðast búsettur í Kópavogi.

Marsibil Þórðardóttir (1937-

  • S01924
  • Person
  • 15. ágúst 1937 - 29. ágúst 2013

Marsibil Þórðardóttir fæddist á Akranesi 15. ágúst 1937. ,,Marsibil ólst upp á Akranesi, að loknum grunnskóla fór hún að vinna á Sjúkrahúsinu á Akranesi, um haustið 1956 fór hún í Húsmæðraskólann á Löngumýri og var þar til loka árs 1957. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Guðmanni Tobíassyni frá Geldingarholti og fluttu þau suður á Akranes að loknum húsmæðraskólanum, ekki var dvölin þar löng og fluttu þau aftur norður í byrjun árs 1959 og nú á Sauðárkrók, þar vann hún í Efnalaug Sauðárkróks. Árið 1968 fluttust þau í Varmahlíð þar sem hún fór að vinna hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Árið 1994 fluttust þau hjónin til Sauðárkróks þar sem hún vann áfram hjá Kaupfélaginu, en nú í Skagfirðingabúð, þar sem hún vann til 67 ára aldurs. Marsibil var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Bjarkar og starfaði þar til æviloka. Þá var hún virkur félagi í Kvenfélagi Seyluhrepps til fjölda ára og starfaði með Leikfélagi Skagfirðinga og kirkjukór Víðimýrarsóknar um árabil." Guðmann og Marsibil eignuðust tvær dætur.

Stefán Þór Bjarnason (1957-2018)

  • S01921
  • Person
  • 9. ágúst 1957 - 31. des. 2018

Foreldrar: Bjarni Ingibergur Sigfússon frá Syðri-Brekkum og Gunnlaug Margrét Stefánsdóttir frá Gautastöðum í Fljótum. Stefán Þór var bóndi á Neðra-Hóli, Staðarsveit, k.h. Álfheiður Arnardóttir, þau eignuðust þrjú börn.

Oddrún Guðmundsdóttir (1936-2001)

  • S01925
  • Person
  • 10. feb. 1936 - 8. ágúst 2001

Oddrún Sigurlaug Guðmundsdóttir fæddist á Giljum í Vesturdal í Skagafirði hinn 10. febrúar 1936. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Guðmundur og Ingibjörg bjuggu síðar á Hofi í Vesturdal, í Hvammi í Svartárdal og í Stapa í Lýtingsstaðahreppi. Oddrún giftist 8. ágúst 1964 Sigurbergi Hraunari Daníelssyni deildarstjóra, þau eignuðust fjögur börn. ,,Oddrún lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki og Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni 1962. Hún vann við verslunarstörf á Sauðárkróki og kenndi síðan um árabil sund í Sundlaug Kópavogs."

Jóhannes Gunnarsson (1943-2008)

  • S01926
  • Person
  • 16. feb. 1943 - 8. feb. 2008

Jóhannes Gunnarsson fæddist á Sauðárkróki 16. febrúar 1943. Foreldrar hans voru Rannveig Ingibjörg Þorvaldsdóttir tryggingafulltrúi og Gunnar Stefánsson skipstjóri. ,,Jóhannes ólst upp og kláraði skólagöngu sína á Sauðárkróki, fór í Samvinnuskólann á Bifröst og útskrifaðist þaðan 1962. Hann vann við verslunarstörf fyrstu árin á Sauðárkróki, Skagaströnd og á Blönduósi. Jóhannes var skrifstofumaður í Reykjavík hjá Járni og gleri, stofnaði Heildverslunina Hraðberg, var fjármálastjóri hjá S. Óskarssyni og síðar framkvæmdastjóri hjá Sverri Þóroddssyni. Frá árinu 1990 vann hann sem tollendurskoðandi hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Jóhannes var félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu frá 1978-1981 og frá árinu 2001." Jóhannes kvæntist Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Rögnvaldur Ólafsson (1919-2007)

  • S01929
  • Person
  • 10. des. 1919 - 25. mars 2007

Rögnvaldur Þorsteinn Guðlaugur Ólafsson, eða Valdi rakari eins og hann var yfirleitt kallaður, fæddist á Siglufirði 10. desember 1919. ,,Rögnvaldur lærði hárskeraiðn á Siglufirði hjá Jónasi rakara. Hann flutti til Sauðárkróks 1946 og þar kynntist hann konu sinni Dóru Ingibjörgu Magnúsdóttur, þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Rögnvaldur son. Rögnvaldur vann lengst af við rakaraiðn en einnig hjá trésmiðjunni Borg, Kaupfélagi Skagfirðinga og við önnur ýmis störf.

Guðbjörg Stefánsdóttir (1911-2007)

  • S01939
  • Person
  • 11. okt. 1911 - 14. des. 2007

,,Fæddist á Hvammstanga og bjó fyrstu æviár sín á Norðurlandi, fyrst á Hvammstanga en síðan á Siglufirði. Hún fluttist til Reykjavíkur 1920 og bjó þar ætíð síðan. Hún gekk í Kvennaskólann en hóf ung að stunda verslunar- og skrifstofustörf. Hún vann lengi við ýmis skrifstofustörf í Haraldarbúð, síðast sem bókari. Árið 1959 hóf hún störf sem aðalbókari hjá Vita- og hafnamálastofnun Íslands og vann þar til starfsloka árið 1981."

Sigrún Sigurðardóttir (1910-1988)

  • S00474
  • Person
  • 16.10.1910-23.09.1988

Sigrún var fædd á Ísafirði, foreldrar hennar voru Sigurður Þorvaldsson b. og hreppstjóri á Sleitustöðum og k.h. Guðrún Sigurðardóttir. Sigrún kvæntist Óskari Gíslasyni frá Miðhúsum, þau eignuðust tvö börn.

Jóhanna Eiríksdóttir (1864-1953)

  • S01942
  • Person
  • 22. mars 1864-1953

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson og Guðrún Klemensdóttir í Bólu. Alin upp hjá Stefáni Eiríkssyni föðurbróður sínum og k.h. Guðrúnu Andrésdóttur á Höskuldsstöðum. Kvæntist Jóni Jónssyni (1853-1928), þau bjuggu á Höskuldsstöðum og eignuðust tvo syni.

Anna Ingibjörg Jónsdóttir (1872-1960)

  • S01944
  • Person
  • 6. júlí 1872 - 19. des. 1960

Foreldrar: Jón Gíslason síðast b. á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og s.k.h. Hólmfríður Skúladóttir frá Krossi í Óslandshlíð. Anna lærði karlafatasaum á yngri árum hjá Ingibjörgu Pétursdóttur klæðskera á Sauðárkróki og var eftirsótt til þess starfs fram á efri ár. Einnig var hún vetrartíma hjá frú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað við nám. Árið 1902 kvæntist Anna Jónasi Jónassyni (Hofdala-Jónasi), þau bjuggu í Grundarkoti 1903-1907, á Uppsölum 1907-1912, á Vöglum 1912-1918, á Óslandi 1918-1923, að Syðri-Hofdölum 1923-1936 er þau fluttu til Sauðárkróks. Anna og Jónas eignuðust þrjár dætur.

Þórdís Jónasdóttir (1902-1942)

  • S01946
  • Person
  • 3. júní 1902 - 16. des. 1942

Foreldrar hennar voru hjónin Jónas Jónasson skáld (Hofdala-Jónas) á Syðri-Hofdölum og k.h. Anna Jónsdóttir frá Þorleifsstöðum. Kvæntist Páli Þorkelssyni frá Ingveldarstöðum á Reykjaströnd.

Trausti Jóel Helgason (1958-

  • S01948
  • Person
  • 21.10.1958-

Sonur Ingu Valdísar Tómasdóttur og Helga Rafns Traustasonar. Búsettur á Sauðárkróki.

Guðmundur Bjarnason (1906-1983)

  • S01949
  • Person
  • 6. mars 1906 - 8. maí 1983

Sonur Bjarna Jóhannssonar b. í Þúfum í Óslandshlíð og k.h. Jónínu Dóróteu Jónsdóttur. Búsettur á Melstað, ókvæntur og barnlaus.

Sigurbjörg Halldórsdóttir (1905-1989)

  • S01950
  • Person
  • 5. mars 1905 - 28. apríl 1989

Foreldrar: Halldór Halldórsson b. í Brekkukoti og k.h. Guðbjörg Guðmundsdóttir. Sigurbjörg starfaði mikið að félagsmálum. Hún var formaður ungmennafélagsins Geisla 1933-1934 og virkur félagi lengi síðan. Hún var einn af stofnendum kvenfélagsins Óskar og formaður þar frá upphafi í 35 ár. Auk þess var hún ein af stofnendum Sambands skagfirskra kvenna og einn af stofnendum skógræktarfélags í sinni heimasveit og vann við plöntun trjáa í mörg ár. Einnig lék hún á orgel og fiðlu og var vel hagmælt. Sigurbjörg kvæntist Magnúsi Hofdal Hartmannssyni frá Melstað, þau bjuggu í Brekkukoti 1931-1985, þau eignuðust fjögur börn og áttu einn fósturson.

Halldór Bjarnason (1904-1941)

  • S01955
  • Person
  • 8. júní 1904 - 22. apríl 1941

Foreldrar: Bjarni Jóhannsson b. í Þúfum og k.h. Jónína Dóróthea Jónsdóttir. Halldór ólst upp hjá foreldrum sínum í Þúfum. Var við nám unglingadeildar Hólaskóla 1931-1932. Snemma hóf hann að stunda sjóinn, fyrstu árin með Halldóri frænda sínum á Miklabæ en um eða uppúr 1930 létu þeir Halldór og Melstaðarfeðgar, ásamt Óskari Gíslasyni, seinna bónda í Þúfum, smíða mótorbátinn Leif, þann hinn sama dag og Magnús Hartmannsson gerði síðan út allt til 1960. Mörg fyrstu árin fóru þeir félagar Halldór, Magnús og Óskar með Leif ýmist til Ólafsfjarðar eða Siglufjarðar og reru þaðan á vor- og haustvertíðum. Í annan tíma hafði Leifur uppsátur í Óslandskróki. Oft fiskuðu þeir félagar vel og urðu til þessar veiðar því drjúgt innlegg til uppbyggingar á jörðum þeirra. Árið 1939-1940 byggði Halldór ásamt tengdaföður sínum, íbúðarhús úr steini sem enn stendur á Melstað. Halldór var félagi í Ungmennafélaginu Geisla. Hann lést af slysförum við Kolkuós aðeins 37 ára gamall.
Halldór kvæntist Guðnýju Kristínu Hartmannsdóttur, þau eignuðust einn son.

Óskar Gíslason (1907-2001)

  • S01953
  • Person
  • 24. jan. 1907 - 27. maí 2001

Óskar var fæddur á Tumabrekku í Óslandshlíð í Skagafirði 24. janúar 1907. Foreldrar hans voru Gísli Björn Gíslason bóndi í Tumabrekku og kona hans Guðbjörg Þorleifsdóttir. ,,Óskar var bóndi í Tumabrekku og Þúfum í Óslandshlíð, hann stundaði sjómennsku alla tíð meðfram búskap. Vorið 1969 hætti hann búskap og flutti til Akureyrar. Óskar vann þar sem lagermaður hjá KEA til starfsloka." Óskar giftist 1. ágúst 1931, Ástu Pálínu Hartmannsdóttur frá Melstað í Óslandshlíð, þau eignuðust þrjú börn.

Þóra Jónsdóttir (1908-1937)

  • S01963
  • Person
  • 18. sept. 1908 - 13. apríl 1937

Dóttir Jóns Sigurðssonar b. og smiðs í Stóragerði í Óslandshlíð og k.h. Níelsínu Soffíu Kristjánsdóttur. Kvæntist Friðriki V. Guðmundssyni b. á Höfða á Höfðaströnd, Þóra lést þar af barnsförum.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (1907-1955)

  • S01964
  • Person
  • 1. apríl 1907 - 20. okt. 1955

Foreldrar: Jón G. Erlendsson b. á Marbæli í Óslandshlíð og k.h. Anna Rögnvaldsdóttir. Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sínum á Marbæli til fullorðinsára. Hún lauk barnaskólanámi á Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð. Einnig stundaði hún nám í tvo vetur á alþýðuskólanum að Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu og útskrifaðist þaðan vorið 1927. Hún stundaði garðrækt og ræktaði kartöflur, rófur og ýmiskonar kálmeti, sem ekki var algengt í þá daga. Ingibjörg starfaði í UMF Geisla og var hún ein af stofnendum kvenfélagsins Óskar í Óslandshlíð og í stjórn þess. Ingibjörg kvæntist Kristjáni Jónssyni frá Stóragerði, þau bjuggu í Stóragerði 1932-1946 og á Óslandi eftir það, þau eignuðust fjögur börn.

Ásta Jónsdóttir (1909-1975)

  • S01966
  • Person
  • 10. okt. 1909 - 30. júní 1975

Foreldrar: Jón G. Erlendsson b. á Marbæli og k.h. Anna Rögnvaldsdóttir. Ásta ólst upp hjá foreldrum sínum á Marbæli. Hún var vetrartíma á unglinganámskeiði á Hólum og tvo vetrarparta við hússtörf í Reykjavík hjá Guðrúnu Lárusdóttur. Samkvæmt Íslendingabók var Ásta námsmey á Akureyri árið 1930. Árið 1939 kvæntist hún Ólafi Jónssyni ráðunaut frá Nautabúi á Neðribyggð. Þau bjuggu á Felli í Sléttuhlíð 1938-1941 og í Stóragerði 1945-1949 er Ólafur lést. Þá flutti Ásta til Sauðárkróks með börn þeirra. Árið 1956 fluttist hún til Reykjavíkur til að skapa börnum sínum meiri möguleika til menntunar. Sonurinn Jón hafði fengið heilahimnubólgu barn að aldri, sem varð þess valdandi að hann varð heyrnarlaus. Þar sem ekki voru þá skilyrði fyrir hann til framhaldsnáms eftir Heyrnleysingjaskólann á Íslandi kom hún honum í iðnnám í Noregi, og þar settist hann að. Ásta starfaði sem matráðskona hjá Landsíma Íslands í Reykjavík. Þau Ólafur eignuðust fjögur börn.

Ósk Halldórsdóttir (1905-1989)

  • S01960
  • Person
  • 6. júní 1905 - 20. des. 1989

Foreldrar: Halldór Þorleifsson og Ingibjörg Jónsdóttir á Miklabæ í Óslandshlíð. Ósk ólst upp á Miklabæ hjá foreldrum sínum, allt þar til hún giftist Stefáni G. Sigmundssyni frá Bjarnastöðum í Unadal og þau hófu búskap á Hlíðarenda. Þau bjuggu á Hlíðarenda 1936-1982. Ung starfaði hún á ungmennafélaginu Geisla og seinna í kvenfélaginu Ósk. Ósk og Stefán eignuðust fimm börn, þrjár dætur komust á legg, einnig tóku þau fósturdóttur.

Þórður Eyjólfsson (1927-

  • S01984
  • Person
  • 22.06.1927-

Bifreiðastjóri, áður búsettur í Stóragerði í Óslandshlíð, nú á Sauðárkróki. Kvæntist Jörgínu Þóreyju Jóhannsdóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Niðurstöður 3231 to 3315 of 3772