Showing 12 results

Authority record
Person Skefilsstaðir

Viggó Sigurjónsson (1905-1997)

  • S01323
  • Person
  • 27.04.1905-10.10.1997

Sonur Sigurjóns Jónassonar b. og oddvita, síðast á Skefilsstöðum á Skaga og k.h. Margrétar Stefánsdóttur. Bóndi, síðar smiður á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Sigtryggsdóttur.

Sveinn Hallfreður Sigurjónsson (1907-1994)

  • S03268
  • Person
  • 30.01.1907-22.01.1994

Sveinn Hallfreður Sigurjónsson, f. 30.01.1907, d. 22.01.1994. Foreldrar: Sigurjón Jónasson bóndi í Hólkoti og á Skefilsstöðum og kona hans Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir. Hann eignaðist tvo syni með Kristínu Baldvinsdóttur (f. 12.12.1909-15.01.1979)

Sigurjón Jónasson (1877-1959)

  • S02516
  • Person
  • 9. mars 1877 - 10. nóv. 1959

Sigurjón fæddist á Gunnsteinsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Jónas Jónsson og Vigdís Guðmundsdóttir bændur á Hólakoti á Reykjaströnd. Bóndi í Hólakoti á Reykjaströnd 1903-1922 og á Skefilsstöðum á Skaga 1922-1953, bjó áfram á Skefilsstöðum hjá syni sínum. Sigurjón kvæntist Margréti Stefánsdóttur frá Daðastöðum og eignuðust þau fimm syni.

Sigríður Björnsdóttir (1895-1975)

  • S01817
  • Person
  • 24. feb. 1895 - 26. okt. 1975

Dóttir Björns Ólafssonar á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Björnsdóttur. Kvæntist Hannesi Guðvini Benediktssyni árið 1918, þau bjuggu í Hvammkoti á Skaga 1921-1937 og í Hvammi í Laxárdal 1937-1943 þar til þau fluttu til Sauðárkróks árið 1943. Þau skildu. Þau eignuðust sjö börn. Sigríður starfaði mikið í Kvenfélagi Skefilsstaðahrepps og einnig í kvenfélaginu á Sauðárkróki eftir að hún fluttist þangað.

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980)

  • S01813
  • Person
  • 23. maí 1903 - 13. okt. 1980

Foreldrar: Björn Ólafsson b. á Skefilsstöðum og k.h. Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir. Ólína ólst upp á heimili foreldra sinna á Skefilsstöðum og dvaldist þar að mestu til 19 ára aldurs, er hún réðst til starfa á heimili Snæbjörns bakara og móður hans á Sauðárkróki og tók þar við búsforráðum er þau Snæbjörn giftust árið 1924. Ólína og Snæbjörn eignuðust sex börn. Snæbjörn lést árið 1932. Seinni maður Ólínu var Guðjón Sigurðsson bakarameistari, þau eignuðust þrjú börn. Ólína starfaði í bakaríinu og starfrækti einnig veitingasölu í eigin nafni í tugi ára. Eins tók hún virkan þátt í starfi Kvenfélags Sauðárkróks og Sambandi skagfirskra kvenfélaga.

Margrét Stefánsdóttir (1876-1960)

  • S02719
  • Person
  • 16. apríl 1876 - 20. feb. 1960

Foreldrar: Stefán Sölvason, f. 1841, síðast bóndi á Daðastöðum á Reykjaströnd og Elín Vigfúsdóttir, f. 1841. Maki: Sigurjón Jónasson, f. 1877, bóndi og hreppstjóri. Bjuggu í Hólakoti 1903-1922 og frá 1922-1953. Jónas sonur þeirra tók við búi á Skefilstöðum og voru þau búsett hjá honum fram til hins síðasta. Þau eignuðust sex börn, þar af fimm syni sem náðu fullorðinsaldri.

Lilja Hannesdóttir (1920-2002)

  • S03598
  • Person
  • 25.08.1920-17.08.2002

Lilja Hannesdóttir, f. á Skefilsstöðum á Skaga 25.08.1920, d. 17.08.2002. Foreldrar: Hannes Benediktsson og Sigríður Björnsdóttir. Lilja ólst upp í Hvammkoti til 17 ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan að Hvammi í Laxárdal. Lilja gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Hún vann íymis störf, m.a. á hótelum og við veitingasölu, bæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Maki: Pálmi Jóhannsson frá Búrfelli í Svarfaðardal. Þau giftu sig árið 1948. Eftir það bjó Lilja á Dalvík og starfaði við fiskvinnslu og einnig við félagsheimilið Víkurröst. Þau eignuðust tvíbura.

Hannes Guðvin Benediktsson (1896-1977)

  • S01207
  • Person
  • 19. janúar 1896 - 27. september 1977

Sonur Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Árið 1918 kvæntist Hannes Sigríði Björnsdóttur frá Skefilsstöðum og bjuggu þau þar fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1921 fluttust þau að Hvammkoti og þaðan 1937 að Hvammi í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1943 er þau fluttu til Sauðárkróks. Stuttu eftir flutningana til Sauðárkróks slitu þau samvistum og upp frá því settist Hannes að á Akureyri. Hann var póstur á Skaga frá árinu 1937 og sinnti því starfi þar til hann fluttist til Sauðárkróks. Einnig höfðu þau hjón umsjón með símstöðinni í Hvammi meðan þau bjuggu þar. Eftir að hann fluttist til Akureyar starfaði hann í klæðaverksmiðjunni Gefjunni og varð þar fyrir því slysi að missa annan framhandlegg við olnboga. Hannes og Sigríður eignuðust sjö börn.

Gunnar Björnsson (1905-1980)

  • S01816
  • Person
  • 15. ágúst 1905 - 2. júlí 1980

Sonur Björn Ólafssonar á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Björnsdóttur. Forstjóri í Kaupmannahöfn, síðar ræðismaður Íslands þar og sendiherra. Síðast bús. í Reykjavík. K: Margrethe D. K. A. Simmelkjær.

Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir (1869-1946)

  • S01814
  • Person
  • 26. júní 1869 - 10. ágúst 1946

Foreldrar: Björn Guðmundsson b. á Ytra-Mallandi og k.h. Sigríður Pétursdóttir. Guðrún kvæntist Birni Ólafssyni b. á Skefilsstöðum, þau bjuggu lengst af á Skefilsstöðum, síðast á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn.

Björn Björnsson (1897-1979)

  • S01818
  • Person
  • 21. mars 1897 - 15. júní 1979

Sonur Björns Ólafssonar b. á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Ingibjargar Björnsdóttur. Björn ólst upp á Skefilsstöðum hjá foreldrum sínum. Björn tók við hálflendu jarðarinnar árið 1919 en keypti hana 1921. Aðeins ári síðar seldi hann jörðina og flutti til Sauðárkróks þar sem hann átti heima næstu fjögur árin. Stundaði þar tilfallandi störf á vetrum en var í síld á Siglufirði á sumrin. Árið 1926 flutti hann til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Kveldúlfi hf, þar sem hann starfaði í mörg ár. Síðar réðst hann sem baðvörður hjá Sundhöll Reykjavíkur þar sem hann starfaði um hartnær 30 ára skeið. Síðast starfaði hann hjá versluninni Ratsjá á Laugarvegi. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Benedikt Sigurjónsson (1916-1986)

  • S00046
  • Person
  • 24. apríl 1916 - 16. okt. 1986

Var á Skefilsstöðum 1930. Hæstaréttardómari og forseti hæstaréttar um tíma. Síðast búsettur í Reykjavík.