Sýnir 6492 niðurstöður

Nafnspjöld

Þorvaldur Einarsson (1851-1921)

  • S00968
  • Person
  • 21.01.1851-01.01.1921

Frá Nýjabæ á Álftanesi, þar sem hann ólst upp með foreldrum sínum til fermingaraldurs. 23 ára gamall réðst hann sem kaupamaður að Veðramóti í Gönguskörðum. Þaðan fluttist hann til Sauðárkróks og var þar búsettur upp frá því og stundaði sjómennsku og aðra verkamannavinnu. Árið 1875 kvæntist hann Láru Sigfúsdóttur frá Gilsárvallahjáleigu í N.-Múlasýslu, þau eignuðust tvær dætur.

Þorvaldur Gísli Óskarsson (1933-2019)

  • S00554
  • Person
  • 2. okt. 1933 - 1. nóv. 2019

Sonur Óskars Gíslasonar frá Minni-Ökrum og Sigrúnar Sigurðardóttur frá Sleitustöðum. Þorvaldur ólst upp með foreldrum sínum á Sleitustöðum. Þorvaldur var bifvélavirki að mennt og rak eigið verkstæði á Sleitustöðum. Kvæntist árið 1955 Sigurlínu Eiríksdóttur frá Tungu í Stíflu, þau eignuðust þrjú börn.

Þorvaldur Guðmundsson (1883-1961)

  • S00932
  • Person
  • 13.10.1883-11.10.1961

Þorvaldur fór til náms í Flensborgarskóla og útskrifaðist þaðan með kennarapróf árið 1904. Árið 1909 kvæntist Þorvaldur Salóme Pálmadóttur frá Ytri-Löngumýri. 1910 fluttu þau að Þverárdal á Laxárdal fremri og þaðan ári seinna að Mörk í sömu sveit. Árið 1915 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau tóku við stjórnun og rekstri sjúkrahússins á staðnum. Árið 1920 keyptu þau Brennigerði í Borgarsveit, þar sem þau bjuggu til 1930 er þau fluttust á Sauðárkrók. Þegar þau bjuggu í Brennigerði stundaði Þorvaldur farkennslu í Skarðs- og Rípurhreppi meðfram búskapnum. Eftir að þau fluttu í Krókinn réðst hann til starfa við Barnaskóla Sauðárkróks þar sem hann starfaði meðan starfsævi entist. Þorvaldur var hreppstjóri Sauðárkróks um 14 ára skeið og var oftar en einu sinni settur sýslumaður í forföllum. Hann var um árabil endurskoðandi Sparisjóðs Sauðárkróks og var verkstjóri við sláturhúsið nokkur haust. Þá sat hann í hreppsnefnd Skarðshrepps og skattanefnd, árin sem hann bjó í Brennigerði.
Þorvaldur og Salóme eignuðust fjögur börn.

Þorvaldur Guðmundsson (1899-1989)

  • S03255
  • Person
  • 10.05.1899-21.07.1989

Þorvaldur Guðmundsson, f. á Þrasastöðum í Stíflu 10.05.1899, d. 21.07. 1989 á Siglufirði. Foreldrar: Guðmundur Bergsson bóndi á Þrasastöðum og kona hans Guðný Jóhannesdóttir. Þorvaldur ólst upp hjá foreldrum sínum á Þrasastöðum þar til hann gekk í hjónaband og hóf búskap ásamt konu sinni og þau hófu búskap á Deplum í Stíflu þar sem þau bjuggu 1924-1943. Hann vann vð byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1943-1945 og átti þá heima í Tungu en fluttist eftir það búferlum til Siglufjarðar. Þar starfaði hann hjá Síldarverksmiðum Ríkisins en síðustu árin við almenna verkamannavinnu meðan heilsa leyfði.
Maki: Hólmfríður Kristjana Magnúsdóttir (26.09.1899-27.05.1989) frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust fimm börn.

Þorvaldur Pétursson (1890-1924)

  • S02704
  • Person
  • 11. júní 1890 - 11. maí 1924

Foreldrar: Pétur Gunnarsson bóndi á Stóra-Vatnsskarði og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir. Ólst upp hjá foreldrum sínum í Borgarey, Löngumýri og síðast á Stóra-Vatnsskarði. Bóndi þar 1917-1924. Lést úr lungnabólgu langt um aldur fram. Ókvæntur og barnlaus.

Þorvaldur Sveinsson (1868-1952)

  • S00312
  • Person
  • 18. ágúst 1868 - 30. sept. 1952

Fæddist í Fljótum og bjó þar með foreldrum sínum til sex ára aldurs. Sjómaður á Sauðárkróki og bóndi í Grænahúsi.

Þorvaldur Þorvaldsson (1913-2006)

  • S00183
  • Person
  • 05.09.1913-04.07.2006

Þorvaldur Þorvaldsson fæddist á Mörk í Laxárdal hinn 5. september 1913. Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur Guðmundsson kennari og hreppstjóri á Sauðárkróki, f. 13.10. 1883, d. 10.10. 1961, og Ingibjörg Salóme Pálmadóttir húsfreyja, f. 7.10. 1884, d. 21.4. 1957. Þeim Þorvaldi og Salóme varð fjögurra barna auðið og var Þorvaldur næstelstur þeirra.
Kona Þorvaldar var Hulda Jónsdóttir húsfreyja á Sauðárkróki, f. 2.6. 1914, d 9.1. 1992, þau áttu fjögur börn, fyrir átti Þorvaldur eina dóttur.

Þorvaldur bjó mestan hluta ævi sinnar á Sauðárkróki. Hann rak framan af Bifreiðastöð Sauðárkróks ásamt Birni Guðmundssyni en mestan hluta ævi sinnar rak hann verslunina Vísi á Sauðárkróki. Þorvaldur var gæddur listrænum hæfileikum, söng m.a í kirkjukór Sauðárkróks í yfir 40 ár og lék með Lúðrasveit Sauðárkróks. Þorvaldur var einnig hestamaður af lífi og sál og átti þónokkuð af hrossum.

Þrúður Jónsdóttir (1821-1906)

  • S02016
  • Person
  • 16. sept. 1821 - 1906

Þrúður fæddist í Stokkhólma í Vallhólmi, dóttir Jóns ,,sterka" Guðmundssonar b. á Hafgrímsstöðum og k.h. Þrúðar Jónsdóttur. Þrúður ólst upp hjá foreldrum sínum, en missti föður sinn árið 1831. Hún var hjá móður sinni og stjúpa, Gunnari Guðmundssyni, á Hafgrímsstöðum 1831-1839. Vann að búi þeirra í Stapa í Tungusveit 1839-48 en var í vist hjá tengdaforeldrum sínum í Glæsibæ 1848-1849. Kvæntist Jóni Björnssyni frá Glæsibæ í Staðarhreppi, þau bjuggu í Miðhúsum. Eftir lát Jóns brá hún búi og eftirlét Þrúði dóttur sinni jarðnæðið og var hjá henni í Miðhúsum 1885-1900 og hjá Guðrúnu dóttur sinni á s.st. til æviloka. Átti hún Miðhús til dauðadags. Þrúður og Jón eignuðust tólf börn

Þuríður Helga Þorsteinsdóttir (1912-1996)

  • S03144
  • Person
  • 28. júlí 1912 - 6. maí 1996

Foreldrar: Þorsteinn Helgason s. b. í Stóra-Holti í Fljótum og f.k.h. María Guðmundsdóttir. Þuríður fæddist á Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Fjögurra ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Akureyrar og bjó þar í þrjú ár. Árið 1919 flutti fjölskyldan að Rangárvöllum í Kræklingahlíð en þar missti Þuríður móður sína árið 1921. Árið 1926 flutti hún ásamt föður sínum, stjúpu (Sigurbjörgu Bjarnadóttur) og systkinum að Stóra-Holti í Fljótum. Þegar Þuríður var 21 árs féll stjúpa hennar frá og stóð hún þá fyrir búi ásamt föður sínum í þrjú ár. Árið 1935 kvæntist hún Jóni Jónssyni frá Helgustöðum í Fljótum. Þau bjuggu fyrst um sinn í Stóra-Holti en fluttu svo að Helgustöðum árið 1937 þar sem þau bjuggu til ársins 1967 er þau fluttu til Sauðárkróks. Þuríður og Jón eignuðust sjö börn og tóku einn fósturson. Þuríður var ein af stofnendum kvenfélagsins Framtíðarinnar í Fljótum og var formaður þess í 20 ár. Einnig sat hún í skólanefnd Holtshrepps í fjögur ár.

Þuríður Jakobsdóttir Lange (1872-1961)

  • S00387
  • Person
  • 1. desember 1872 - 2. janúar 1961

Þuríður var fædd á Spákonufelli á Skagaströnd. Foreldrar hennar voru Jakob Jósefsson, bóndi á Spákonufelli og kona hans, Björg Jónsdóttir frá Háagerði í sömu sveit. Þuríður gekk í kvennaskóla að Ytri-Ey á Skagaströnd. Eftir að hún lauk námi við kvennaskólann tók hún að sér kennslu þar í einn vetur og fór síðan til náms til Kaupmannahafnar og lærði þar
sauma. Eftir þetta hófst kennsla hennar að Ytri-Ey að nýju og kenndi hún þá karlmannafatasaum aðallega. Eftir að Þuríður fluttist til Reykjavíkur kendi hún við kvennaskólann þar um 27 ára skeið. Manni sínum, Jens Lange frá Randes á Jótlandi giftist hún 6. janúar 1899.

Þuríður Jóhannesdóttir (1926-1969)

  • S00537
  • Person
  • 05.10.1926-31.01.1969

Húsfreyja á Reykjarhóli á Bökkum, Skag. Var á Geirmundarhóli í Fellssókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Haganeshr.

Þuríður Kristjánsdóttir (1921-1991)

  • S01812
  • Person
  • 9. jan. 1921 - 28. apríl 1991

Foreldrar: Kristján Árnason b. á Krithóli o.v. og k.h. Ingibjörg Jóhannesdóttir. Þuríður stundaði nám í Laugaskóla 1940-1942. Árið 1943 kvæntist Þuríður Gunnari Jóhannssyni frá Mælifellsá. Þau byggðu nýbýlið Varmalæk úr landi Skíðastaða á Neðribyggð og ráku þar saumastofu, gróðurhús og verslun. Gunnar glímdi við hrörnunarsjúkdóm og árið 1954 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur til þess að hann gæti fengið betri læknisþjónustu. Þuríður og Gunnar slitu samvistir árið 1970, þau eignuðust átta börn. Eftir að Þuríður fluttist til Reykjavíkur vann hún í mörg ár sem gangbrautarvörður við Langholtsskólann og síðan á barnaheimili í Kópavogi. Þuríður var einn af stofnendum Skagfirsku söngsveitarinnar og söng einnig í Drangeyjarkórnum, hún var mjög virk í öllu kórastarfi. Seinni sambýlismaður Þuríðar var Jóhann Jóhannesson frá Reykjum í Tungusveit, hann lést árið 1982.

Þuríður Pétursdóttir (1920-2011)

  • S00504
  • Person
  • 26.05.1920-04.12.2011

Guðný Þuríður Pétursdóttir, alltaf kölluð Þurý, fæddist í Vatnshlíð í Austur-Húnavatnssýslu 26. maí 1920. Foreldrar hennar voru Herdís Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum og Pétur Guðmundsson bóndi í Vatnshlíð. Eiginmaður Þurýjar var Stefán Sigurðsson skipstjóri, þau eignuðust tvær dætur.

Tobías Jóhannesson (1914-1998)

  • S01803
  • Person
  • 25. mars 1914 - 5. júní 1998

Sonur Jóhannesar G. Guðmundssonar b. á Hellu í Blönduhlíð og k.h. Sigþrúðar Konráðsdóttur. Bifreiðastjóri um skeið á BSA, síðar bílamálarameistari og keypti af Kristjáni Kristjánssyni bílasprautunarverkstæði á Akureyri, sem hann rak til ársins 1993 undir nafninu Bílasprautun Tóbíasar. Kvæntist Guðrúnu Björnsdóttur frá Sauðárkróki.

Tómas Dagur Helgason (1961-

  • S02249
  • Person
  • 26. okt. 1961-

Sonur Ingu Valdísar Tómasdóttur og Helga Rafns Traustasonar.

Tómas Gíslason (1876-1950)

  • S01037
  • Person
  • 21. október 1876 - 12. október 1950

Bókhaldari og kaupmaður á Sauðárkróki.

Tómas Hallgrímsson (1925-1978)

  • S01016
  • Person
  • 22.02.1925-20.11.1978

Foreldrar: Hallgrímur Tómasson kaupmaður í Reykjavík og k.h. Guðrún Einarsdóttir. Tómas ólst upp í Reykjavík. Ungur að árum fór Tómas að vinna við nýlenduverslun Jóns Hjartarsonar. Árið 1946 fluttist hann til Sauðárkróks og réðist til Kaupfélags Skagfirðinga þar sem hann starfaði óslitið í 32 ár. Tómas starfaði um skeið allmikið með Leikfélagi Sauðárkróks og var einn af stofnendum Lionsklúbbs Sauðárkróks. Árið 1952 kvæntist Tómas Rósu Þorsteinsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust níu börn, fyrir átti Tómas einn son.

Tómas Ísleiksson (1854-1941)

  • S01143
  • Person
  • 25. júlí 1854 - 17. júlí 1941

Frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Kom sem vinnumaður að Brúarlandi í Deildardal árið 1877 og fluttist tveimur árum síðar að Efra-Ási í Hjaltadal, lærði um þær mundir söðlasmíði. Var á Hólum 1889 og kvæntist það ár Guðrúnu Jóelsdóttur ljósmóður frá Sauðanesi í Svarfaðardal. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð 1890 og í Kolkuósi 1891-1903 er þau fluttu til Vesturheims og settust að í Winnipeg. Þau tóku fimm af börnum sínum með sér, þrjú yngstu barna þeirra sem fædd voru þá voru skilin eftir á Íslandi. Í Winnipeg lagði Tómas fyrir sig trésmíði, einkum húsabyggingar. Á efri árum var hann búsettur í Gimli. Tómas og Guðrún eignuðust alls tólf börn, fyrir hjónaband hafði Tómas eignast eina dóttur. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson.

Tómas Jóhannsson (1894-1929)

  • S02191
  • Person
  • 3. mars 1894 - 4. sept. 1929

Fæddur og uppalinn á Möðruvöllum í Eyjafirði, sonur Jóhanns Jóhannssonar b. og smiðs þar og k.h. Guðrúnar Skúladóttur. Lauk prófi frá bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1915 og var áfram á Hvanneyri fjósamaður 1917-1919. Á árunum 1920-1922 dvaldist hann við nám í Danmörku, lauk leikfimiprófi við íþróttaskólann í Ollerup og tók einnig próf í smíðum og járningum frá búnaðarskólanum í Kaupmannahöfn. Eftir það fór hann til Svíþjóðar og kynnti sér þar leikfimikennslu og járnsmíðar. Kom heim að Hólum árið 1922 og tók við leikfimi- og smíðakennslu við bændaskólann. Tómas vann einnig að verkstjórn fyrir búið og byggingum. Árið 1924 kvæntist Tómas Ástríði G. Magnúsdóttur frá Laxnesi í Mosfellsdal, en þau höfðu kynnst á Hvanneyri, þau eignuðust tvær dætur. Á árunum 1924-1927 hafði Tómas á leigu jörðina Hlíð í Hjaltadal en bjó þó ekki þar nema eitt sumar en hafði húsfólk á jörðinni. Þá var hann ráðsmaður á Hólabúinu hjá Steingrími Steinþórssyni 1928-1929. Tómas lést aðeins 35 ára gamall.

Tómas Jónasson (1887-1939)

  • S03224
  • Person
  • 11.08.1887-07.02.1939

Tómas Jónasson, f. á Mið-Hóli í Sléttuhlíð 11.08.1887, d. 07.02.1939. Foreldrar: Jónas Árnason bóndi á Mið-Hóli og ráðskona hans, Guðrún Tómasdóttir frá Ysta-Hóli í Sléttuhlíð. Þau bjuggu stutt saman og ólst Tómas upp með móður sinni og skyldmennum hennar á ýmsum stöðum. Fór snemma að vinna fyrir sér og stundaði jöfnum höndum landbúnaðarvinnu og sjómennsku. Reri hann á hákarlaskipum og fiskiskipum og nokkuð á árabátum eftir að hann hóf búskap. Tómas vann að stofnun Kaupfélags Fellshrepps, sem staðsett var á Hofsósi og stofnað 1919 og var framkvæmdastjóri þess frá upphafi til dánardags. Var bóndi á Mið-Hóli 1908-1023 og á fjórða hluta jarðarinnar eftir það og til æviloka. Tómas var oddviti Fellshrepps 1919-1923, formaður fræðslunefndar í allmörg ár, sýslunefndarmaður fyrir Fellshrepp 1913-1924 og gekkst fyrir byggingu skólahúss fyrir hreppinn. Eftir að Tómas fluttist á Hofsós vann hann að ýmsum umbótamálum þar. Hann fórst með vélbátnum Þengli, á leið frá Hofsósi til Siglufjarðar.
Maki: Ólöf Sigríður Þorkelsdóttir (1885-1963). Þau eignuðust tíu börn.

Tómas Leifur Ástvaldsson (1950-)

  • S02892
  • Person
  • 23. maí 1950-

Foreldrar: Ástvaldur Óskar Tómasson (1918-2007) og Svanfríður Steinsdóttir (1926-). Verkstjóri á Sauðárkróki.

Tómas Pálsson (1869-1938)

  • S01667
  • Person
  • 7.10.1869-18.07.1938

Tómas Pálsson, f. á Egilsá 07.10.1869, d. 18.07.1938 á Bústöðum.
Foreldrar: Páll Andrésson b. á Bústöðum og k.h. Anna Jónsdóttir. Búfræðingur frá Hólum varð hann 1892. Tómas var bóndi í Litluhlíð 1901-1902, en hafði þó jafnframt húsfólk á Bústöðum og átti þar heima til æviloka. Áður hafði hann verið fyrirvinna hjá móður sinni um nokkur ár. Tómas sat í hreppsnefnd um hálfan fjórða áratug, hreppsn.oddv. í 18 ár og jafnlengi sýslunefndarmaður. Formaður Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps var hann og sat oft aðalfundi Ræktunarfél. Norðurlands sem fulltrúi þaðan. Hann var umboðsmaður Brunabótafél. Íslands í mörg ár og fulltrúi þess við virðingu bæjarhúsa. Í Fasteignamatsnefnd ríkisins var hann árið 1930. Í safnaðarstjórn átti hann lengi sæti og var kvaddur til flestra samningagerða, sem fram fóru innan sóknarinnar. Tómas kvæntist árið 1900 Þóreyju Sigurlaugu Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð, þau eignuðust sjö börn.

Tómas Skagfjörð Magnússen Skúlason (1877-1906)

  • S01103
  • Person
  • 23. nóv. 1877 - 29. júní 1906

Sonur Skúla Kristjánssonar (kammerráðs) bónda í Frakkanesi í Dölum k.h. og Birgittu Tómasdóttur. Lögfræðingur, starfaði sem málaflutningsmaður í Árósum. Kvæntur Mimi Henrichsen.

Tómas Þorsteinn Sigurðsson (1932-2017)

  • S03591
  • 29.04.1932-22.07.2017

Tómas Þorsteinn Sigurðsson, f. á Sauðárkróki 29.04.1932, d. 22.07.2017. Foreldrar: Sigurður Pétursson (1890-1958) og Margrét Björnsdóttir (1899-1983).
Tómas ólst upp í foreldrahúsum á Sauðárkróki til 15 ára aldurs. Flutti þá til Reykjavíkur og hóf þar sumarstarf hjá Vitamálastjórn. Hann lauk námi í vélsmíði og vann fyrstu árin við vitabyggingar um land allt. Hann var forstöðumaður Vitamálastofnunar frá 1973. Var einnig forstöðumaður vita- og siglingasviðs Siglingastofnunar en lengst af forstöðumaður vitasviðis Siglingastofnunar.
Tómas var lengi trúnaðarmaður fyrir Starfsmannafélag Ríkisstofnana.
Maki: Sigrún Sigurbergsdóttir kennari (1931-). Þau eignuðust eina dóttur.

Tona

Tona

Tónlistarfélag Skagafjarðar (2001-2023)

  • S03637
  • Association
  • 2001-2023

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu (1976-2020)

  • S03638
  • Association
  • 1976-2020

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Tónlistarfélag Skagfirðinga (1964-2001)

  • S03639
  • Association
  • 1964-2001

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Tónlistarskóli Sauðárkróks (1965-1999)

  • S00643
  • Félag/samtök
  • 1965-1999

Tónlistarskóli Sauðárkróks tók til starfa í byrjun janúar 1965. Eyþór Stefánsson, tónskáld, var skólastjóri og kenndi einnig tónfræði og tónlistarsögu. Eva Snæbjörnsdóttir sá um kennslu í hljóðfæraleik, aðallega orgel- og píanóleik. Þegar skólinn tók til starfa voru skráðir nemendur um 20. Það var Tónlistarfélag Skagfirðinga sem beitti sér fyrir stofnun skólans. Stjórn Tónlistarfélagsins skipuðu á þessum tíma: Eyþór Stefánsson, Ólafur Stefánsson, Jón Karlsson, Jón Björnsson (Hafsteinsstöðum) og Magnús H. Gíslason (Frostastöðum). Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu veitti 20 þúsund króna framlag til skólans og Kvenfélag Sauðárkróks færði skólanum 10 þúsund krónur. Fleiri félagasamtök og einstaklingar lögðu einnig til fjármagn svo hægt væri að stofna og reka skólann. Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu voru sameinaðir árið 1999 þegar sveitarfélög í Skagafirði voru sameinuð.

Tónlistarskóli Skagafjarðar (1999-)

  • S00644
  • Opinber aðili
  • 1999-

Í kjölfar sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði var Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu sameinaðir árið 1999. Tónlistarskólinn hefur aðsetur á Sauðárkróki en sinnir tónlistarkennslu í öllum Skagafirði. Kennslustaðir eru 5 talsins og fara kennarar á milli kennslustaða eftir því sem þörf er á hverju sinni. Skólinn hefur útibú á Hofsósi og Varmahlíð en fær aðstöðu í Grunnskólunum á Hólum og Sólgörðum.

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu (1976-1999)

  • S03640
  • Félag/samtök
  • 1976-1999

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu var stofnaður árið 1976. Í kjölfar sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði var Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu sameinaðir árið 1999 undir heitinu Tónlistarskóli Skagafjarðar.

Torfi Bjarnason (1899-1991)

  • S00383
  • Person
  • 26. des. 1899 - 17. ágúst 1991

,,Torfi var fæddur að Ásgarði í Hvammssveit í Dölum 26. desember 1899. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jensson, bóndi þar og hreppstjóri, og Salbjörg Ásgeirsdóttir ljósmóðir. Torfi lauk stúdenstprófi 1921. Hann varð cand. med. frá Háskóla Íslands 1927 og var síðan við framhaldsnám í Danmörku í tvö ár. Torfi var starfandi læknir á Ísafirði 1929-1932, héraðslæknir á Hvammstanga 1932-1938, á Sauðárkróki 1938-1955 og síðan á Akranesi til 1969."
Torfi var giftur Sigríði Auðuns.

Trausti Friðriksson (1872-1962)

  • S00701
  • Person
  • 21.10.1872-20.09.1962

Fæddur að Hléskógum í Höfðahverfi í S-Þing. ,,Ungur þurfti Trausti að treysta á mátt sinn og megin, því að móður sína missir hann átta ára og föður sinn 19. ára. Hann stundar sjómennsku frá Akureyri og Látraströnd á yngri árum, en fluttist svo til Skagafjarðar árið 1908. Var húsmennsku á Framnesi í 2 ár. Árið 1910 hóf hann búskap í Eyhildarholti í félagi við Jónas Sigurðsson frá Felli í Sæmundarhlíð. Bóndi á Ingveldarstöðum syðri á Reykjaströnd 1911-1914 og á Ingveldarstöðum ytri 1914-1921. Í janúar 1922 fór hann til Ameríku með Goðafossi. Bjó í Baldur, Man. 1922-1949. Vann á járnbrautum. Fluttist til Winnipeg 1949 og átti þar heima til lokadægurs."
Trausti kvæntist Ásu Nýbjörgu Ásgrímsdóttur frá Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, þau eignuðust þrjú börn.

Trausti Jóel Helgason (1958-

  • S01948
  • Person
  • 21.10.1958-

Sonur Ingu Valdísar Tómasdóttur og Helga Rafns Traustasonar. Búsettur á Sauðárkróki.

Trausti Sveinbergur Símonarson (1920-2018)

  • S00505
  • Person
  • 23.10.1920-05.01.2018

Trausti Sveinbergur Símonarson, f. 23.10.1920, d. 05.01.2018. Foreldrar: Símon Jóhannsson og Monika Súsanna Sveinsdóttir.
Maki: Þórey Guðmundsdóttir. Þau bjuggu í Litluhlíð í Lýtingsstaðahreppi. Þau eignuðust fjóra syni.

Tryggingastofnun Ríkisins (1936-)

  • S03008
  • Félag/samtök
  • 01.04.1936-

Tryggingastofnun ríkisins, stofnuð 1. apríl 1936. Varð til í kjölfar félagsumbyltingar í landinu með gildistöku laga um alþýðutryggingar á árinu 1936. Var þá komið á virku almannatryggingakerfi. Stofnunin er framkvæmdaaðili þess kerfis. Er í dag þjónustustofnun fyrir almenning varðandi velferðarkerfið. Hlutverk hennar er að ákvarða og veita tryggingabætur

Tryggvi Baldur Líndal (1918-1997)

  • S01669
  • Person
  • 17. ágúst 1918 - 17. júní 1997

Baldur Líndal fæddist á Lækjamóti í Víðidal 17. ágúst 1918. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Steinvör Sigurðardóttir Líndal, húsmóðir og kennari og Jakob Hansson Líndal, bóndi, hreppstjóri og kennari. ,,Baldur varð stúdent frá MA 1939 og lauk B.Sc. prófi í efnaverkfræði frá MIT í Boston 1949 og var við framhaldsnám í sama skóla 1955. Hann var verkfræðingur hjá raforkumálastjóra frá 1949 og sjálfstætt starfandi ráðgjafarverkfræðingur frá 1961. Baldur hannaði og ók fyrstur Íslendinga á vetnisbíl árið 1945, hafði frumkvæði að kísilúrvinnslu í Mývatni og sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Vann á 8. áratugnum ítarlega úttekt á möguleikum á magnesíumframleiðslu á Reykjanesi. Starfaði við fjölda verkefna á sviði efnavinnslu í Bandaríkjunum og Mið-Austurlöndum og fyrir Virki hf. í Mið- og Suður-Ameríku og Afríku. Baldur Líndal hlaut Hina íslensku fálkaorðu 1968, Verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright 1972 og gullmerki Verkfræðingafélags Íslands 1985."
Baldur var þríkvæntur:
Fyrsta kona hans var Kristín R.F. Búadóttir, þau slitu samvistir eftir stutta sambúð og áttu ekki börn.
Önnur kona Baldurs var Amalía Líndal, f. Gourdin, rithöfundur, frá Cambridge, Massachusetts, Bandaríkjunum, þau eignuðust fimm börn. Slitu samvistir.
Þriðja kona Baldurs var Ásdís Hafliðadóttir, hún átti þrjú börn fyrir.

Tryggvi Finnsson (1942-

  • S02571
  • Person
  • 1. jan. 1942-

Tryggvi er fæddur á Húsavík. Sonur Finns Kristjánssonar og Hjördísar Tryggvadóttur Kvaran. Hann kvæntist Áslaugu Þorgeirsdóttur.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

  • S01534
  • Person
  • 20. nóv. 1903 - 6. mars 1994

Tryggvi Guðlaugsson fæddist 20. nóvember 1903, sonur Guðlaugs Bergssonar b. á Skálá, Keldum og víðar í Sléttuhlíð og Jakobína Halldórsdóttir frá Bárðartjörn í Höfðahverfi (þau voru ekki í hjónabandi). Stjúpmóðir Tryggva var Helga Sigríður Pálsdóttir. Tryggvi var bóndi að Ysta-Hóli og síðar í Lónkoti í Sléttuhlíð. Meðfram bústörfum kom hann að ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir sveitunga sína og var lengi í Sýslunefnd Skagafjarðar. Kona hans var Ólöf Oddsdóttir (1896-1976). Þau eignuðust 3 börn. 2 þeirra dóu við fæðingu og sonur þeirra, Oddur Steingrímur Tryggvason lést þegar hann var 24 ára. Tryggvi brá búi árið 1978 og fluttist þá á Sauðárkrók.

Tryggvi Guttormur Hjörleifsson Kvaran (1892-1940)

  • S00535
  • Person
  • 31.05.1892-05.08.1940

Tryggvi Guttormur Hjörleifsson Kvaran, fæddur á Undirfelli í Vatnsdal 31. maí 1892, d. 05.08.1940. Foreldrar: Sr. Hjörleifur Einarsson prestur á Undirfelli í Vatnsdal og Björg Einarsdóttir, seinni kona hans. Tryggvi var unglingur þegar hann missti föður sinn, árið 1910, en móðir hans lifði til 1946 og bjó síðustu árin á Mælifelli hjá Tryggva og fjölskyldu hans. Hann lauk stúdentsprófi 1913 og hóf þá nám í læknisfræði en í febrúar 1918 lauk hann kandidatsprófi í guðfræði. Sótti hann um Odda á Ragnárvöllum en fékk ekki. Gerðist hann aðstoðarprestur séra Sigfúsar Jónssonar á Mælifelli og var vígður þangað 1918. Haustið 1921 brann bærinn á Mælifelli en var byggður aftur upp sumarið eftir. Tryggva var veittur Glaumbær 1937 en ekki flutti hann búferlum þangað heldur þjónaði Glaumbæ, Mælifelli og Víðimýri og sat áfram á Mælifelli.
Maki (g. 29.06.1919): Anna Grímsdóttir Thorarensen (06.09.1890-7.11.1944). Þau eignuðust tvær dætur og ólu upp fóstursoninn Kristmund Bjarnason. Tryggvi kvæntist Önnu Grímsdóttur Thorarensen. Þau eignuðust tvær dætur. Uppeldissonur þeirra var Kristmundur Bjarnason.

Tryggvi Magnússon (1900-1960)

  • Person
  • 06.06.1900-08.09.1960

Tryggvi Magnússon, f. í Bæ við Steingrímsfjörð 06.06.1900, d. 08.09.1960. Foreldrar: Magnús Magnússon og kona hans Anna Eymundsdóttir.
Tryggvi stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1919. Hann fór sama ár til Kaupmannahafnar og nam í Tekniske Selskabsskole og hjá einkakennurum 1919-1921. Hann nam teikningu og málaralist og tók próf upp í Listaháskólann en gat ekki haldið áfram námi þar. Hann gekk í League Art í New York 1921-1922 og nam þar andlitsmyndagerð. Fór síðan í einkaskólann Der Weg í Dresden 1922-1923 og lagði þar stund á málaralist. Árið 1923 kom hann til Reykjavíkur og bjó þar síðan.
Tryggvi teiknaði m.a. drög að öllum sýslumerkjum fyrir Alþingishátíðina 1930 og skjaldarmerkið. Var um árabil aðalteiknarinn í skopritið Spegilinn og þar einna þekktastur fyrir skopmyndir sínar.
Maki: Sigríður Jónína Sigurðardóttir (23.07.1904-22.05.1971) listmálari frá Minni-Þverá í Fljótum. Þau eignuðust tvö börn. Þau slitu síðar samvistir.

Tryggvi Þórhallsson (1889-1935)

  • S02804
  • Person
  • 9. feb. 1889 - 31. júlí 1935

Foreldrar: Þórhallur Bjarnarson, f. 1855 og Valgerður Jónsdóttir, f. 1863. Maki: Anna Guðrún Klemensdóttir, f. 1890. Þau eignustu sjö börn.
Tryggvi tók stúdentspróf frá MR 1908 og guðfræðipróf frá HÍ 1912. Var biskupsritari og barnakennari í Reykjavík 1912-1913, prestur á Hesti í Borgarfirði 1913-1917. Settur dósent í guðfræði við HÍ 1916-1917. Ritstjóri Tímans 1917-1927. Forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra frá 1927. Jafnframt fjármálaráðherra frá 1928 til 1929. Var síðan forsætis, dóms,- krikju- og kennslumálaráðherra frá apríl til ágúst 1931 og þá aftur forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra. Bankastjóri Búnaðarbankans frá 1932 til æviloka. Sat einnig í ýmsum nefndum og stjórnum. Var formaður Búnaðarfélags Íslands 1925-1935 og formaður Framsóknarflokksins 1927-1932. Formaður Bændaflokksins 1933-1935.

Niðurstöður 6206 to 6290 of 6492