Showing 3 results

Authority record
Bóndi Reykjarhóll í Seyluhreppi

Guðmundur Guðmundsson (1880-1951)

  • S03230
  • Person
  • 20.10.1880-23.12.1953

Guðmundur Guðmundsson f. í Flatatungu 20.10.1880, d. 23.12.1953 á Akureyri. Foreldrar: Guðmundur Björnsson bóndi á Giljum í Vesturdal og víðar og kona hans Guðrún Björnsdóttir. Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum í framanverðum Skagafirði og var stoð þeirra á síðustu búskaparárum þeirra. Hann lærði trésmíði hjá Þorsteini Sigurðssyni á Sauðárkróki og lauk sveinsprófi 1904. Stundaði þá iðn nær eingöngu þar til hann hóf búskap. Tvö fyrstu árin eftir að Guðmundur kvæntist átti hann heimili í Goðdölum og hafði grasnyt þar en taldist ekki búnandi. Bóndi í Brekku hjá Víðimýri 1909-1915. Keypti þá Reykjarhól og bjó þar til 1935. Árið 1930 lét hann hluta úr landinu undir nýbýli, er síðar hlaut nafnið Varmahlíð. Eftir að þau hjónin hættu búskap áttu þau heima á Sauðárkróki til 1941 en fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar til æviloka. Á báðum stöðum stundaði Guðmundur smíðar.
Maki: Stefanía Guðrún Guðmundsdóttir (16.09.1887-15.10.1946). Þau eignuðust þrjú börn og ólu upp eina fósturdóttur, Þóreyju Pétursdóttur.
Maki:

Pálmi Þorsteinsson (1895-1970)

  • S03242
  • Person
  • 02.06.1895-15.07.1970

Pálmi Þorsteinsson, f. á Ytri-Hofdölum í Hofstaðaplássi 02.06.1895 (01.06. skv. kirkjubók), d. 15.07.1970 í Reykjavík. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum í Blönduhlíð og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Pálmi ólst upp hjá foreldrum sínum, yngstur sjö systkina. Hann hóf nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri en hvarf þaðan frá námi þegar hann var í öðrum bekk vorið 1915. Hann stundaði síðar nám við Verslunarskólann í Reykjavík og lauk þaðan rpófi. Hann var mikill róttamaður og sinnti kennslustörfum, bæði bóklegum fræðum og sundi og öðrum íþróttagreinum. Árið 1929 fengu Pálmi og kona hans spildu úr landi Reykjarhóls til að stofna nýbýli.Þar var reist íbúðarhús og nýbýlið nefnt Varmahlíð.Þau brugðu búi árið 1936, seldu jörðina og fluttu til Reykjavíkur. Þar gerðist Pálmi starfsmaður löggildingarskrifstofunnar og gegndi því til 1962 er hann lét af störfum vegna heilsubrests.
Kona: Sigrún Guðmundsdóttir (21.09.1908-27.04.1979) frá Reykjarhóli við Varmahlíð.Þau giftu sig 31.07.1927. Þau eignuðust einn son. Pálmi eignaðist einnig soninn Gest Heiðar með Sigurlaugu Jónsdóttur verkakonu á Ólafsfirði.

Pétur Stefánsson (1847-1935)

  • S02203
  • Person
  • 20. júlí 1847 - 5. mars 1935

Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Pétur var bóndi á Reykjarhóli 1896-1919 og í Valagerði 1919-1920. Dvaldi áfram í Valagerði hjá systursyni sínum Sölva Sveinssyni. Pétur sat mörg ár í hreppsnefnd og var lengi deildarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga fyrir Seyluhrepp.
Maki: Jórunn Björnsdóttir (1830-1890) frá Víðimýrarseli. Þau eignuðust ekki börn.