Sýnir 2 niðurstöður

Nafnspjöld
Bóndi Brekkukot í Blönduhlíð

Páll Björnsson (1881-1965)

  • S03166
  • Person
  • 02.08.1881-16.03.1965

Páll Björnsson, f. á Þverá í Blönduhlíð 02.08.1881 (30.07.1881 skv. kirkjubók), d. 16.03.1965 í Beingarði í Hegranesi. Foreldrar: Björn Stefánsson bóndi í Ketu í Hegranesi og kona hans Helga María Bjarnadóttir. "Páll ólst upp á heimili foreldra sinna og fylgdi þeim í búferlaflutningum að Brekkukoti fremra í Blönduhlíð, Framnesi og síðast að Ketu þar sem hann vann að búi þeirra fram yfir tvítugt. Vorið 1904 vistréðst hann hjá séra Jóni Ó. Magnússyni presti að Ríp og fluttist með honum þaðan vestur á Fróðá á Snæfellsnesi og árið síðar að Bjarnarhöfn. Hann kom aftur að vestan árið 1906 og átti síðan heimili hjá foreldrum í Ketu samfleytt til ársins 1913, að hann réðst sem ráðsmaður að Beingarði til Guðrúnar Jónsdóttur, sem þá um vorið hafði misst Jónas Árnason sambýlismann sinn. Árið 1919 hóf hann búskap á jörðinni og gekk tveim árum síðar að eiga heimasætuna þar."
Maki: (gift 16.12.1921): Guðný Jónasdóttir (08.10.1897-08.10.1997) frá Beingarði. Þau eignuðust þrjú börn.

Sigtryggur Jónatansson (1850–1916)

  • S03227
  • Person
  • 12.11.1850-30.03.1916

Sigtryggur Jónatansson, f. í Litla-Árskógi Eyjafjarðarsýslu 12.11.1850-d. 30.03.1916 á Framnesi. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson bóndi á Efri-Vindheimum í Eyjafirði og kona hans Hólmfríður Gunnlaugsdóttir.
Sigtryggur ólst upp hjá foreldrum sínum. Fór ungur að Hraunum í Fljótum og svo til Jóns bróður síns að Höfða á Höfðaströnd. Ráðsmaður í Brimnesi í nokkur ár, þar til hann kvæntist og hóf búskap í Brekkukoti í Akrahreppi árið 1879. Þar var hann í 4 ár og fór svo að Syðri-Brekkum og bjó þar í 12 ár. Keypti þá Framnes í Akrahreppi og fór þangað 1895 og bjó þar til 1913. Hann var í mörg ár í hreppsnefnd Akrahrepps og oddviti í 12 ár.
Maki: Sigurlaug Jóhannesdóttir (08.09.1857-11.01.1939) frá Dýrfinnustöðum. Þau eignuðust sjö börn.