Showing 2 results

Authority record
Bóndi Vatnshlíð - Austur-Húnavatnssýslu

Eiríkur Sigurgeirsson (1891-1974)

  • S02859
  • Person
  • 24.09.1891-13.05.1974

Eiríkur Sigurgeirsson, f. 24.09.1891 á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurgeir Jónsson húsmaður í Vík í Staðarhreppi og kona hans Ólína Jónsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, þar til þau slitu samvistir árið 1899. Fyrst eftir það var hann að mestu leyti hjá móður sinni en síðan á ýmsum bæjum í Staðarhreppi. Bóndi í Hólkoti (Birkihlíð) í Víkurtorfu 1912-1913, á Auðnum 1920-1928, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1928-1934, á Bessastöðum í sömu sveit 1934-1938, í Vatnshlíð 1938-1963. Var hjá Valdimar bróður sínum á Blönduósi 1963-1964, á Freyjugötu 17 á Sauðárkróki 1964-1973. Eiríkur var alblindur allmörg síðustu árin og var illa haldinn af heymæði. Maki: Kristín Karólína Vermundardóttir, f. á Sneis í Laxárdal fremri. Þau eignuðust 13 börn.

Pétur Stefánsson (1847-1935)

  • S02203
  • Person
  • 20. júlí 1847 - 5. mars 1935

Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Pétur var bóndi á Reykjarhóli 1896-1919 og í Valagerði 1919-1920. Dvaldi áfram í Valagerði hjá systursyni sínum Sölva Sveinssyni. Pétur sat mörg ár í hreppsnefnd og var lengi deildarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga fyrir Seyluhrepp.
Maki: Jórunn Björnsdóttir (1830-1890) frá Víðimýrarseli. Þau eignuðust ekki börn.